Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979
39
A ðalheiður Knud-
sen - Minningarorð
Fædd 10. nóvember 1910.
Dáin 7. maí 1979.
í dag kveðjum við Aðalheiði
Knudsen, eða Heiu, eins og við
æskuvinkonurnar kölluðum hana.
Ég man alltaf hvenær ég sá hana
fyrst. Við Fríða systir hennar
sátum saman í Miðbæjarskólan-
um veturinn 1920—21. Af tilviljun
vissum við að mæður okkar þær
Hólmfríður Gísladóttir Knudsen
og Valgerður Pétursdóttir frá
Ánanaustum, höfðu setið saman í
Kvennaskólanum í Reykjavík
löngu fyrir aldamót. Okkur fannst
því sjálfsagt að við yrðum vinkon-
ur, þegar svo gömul kynni lágu
fyrir.
Við bjuggum suður á Grím-
staðaholti, og þegar veður var
vont bauð Fríða mér heim í
Hellusund. Þangað var ég svo sótt.
Foreldrar þeirra systra, hjónin
Hólmfríður Gísladóttir og Vil-
helm Knudsen, voru dásamleg
heim að sækja. Þar var mikið rætt
um guðspeki, bókmenntir og listir
alls konar.
Með eldri systkinunum, þeim
Ósvaldi og Jóhönnu, var ætíð
mikið af ungum listamönnum,
skáldum og spekingum. Hjónin
voru bæði miklir listamenn, og
ekkert það sem gerðist á þeim
sviðum fór fram hjá. Það var
mikið lesið og bækur og stefnur
mikið ræddar með þeirri einstöku
rósemi og kímnigáfu, sem ein-
kenndi húsfreyjuna. I heimilinu
var líka yngsta manneskjan, Heia,
eins og sólargeisli, sem alltaf var
glöð og hló og fékk alla til þess að
hlæja með sér.
Húsfreyjan var mikil áhuga-
kona um garðrækt. Hún hafði
stóran og fagran blómagarð og
gróðurhús að húsabaki. Þar gerði
hún margar tilraunir um ræktun
sjaldgæfra blómategunda.
Áhugi Heiu fyrir blómarækt
vaknaði því snemma. Hún
hjálpaði móður sinni í garðinum á
sumrin og þegar hún hafði aldur
til var hún send á garðyrkjuskóla í
Danmörku. Þar fór ekkert fram
hjá henni. Þegar heim kom fór
hún að vinna við blómarækt. Við
stóðurn oft undrandi, þegar hún
taldi upp fyrir okkur blómaheitin.
„Þetta heitir Ranunkulase,
Kammpanulla-perecifolían,
Nemesia, Excolsia Succisa —
pratensía — og endalaust romsaði
hún, en við undruðumst visku
hennar. Á þessum árum langaði
okkur mikið á fjöll. Við vorum
raunverulega með „fjallafár“. Það
var ekki alltaf auðvelt að komast,
helst mátti helgin ekkert kosta,
unglingar höfðu engin fjárráð í þá
daga.
Heia gekk í Skátafélag Reykja-
víkur. Hún ferðaðist mikið með
skátum og gítarinn var alltaf með
í förinni.
Um fermingu eignuðumst við
allar reiðhjól. Éftir það fórum við
mörg saman á hjólum. Oft varð
Reykjanesið fyrir valinu.
Ég minnist þess, þegar við
komum að Kleifarvatni í fyrsta
sinni. Sumarið 1928 var oft rign-
ing um helgar, en það hindraði
aldrei för okkar. Við hjóluðum að
Kaldárseli, þar voru hjólin skilin
eftir, en hópurinn gekk Ketilstíg
um hraunið með allan farangur-
inn, sem þá var fyrirferðarmikill
og þungur. Við lögðumst því
þreytt og blaut fyrir á tjaldstaðn-
um við Kleifarvatn og sofnuðum.
Um sólaruppkomu vöknuðum við
við unaðslegan söng og gítarleik
sem barst inn í tjaldið utan af
vatninu. Sólin sló roða á um-
hverfið, úti á hraunrana, sem gekk
út í vatnið að austan, sat Heia
með gítarinn sinn og söng, tveir
„söngfuglar" þeir Hallgrímur og
Stefán Ó. aðstoðuðu „Upp á him-
ins bláum boga,“ o.s.frv.
Þannig leið sumar eftir sumar í
leik og söng. Alltaf var það Heia
sem safnaði hópnum í kringum sig
og söng og söng af dillandi lífs-
gleði einni saman.
Árið 1933 fluttist Heia til
Hveragerðis. Hún vann þá í
Fagrahvammi hjá Ingimar
Sigurðssyni. Þar giftist hún árið
1935 Ólafi Þorðarsyni mjólkur-
fræðingi. Þar bjuggu þau hjón í
nokkur ár, en fluttust síðan til
Reykjavíkur og þaðan í Borgarnes.
Eina dóttur eignuðust þau, Hólm-
fríði Sólveigu, hún varð auga-
steinn Knudsensfjölskyldunnar
eins og mamma hennar hafði
verið. Frú Hólmfríður Knudsen
nefndi barnið oft Hólku-Sólku,
það leyndi sé r ekki áhrifin úr
samtíðabókmenntunum.
Þau hjónin slitu samvistum og
Heia fluttist aftur til Reykjavíkur.
Lengi vann hún í blómabúðinni
Flóru, en stofnsetti siðan blóma-
verzlunina „Blómið “ ásamt tveim
öðrum.
Listfengi hennar í blóma-
meðferð þekkja allir Reykvík-
ingar, hvernig allt varð undurfag-
urt í höndum hennar.
Margir söknuðu hennar, þegar
hún vegna vanheilsu varð að
hætta störfum.
í hvert skipti, sem maður hitti
hana leiftraði snöggvast glampi
lífsgleðinnar í augunum, þrátt
fyrir þung veikindi.
Heia lifir áfram í vitund okkar
og í allífinu. Veri hún alltaf
blessuð fyrir lífsferilinn.
Hólmfríði Sólveigu, fjölskyldu
hennar og Fríðu sendi ég mínar
samúðarkveðjur.
Petrína Kristín.
Minning:
Arni Jónsson, málm
steupumeistari
Miðvikudaginn 9. maí s.l. lést á
heimili sínu Árni Jónsson fyrrum
verkstjóri í Járnsteypunni hf. En
þar hafði hann starfað samfleytt í
67 ár.
Árni var fæddur 10. júlí 1887 í
Kaldbak á Eyrarbakka. Hann var
af Víkingslækjarætt, sonur hjón-
anna Jóns Árnasonar rokkasmiðs
og Sólveigar Magnúsdóttur.
Árið 1905 var Járnsteypa
Reykjavíkur stofnuð og tók til
starfa árið eftir. Hið sama ár 15.
október hóf Árni nám í málm-
steypu hjá hinu nýstofnaða fyrir-
tæki. Aðal hvatamennirnir að
stofnun Járnsteypunnar voru þeir
bræður Sigurgeir og Gísli Finns-
synir, en Sigurgeir hafði þá numið
málmsteypu í Danmörku.
Árni tók við verkstjórn í Járn-
steypunni 1. febrúar 1910 og
gegndi því starfi til ársloka 1957.
Þetta tímabil voru miklir umbrota
tímar, tvær heimsstyrjaldir geis-
uðu með öllum þeim erfiðleikum
sem þeim fylgdu, og eigendaskipti
urðu að fyrirtækinu. Oft var unnið
hörðum höndum við erfiðar að-
stæður, ófullkominn tækjabúnað,
efnisskort og einangrun frá tækni-
þróun í öðrum löndum. Árni var
kominn yfir sjötugt þegar hann
hætti verkstjórn, en starfaði
áfram hjá fyrirtækinu til ársloka
1973.
í æsku var Árni í sumarvinnu á
bæjum í Rangárvallasýslu, en 15
til 19 ára var hann til sjós á
kútterum. Hjá föður sínum kynnt-
ist Árni snemma koparsteypu, en
faðir hans steypti ýmsa hluti, sem
til jjurfti við rokkasmíðina.
Arni kvæntist 9. maí 1914 Soffíu
Magneu Jóhannesdóttur, en hún
er af Deildartunguætt. Á 65 ára
hjúskaparafmælisdegi þeirra gekk
Árni til hvílu í hinsta sinn, en
hann hafði haft fótavist allt til
þess. Þau Árni og Soffía bjuggu
lengst af í vesturbænum skammt
frá vinnustað Árna, en síðustu
árin hafa þau búið að Byggðar-
enda 22 hjá börnum sínum. Þau
hjón eignuðust sjö börn og eru
fimm þeirra á lífi: Ólafur f. 1915,
sýningarstjóri í Gamla-bíói,
kvæntur Eyrúnu Jóhannesdóttur;
Sólveig, f. 1918, verkstjóri í undir-
fatagerðinni Artemis, ógift.
Margrét, f. 1928, dáin 1929; Jón, f.
1931, rafvirki í Kanada, kvæntur
Ragnheiði Benediktsdóttur;
Jóhannes f. 1932, vélstjóri, dáinn
1971, kvæntur Rögnu Rósants-
dóttur; Margrét, f. 1934, húsmóðir,
Afmœlis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargrcinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast f síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.
gift Gísla Guðmundssyni rann-
sóknarlögreglumanni; Örn, f. 1938,
rennismiður í Kanada, kvæntur
Margaret Hattrick frá Skotlandi.
Barnabörn eru 15 og barnabarna-
börn 13.
Sem unglingur kynntist ég Árna
þegar ég byrjaði nám hjá honum í
Hamri, en þá var Hamar eigandi
Járnsteypunnar. Við höfum átt
samleið langtímum sfðan og er
Árni mér minnisstæðastur sem
maður starfsins, kröfuharður við
sjálfan sig og aðra og traustur svo
að allt stóð eins og stafur á bók
sem hann sagði. Ekki brást af-
greiðsla á verkum, sem hann tók
að sér, jafnvel þó að hann skrifaði
aldrei niður pantanir, því að ekki
brást minnið. Alltaf fór Árni heim
til sín í mat og kaffi hvernig sem
viðraði og bendir það til þess að
gott hafi verið heim að koma, enda
var hann heimakær. Árni las
mikið í frístundum og fylgdist vel
með atburðum líðandi stundar,
enda mátti sækja til hans margs-
konar fróðleik.
Vinir og samstarfsmenn í Járn-
steypunni kveðja Árna Jónsson í
dag og senda eftirlifandi konu
hans og fjölskyldu innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurjón Guðnason.
Nokkrir þeirra, er þátt tóku í ráðstefnunni fyrir íslands hönd.
Norræn ráðstefna um jafnrétti
og skipulagsmál:
Skipulag getur
skipt sköpum
SKIPULAG borga og bæja getur ráðið úrslitum um. hvort hægt er að
framfylgja settum lögum og ná markmiðum í jafnrétti karla og
kvenna. Þróun skipulagsmála undanfarinn áratug víða á Norðurlönd-
um hefur í reynd unnið gegn þessum markmiðum.
Þetta kom fram á blaðamannafundi. sem Jafnréttisráð boðaði til til
kynningar á samnorranni ráðstefnu. sem haldin var á vegum
ráðherranefndar Norðurlanda í Uppsölum 23. — 21. apríl s.l. og
fjallaði um jafnrétti. skipulag og umhverfismótun.
Guðrún Erlendsdóttir formaður
Jafnréttisráös gerði grein fyrir
störfum ráðsins og samvinnu
Norðurlanda á þessu sviði.
Gestur Ólafsson skipulagsfræð-
ingur átti sæti í undirbúnings-
nefnd ráðstefnunnar. Sagði hann
fyrir íslands hönd hefðu átta
aðilar setið ráðstefnuna og frá
hinum Norðurlöndunum rúmlega
30. Það sem greinilegast hefði
komið fram væri, að þessum mál-
efnum hefur ekki verið nægilega
sinnt á undanförnum árum. Eins
og núverandi skipulagi væri hátt-
að þyrftu menn oft á tíðum að aka
langar vegalengdir til og frá vinnu
og fyrir utan hversu kostnaðar-
samt það væri, þá kæmi það oft á
tíðum í veg fyrir að eiginkonan og
móðirin gæti unnið utan heimilis.
Skoðanakönnun í Svíþjóð leiddi
t.d. í ljós, að 86% þeirra sem vinna
þar að næturlagi eru konur.
Mikill áhugi var á ráðstefnunni
fyrir að skipulagi yrði breytt á
þann veg, að atvinnu- og þjónustu-
fyrirtæki, skólum og íbúðarhús-
næði væri fyrirkomið á sama
svæði til að auðvelda fjölskyld-
unni að vera sem mest saman.
Einnig var talið, að börn ættu með
því móti meiri möguleika til að
komast í snertingu við þjóðlífið í
sinni breytilegustu mynd.
Einnig var fjallað um skipulag
híbýla sem þátt í jafnréttisbarátt-
unni. Má þar sem dæmi nefna, að
eldhús eru sjaldan höfð það stór
að möguleiki sé fyrir fleiri en einn
aðila að vinna þar samtímis.
Íslenzku fulltrúarnir sendu frá
sér ályktun í tilefni ráðstefnunnar
og segir þar m.a.: „Grundvöllur
jafnréttis er fólginn í því að konur
og karlar geti unnið fyrir sér við
álíka kjör, tekið sameiginlega
ábyrgð á börnum og heimili og
haft álíka mikil áhrif í þjóðfélag-
inu.
Þessi atriði leiða af sér, að
ákveðnar kröfur verður að gera til
skipulags...Það er kominn tími til
að stjórnmálamenn og skipuleggj-
endur á Norðurlöndum, á öllum
stigum stjórnkerfisins, hugleiði
þessi mál og skipuleggi fyrir
jafnrétti á öllum sviðum fyrir
komandi kynslóðir.1'
Sænska arkitektasambandið lét
útbúa sýningu í tilefni af ráðstefn-
unni. Gefur sýningin innsýn inn i
hvað fjallað er um. Sýningin er
sett upp á spjöld (70x100 cm) og er
fyrirhugað að eintaki af henni
verði komið fyrir í anddyri
Norræna hússins tvær fyrstu vik-
ur júnímánaðar. Síðar er fyrir-
hugað að senda hana út á land.
Aðalfundur Stýrimannafélags íslands:
Hvetur f armenn til
að hvika hvergi
MOIÍGUNBLADINU harst í
gar ályktun frá Stýrimanna-
fólagi Islands. sem er svnhljóð-
andi:
„Aðalfundur Stýrimanna-
félags Islands, luildinn 11. maí,
fordæmir harðlega harkalegar
aðgerðir og þvermóðsku vinnu-
veitenda. Fundurinn bendir á,
að megininntak krafna far-
manna er að fá sambærileg kjör
og aðrir launþegar hafa fengið.
Fundurinn harmar yfirlýsingar
einstakra ráðherra, sem hafa
spillt rnjög fyrir lausn málsins.
Fundurinn bendir á að far-
menn hafa reynt til hins ítrasta
að koma í veg fyrir vöruskort og
aðrar óþa'gilegar verkanir verk-
fallsins. En eftir verkbann
vinnuveitenda er slíkt illmögu-
legt. Fundurinn lýsir yfir stuðn-
ingi við aögerðir Sjómanna-
félags Reykjavíkur vegna verk-
bannsins.
Aðal f u nd u r St ý r i m a n n a -
félags íslands lýsir yfir fyllsta
stuðningi við samninganefnd og
verkfallsnefnd farmanna og
hvetur |)á til aö hvika hvergi."