Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 21 Frá blaðamann'afundinunt í gær, f.v. Gísli Einarsson deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, Páll Flygenring ráðuneytisstjóri og Magnús Torfi ólafsson blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Frumvarp um eignarnám Deildartunguhvers: Nauðsynleg vegna hita- veitu fyrir 6500 manns Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra lagði fram á Alþingi í ga*r frumvarp til Iaga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu í Reykholtsdals- hreppi ásamt jarðhitaréttindum til notkunar fyrir væntanlega hitaveitu fyrir Akranes og Borgarfjörð, sem formlega var stofnuð 23. marz s.l. Kemur frumvarpið í kjölfar þess að samningaumleitanir fulltrúa Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar og eigenda jarðarinnar fóru út um þúfur, cn samstarfshópur iðnaðarráðuneytisins hafði haft milligöngu um þær. A blaðamannafundi sem iðnaðarráðherra boðaði til vegna málsins sagði hann m.a., að í nokkur ár hefðu verið uppi ráða- gerðir um að koma á fót hita- veitu fyrir Akranes, Borgarnes og Hvanneyri. Hefði jarðhitaleit í nágrenni þessara byggðarlaga ekki gefið fyrirheit um jákvæðan árangur og athygli manna því fljótlega beinst að uppsveitum Borgarfjarðar. Deildartungu- hver væri langöflugasti hverinn á þessu svæði og raunar landinu öllu og gæfi hann um 180 lítra á sekúndu af sjálfrennandi, heitu vatni. Ilitavcitan talin arðvænleg Þegar Hjörleifur Guttormsson tók við embætti iðnaðarráðherra ar hitaveitu búa um 6500 manns og yrði hitaveitan fullbúin sú 4. stærsta á landinu. Hifaveitan er talin arðvænlegt fyrirtæki, og er Deildartunguhver hagkvæmasti valkosturinn. Fulltrúar eigenda Deildar- tunguhvers höfðu mælst til þess við iðnaðarráðuneytið, að ef til samningaumleitana kæmi milli þeirra og fulltrúa hitaveitunnar þá hefði starfshópurinn milli- göngu um sáttatilraunir og tóku fulltrúar hitaveitunnar undir þessi tilmæli. Ráðuneytið varð fúslega við þessari ósk aðila að sögn ráðherra og voru haldnir 19 samningafundir auk fjölda upp- lýsingafunda. Er ljóst varð að þessar viðræður hefðu engan árangur borið ákvað iðnaðarráð- herra því að leggja ofangreint frumvarp fram á Alþingi eftir að samþykki hafði fengist fyrir því í ríkisstjórn. Vatnsþörfin um 1G9 lítrar I álitsgerð samstarfshópsins segir m.a., að vatnsþörf hitaveit- unnar fyrir markaðssvæðið sé áætluð um 169 lítrar á sekúndu á árinu 1979, og sé þá miðað við aðveituæðar úr asbesti í jarð- vegsgarði. En í frumvarpi því sem lagt var fram segir, að eigendur Deildartunguhvers skuli hafa til eigin afnota eftir sem áður a.m.k. 10 lítra á sek- úndu, en eins og áður sagði er heildarvatnsmagn hversins í kringum 180 lítrar á sekúndu. í athugasemdum með frum- varpinu segir, að aðveituæð frá Deildartungu til Akraness yrði „Meiningarleysa’ ’ s.l. haust skipaði hann sam- starfshóp varðandi málið og skipuðu hann Gísli Einarsson deildarstjóri í ráðuneytinu, Kristján Sæmundsson jarðfræð- ingur og Pétur Stefánsson verk- fræðingur. Hópurinn skilaði álitsgjörð til ráðherra í lok marz s.l. — I henni kemur m.a. fram, að á markaðssvæði fyrirhugaðr- „VIÐ vorum nú rétt að fá frumvarpið í hendur þannig að um það cr lftið hægt að segja á þessu stigi“, sagði Björn Fr. Björnsson lögfræðingur eig- enda Deildartunguhvers er Mbl. innti hann eftir afstöðu þeirra vegna framkomins frum- varps til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu ásamt jarðhita- réttindum. „En munurinn á 250 milljón- unum og 875 milljónunum, sem mér skilst að hafi staðið einna mest í iðnaðarráðherra, er algjör meiningarleysa“, sagði Björn ennfremur. um 63 km löng eða nær þrefalt lengri en nokkur aðveituæð hita- veitu hér á landi. Arðsemi veit- unnar ráðist því mjög af stofn- kostnaði hennar. Aætlun hita- veitunnar gerir ráð fyrir því að aðveituæðin verði að mestu óein- angruð aspestpípa sem lögð er á jafnað yfirborð landsins og hulin jarðvegsgarði. Nokkur reynsla er af slíkum frágangi aðveituæða hér á landi, m.a. hefur 19 km asbestæð í jarðvegsgarði verið í notkun á Húsavík frá 1970. í Borgarfjarðarbrú er fyrirhugað einangruð stálpípa í plastkápu og er sá hluti að sjálfsögðu háður smíði brúarinnar. 5,5 milljarðar Þá hafa ráðgjafar Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar að beiðni starfshóps ráðuneytisins endurskoðað áætlun um stofn- kostnað miðað við verðlag 1. janúar 1979, en í henni segir að virkjun hvera muni kosta 29 milljónir króna, kostnaður við aðveitu verði 2837 milljónir króna, kostnaður við dælustöðv- ar og vatnsmiðlun verði 275 milljónir króna, og kostnaður við dreifikerfi verði 1277 milljónir króna eða samtals um 4418 milljónir króna eða um 15% af kostnaði. Og að síðustu bætist svo við kostnaður vegna hönnun- ar og umsjónar upp á 409 millj- ónir króna þannig að áætlaður heildarkostnaður vegna hitaveit- unnar er um 5490 milljónir króna. Innanlandsflug lá niðri vegna veikinda flug- umferðarstjóra INNANLANDSFLUG lá að mcstu lcyti niðri á sunnu- daginn vesna veikinda ílug- umíerðarstjóra, en vegna manneklu í Flugturninum í Reykjavík var ekki hægt að fljúga blindflug þann dag. Að sögn Sveins Sæmunds- sonar blaðafulltrúa Flug- leiða átti að fljúga 5 ferðir til Akureyrar á sunnudag, tvær ferðir til Egilsstaða og einnig átti að fljúga til Vest- mannaeyja. Mögulegt var vegna veðurskilyrða að fljúga til Norður- og Austur- lands fyrri hluta dagsins en það var ekki gert þar sem fljúga þurfti blindflug. Við vaktaskipti á sunnudags- kvöld var fullmannað að nýju en þá var orðið ófært til Norðurlands og var aðeins hægt að fljúga eina ferð til Vestmannaeyja. Sagði Sveinn Sæmundsson að fella hefði þurft niður nokkrar ferðir af þessum sökum og væri það bagalegt fyrir Flug- leiðir og ekki síður farþega. Barnakór Grindavíkur á söngferðalagi Grindavík. BARNAKÓR Grindavíkur fór í sönjfför til Austfjarða í gær, mánudaK- Kórinn mun syngja á 5 stöðum á Austurlandi. Hann söng í Ilafnarkirkju í gærkvöldi ok syngur í barnaskóla Djúpa- vogs 15. maí kl. 20.30, í sam- komuhúsinu á Stöðvarfirði 16. maí kl. 20.30. í Skrúð á Fáskrúðs- firði 17. mai kl. 21 og loks f StaðarborK í Breiðdalsvík kl. 20.30 hinn 18. maí. Kórinn mun síðan halda í söng- för til Norðurlanda 24. júlí í sumar. Þau munu syngja í vina- bæjum Grindavíkur í Finnlandi og Svíþjóð. Stjórnandi kórsins er Eyjólfur Ólafsson, en einsöngvari Linda Waage. í fyrra fór barnakór Grinda- víkur í söngför til Færeyja og gerði stormandi lukku. — Guðfinnur. Vestur-íslenzkt ljóða- kvöld í Norræna húsinu Þjóðræknisfélag íslend- inga býður í kvöld, þriðjudag 15. maí, upp á skemmtun í Norræna húsinu í Reykjavík og hefst hún kl. 20.30. Er það nefnt vestur-íslenzkt ljóða- kvöld og koma tveir gestir vestan um haf með skemmti- atriðin. Annar þeirra er Magnús Elíasson, fæddur í Árnesbyggð í Nýja íslandi, og hinn Vilhjálmur Jón Hólm (Bill Holm) frá Minnesotabyggð í Minnesotafylki í Bandaríkj- unum. Flytur hann fyrir- lestra um bandarískar bók- menntir við Háskóla íslands, en á skemmtuninni flytur hann frumsamin ljóð, syngur og spilar. • £ j M 'Jf ' < .v NYTT SIMANUMER A AFGREIÐSLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.