Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 44
Síminn á afgreióslunni er 83033 JtUrjjunblabib ÞRIÐJUDAGUR 15. maí 1979 Síminn á afgreiöslunni er 83033 JH*r0iinbl«btb Mjólkur- skortur Nær öU neyzlumjóUc unnin í mjóUcurduft „STAÐAN or afskaploiía slæm (iK það or í rauninni kominn mjólkurskortur á Roykjavíkur- svæóinu." saKði Guölaugur BjörK'insson forstjóri Mjólkur- samsölunnar í samtali við Mhl. f KUT. „Það hefur verið hamstrað mjólkurvörunum í orðsins fyllstu merkinKu, en við einum eftir að fara með einn skammt ennþá í búðirnar. Það verða um 35—40 þús. lítrar miðað við liðlega 100 þús. lítra daulena sem er um 60% af landsneyslunni. Við munum þó halda eftir mjólk fyrir spítala ok barnaheimili fram á miðviku- dati, um 5000 lítrum fyrir hvorn daj; á 40—50 staði.“ Grétar Simonarson mjólkur- bússtjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna sa(;ði að þeim bærust venjulesja um 130 þús. mjólkur- lítrar á dajj og þar af sendu þeir daíilega allt að 80 þús. lítra til Reykjavikur en hitt er unnið í osta, sk.vr o(j aðrar mjólkurvörur. Nú mun búið hins vejjar vinna 60— 70 þús. lítra á daK i þurr- mjólkurduft sem síðar verður væntanlena notað í skyr- og ostaframleiðslu næsta vetur. í Mjólkurbúi Flóamanna vinna um 30 mjólkurfræðingar en 6 í Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Það gengu ekki allir beinir f baki út úr mjólkurbúðunum f gær. 8 milljónir til FIDE ALÞJÓÐA skáksamhandið, FII)E, fær 8 milljóna styrk frá íslcnzka rfkinu á þessu ári vexna starfsemi sinnar hér á landi. Grynjólfur Sinurðsson hagsýslu- stjóri veitti Mbl. þær upplýsinKar í Kær, að á fjárlöKum hefði þremur milljónum króna verið varið til FiDE. Komið hefði ósk um fimm milljóna króna viðbótarframlaK ok var það samþykkt af menntamála- og fjármálaráðuneyti. Ólafsvík: Fyrsta konan með pungapróf Ólafsvík 14. maí. — Við Grunnskól- ann hér í Ólafsvík er starfrækt framhaldsdeild fjölbrautaskóla. Nemendur við deildina voru 17. Þrír voru við nám í skipstjórnarfræðum ok náðu allir prófi ok fenKU réttindi að 30 brúttólestum, eða púnKaprófið eins ok það er kallað. Þar á meðal var ein stúlka, BerKlind Hallmars- dóttir. BerKlind er því fyrsta konan sem fær skipstjórnarréttindi í Ólafs- vík. — IIcíkí Ráðherranefnd samræmir efnahagshugmyndir stjórnarflokkanna: Ráðherra Alþýðuflokks var ekki tilnefndur af þingflokki ÞRIGGJA manna ráðherranefnd var í gær skipuð til þess að samræma tillögur stjórnarflokkanna í þeim efnahagsaðgerðum, sem nauðsynlegar eru til þess að leysa vandamál vinnumarkaðarins. Þingflokkur Framsóknarflokksins tilnefndi Steingrím Hermannsson, Alþýðubandalagið tilnefndi Svavar Gestsson, en Alýðuflokkurinn skipaði engan mann í nefndina. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sagði í samtali viö Morgunblaðið í gærkveldi: „Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur ekki falið neinum ráðherrra sínum neitt erindi i ráðherranefnd“. Sighvatur var þá spurður, hvort Magnús H. Magnússon, sem sæti á í nefndinni, væri þar af eigin frumkvæði. Sighvatur svaraði: „Nei, ríkisstjórnin getur auðvitað tilnefnt ráðherranefnd eins og hún hefur gert áður með mjög góðum árangri, en þingflokkurinn hefur ekki beðið okkar mann í ráðherranefndinni fyrir neinar tillögur eða neina afstöóu." LjÓHmynd SlKuriceir Jómwon. Skútan Windrift of Clyde við bryggju í Vestmannaeyjum í gær. „ Veðrið var svo hrikalegt og skútan okkar svo tttil” SEX enskir áhugamenn um sÍKlingar komust f hann krappan um 30 mílur suðaustur af Vestmannaeyjum sfðdegis á laugardag er skúta þeirra fékk á sig hrotsjó og fór heiian hring í sjónum áður en hún rétti sig við. Olíurör hiiaði og áhöfnin varð þvf að notast við seglin ein á leiðinni til Eyja. Þangað var komið í gærmorgun um 36 tfmum eftir óhappið. ok áhöfn skútunnar lögð inn á sjúkrahúsið. Þaðan fengu Englendingarnir þó að fara sfðdegis f gær að einum undanskildum, en hann hafði brotið rifbein og slitið liðbönd er hann varð fyrir stýri skútunnar. Hann og skipstjóri skútunnar, kona um þrftugt, fóru fyrir borð, en náðust um borð f skútuna eftir skamma stund. Nokkrar skemmdir urðu á skút- unni og t.d. komst sjór í neyðar- sendi þannig að ekki tókst að ná sambandi við land eða nærstatt skip. — Manni kom ekki annað til hugar en þetta væri það síðasta, veðrið var svo hrikalegt og skútan okkar svo lítil í öllum þessum látum, sögðu tveir skipverjanna í samtali viö Morgunblaðið í Vest- mannaeyjum í gær. Sjá nánar á bls. 22 og 27: Skútan fór heilan hring... Sighvatur Björgvinsson sagði að hann skildi tillögur Alþýðubanda- lagsins þannig, að þeir væru að leggja til að kaup- og kjaramálum yrði skipað með lögum með ein- hliða aðgerðum ríkisvaldsins og kvaðst hann sjá lítinn mun á því, hvort einn afmarkaður þáttur launamálanna væri inni í laga- setningu eða utan við hana. „Því sé ég ekki betur en þær tillögur, sem Alþýðubandalagið hefur kynnt, séu um að skipa launa- málum með lögum og það er mjög athyglisvert, ef menn veita því athygli að þær tillögur eru í sumum efnisatriðum nákvæmlega eins og þær tillögur, sem ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar lög- festi fyrir nákvæmlega einu ári, maílögin." Sighvatur kvað Alþýðu- flokkinn vera með hugmyndir og tillögur samstarfsflokkanna til skoðunar og mundu þeir kynna sér þær sem allra bezt. Þá mun flokksstjórn Alþýðuflokksins verða kölluð saman til fundar á morgun, að því er Morgunblaðið fregnaði í gær. A aukafundi ríkisstjórnarinnar í gær lagði Framsóknarflokkurinn fram tillögur til lausnar vandamálunum, en engar tillögur komu frá Alþýðuflokknum, sem kunnugt er. Tillögur Framsóknar eru birtar á bls. 2 í Mbl. í dag, en þar gefur Framsóknarflokkurinn m.a í skyn að lögbinding kaups verði með þaki, þannig að öll laun fyrir ofan 230 þúsund krónur verði bundin út árið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun meirihluti þing- flokks, framkvæmdastjórnar og verkalýðsmálaráðs Alþýðubanda- lagsins nú vera kominn inn á lögbindingu kaupgjalds. Vilja þeir setja þak, 3% launahækkun verði sem heimildarákvæði og ríkis- stjórnin úthluti henni fyrir þá hópa þjóðfélagsins, sem hafa laun undir 230 þúsundum. Ráðherranefndin gat ekki hitzt í gærkvendi vegna anna Magnúsar Magnússonar í Alþingi. Hún mun hittast í dag klukkan 08, en klukkan 10,30 er ríkisstjórnar- fundur. A Iþýðu bandalag: Gegn „samn- ingum í gildi”? Á FUNDI í Alþýðubandalaginu í gærkveldi. þar sem rætt var um ráðstafanir ríkisstjórnar- innar, skiptust menn mjög í tvo hópa. þá. sem viidu binda grunniaun með iögum. og þá sem voru andvígir því. Ráðherrar flokksins ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni og fleiri kröfðust þess að grunnlaun yrðu lögbundin, en á móti voru m.a. Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson, Jón Hannesson o.fl. Þá mun Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi hafa minnt fundarmenn á að allt tal þeirra um þök og takmarkanir launa, kæmi sér fyrir sjónir sem þeir vissu ekki hvað þeir væru að tala um. Spurði hún hvað það þýddi, hvort þetta væri ekki að einhverju leyti bara sýndar- mennska. Það hafi þó verið baráttumál fyrir kosningar, að samningar skyldu í gildi. Því væri það undarlegt, er flokkur- inn gerði þetta að eina málinu; að berjast gegn „samningunum í gildi." Þeir menn, sem vilja lögbinda kaup munu í meirihluta í Al- þýðubandalaginu. „ Vöru- hatkaf „ÞAÐ er farið að bera á því að það vanti vörur í verzlanir, aðal- lega þessar innfluttu, og heildsal- ar eru að verða búnir með ýmsar vörur á lager. Það má þvf búast við vöruhallæri eftir viku,“ sagði Magnús Finnsson hjá Kaup- mannasamtökunum í samtali við Mbl. í gær. „Það hefur ekki verið mikið hamstrað í almennum vörum,“ sagði Magnús, „en þó eru tegundir af pakkavöru búnar og ávextir eru búnir. Nokkrir kaupmenn skömmtuðu mjólk í gær upp á sitt einsdæmi, 4 lítra á mann“. ÞaMyíting hækkaði ráðherra- laun um allt að 160 þúsund kr. LAUN forsætisráðherra eru nú 1.144.761 króna á mánuði og hækkuðu iaunin við þaklyfting- una miðað við marzlaun um 159.726 krónur á mánuði. Ráð- herralaun eru nú 1.083.704 krónur á mánuði sé lögheimili ráðherrans í Reykjavík. en sé hann þingmaður utan af landi og njóti húsaleigustyrks fær hann 1.138.704 krónur á mán- uði, þar eð húsaleigustyrkur þingmanns er 55.000 krónur á mánuði. Þaklyfting á þessi ráð- herralaun miðað við marzlaun nam 141.799 krónur á mánuði. Launahækkun ráðherra er hlutfallslega minni en annarra er svipuð laun hafa vegna þess að skerðingin vegna vísitölu- þaksins var lægri hjá þeim en öðrum. Laun þeirra eru tvöföld, þingfararkaup, sem allir þing- menn hafa, og síðan ráðherra- laun. Þingfararkaup er nú 493.499 krónur á mánuði. Laun forsætisráðherra eru að auki 651.262 krónur og laun almenns raðherra eru að auki 590.205 krónur. Eins og áður segir hafa þing- menn í þingfararkaup 493.499 krónur á mánuði. Þaklyftingin miðað við marzlaun gaf þeim 56.702 krónur á mánuði. Að auki hefur þingmaður 250.000 krónur á hálfu ári fyrir ferðakostnað innan kjördæmis síns, hann hef- ur húsaleigustyrk 55.000 krónur og dvalarkostnað 4.000 krónur á dag meðan hann er utan við lögsagnarumdæmi það, sem hann á lögheimili í. Þeir þing- menn, sem búa í nágrenni Reykjavíkur fá 'k dvalarkostnað greiddan eða 2.000 krónur á dag. Samkvæmt þessu geta því laun þingmanna farið upp í 710.116 krónur á mánuði og er þá um að ræða þingmann, sem búsettur er úti á landi. Þess utan fær þingmaður greiddan allan símakostnað og hann fær greiddar 24 ferðir í kjördæmi sitt samkvæmt reikn- ingi eða hann fær kíló- metragjald ríkisstarfsmanna fyrir hvern ekinn kílómetra á eigin bifreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.