Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 Magnús Hall Skarphéðinsson: Þankagangur um kenning- ar dr. Helga Pjeturss í Velvakanda Morgunblaðsins hinn 13. febrúar sl. mátti lesa grein eftir einhvern ónafngreindan með nafnnúmerinu 2468 2595, um athugasemdir við kenningar dr. Helga Pjeturss. Eigi veit ég ástæðu nafnleysis greinarinnar en get mér til að viðkomandi sé greinilega ekki nógu sannfærður um réttmæti athugasemdanna. Er slíkt algjör óþarfi samt að fela skoðanir sínar og ættu sem flestir að leggja sitt af mörkum í þessum málum. Pátt gæti betur hugsanlega dregið fram hið rétta. Annað virðist fremur eiga rót sína að rekja til hleypidóma og vanþekkingar á því efni sem til umfjöllunar er. Hvað um það. Ég ætlaði nú með þessum línum að benda 2468 2595 á örfá atriði sem ég sé greinilega að hann vanhagar um. Ekki svo að skilja að hér tali málsvari Nýals- sinna, slíkt geta miklu mun fróðari menn en ég gert, geti þá nokkrir gert það nægjanlega yf- irhöfuð. Verð ég að teljast til algjörra leikmanna í þeim saman- burði. Þó get ég frætt 2468 2595 um nokkrar þekktar staðreyndir í málinu. Hann segir að aðeins sé hægt að rökstyðja 2 af kenningum dr. Helga Pjeturss, draumakenninguna og líf- geislakenninguna. Til nánari Magnús Ilall Skarphéðinsson. útskýringar skal þess getið að kenningar dr. Helga eru ákaflega margar og margvíslegar, en fléttast allar meira og minna saman. Erfitt er að taka t.d. eina út úr og segja sem svo: „Ja, þessi kenning ér rétt, en þessi ekki!“ Grundvöllur að heimspeki dr. Helga voru draumarannsóknir þær sem hann stundaði í mörg ár og áratugi. Upp úr þeim afar merkilegu niðurstöðum er hann fékk þar fór hann að rannsaka þróun og tilgang lífsins frá nýrri hlið, frá líffræðilegu sjónarmiði, sem mjög lítið hafði verið stundað fram að því og er í raun enn. I þessum athugunum urðu ýmis áður óþekkt lögmál á vegi hans sökum greinilega alveg frábærrar athyglisgáfu og víðsýni. Setti hann fram í þessu síðan ýmsar kenningar þar á meðal tvær fyrrgreindar. Kemst dr. Helgi einnig að þeirri niðurstöðu að tilgangur lífsins sé ávallt meiri fullkomnun sérhverrar jafnvel hinnar smæstu lífveru. Og að líf sé að þessu loknu. En það sem meira er og merkilegast, að framlífið sé efnislegt jafnt og frumlífið. Og að ekkert sé yfirnáttúrulegt eða dulrænt, allt sé háð ákveðnum lögmálum sem einungis sé að minnsta leyti þekkt jarðarbúum ennþá. Dr. Helgi ályktaði ennfremur að hinir ýmsu hnettir himingeimsins væru vistarverur lífs. Lífs á ýmsum stigum, háþróað, lágþróað, góðkynjað eða illkynjað. I bókstaflegum skilningi á öllum hugsanlegum stigum. Væri hnöttur okkar aðeins ryk- korn í óendanlegri veröld þar sem var jafnt og annars staðar færi heimssmíðin mikla fram. Og í framhaldi af því að framlíf okkar stæði í beinu sambandi við aðrar lífstöðvar alheimsins. Við líkömnuðumst á öðrum jarðstjörnum um leið og skrokkur- inn okkar hér dæi. Þar byggju hinir framliðnu en ekki í einhverj- um óskýranlegum „andaheimi", Að jörðin okkar væri aðeins frum- lífshnöttur okkar og í vissum skilningi fyrsta þroskaskeið líf- veranna hér. Væri sem sagt tak- markaður hluti hins ótakmarkaða alheims og á engan hátt með „sér lögmál", eða þá enn síður eina lífstöð alheimsins. Einnig kannaði hann hugsana- flutning og áhrif hverrar lífveru á aðra, og margt fleira sem ekki er hægt að sjálfsögðu að rekja hér. En þar sem 2468 2595 segir að aðeins að tveimur kenningu m dr. Helga sé hægt að færa rök þá langar mig að benda á þó ekki væri nema eina til viðbótar. I dag fyrir finnst varla sá vísindamaður sem viðurkennir ekki að líf sé annars staðar en hér á þessari örlitlu jarðarkúlu. Já, ég sagði örlitlu jarðarkúlu. Hnöttur- inn jörð er mjög lítill í samanburði við aðra hentti. Til dæmis er Júpíter sem er í okkar sólkerfi 1.300 sinnum stærri en jörðin, og sólin okkar 1.000 sinnum stærri en Júpíter. Meira að segja eru nokkur þeirra tungla er ganga kringum Júpíter svipuð að stærð og jörðin. Er þó sólkerfi okkar mjög lítið og ungt í samanburði við „nágranna" okkar í heimingeimnum, að því er vísindamenn telja nú á dögum. Mörg sólkerfi t.d. bara í okkar vetrarbraut eru það stór í saman- burði við okkar að ef einungis sólin þeirra væri sett í miðju okkar sólkerfis þar sem okkar sól er nú, þá væri jörðin, sem er þriðja reikisstjarnan frá sólu, inni í miðri sólinni, þ.e.a.s. mun nær miðju sólarinnar en yfirborði. Jafnvel hinir strangtrúuðustu tómhyggjumenn í hópi vísinda- manna segja að einungis þurfi viss efnafræðileg skilyrði að vera fyrir hendi til að líf kvikni. Sumir segja af sjálfsdáðum, sumir ekki. Hall- ast ég fremur að hinu síðarnefnda. Og líklega eru ekki nema um 500—1.000 milljónir ára síðan skilyrði til lífs urðu hér og líf kviknaði og tók að þróast. Og ennfremur að maðurinn hafi ekki komið fram fyrr en fyrir um milljón árum eða svo. I ljósi þess í samanburði við aldur annarra hnatta og vetrarbrauta er jörðin nýkomin fram á sjónarsviðið og enn styttra síðan hún kólnaði og skorpa myndaðist utan á henni og skilyrði til lífs urðu til. í vetrar- brautinni sem okkar sólkerfi til- heyrir eru um 100.000—200.000 milljón sólkerfi. Þó er réttur fjöldi líklega nær seinni tölunni. Vetrar- brautin okkar er í þyrpingu vetrarbrauta sem telur yfir milljarð vetrarbrauta að því að álitið er, sem aftur er örlítið brot af risaheimshverfi sem aftur er óendanlega lítið rykkorn af alheiminum o.s.frv. Gæti ég haldið svona lengi áfram, en í dag minnir mig að hægt sé að sjá yfir 2.000 milljón þyrpingar vetrarbrauta í Einar Ragnarsson: Innskot í far- mannadeiluna Einar Ragnarsson Mig langar að leggja nokkur orð í belg varðandi yfirstandandi deilu farmanna og vinnuveitenda. Er það von mín, að þessar línur gætu hugsanlega orðið til þess að vinnuveitendur hröðuðu sér að koma til móts við réttlætiskröfur yfirmanna á kaupskipunum, eða í það minnsta að láta svo lítið að ræða við farmennina í stað þess að hanga í pilsum misviturra ráð- herra og æpa „þeir byrjuðu, þeir byrjuðu." Ég er 2. stýrimaður á dönsku skipi og hef verið í tæp tvö ár. Ég get sagt það eins og er að ég ætlaði Tiivisun Laund.qg./Ffádráttur o fl. Dagafjöldi/Tlmafjóldi I G/aideynr Laun/Gemi j FjárhæB Tíniabil/Höfn/Ath3. ] 10008 JAGVINNA 30»0 10009 L ANDGÖNGUFE 30*0 Í000H f- fíi I SPENI NGAR 6,0 SAMTALS LAUN 15.769 1.157 1.487 473.070 34.710 8.922 516.702 01/04-30/04 01/04-30/04 MARZ SKATTAR / GJALDH GJALDEYRIR 503 LIESJ. EIHSKIP STETTARFELAGSGJ. SAMTALS frao 333,33 RATTUR 228.923 169.332 18.923 4.731 421.909 B0ST0N LAGT A BANKA|REIKN. 94.793 DAMPSKIBSSELSKAÐET TORM K0BENHAVN R«g. no. 2206 TORM HELVIG...... Den 27. april 1979 Styrmand Einar Ragnarsson P.O. Box llo3, Reykjavik Island I henhold til nedcnstáende opstilling har vi opgjort Deres tilgodehavende fcrie/fridage/sygehyre sáledes: Hjemrejse 1/ 4 - 2/4 19 79 = kr. 44o,84 Fcrie 3/4 - 3o/4 19 79 9 o44,9 5 Fridage / - / 19 • . f " Feric/fridagskostpenge 3/4 - 3o/4 19 79 = ", 1225,56 Ferie / - / 19 - ~ Fridage / ■ - / 19 + = Ferie/fridagskostpenge / - / 19 F ridage / - / 19 = " F ridagskostpenge / - / 19 ....' = - Kontant erstattct fcrie/fridage = - Ferie/fridagskostpenge = - Sygehyre /.. - ./ 19 = - Sygeijenge = - kr. lo711,35 — é i Rejseregning kr. = - kr. lo711,35 Heríra trirkkcs: „ Pcnsion Maj L < rd y/C/ íSjófynC kr. 310,00 = - Pension : .= - Pension A-skat Apríl máncd 2851,00.- /'? A-skat niáned ~ ; = ~ A-skat máned B-skat máned _ , = - á cortto 23 / 4 19 79 /1 /VA- 7538,35 » V 7 / 5*9/ - á conto / 19 = - 3o dage april 7/L Z£Lrc£0*'it-A 12,00 lo711,35 0,00 Dette belob frcnisendes pr. V'i vedlægger hyreregnskabsformularer, hvoraf De bedes rcturnere blanket nr. 3 i underskrevet stand. Ferie & Fridage til den 5/7 C^Mcd venlig hilsctT]) for DAMPSKIBSSELSKABET TORM ekki að trúa kjörum starfsbræðra minna á íslenzkum skipum þegar ég fór að kynna mér þau mál. Féll mér allur ketiil í eld er ég sá launaseðil kunningja míns, sem er skipstjóri hjá Eimskip með yfir 30 ára starfsferil hjá félaginu. Við bárum saman seðlana okkar og kom í ljós að hann er með í laun fyrir aprílmánuð jafnmikið og ég fæ greitt nettó inn á bók fyrir að vera hér heima í fríi, þ.e.a.s. engin yfirtíð, vaktaálag eða aðrir launa- liðir. Ég læt þessa tvo seðla fylgja með, svo fólk geti séð, að hér er um hráar tölur að ræða en ekki töluleiksþvætting áróðursmeist- ara Vinnuveitendasambandsins. Vissulega er það forsenda margs að fólk sé ánægt með laun sín, en það er líka fleira sem gerir starfsmenn ánægða. Fyrir utan það að hafa þokkaleg laun þá fáum við frí frá 4 og upp í 6 mánuði á ári. Ferðirnar heim eru greiddar ásamt ríflegum dagpen- ingum meðan á ferð stendur. Eiginkonan má vera eins íengi um borð og aðila lystir, að vísu með þeirri kvöð, að hún taki til í íbúð mannsins. Svo mætti nefna það, að hafi maður hug á að fjárfesta t.d. í íbúð, þá eru allir af vilja gerðir á skrifstofu félagsins til að hjálpa í þeim efnum. Félagið ábyrgist lán og jafnvel lánar sjálft ef eitthvað vantar upp á að samn- ingar takist. Það mætti lengi telja ánægjulega hluti og þá tillitssemi sem ég nýt í starfi mínu en ég læt þetta duga. Þannig er málum nú háttað, að stýrimenn skortir mjög i nágrannalöndum okkar. Fyrir utan Norðurlöndin veit ég að Svisslendingar, Englendingar o.fl. auglýsa alltaf reglulega eftir mönnum og bjóða vel hafi einhver áhuga. í Kaupmannahöfn þar sem ég þekki best til fullyrði ég að það færi ekki meir en dagurinn í að ráða sig í skipsrúm og sum félögin endurgreiða síðan ferðakostn- aðinn til Hafnar. Mér er fyllilega ljóst að íslenzk- ar starfsstéttir hafa ekki sam- bærileg laun við starfsbræður sína í nágrannalöndunum og tel að svo verði ekki í náinni framtíð. En að yfirmenn á íslenzkum kaup- skipum skuli vera með þrisvar sinnum lægri laun en félagar þeirra í nágrenninu, auk þess að hafa dregist stórlega aftur úr öðrum stéttum hér heima launa- lega séð sýnir, að óþarfi er að láta sem svo, að hér sé á ferðinni hagsmunahópur sem ekkert eigi skilið annað en aö snáfa út á haf hið bráðasta. Einar Ragnarsson. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.