Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 48
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 Æðisgengnar lokamínútur- er Arsenal sigraði IVIan. Utd. í úrslitaleik bikarsins 3—2 Úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni 1979, viðurcign Arsenal og Manchester Utd, verður lengi í minnum höíð þeirra sem á horfðu. Staðan var 2—0 þegar aðeins rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. Arsenal hafði forystu sem miðað við gang leiksins var í stærra lagi. Þá gerðist það, að Manchester Utd skoraði tvívegis á 90 sekúndum og allt ætlaði að verða brjálað á áhorfendapöllunum. Þetta var hreint ótrúlegt, eða eins og útvarpsþulur BBC orðuðu það „what can you say“ eða hvað er hægt að segja. Æsingnum var þó síður en svo lokið, þó að leikmenn Man. Utd hafði talið að þeir hafi kreist framlengingu. Það tók Arsenal nefnilega ekki nema 40 sekúndur að svara fyrir sig, Liam Brady hristi þá af sér varnarmenn MU, sendi á Graham Rix á vinstri vængnum, sem aftur sendi snúningssendingu fyrir markið. Knötturinn plataði hinn unga Garry Bailey í marki Man. Utd og Alan Sunderland kom æðandi eins og eimreið og negldi í netið af stuttu færi. Leikmenn MU féllust á hné og sumir grétu. Wembley leikvangurinn var troðfullur fleiri klukkustundum áður en leikurinn hófst, þrátt fyrir að margir hefðu orðið að kaupa miða sína á svörtum fyrir allt að þrjátíufalda venjulega upphæð. Loks mætti kóngafólkið í heiðursstúkuna og rétt fyrir klukkan 14.00 trítluðu leikmenn liðanna inn á og reyndu að láta eins og ekkert sérstakt væri á seyði. Það er þó staðreynd að taugaslappleiki hefur eyðilagt marga úrslitaleiki. Fyrstu mínútur leiksins voru eins og venjulega í slíkum leikj- um heldur tíðindalitlar, en á 12. mínútu lá knötturinn í neti Man. Utd og vænkaðist þá hagur Arsenal að vonum. Það var snillingurinn Liam Brady sem hóf sóknarlotuna sem splundraði vörn United. Hann lék á þrjá varnarmenn, sendi á Stapelton, • Sammy Mcllroy jafnaði. sem aftur renndi knettinum til David Price. Price lék upp að endamörkum og sendi knöttinn þaðan fyrir markið. Alan Sund- erland spyrnti á markið og Brian Talbot rak tána í knöttinn á leiðinni og skrifast því markið á hann, 1—0 fyrir Arsenal. Talbot varð þarna fyrsti leikmaðurinn til að vinna FA-bikarinn tvö ár í röð með sitt hvoru félaginu. Nú meira að segja með liðinu sem hann hjálpaði gamla félagi sínu Ipswich til að sigra í úrslitunum í fyrra. Eftir markið voru leikmenn United nokkuð áberandi meira í sókn, en skópu sér fá færi sem talandi er um. Það var mun meira um að einstaka leikmenn væru að kljást og berjast inn- birðis. Þannig háðu rimmur Willy Young — Joe Jordan, Brian Talbot — Sammy Mcllroy, svo að einhverjir séu nefndir. A 37. mínútu mátti Pat Jennings í marki Arsenal hirða knöttinn úr netinu hjá sér, en honum tii mikillar gleði hafði dómari leiksins þegar blásið í flautuna. Gordon McQueen hafði hand- leikið knöttinn. Þremur mínút- um fyrir leikhléið kom annað markið hjá Arsenal, á besta tíma. Aftur var það Brady sem átti mesta heiðurinn, en nú lék hann niður hægri vænginn og sendi fyrir markið. Þar var fyrir Frank Stapelton, gersamlega óvaldaður og hann skoraði ör- ugglega með góðum skalla. Leikmenn United mættu ákveðnir til leiks í síðari hálf- leik, og drifnir áfram, einkum af Mick Thomas, velska landsliðs- manninum smávaxna, sótti liðið stíft. En sem fyrr var vörn Arsenal frekar sterk fyrir. Lou Macari hafði það hlutverk í fyrri hálfleik að gæta Brady, en í síðari hálfleik fékk hann meira frjálsræði og var hættulegasti sóknarmaður United. Öðrum gekk verr, Jordan komst lítið • Alan Sunderland skoraði sig- urmarkið. áfram gegn Willy Young og Jimmy Greenhoff sást ekki lang- tímum saman. Snemma í hálf- leiknum skallaði Macari aftur fyrir sig að markinu eftir horn- spyrnu, en Jennings varði af mikilli snilld. Skömmu síðar skaut Macari naumlega yfir markið. Áfram sótti United og um 12 mínútum fyrir leikslok varði Jennings enn mjög vel, nú þrumuskoti Steve Coppell. Leikurinn tók nú að fjara út smám saman og þegar 4—5 mínútur voru eftir, virtist aðeins vera formsatriði að ljúka leikn- um. En þá gripu leikmenn Man. Utd til varaforðans og lögðu allt í sóknina. Leikmenn Ársenal hafa líka vafalítið verið farnir að trúa því að úrslitin væru ráðin. Willy Young sagði eftir leikinn, að hann hefði þá verið farinn að sjá sjálfan sig og félaga sína, klífa stigann fræga upp til kóngafólksins að taka við gersemunum. Manchester-liðið fékk aukaspyrnu rétt utan víta- teigs þegar 4 mínútur voru eftir. Jimmy Nicholl hljóp yfir knött- inn og Steve Coppell kom á eftir og vippaði fyrir markið. Joe Jordan hljóp á móti knettinum og „nikkaði" honum aftur fyrir sig rakleiðis til Gordon McQueen sem sendi hann örugglega í netið. Áhorfendur á bandi Uni- ted ærðust og hlutlausir áhorf- endur klöppuðu United lof í lófa fyrir að neita að gefast upp. Undir niðri grunaði þó fáa, að tæpri mínútu síðar myndi Pat Jennings sækja knöttinn aftur í netamöskvana. Þá sendi Micky Thomas á Sammy Mcllroy, sem lék á tvo varnarmenn Arsenal áður en hann renndi boltanum fram hjá Pat Jennings, staðan var orðin 2—2. Allt vitlaust. Arsenal hóf leikinn á miðjunni, Brady óð upp, sendi á Rix, sem lagði knöttinn á tærnar á Alan Sunderland með góðri fyrirgjöf, Arsenal hafði sigrað 3—2 í ein- hverjum æsilegasta úrslitaleik sem leikinn hefur verið. Gordon McQueen sagði um síðasta markið, að leikmenn MU hefðu enn verið að hugsa um markið hjá Mcllroy, að hugsa um fram- lengingu. Áður en þeir áttuðu sig á að Arsenal hafði hafið leikinn að nýju, lá knötturinn í netinu hjá þeim. Terry Neill, framkvæmda- stjóri álasaði leikmönnum sínum fyrir að slaka á og gera þannig leikmönnum United kleift að vega að þeim, „leikurinn átti að vera í öruggri höfn þegar staðan var 2—0 og aðeins 4 mínútur eftir“. Bæði Neill og fyrirliði Pat Rice sögðu að framlenging hefði ekki gert verkefni þeirra léttara og að Manchester-liðið hefði þá • Liam Brady lék vel og var að baki allra marka Arsenal. • Gordon McQueen skoraði fyrra mark United. verið sigurstranglegra vegna markanna sem það skoraði í lok leiksins. Dave Sexton, framkvæmda- stjóri United sagði bitur (Terry Neill reitti að sögn af sér brand- arana), að það væri napurt að tapa leik eftir að hafa sýnt slíka seiglu sem menn hans gerðu, „við vorum strax komnir með hugann í framlengingu sem virt- ist blasa við". Martin Buchan, fyrirliði Manchester Utd, var ekki í góðu skapi frekar en Sexton, en hann sagði „við lögð- um a.m.k. okkar af mörkunum til að gera leik þennan ógleym- anlegan". Orð að sönnu vafa- laust. Ef að líkum lætur fá íslenskir áhugamenn um knatt- spyrnu að skoða leik þennan á laugardaginn. Ekkert skyldi þó bóka fyrirfram. Steindautt jafntefli í Skotlandi Rangers og Hibernian skildu jöfn í úrslitaleik skorsku bikarkeppninnar á Hampden Park í Glasgow á laugardaginn. Ekkert mark var skorað í leiknum og verða því liðin að reyna með sér að nýju og fer sá leikur fram á morgun. Rangers hafa unnið bikarinn 22 sinnum, en Edinborgarliðið hefur á hinn bóginn aðeins hreppt bikarinn tvívegis, síðast 1902. Hibernian var lengst af í vörn gegn Rangers og lék þann leik mjög vel. John McArthur í markinu gerði engin mistök, varði nokkrum sinnum vei og greip oft inn í á hættulegum augnabiikum. Fyrir framan hann voru framúrskarandi góðir þeir bakverðirnir Brazil og Duncan, svo og miðverðirnir Stewart og Bremner. Þeir Jackson og Jardine stóðu vel fyrir sínu í vörn Rangers þegar á þurfti að halda sem var ekki ýkja oft. Johnstone og McDonald hefðu átt með lagni átt að geta potað inn einu marki hvor eða svo. Skömmu fyrir leikslok vann síðan markvörður Rangers, Peter McCloy, vel fyrir kaupi sínu þegar hann varði meistaralega frá Billy Campell. framherja Hibernian, sem komst skyndilega í dauðafæri. Það hefði varla verið sanngjarnt ef hann hefði þar skorað sigurmark Hibs. Rangers unnu alla helstu titla í Skotlandi siðastliðið keppnistímabil, meistaratignina, bikarinn og deildar- bikarinn.. Nú hefur liðið þegar tryggt sér deildarbikarinn, er með sterka stöðu í deildinni og er í úrslitum bikarsins. Skyldi Rangers vinna þrennu annað árið í röð? Það væri einstakur árangur í Skotlandi og þótt víðar væri Ieitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.