Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI • Ég er móðgaður við Bæjarstjórn Akureyrar Undanfarna mánuði höfum við verið að lagfæra samkomusal Hjálpræðishersins, vegna stórhá- tíðar. Hinn 3. maí s.l. var þá með sóma hægt að halda upp á 75 ára starfsafmæli Hjálpræðishersins hér á Akureyri. I tilefni þess, var haldinn hátíðarsamkoma þennan dag um kvöldið, þar sem m.a. voru sérstakir boðsgestir, svo sem for- stöðumenn hinna ýmsu safnaða, prestarnir, bæjarstjórnarfulltrúar o.s.frv. Á samskonar hátíð í Reykjavík fyrir nokkrum árum, var til staðar, forseti ísl., biskup ísl. og borgarstj. Reykjavíkur- borgar. Biskup Isl. og borgarstj. héldu ræðu og borgarstj. færði stóra blómaskreytingu. En hvað gerðist hér á Akureyri? Jú, hæst- virt bæjarstjórn taldi það víst fyrir neðan sína virðingu að senda fulltrúa, skeyti eða afboð. Hjálp- ræðisherinn á Akureyri hefur haldið uppi miklu menningar- starfi á liðnum árum, bæði meðal barna og fullorðinna. Þó að krist- indómsfræðsla sé ekki talin mikil- væg í dag, að dómi ákveðins hóps manna, þá má gjarna upplýsa, að kristindómur er grundvöllur sið- menningar á íslandi og annars staðar. Lágmarkskurteisi hjá bæj- arstjórn Akureyrar hefði verið að afþakka boðið. Virðingarfyllst Niels Hansson 6617-9001 • Enn um íþrótta- hús við Fjöl- brautaskólann í bréfi til Velvakanda, sem birtist í blaðinu s.l. sunnudag, skrifar Gunnar Bender nemandi í Fjölbrautaskólanum nokkuð, sem hann kallar „athugasemd vegna greinar, sem birtist í Dagblaðinu". Bréf Gunnars er fullyrðing um að ég hafi farið með rangt mál varðandi byggingu íþróttahúss við Fjölbrautaskólann, er hann ásamt blaðamönnum frá síðdegisblöðun- um afhenti mér mótmælaundir- skriftir nemenda skólans við því að skera niður framkvæmdir við íþróttamannvirki skólans. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Lone Pine í vor kom þessi staða upp í skák Bandaríkjamannanna Jay Whiteheads og John Watsons, sem hafði svart og átti leik. Hvítur er peði yfir í stöðunni og virðist nú vera að ná drottninga- kaupum, sem hefði tryggt honum sigur. Svartur fann hins vegar einfalda, en snjalla björgunarleið: 56 . . . llfl+! 57. Bxfl - Df3+. 58. Kgl - Dg3+, 59. Khl - DÍ3+, 60. Kgl — Dg3+ og keppendur sættust á jafntefli. i í bréfinu segir m.a.: „Sigurjón sagðist ekki kannast við að íþróttahús hefði verið á fjárhags- áætluninni. Við vitum það að íþróttahúsið er ekki á fjárhags- áæætlun lengur — það er búið að taka það af.“ Framkvæmdir við slíka skóla eins og Fjölbrautaskólann eru ekki aðeins ákvarðaðar frá ári til árs, heldur er jafnframt gerð fjögurra ára byggingaáætlun. Sú áætlun er ekki einasta nauðsynleg fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar, heldur ekki hvað síður vegna fjárlaga ríkisins, því ríkið greiðir meirihluta byggingarfram- kvæmda við skólann. í framkvæmdaáætlun, sem gerð var í ársbyrjun 1978. (áður en stjórnarskipti urðu hjá ríki og borg), er áætlað fyrir byggingar- framkvæmdum til og með ársins 1982. í þeirri áætlun eru engin önnur íþróttamannvirki cn sundlaugin. sem nú er í byggingu. Það er því ekki um það að ræða að nein íþróttamannvirki hafi verið „tekin af“ áætlun. Þetta sagði ég Gunnari og blaðamanni Dagblaðsins, er þeir komu með mótmælin og því er þessi athuga- semd Gunnars við frásögn Dag- blaðsins röng. Ef Gunnar og aðrir nemendur Fjölbrautaskólans trúa ekki þess- um orðum þá vil ég í vinsemd benda þeim á að lesa fjárlög ríkisins, Framkvæmda- og fjáröfl- unaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 1978 — 1982 eða spyrj- ast fyrir hjá byggingarnefnd skól- ans. Með þökk fyrir birtinguna Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar Reykjavíkur • Rangar ályktanir í grein um Nýalssinna Friðrik Skúlason skrifar all- langt mál í Velvakanda sl. laugar- dag „um kenningar Nýalssinna“. Nefnir hann að vísu engan Nýals- sinna með nafni, en gefur sér hinsvegar þá vitneskju, að þeir séu allir sem einn „trúarhópur, sem notar kenningar í kjarneðlisfræði til stuðnings skoðunum sínum“. Eg ætla hér ekki að fara að svara fyrir alla þá sem aðhyllast nefnd- ar kenningar, sízt fyrir kjarneðlis- fræðinga, en þar sem ein eða tvær tilvitnanir FSk. víkja beinlínis að bók minni „Líf er á öðrum stjörn- um“, skal ég fara nokkrum orðum um þann þátt greinar hans. Tilvitnun FSk. úr „Líf er á öðrum stjörnum" er svona: „Hér að framan hefur verið á það minnzt, að Nina Kulagina hin rússneska hreyfir hluti með augnaráðinu einu saman, að sjúk- ir og skaddaðir líkamsvefir verða heilir á svipstundu, og ekki er síður víst um það, að líkamningar komast stjarna á milli á auga- bragði“. — Þetta telur FSk. sýna, að ég hafi ályktað síðastnefnda atriðið af hinum fyrri. En ekkert er fjær sanni. Hefði hann lesið kaflann, þar sem þetta stendur, í samhengi, þá hefði hann aldrei komizt að þessari niðurstöðu. Bókin „Líf er á öðrum stjörn- um“ hefur fengið þó nokkra út- breiðslu, og margir hafa lesið hana. En ég hef ekki orðið þess var, að nein gagnrýni á hana hafi komið fram opinberlega. Það væri ágætt, ef FSk. eða einhver annar tæki sig til og gerði grein fyrir afstöðu sinni til bókarinnar í heild. Þorsteinn Guðjónsson Breytt símanúmer á afgreiöslu Morgunblaösins 83033 j: J: AEG HANDVERKFÆRI l' "7T~jqiC J p -=,nj3m AEG ClUI at ■ ií Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra tll iðnaðar- bygginga- og tómstundavinnu. Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.