Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 Eysteinn Þorvaldsson IIÉR Á eftir fer >jreinarKerð sem Eysteinn Þorvaldsson, formaður Júdósambands íslands. flutti á sambandsstjórnarfundi ÍSÍ 12. mai' síðastiiðinn ok ályktun sem samþykkt var samhljóða varð- andi milliríkjasamninK þann sem Kerður var við íþróttaráð Sovét- ríkjanna um iþróttasamskipti íslands oj{ Sovétríkjanna án þess að ÍSÍ væri haft með í ráðum. Ilafa þessi vinnubrogð vakið mikla athyKli og verið f jallað um / þau í fjölmiðlum. Það var í sept. s.l. að sú fregn flaut með sem aukaatriði í annarri frétt í einu dagblaðanna að búið væri að gera íþróttasamning við Sovétríkin. ÍSÍ fór þá að spyrjast fyrir um málið og í utanríkisráðu- neytinu fannst reyndar samning- ur sem hafði verið undirritaður í febrúar 1978. Það virtist alls ekki standa til að tilkynna íþrótta- hreyfingunni um þetta hvað þá að senda henni samninginn. Stjórn ISI hafði hins vegar frumkvæði um að sækja eintak af samningn- um til utanríkisráðun., og þá kom fyrst í ljós að 7 mánuðir voru liðnir frá undirritun hans. Hér hafa verið viðhöfð vinnu- brögð sem ég tel að íþróttahreyf; ingin geti ekki látið ómótmælt. í ofanálag er samningurinn okkur g|,f óhagstæður. Hann gerir ráð fyrir áttina að svara hinum einföldu spurningum: Hvers vegna gerðuð þið þennan samning og hvers vegna fóruð þið svona að því? En hvers vegna voru Rússar svona ýtnir, eins og ráðherrann sagði? Hér er komið að óyggjandi tengslum þessa samnings við þá valdníðslu sem sovésk yfirvöld sýndu íslenskum keppendum og forystumönnum JSÍ sem sóttu EM í júdo í Kiev vorið 1976. Ég ætla ekki að rekja þann furðulega glæpareyfara hér. En viðbrögð okkar í JSI ollu sovéskum yfir- völdum talsverðum áhyggjum og komu þeim e.t.v. á óvart. Við létum nefnilega ekki við það sitja að knýja þau til að aflétta kyrr- setningu okkar í höfuðborg Ukraínu eftir nokkrar klukku- stundir, heldur sendum skýrslu undirbúa sérstakan samning um íþróttasamvinnu við íslensku íþróttahreyfinguna, og um leið yrði þetta vandamál leyst á æðra plani. Ég hélt uppi fyrirsjjurnum um málið hjá ÍSI og UMFI, en þar höfðu menn ekkert heyrt um samningsundirbúning siðan 1975. Haustið 1977 gerðist nýr og ekki ómerkur þáttur í málinu. Forsætisráðherra íslands var þá í opinberri heimsókn í Sovétríkjun- um. Þá var óvænt og óforvarendis otað að honum milliríkjasamningi og hann vinsamlegast beðinn að undirrita. Og um hvað var þessi samningur? Um íþróttasamskipti. Forsætisráðherra hafnaði þessari beiðni og benti á að slíkur samningur þyrfti að fá faglegan undirbúning. Lauk þar með þessum sérstæða kafla í dipló- Iþróttaráð Sovétríkjanna í óbættri sök við íslenzku íþróttahreyfinguna Ályktun Sambandsstjórnarfundur ÍSÍ, haldinn 12. maí 1979, telur að vinsamleg og eðlileg íþróttasam- skipti séu æskileg milli allra þjóða. Fundurinn telur nauðsyn- legt og sjálfsagt að allar aðgerðir stjórnvalda varðandi íþróttasam- skipti milli þjóða séu gerðar i nánu samráði við íþróttahreyfing- una. Fundurinn átelur að ÍSÍ var ekki haft með í ráðum þegar gerður var milliríkjasamningur við Sovétríkin um íþróttasam- skipti. Þá bendir fundurinn á að samn- ingsaðili menntamálaráðuneytis- ins er Iþróttaráð Sovétstjórnar- innar, en sú stofnun stendur í óbættri sök við íslensku íþrótta- hre.vfinguna vegna óréttlætan- legrar og móðgandi framkomu við íslenska júdólandsliðið í Kiev 1976. Fundurinn ályktar að það sé óeðlilegt að stjórnvöld skuldbindi einhliða ÍSÍ til samskipta við erlenda aðila og bendir á, að alls staðar sem slíkir samningar eru gerðir um íþróttaleg samskipti, þá eru íþróttahreyfingarnar í við- komandi löndum samningsaðilar. Þessi ályktun var samþykkt samhljóða á sambandsstjórnar- fundinum. Greinarjíerð Það þótti að vonum tíðindum sæta á s.l. hausti þegar það varð uppskátt að stjórnvöld höfðu fyrir mörgum mánuðum undirritað samning um íþróttasamskipti við Sovétríkin og í raun haldið honum leyndum í sjö mánuði. Það var ekki einungis að íslenska íþróttahreyfingin væri sniðgengin við undirbúning efnisatriða og við samningsgerðina alla, heldur var hún aldrei látin vita um undirrit- un samningsins, og hefur ekki enn þann dag í dag fengið um það ncina tilkynningu frá stjórnvöldum. Þetta er dálítið einkennilegt þar sem þessi samn- ingur fjallar svo að segja að öllu leyti um verkefni og framkvæmdir sem íþróttahreyfingunni er ætlað að annast. Forystumenn úr íþróttahreyfingunni sátu einn áþreifingarfund um hugsanlegar undirbúningsviðræður árið 1975, og var þá sagt, að þeir yrðu látnir vita ef áframhald yrði á viðræð- um. Þetta var ekki gert. Samning- urinn var undirbúinn og gerður af fulltrúum Sovétstjórnarinnar og íslenska menntam.ráðuneytisins og undirritaður af ambassador Íslands í Moskvu skv. fyrirskipun menntam.ráðuneytisins. Síðan var bara þögn. Hvorugum samningsaðila virðist hafa dottið í hug að samningurinn yrði annað en pappírsgagn. Var kannski endanlegu takmarki náö fyrir einhvern? Samkvæmt samningn- um átti í nóvember að gera sam- starfsáætlun fyrir það ár sem nú er hálfnað. Ef sú áætlun heur verið gerð, þá hefur ÍSÍ amk. ekki verið spurt ráða né látið um það vita. jöfnum kostnaði samningsaðila við samskiptin sem er bæði ósann- gjarnt og óþarft þegar hafður er í huga hinn fjárhagslegi aðstöðu- munur smáþjóðar og risaveldis. Þess skal getið að síðan þetta gerðist hefur verið komið á fót sérstakri íþróttadeild í mennta- málaráðuneytinu, sem vonandi er tryKK'ng fyrir því að glöp af þessu tagi verði ekki endurtekin. Nú kann margur að spyrja hvaða nauður hafi rekið íslenska menntamálaráðuneytið til þessar- ar samningsgerðar. Ég hef spurt að þessu opinberlega, en stjórn- völd hafa ekki látið svo lítið að svara fremur en þau létu ISI vita um að búið væri að skuldbinda íþróttahreyfinguna með milli- ríkjasamningi. Það er einmitt gegn þessari forstokkuðu og yfirlætisfullu afstöðu skrifræðisins sem frjáls félagasamtök verða að rísa. — Gegn þröngsýnu og sjálfumglöðu embættismannakerfi sem telur sig ekki þurfa að svara fyrirspurnum né taka mark á gagnrýni. Ég er hins vegar ekki í neinum vafa um að meginástæðuna fyrir þessari fráleitu samningsgerð er að finna erlendis, og hef raunar fjeiri en eina trausta heimild fyrir því. Það hrökk út úr fyrrverandi menntamálaráðherra. í blaða- viðtali s.l. haust aö Rússar væru sérlega ýtnir við að koma á slíkum samningum, eins og hann orðaði það. Þetta var það eina sem kom frá stjórnvöldum og getur talist í um málið til EJU, ÍSÍ, sovéska sendiráðsins og fleiri aðila og gerðum málið uppskátt og það komst í heimsfréttirnar. A aukaþingi EJU í Montreal sumarið 1976 var skýrslan til umræðu og vakti ósmáa athygli og hún barst óhjákvæmilega líka til þingfulltrúa á þingi IJF sem haldið var tveimur dögum síðar. Um haustið dreifði Iþróttaráð Sovétríkjanna (samningsaðili menntam.ráðuneytisins) til íslenskra fjölmiðla furðulegum lygum um málið. Þær voru að vísu auðhraktar af okkar, og einnig hefur forseti EJU, André Ertel, lýst plagg sovéska íþróttaráðsins hugaróra og lygar að því er tekur til Evrópusambandsins. EJU krafðist strax skýringa hjá Sovétmönnum á framkomunni við okkur. En viðbrögðin voru eintóm undanbrögð. Gagnvart EJU véfengdu Sovétmenn skýrslu okkar í engu. En þeir báðu hvað eftir annað um frest til athugunar og þóttust endilega vilja jafna málin. Ertel boðaði fund með mér og formanni sovéska judosam- bandsins, Semjúskín, á EM í Ludwigshafen 1977. Fundartími og staður var samþykktur af öllum aðilum, en Semjúskín kom ekki til fundarins og sást ekki á mótinu eftir það. Ertel ræddi málið við fulltrúa íþróttaráðsins í Moskvu á ferðum sínum þar bæði 1976 og 1977. í bæði skiptin var honum sagt að verið væri að matasögunni. Það hafa hins vegar ennþá engin svör fengist við spurningum um hvers vegna ekk- ert varð af þessum faglega undir- búningi sem að sjálfsögðu hefði átt að vinnast og ákvarðast af íþróttahreyfingunni. En samningur var sem sagt undirritaður í febrúar 1978, aðeins stuttu eftir að forsætisráðherra \ar á ferð í Sovétríkjunum. „Rússar eru ýtnir“ eins og ráð- herrann sagði. Og þessi samningur er gerður við Iþrótta- ráð Sovétstjórnarinnar sem er pólitísk stofnun, sett yfir öll íþróttasamtök í Sovétríkjunum og raunar til höfuðs þeim í reynd. Það var í nafni þessarar pólitísku stofnunar sem við vorum kyrrsett- ir í Kiev og hótað öllu illu. Þetta hefur íþróttaráð Sovétstjórnar- innar aldrei reynt að bera af sér að neinu leyti. Varðandi kæru JSÍ svara þeir því nú til að málið sé útkljáð. Það séu engin ágreinings- efni. Því til sönnunar sé sú stað- reynd að búið sé að gera vináttu- samning um íþróttaviðskipti milli íslands og Sovétríkjanna. Og það er þessi sami aðili, íþróttaráð Sovétstjórnarinnar, samnings- vinur ísl. menntam.ráðuneytisins, sem dreift hefur hér á landi einhverjum ósvífnasta lyga- óhróðri sem sést hefur um is- lenska íþróttahreyfingu. Eigum við að láta eins og ekkert sé, þegar stjórnvöld samningsbinda íþrótta- hreyfinguna til samskipta við slíkan aðila. Ég tel að það sé lágmarksaðgerð af okkar hálfu að mótmæla slíku athæfi, og það skora ég á fundar- menn að gera með því aö sam- þykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir. Með því sýna íþróttasamtök- in þá reisn sem þeir sæmir, og árétta jafnframt að þau vilji hafa vinsamleg og heilbrigð samskipti við íþróttafólk allra þjóða. Afengi fyrir 45 milljónir selt á afsláttarverði 1977 í RÍKISREIKNINGI íyrir árið 1977 gera endur- skoðendur athuKasemdir við nokkra liði reiknings- ins. þar á meðal er aí- sláttarverð á áfengi til ýmissa aðila, en árið 1977 var áfenjíi. sem látið var frá Áfeniíis ojf tóbaks- verzlun ríkisins á innkaupsverði talið nema 45 milljónum króna á útsöluverði. í athugasemdunum semgir svo: í reikningum ÁTVR kemur fram að áfengi það, sem látið var frá stofnuninni á innkaupsverði árið 1977, nam með því verðlagi 7.805 þús. kr. Samkvæmt fyrri athugunum á þessu afsláttarverði og almennu útsöluverði er ekki fjarri lagi að sexfalda svo að ætla má að hér sé um að ræða áfengi sem nemur 45 millj. kr. á útsölu- verði. þetta áfengi allt notað til venjulegrar risnu svo sem ætlast er til breytir þessi tilhögun engu öðru en því að það sem risnu- kostnaður lækkar reikningslega kemur fram sem tap ÁTVR miðað við eðlilega sölu. Hins vegar gefur auga leið að þessi tilhögun freistar til misnotkunar sem ekki kæmi til ef áfengi til allra embætta og stofnana væri skráð á réttu almennu útsöluverði. Er það og kunnugt frá athugasemdum við fyrri ríkisreikninga að vörur hafa verið teknar á þessu afsláttarverði án þess að um opinbera risnu væri að ræða. Nú er spurt: Hverjar eru forsendur þessa afsláttarverðs gagnvart innlendum embættum aðrar en gömul venja? Erfitt hefur verið að selja fiskmjöl úr landi undan- farnar vikur samkvæmt upplýsingum Gunnars Petersens hjá Bernharð Petersen og hefur mjölverð lækkað eitthvað síðustu vikur. Mikið af loðnumjöli vetrarvertíðarinnar er hins vegar selt,. en nokkuð er eftir af óseldu fiskmjöli. Svarið var á þessa leið: Vegna fyrirspurnarinnar upplýsir fjár- málaráðuneytið eftirfarandi: Efni því, er fyrirspurnin fjallar Kvað Gunnar líklegt að hin mikla sölutregða á mjöli að undanförnu myndi þýða talsverða lækkun á því mjöli sem til væri, en hann kvað mjög erfitt að segja til um verðið eins og stæði. Verð hjá Norðmönnum hefur að undanförnu verið 6,05% í stað 6,20% á proteineiningu fyrr í vetur. um. eru gerð nokkur skil í athuga- semdum við ríkisreikninga áranna 1971 og 1972. Byggt er á gamalli hefð við ákvörðun á verði áfengis og tóbaks til forseta íslands, Alþingis, ríkis- stjórnar, forseta Hæstaréttar, Stjórnarráðs íslands vegna starfsfólks, forstjóra ÁTVR og Áfengis- og tóbaksverslunarinnar vegna risnu og sýnishorna. Árið 1971 voru ráðherrar og forsetar Alþingis felldir úr hópi þeirra er sérkjara nutu við kaup áfengis og tóbaks: í færeyska blaðinu Dimmalætting er sagt frá því fyrir skömmu að danskir sjómenn sem veiða í fisk- mjölsframleiðslu hafi fengið um 20% lægra verð fyrir afla sinn að undanförnu vegna sölutregðu á mjöli sem talin er stafa af miklu framboði Perúmanna á mjöli á heims- markaðnum. Mikil sölutregða á fiskmjöli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.