Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979
11
Karlakórinn
Fóstbræður
5 milljóna launþega í landinu eru
lausir og að svo miklu leyti, sem
samningaviðræður eru komnar á
rekspöl, er ósennilegt að sætzt
verði á minna en 15% launahækk-
anir að meðaltali. Eflaust mun
Thatcher-stjórnin njóta þess að
væringar á vinnumarkaði eiga sér
sjaldan stað á sumrin, en í haust
má búast við miklum sviptingum.
Utanríkismál
Ymsir hafa látið í ljós efasemd-
ir um að Margaret Thatcher væri
hæf til forystu á sviði utanríkis-
mála. Hún hefur ekki sýnt þeim
sérstakan áhuga, enda lítt haft sig
í frammi á þeim vettvangi. Ef
dregið væri í dilka mundi hún
flokkast undir það að vera sann-
kallaður „haukur", enda er það
ekki að ófyrirsynju sem Rússar
byrjuðu að kalla hana „járn-
frúna“. Hún er ómyrk í máli um
heimskommúnismann og telur
Bandaríkjastjórn óábyrga og of
eftirgefanlega í samningum við
Sovétstjórnina til þess að Bretar
geti treyst á forsjá þeirra og
forystu í varnarmálum vestrænna
ríkja. Þess vegna vill hún auka
verulega framlög til varnarmála
og liður í þessum áformum er 32%
launahækkun brezkra hermanna,
sem þegar er komin til fram-
kvæmda.
Thatcher
og Heath
Þegar Edward Heath, fyrir-
rennari Thatchers í formannssæti
íhaldsflokksins og fyrrum forsæt-
isráðherra, lét af embætti áttu sér
stað mikil hjaðningavíg innan
flokksins. Fáir töldu að Thatcher
yrði leiðtogi til frambúðar. Hún
þótti ískyggilega hægri sinnuð og
einstrengingsleg í skoðunum, og
lítt líkleg til að laða kjósendur að
flokknum. Annað hefur komið á
daginn, og styrkur hennar innan
flokksins nú er óumdeildur.
Persónuleg andúð og jafnvel
óvild hefur lengi verið áberandi í
samskiptum Thatchers og Heaths,
en þá fyrst keyrði um þverbak er
leiðtogaskiptin áttu sér stað í
flokknum fyrir fjórum árum.
Stirðleikinn milli þeirra hefur
fyrst og fremst komið fram í
afskiptaleysi og kuldalegri fram-
komu á báða bóga, og því þótti
tíðindum sæta er Heath lýsti því
yfir í fyrra að hann mundi taka
virkan þátt í baráttu flokksins um
allt land er að kosningum drægi.
Það loforð hefur hann efnt, en
fullyrt er að hann hafi ekki nefnt
Margaret Thatcher á nafn í eitt
einasta skipti í kosningabarátt-
unni. Fastlega var við því búizt að
Thatcher vildi launa Heath hjálp-
ina með því að skipa hann ráð-
herra í stjórn sinni og vitað er að
sjálfur hafði hann mikinn hug á
utanríkisráðherraembættinu. En
„La Pasionaria forréttindanna",
eins og Denis Healey, fráfarandi
fjármálaráðherra, hefur kallað
hana, lét ekki verða af því, og
síðan hefur Heath lýst því yfir að
hann muni á þessu kjörtímabili
sitja „í aftursætinu" í Neðri mál-
stofunni, sem í raun þýðir að hann
er að jafnaði óvirkur í umræðum.
Heath til
NATOeða EBE?
Líkum er leitt að því að ekki séu
öll kurl komin til grafar í sam-
skiptum Thatchers og Heaths, og
hafi forsætisráðherrann í hyggju
að koma fyrirrennara sínum á ný
til æðstu metorða — en á vett-
vangi þar sem hún þarf ekki að
hafa hann fyrir augunum alla
daga. Þar koma einkum til greina
tvö embætti — forsæti fram-
kvæmdastjórnar Efnahagsbanda-
lags Evrópu og framkvæmda-
stjórastaðan hjá Atlantshafs-
bandalaginu. Edward Heath yrði
á báðum stöðum mjög sterkur
frambjóðandi, þar sem erfitt er að
finna mann, sem stæði honum á
sporði hvað hæfni og þekkingu
varðar.
Víst er talið að dr. Joseph Luns
láti senn af störfum hjá Atlants-
hafsbandalaginu vegna aldurs.
Heath hefur mikla þekkingu á
sviði utanríkis- og varnarmála, en
er jafnframt talinn hófsamur og
varfærinn á því sviði. Þá hefur
þróun mála í brezkum stjórnmál-
um gert það að verkum að Roy
Jenkins, sem til skamms tíma var
einn helzti leiðtogi Verkamanna-
flokksins, er talinn vilja snúa sér
að stjórnmálum að nýju. Hann
kemur til greina sem eftirmaður
James Callaghan, ekki sízt eftir að
Shirley Williams féll í kjördæmi
sínu í kosningunum á dögunum.
Aldurinn er tekinn að færast yfir
Callaghan, og margir álitu að
hann yrði ekki forsætisráðherra
út næsta kjörtímabil, þótt Verka-
mannaflokkurinn sigraði í kosn-
ingunum.
Heath barðist ákaft fyrir inn-
göngu Bretlands í Efnahags-
þandalagið á sínum tíma og þekkir
vel til málefna þeirrar stofnunar,
þannig að einnig á þeim vettvangi
kæmi hann sterklega til greina.
Eftir að Thatcher skipaði ráðu-
neyti sitt hefur verið haft á orði,
að framtíð Heaths geti betur en
margt annað borið vitni um
stjórnvizku hennar og flokkshags-
munir krefjist þess að hún sýni
honum fullan sóma. Þann sóma sé
ekki að finna „í aftursætinu",
heldur í forsæti hjá Atlantshafs-
bandalaginu eða Efnahagsbanda-
laginu. _ Á.R.
Efnisskrá vortónleika Karla-
kórs Fóstbræðra var fyrir
margt sérkennileg en í heild
nokkuð þung að minnsta kosti
fyrir þá gesti sem á tónleikum
kórsins hafa lifað sínar stærstu
hlustunarstundir undanfarna
áratugi. Fólk sem fer á tónleika
til að hrífast bregst mjög
greinilega við þegar
eftirsóknarvert hrifningar-
áreitið er kraftlaust eða svo
framsett, að höfðað er til flókn-
ari hluta en upprunalegrar
sönggleði. Þannig var mjög
dauft yfir hlustendum þó flestir
væru sammála um að söngur
kórsins væri í heild mjög góöur
og höfðu nokkur orð um það, að
Háskólabíó væri leiðinlegur og
niðurdrepandi hljómgámur og
ónothæft fyrir flutning á söng.
Fyrsti hluti tónleikanna voru
fimm ensk lög og var flutningur
þeirra fágaður en allt of samlit-
ur. T.d. vantaði allan hressileik
í drykkjusönginn. Djúpt á með-
al dauðra (til í góðri þýöingu
eftir Jónas Árnason) og salt
bragðið í sjómannasönginn
High Barbary. Anna Laurie
geta Englendingar aðeins sung-
ið af þunga og sannfæringu yfir
góðum bjór í elskulegum fé
lagsskap á bjórstofunni sinni og
er hætt við að slíkur söngur
hefði komið sérkennilega út á
sviðinu í Háskólabíó. Á sama
hátt verða þessir sérstæðu
fallegu, sérkennilegu og
skemmtilegu ensku samfélags
söngvar undarlega ólíkir sér í
virðulegri framsetningu karla-
kórs uppi á ísíandi.
Eftir stjórnandann Jónas Ingi-
mundarson frumflutti kórinn
tvö mjög smekklega gerð lög og
þarna er einmitt lykillinn að
gatunni, sem var óleyst í flutn-
ingi ensku laganna. I gerð
þessara laga hefur höfundur
vald á málinu, sem hljómandi
blæbrigði og eru bein tengsl
milli blæbrigða og merkingar
málsins. I túlkun þeirra mótast
lagferlið eftir þekkingu á tón-
list almennt og vægi ýmissa
þátta er birtast í formi verksins
og nýtingu á flytjendum. Þann-
ig samsvarar verkið háttum
og hugsunarhætti -þeirra sem
flytja það og þá líkindi til að
túlkun þeirra sé markviss undir
stjórn höfundarins. Það kom
einnig fram í lögum eftir Pet-
erson-Berger sem kórinn flutti
mjög fallega, að flutningur
þeirra hæfir svona stofnun vel,
enda eru þau að gerð, svipuð
þeim söngvum er voru fersk
viðfangsefni íslenskra karla-
kóra fyrir nokkrum áratugum.
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Frumflutningur verksins,
sem Erik Bergman samdi fyrir
Karlakórinn Fóstbræður og
hann kallar Raddir um nótt,
varð minni til í tilstandinu en
eftirvæntingin. Verkið er nán-
ast nokkrir þættir, sem skiptast
í einsöngs og kór-uml, afskap-
lega viðburðarlítið.
Á seinni hluta tónleikanna
voru svo ungverskt þjóðlag og
kvöldljóð eftir Kodaly og lauk
tónleikunum með flutningi á
söngvum úr Carmina Burana,
eftir Orff. Það var margt vel
gert í þessum verkum en ekki
virtust þau að öllu leyti vera í
samræmi við tónlistarþarfir
hljómleikagesta.
Halldór Vilhelmsson og Hák-
on Oddgeirsson sungu með í
Ilákon Oddgeirsson
Halldór Vilhelmsson
nokkrum lögum og m.a. kráar-
söngvana úr Carmina Burana,
mjög vel og var margt athygl-
isvert við þann flutning, þó illá
vantaði hljómsveit til undir-
leiks, svo upplifun tónlistar
Orffs yrði með þeim formerkj-
um er frægð hennar og vinsæld-
ir byggjast á. Undirleik annað-
ist Lára Rafnsdóttir. Fyrir alla
muni er rétt að leggja niður
þann leiða sið og óþægilegt
vafstur með blóm sem tröllríður
öllu minnsta tilstandi á hljóm-
leikasviði. Slíkt má spara til
merkari atburða eða afmæla, en
ekki hafa um hönd á tónleikum.
Blómabaslið er með leiðinleg-
ustu og vandræðalegustu sviðs-
uppfærslum, sem hér þekkjast,
þar sem blómaberarnir, ýmist
smábörn eða ungar stúlkur sem
troðið hefur verið ofan í reyr-
ingarfatnað frá Lee Cooper,
lenda í ótrúlegustu vandræðum.
Mál er að linni. _
Jón Ásgcirsson.
sjúklingar, en þar er átt við þá
sem koma til meðferðar vegna
slysa. Af þeim sem leita til slysa-
deildarinnar eru þó að jafnaði
20—21 af hundraði ekki slasaðir,
heldur með einhvers konar kvilla.
Hlutverk Almannavarna í sam-
bandi við hópslys og bráðaþjón-
ustu er að skipuleggja hópslysa-
meðferð, t.d. í sambandi við
náttúruhamfarir o.þ.h., úti á vett-
vanginum sjálfum. Fram kom að
þróun mála er meir og meir í þá
átt að flytja hjálpina út á vett-
vanginn. Einnig að slysadeild
Borgarspítalans er mjög vel búin
færum sérfræðingum, en víða
erlendis er það ástand enn varandi
að slysadeildir eru hálfgerðar
aukadeildir og búnar minna
menntuðum starfskrafi.
Á síðustu misserum hefur auk-
ist öll umræða um almannavarnir,
hópslys og bráðaþjónustu. Kom
fram á fundinum að þetta væri
ekki óeðlilegt þegar aðstæður í
þjóðfélaginu væru athugaðar. Með
vaxandi iðnþróun og tilkomu
stórra verksmiðja færi hættan á
hópslysum vaxandi. Einnig hefur
allur umferðarhraði aukist og oft
hefur legið nærri stórslysum
þegar rútur hafa beinlínis fokið út
af vegi. Einnig væri lega íslands á
flugleiðinni milli Evrópu og
Ameríku slík að stórar vélar með
mörg hundruð manns innanborðs
lentu venjulega á Isiandi þegar
um bilanir væri að ræða. Þannig
hefðu t.d. þrjár stórar þotur með
bilaða hreyfla lent á Keflavíkur-
flugvelli frá áramótum. Þá var
það aðeins spurning um mínútur
að japönsk þota með 200 farþega
sem orðið höfðu fársjúkir af
matareitrun hélt áfram til Kaup-
mannahafnar í stað þess að lenda
á Keflavíkurflugvelli.
jVaranleg álklœðning
á allt húsið
Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur gert á
steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komið í Ijós að eina varanlega lausnin,
til að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er að klæða þau alveg til dæmis
með álklæðningu.
A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel íslenska veðráttu.
A/klæðning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála.
Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar.
Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð
yður að kostnaðarlausu.
,
FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012.
TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.
Jtlwgisithfaðffr
NÝTT SÍMANÚMER Á AFGREIÐSLU
S303