Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1979
19
Afmæliskveðja frá for-
manni Sjálfstæðisflokksins
Ingólfur Jónsson á Hellu hefur
markað djúp spor í stjórnmála-
þróun landsins um fjörtíu ára
skeið, og þáttar hans verður
minnst um langan aldur. Fáir
hafa verið áhrifameiri en
Ingólfur innan Sjálfstæðis-
flokksins og sömu sögu er að
segja um þjóðmálin almennt á
þessu tímaskeiði.
Ingólfur Jónsson átti ekki kost
á langri skólagöngu í æsku en
því betur hefur hann nýtt lífsins
skóla. Ungur að árum var honum
falin framkvæmdastjórn kaup-
félagsins á Hellu og reisti þau
samtök héraðsbúa til vegs og
virðingar. Var þó við ramman
reip að draga á kreppuárum og
einnig þá og síðar við ofurvald
sambandskaupfélaga, sem í
krafti skömmtunar, hafta og
pólitískrar misnotkunar gengu
milli bols og höfuðs á frjálsu
framtaki jafnt einstaklinga og
félagasamtaka, sem ekki lutu
boði þeirra og banni. I þessari
baráttu var Ingólfur Jónsson
eins og 'brimbrjótur, sem
haggaðist hvergi, en komst jafn-
framt leiðar sinnar.
Sömu hæfileika, einbeitni,
þolgæði og dugnað hefur
Ingólfur Jónsson sýnt í stjórn-
málabaráttunni.
Ingólfur Jónsson verður þing-
maður Rangæinga rúmlega
þrítugur að aídri 1942 og heldur
því sæti við vaxandi fylgi þar til
kjördæmabreytingin var gerð
1959, en tekur þá forystu sjálf-
stæðismanna á Suðurlandi og
raunar Sunnlendinga í heild með
þeim árangri, að hani: sameinaði
menn í kjördæmi sínu til sjávar
og sveita, héraðshöfðingi í sjón
og reynd.
Ráðherraferill Ingólfs Jóns-
sonar hefst, þegar hann tekur
sæti í ríkisstjórn Ólafs Thors
1953—‘56, og er fram haldið í
viðreisnarstjórninni 1959—‘71.
Sem ráðherra viðskipta- og land-
búnaðarmála, iðnaðar- og sam-
göngumála átti hann frumkvæði
að stefnumótun og framkvæmd-
um, sem við búum vel að í dag og
eftirkomendur munu og ekki
síður njóta.
Forystu Ingólfs Jónssonar í
landbúnaðarmálum verður ef til
vill lengst minnst og víst er að
ýmsar aðrar stéttir en bændur
óskuðu sér að eiga slíkan for-
vígismann. Stórstígar framfarir
í landbúnaði og bættur hagur
bænda undanfarna áratugi eru
ekki sízt forgöngu Ingólfs á
Hellu að þakka.
Ingólfur Jónsson átti einnig
mikinn þátt í að gera atvinnulíf
landsmanna fjölbreyttara með
stóriðju og stórvirkjunum og
hefur aldrei látið deigan síga í
þeim efnum. Ingólfur horfir
fremur fram á veginn en aftur
um öxl og hefur á síðasta kjör-
tímabili flutt merkar tillögur
um nýtingu jarðefna landsins og
efna, sem til falla. Lætur hann
ekki á því sviði frekar en öðrum
sitja við orðin tóm og hefur
gengizt fyrir stofnun fyrirtækis
með víðtæku samstarfi inn-
lendra og erlendra aðila í þessu
skyni.
Sem samgönguráðherra
gekkst Ingólfur Jónsson fyrir
mestu vegaframkvæmdum sem
hér hafa átt sér stað á svo
skömmum tíma, lagningu varan-
legs slitlags um Suðurnes, aust-
ur fyrir fjall og í Kollafjörð. Er
það mikill skaði, að stöðnun
hefur orðið í þeim framkvæmd-
um síðan, en Ingólfsbraut nefna
menn nú veginn austur að Hellu.
Ingólfur Jónsson er mikill
málafylgjumaður og ræðumað-
ur, sem hrífur áheyrendur með
sinni eigin sannfæringu. Hann
er í senn bjartsýnn hugsjóna-
maður í ætt við aldamótamenn
en um leið raunsær fram-
kvæmdamaður. Ingólfur á Hellu
telur ekki eftir sér sporin í þágu
Sjálfstæðisflokksins og hefur
verið bæði maður baráttu og
sátta og samkomulags.
Ingólfur Jónsson hefur nú
iátið af þingmennsku að eigin
ósk aldurs vegna, en gott þykir
okkur sjálfstæðismönnum að
vita, að við eigum hauk í horni
þar sem Ingólfur á Hellu er.
Ingólfur Jónsson hefur verið
gæfumaður í einkalífi kvæntur
Evu Jónsdóttur, er á ómældan
þátt í velgengni manns sins.
í nafni sjálfstæðismanna flyt
ég Ingólfi Jónssyni á Hellu og
fjölskyldu hans beztu hamingju-
óskir og hugheilar þakkir.
Geir Ilallgrímsson.
Ingólfur Jónsson ávarpar samkomugesti á 50 ára afmæli Hellu.
árangri, en hún er þó ekki óraun-
hæf, er til lengri tíma er litið, þótt
stinga þurfi við fæti um sinn.
Forystu Ingólfs Jónssonar um
rafvæðingu sveitanna og bættar
samgöngur hefir lagt grundvöll að
bættum lífsskilyrðum og byggðar-
þróun. Og á síðustu árum hafa
útflutningsbæturnar, sem bænd-
um voru tryggðar fyrir forgöngu
Ingólfs Jónssonar, tryggt þá gegn
alvarlegri kjaraskerðingu og veitt
svigrúm til að mæta þeim offram-
leiðsluvanda, sem nú þarf að fást
við um sinn.
Nánast varð samstarf okkar
Ingólfs Jónssonar í viðreisnar-
stjórninni. Skal ég játa, að ekki
fannst mér hann alltaf mildur í
kröfum sínum í ríkiskassann en
það er honum eðlislægt að sækja
fast þau mál, sem hann ber fyrir
brjósti. Þótt Ingólfur sæki mál sín
fast, þá ber hann aldrei höfðinu
við steininn, en á hins vegar til
lagni í málflutningi, sem oft hefir
færst honum sigur í torsóttum
málum. Get ég ekki stillt mig um
að segja frá vinnubrögðum hans í
ríkisstjórninni, er ég oft dáðist að.
Þegar samráðherrar brugðust illa
við einhverju máli hans, er þeim
fannst sýna óbilgirni í kröfugerð,
lét Ingólfur aldrei skerast í odda,
heldur stakk plöggum í tösku sína
og kvað rétt að ræða þá ekki málið
frekar. En hafi menn haldið, að
þar með væri málið úr sögunni, þá
var það mikill misskilningur.
Ingólfur beið lags á næstu
stjórnarfundum og dró þá aftur
upp plögg sín og þegar svo hafði
gengið nokkrum sinnum, urðu
úrslitin æði oft þau, að samráð-
herrar gáfust upp fyrir þessu
dæmalausa úthaldi í málflutningi.
Og þótt oft væri sótt á fjármála-
ráðherrann og Ingólfur, vinur
minn, væri ekki alltaf sáttur við
undirtektir mínar, þá vona ég, að
hann geti tekið undir þaú orð mín
nú, að góðar séu minningarnar um
samvinnuna í viðreisnarstjórninni
og þann góða anda, sem þar ríkti.
Við Ingólfur Jónsson höfum nú
báðir runnið skeið okkar á enda á
vettvangi stjórnmálabaráttunnar,
en Ingólfur er þó enn í fullu fjöri,
og hann er þannig gerður, að
meðan starfsþrek endist, verður
hann virkur í hugsun og starfi, og
á ég þess von að hann eigi enn
eftir að leggja góðum málum lið,
hvenær sem ráða hans verði leit-
að. Yfir farinn veg og starfsamt
æviskeið getur hann nú á þessum
tímamótum horft með stolti, og
íslenzka þjóðin, og þá einkum
bændastéttin, stendur í mikilli
þakkarskuld við þennan þrótt-
mikla og óhvikula stjórnmála-
skörung.
En um árangursrík störf Ingólfs
Jónssonar verður ekki rætt án
þess að minnast eiginkonu hans,
Evu Jónsdóttur. í umfangsmiklum
störfum eiginmannsins hefir hún
verið styrk stoð, veitt af rausn og
skörungsskap gestkvæmu heimili
forstöðu og í hvívetna komið fram
á þann hátt, að aukið hefir traust
og virðingu þeirra hjóna beggja.
A þessum tímamótum í lífi
Ingólfs Jónssonar sendum við
Ingibjörg honum og Evu hugheilar
hamingjuóskir og þökkum þeim
trausta vináttu, samstarf og ótal
sameiginlegar gleðistundir á lín-
um árum.
Magnús Jónsson.
Rækja lögð niður í Garðinum.
Niðursoðin rækja
fyrir einn milljarð
til V-Þýzkalands
í SÍÐUSTU viku var gengið frá
sölusamningi milli innflutnings-
fyrirtækis í Hamborg og út-
flutningsfyrirtækisins TRITON í
Reykjavík á niðursoðinni rækju
að verðmætum 6 millj. þýskra
marka eða 1 milljarði íslenskra
króna, sem afgreiða skal á tíma-
bilinu maí 1979 til aprfl næsta
árs.
Er hér um að ræða framhald á
viðskiptum, sem hófust í maí 1978
er hliðstæður samningur var und-
irritaður af sömu aðilum, en
TRITON flutti út á síðustu 12
mánuðum 2,4 millj. dósa af niður-
soðinni rækju að verðmæti ca. 5,5
millj. marka, þ.e. tæpur milljarður
íslenskra króna á núverandi gengi.
Þetta eru stærstu viðskipta-
samningar, sem gerðir hafa verið
á íslensku lagmeti, ef undan eru
skildir samningar þeir, sem gerðir
hafa verið um sölu á gaffalbitum
til Sovétríkjanna, og nema að
verðmætum meira en helming alls
útflutts lagmetis árið 1978, segir í
frétt frá Triton.
Framleiðandi rækjunnar er
Lagmetisiðjan Garði hf. Hefur
Lagmetisiðjan keypt frysta rækju
frá framleiðendum á Vestfjörðum
og Norðurlandi og flutt hana til
vinnslu suður. Nú er Lagmetis-
iðjan Garði hf. að koma sér upp
eigin rækjumóttöku og pillunarað-
stöðu og mun sjóða niður eigin
framleiðslu nú þegar rækjumiðin
hafa verið opnuð út af Reykjanesi
en mun væntanlega halda áfram
að kaupa rækju fyrir vestan og
norðan, þegar veiðar hefjast þar
aftur.
Fyrir samningunum í Hamborg
stóðu Örn Erlendsson, fram-
kvæmdastjóri TRITON, og Finn-
bogi Björnsson, stjórnarformaður
Lagmetisiðjunnar Garði. Fleiri
verkefni eru framundan í við-
skiptum milli þýska kaupandans
og Lagmetisiðjunnar Garði hf.
Samningar flugmanna F.Í.A.:
Tflboðid um þak-
lyftingukom ekki
frá sáttanefnd
Morgunblaðinu hefur borist
svofelld yfirlýsing frá sáttanefnd
í flugmannadeilunni er stóð frá
janúar til aprfl 1979:
Sáttanefnd, sem skipuð var af
félagsmálaráðherra 18. janúar s.l.
til að vinna að lausn deilu milli
Félags íslenskra atvinnuflug-
manna og Flugleiða h.f., vill að
marggefnu tilefni taka fram eftir-
farandi:
Þar sem staðhæft hefur verið í
vissum fjölmiðlum, að ákvörðun
um lyftingu vísitöluþaks á launum
flugmanna í apríl s.l. hafi verið
tekin samkvæmt sáttatilboði
sáttanefndar, telur sáttanefndin
sér skylt að leiðrétta þessa röngu
staðhæfingu.
Hið rétta er, að sáttanefndin
bar fram þrjár miðlunartillögur í
nefndri deilu og fjölluðu þær
eingöngu um jafnlaunakröfur
flugmanna og starfsaldurslista
þeirra, og var þeim öllum hafnað.
Sáttanefndin hafði engin
afskipti af lyftingu vísitöluþaks-
ins af launum flugmanna önnur
en þau, að flytja samninganefnd
Félags íslenskra atvinnuflug-
manna tilboð frá Flugleiðum h.f.,
dags. 4. apríl s.l. um að upphefja
umrætt vísitöluþak frá og með 1.
apríl 1979 að því tilskildu að
samkomulag næðist um að vísa
kjaradeilu aðila til úrskurðar
gerðardóms. Þetta var gert á fundi
sáttanefndar með deiluaðilum
miðvikudaginn 4. apríl s.l., en
engin niðurstaöa náðist um þetta
mál á þeim fundi.
Næsta dag, 5. apríl 1979,
samþykkti stjórn Flugleiða h.f., að
gera Félagi íslenskra atvinnuflug-
manna tilboð til lausnar deilu
aðila, sem m.a. fól í sér fyrrnefnt
afnám vísitöluþaks og greiðslu
verðbóta frá 1. apríl 1979.
Þetta tilboð stjórnar Flugleiða
h.f. var lagt fram á fundi Félags
íslenskra atvinnuflugmanna sama
kvöld, án nokkurra afskipta sátta-
nefndarinnar — og samþykkt.
Af framansögðu má ljóst vera
að sáttanefndin hafði engin önnur
afskipti af afnámi vísitöluþaks
umræddra flugmanna en þau að
bera tilboð þar um á milli og
staðfesta síðan samkomulag aðila
þar um.
Reykjavík, 14. maí 1979
Brynjólfur Ingólfsson
Guðlaugur Þorvaldsson
Hallgrfmur Dalberg.
Nýtt
símanúmer
á afgreiöslu
blaösins
83033