Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 15 sterkustu sjónaukum jarðarinnar sem vegna ófullkomleika síns ná ekki nema til örlítils brots af heimshverfinu fyrrnefnda. Af slíkum ómælanlegum fjölda sól- kerfa hlýtur ómælanlegur fjöldi reikistjarna að vera til staðar og viss hluti þeirra að hafa skilyrði til lífs jafnt og hér er. Nú og þar hlýtur þá lífið að vera á hinum ýmsu þróunarstigum, bæði styttra og lengra komið en hér, og væntanlega sumsstaðar miklu lengra komið en hér. I sumum tilfellum svo háþróað að við hér með okkar nýsköpuðu og ófullkomnu vitsmuni getum á engan hátt gert okkur slíkt í hugarlund. Ef slíkar lífstöðvar eru til staðar er þekking þeirra og þroski örugglega slíkur að þær vilji aðstoða m.a. okkur hér smælingjana í baráttu okkar fyrir uppbyggingu hnattarins, svo illa sem það virðist ætla að ganga. Eru vísindamenn sammála um að aldur sumra „nágrannavetrar- brautanna" okkar sé slíkur að vetrarbrautin okkar sé algjört kornabarn í þeim samanburði. Þarafleiðandi séu lífstöðvar þeirra sólkerfa margfalt eldri en okkar. Mörgum milljón eða trilljón sinnum eldri en aldur lífsins á jörðinni. Löngu áður en jörðin varð yfir höfuð til eða myndaðist. Hvaðan svo sem hún kom, en það er atriði sem ég treysti mér illa til að færa rök fyrir, hafi sem sagt lífstöðvar annars staðar í alheiminum verið búnar að ná guðlegum þroska í okkar saman- burði. Út frá þessum þankagöng- um tel ég mjög líklegt að okkur þroskaðri lífverur séu til og þurfi ákaflega lítinn fyrirvara að hafa á þeirri fullyrðingu. Þó ekki væri nema frá grjóthörðum talnalegum líkindum þá er annað í rauninni alls ekki mögulegt. Líkurnar eru slíkar að fremur vildi ég draga Bridgedeild Breið- firðingafélagsins SI. fimmtudag lauk fimm kvölda hraðsveitakeppni félags- ins með sigri sveitar Olafs Gísla- sonar en alls tóku 18 sveitir þátt í keppninni. I sveit Ólafs eru ásamt honum: Jón Stefánsson, Ólafur Valgeirs- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Jónsson. Sveitin fékk samtals 3186 stig eöa 119 stigum meira en sveitin sem varð í öðru sæti. Röð efstu sveita: Magnúsar Oddssonar 3067 Esterar Jakobsdóttur 3005 Óskar Þráinssonar 2995 Hans Nielsens 2976 Cyrusar Hjartars. 2911 Sigríðar Pálsdóttur 1906 Elísar Helgasonar 2899 Meðalárangur 2880 Þetta var síðasta keppnin á þessum vetri en næsta fimmtu- dag verður árleg keppni við Bridgefélag kvenna. Verðlaunaafhending fyrir keppnir vetrarins verður mið- vikudaginn 23. maí og verður þá spiluð félagsvist. Ákvörðun um spilamennsku í sumar er í gerjun. Bridgefélagið Asarnir Kópavogi Þorsteinsmótið er hafið hjá félaginu og er það með sveitar- keppnisformi, stuttir leikir. 12 sveitir taka þátt í keppninni sem stendur yfir í tvö kvöld. Eftir fyrra kvöldið er staða efstu sveita þessi: Svit Jóns Baldurssonar 86 Sveit Georgs Sverrissonar 81 Sveit Jóns Andréssonar 78 Bridgefélag Breiðholts Síðastliðið þriðjudagskvöld var spilaður eins kvölds tví- menningur og var það jafnframt síðasta spilakvöld fyrir sumar- frí. Hlutskarpastir urðu feðgarnir Tryggvi og Heimir, en röðin varð sem hér segir: þetta í dilk sannaðra tilgátna en almennra kenninga, þó að eflaust flóknum heimspeki og raun- vísindalegri reglum en ég hefi yfir að ráða þurfi að beita og fullnægja betur í rökstuðningi svo allir séu sáttir við. Rannsóknir og niðurstöður dr. Helga Pjeturss í þessum efnum eru vægast sagt mjög athyglis- verðar. Það athyglisverðar að fæstir er vilja láta taka sig alvarlega í þessum málum ættu að láta skorta að kynna sér þær vandlega. Þó ekki væri nema í þeim tilgangi að gera enn betur, því eins og dr. Helgi segir sjálfur í einum af bókum sínum þá séu einnig þeir vinir sínir er segi sér frá eða bendi sér á eitthvað er betur mætti fara eða sé réttara en hann hafi ályktað. Segir þetta aðeins okkur þá sögu að ekki áleit hann að ekki gætr verið um að ræða rangar niðurstöður hjá sér í sumum efnum og hvetur hann menn til að benda á slíkt geti þeir það. Hefur þó undirritaður hvergi rekist á sannaðar niðurstöður í neinum málum er haggi kenning- um hans, og hvet ég eindregið alla til að benda á slíkt, geti þeir það á annað borð. Að lokum vil ég benda þeim sem áhuga hefðu á að lesa ritgerðir dr. Helga að þær eru eflaust fáanlegar á ölíum bókasöfnum. Skrifaði hann bókaflokk um þessar rannsóknir sínar, samtals 6 bækur. Þó allar sjálfstæðar og með stuttum sjálfstæðum rit- gerðum vel auðveldum til aflestr- ar. Bækurnar heita: Nýall (1922), Ennnýall (1929), Framnýall (1941), Viðnýall (1942), Sannýall (1943) og Þónýall (1947). Setur dr. Helgi þar fram skoðanir sínar og athuganir á þessum málum, ásamt auðskiljanlegum rökstuðningi. Magnús Halí Skarphéðinsson 6283 4730 Heimir Tryggvason — Tryggvi Gíslason 123 Guðlaugur Karlsson — Óskar Þór Þráinsson 114 Leifur Karlsson — Sigfús Árnason 112 Friðrik Guðmundson — Hreinn Hreinsson 112 Aðalfundur félagsins verður haldinn í maímánuði og verður auglýstur nánar í bridgefréttum. Bridgefélag kvenna: Nú er lokið tveimur kvöldum í parakeppni félagsims. Að þessu sinni taka 48 pör þátt í keppn- inni. Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson. Keppt er í 3x16 para riðlum og raðað með slöngu- röðun eftir hvert kvöld. Alls Brlflge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON verða kvöldin 5, sem keppt verður. Halla Bergþórsdóttir og Jóhann Jónsson, tvö af okkar kunnustu spilurum, hafa þegar tekið forystuna, en á hæla þeirra kemur meðspilari Höllu ásamt eiginmanni sínum, Kristjana Steingrímsdóttir og Guðjón Tómasson. Þessi pör hafa bæði unnið sína riðla tvívegis. Annars er staða efstu para þessi: stig Halla Bergþórsd. — Jóhann Jónsson 535 Kristjana Steingrímsd. — Guðjón Tómasson 517 Sigrún Ólafsd. — Magnús Oddsson 488 Sigrún Pétursd. — Ríkharður Steinbergsson 488 Árnía Guðlaugsd. — Bragi Erlendsson 470 Aðalheiður Magnúsd. — Brandur Brynjólfsson 462 Svafa Ásgeirsd. — Þorvaldur Matthíasson 458 Dröfn Guðmundsd. — Einar Sigurðsson 449 A RÖKSTOLUM HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON: Alþýdubandalagið og markaðsbúskapurinn Tíminn glettist stundum við þá menn, sem hætta að fylgja honum. Þröstur Ólafsson hag- fræðingur og hugmyndafræð- ingur Alþýðubandalagsins ís- lenzkaði 1971 grein í Tímarit Máls og menningar eftir pólska heimspekinginn Leszek Kola- kowski, sem var átrúnaðargoð hans og margra annarra rót- tæklinga. Átta árum síðar — 7. apríl sl. — reit Þröstur grein í Morgunblaðið, þar sem hann deildi mjög á Jónas H. Haralz bankastjóra og aðra þá menn, sem teldu markaðskerfið skil- yrði fyrir almennum mannrétt- indum. Og tveimur dögum síðar — 9. apríl — flutti átrúnaðar- goðið gamla, Kolakowski, fyrir- lestur í Háskóla íslands, þar sem hann sagði, að lögregluríki tæki við, ef markaðsbúskap væri hætt! (Sbr. Morgunblaðið 21. apríl.) Þröstur Ólafsson er einn af þeim mörgu Alþýðubanda- lagsmönnum, sem hafa ekki fylgzt með tímanum. Hann hef- ur ekki áttað sig á þeirri stefnu, sem tekin er frá ríkisafskiptun- um til einkaframtaksins með öllum vestrænum þjóðum vegna hættunnar á því, að vöggustofu- ríkið sænska breyttist í vinnu- búðaríkið rússneska. Hann hef- ur ekki gert upp það þrotabú vonanna, sem samhyggja (sósíalismi) tuttugustu aldar- innar skilur eftir sig. Hann hefur ekki misst trúna á ríkis- rekstur miðstjórnarkerfisins eins og Kolakowski og flestir hugsandi menn. Og flokkur hans, Alþýðubandalagið, er jafnvel afturhaldssamari og óraunsærri en kommúnista- flokkurinn franski. Þröstur reit grein sína í til- efni nýsaminnar stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins undir kjör- orðinu Endurreisn í anda frjálshyggju, og þungamiðjan í grein hans var, að frjáls mark- aður væri ekki til og ætti ekki að vera til. Sumir aðrir samhyggju- menn eru ósammála honum. 22. apríl reit Vilmundur Gylfason alþingismaður grein í Morgun- blaðið í tilefni stefnuskrárinnar, þar sem hann hrósaði sér og AlþýðuflokknUm af því að styðja markaðskerfið miklu bet- ur en Sjálfstæðisflokkurinn: Vilmundur og hans menn keppa við sjálfstæðismenn um það, hvorir séu harðskeyttari markaðssinnar! En sannleikur- inn er sá, að fræðilegum deilum um markaðskerfið lauk í raun- inni á fjórða áratug þessarar aldar (þótt siðferðilegum deilum um það ljúki líklega seint). Ég ætla að fara örfáum orðum um þær deilur í þeirri veiku von, að Þröstur og aðrir Alþýðubandalagsmenn breyti stefnu sinni úr tímaskekkju í raunhæfa stjórnmálastefnu, þannig að þeir verði viðræðu- hæfari á framtíðarvettvangi stjórnmálanna. Deilurnar hófust, þegar aust- urríski hagfræðingurinn og frjálshyggjumaðurinn Ludwig von Mises gaf út bókina Sameignarkerfið (þ. Die Gemeinwirtschaft, e. Socialism) 1922. Kenning hans var sú, að skynsamlegar ákvarðanir um notkun framleiðslutækjanna væru óhugsandi í sameignar- kerfi, þar sem framleiðslan væri öll skipulögð af stjórninni, en fyrirtækin kepptu ekki hvert við annað. Röksemd hans fyrir þessari kenningu var sú, að stjórnin hefði ekki við neitt að miða, þegar hún tæki ákvarðan- ir sínar. Hvað á að framleiða? Hve mikið? Hvernig? Og handa hverjum? Þessum spurningum yrði stjórnin öllum að svara í einu, en hún gæti það ekki, því að hún hefði ekki og gæti ekki haft nauðsynlegar upplýsingar um neyzluþörf einstaklinganna og framleiðslugetu fyrirtækj- anna. En í markaðskerfinu fengjust þessar upplýsingar með verðbreytingum. Verðhækkun vöru væri til marks um eftir- spurn umfram framboð og verð- lækkun um framboð umfram eftirspurn. Verð vöru réðist af framboði og eftirspurn og yrði til við samkeppni framleiðenda, við sífelldan samanburð vinnu- Ludwig von Miscs bragða. Það væri viðmið fram- leiðenda og neytenda, það „skammtaði" í rauninni hin takmörkuðu lífsgæði. Þannig fengist hámarksnýting tækni og hráefna — enda væri vara fyrir- tækis ekki samkeppnishæf í verði, ef svo væri ekki. Pólski hagfræðingurinn og samhyggjumaðurinn Oskar Lange — landi Kolakowskis — svaraði von Misesi í bókinni Um hagfræðilega kenningu sam- hyggjumanna (On the Eco- nomic Theory of Socialism) 1938. Kjarninn í svari hans var sá, að verðið mætti nota sem viðmið í sameignarkerfi, því að það gæti orðið til við samkeppni framleiðendanna. Hann tók með öðrum orðum undir það, að frjáls samkeppni á markaði væri nauðsynleg, til þess að ákvarðanir um notkun fram- leiðslutækjanna væru skynsam- legar. En hann reyndi að leiða rök að því, að samhyggjumenn gætu rekið markaðsbúskap, að sameignarkerfið gæti verið- markaðskerfi, og dró upp fræði- lega mynd af hagkerfi, þar sem fyrirtækin væru að vísu í ríkis- eign (eða sameign), kepptu hvert við annað að sem mestum gróða, en ríkið „leiðrétti" verðið og skipulegði iðnaðarfram- leiðslu. Lange, sem hafði verið prófessor við bandarískan há- skóla, flutti til Póllands, eftir að róttæklingar náðu völdum og varð ráðherra í pólsku stjórn- inni. Hagkerfinu hefur verið breytt í anda hans í nokkrum hinna austrænu sameignarríkja eftir dauða Stalíns, einkum í Póllandi og Ungverjalandi, og samhyggjumenn reka markaðs- búskap í Júgóslavíu, en þó tak- markaðan. Svar Langes er athyglisvert af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi gat hann ekki svarað markaðs- sinnum með öðru en þvi að verða sjálfur markaðssinni. Af- dráttarlausari staðfesting rök- semdar þeirra er líklega óhugs- andi. í öðru Iagi láta mark- aðs-samhyggjumenn mörgum spurningum ósvarað, eins og von Mises benti á í bókinni Mannlegu atferði (Human Action) 1949. Hver verður ábyrgð forstjóra fyrirtækjanna? Hver verður stærð þeirra og verkaskipting? Af hverju á fjár- festing að ráðast? í þriðja lagi tekst varla að nýta sérþekkingu — en með því er átt við verk- kunnáttu, staðþekkingu og mannþekkingu, sem er í eðli sínu dreifð eða einstaklings- bundin — eins vel í mark- aðs-sameignarkerfi og í mark- aðs-séreignarkerfi, eins og starfsbróðir og samherji von Misess, Friedrich A. Hayek, benti á í bókinni Einstaklingshyggju og hag- skipulagi (Individualism end Economic Order) 1949. I sér- eignarkerfi eru miklu betri skil- yrði fyrir framtaki einstaklinga, nýtingu og vexti þekkingarinnar en í sameignarkerfi, þótt þar sé markaður. í fjórða lagi féll hugsun Langes ekki að þeirri meginkenningu samhyggju- manna, að þeir vissu betur en almenningur sjálfur, hvað hon- um væri fyrir beztu, því að Lange taldi nauðsynlegt að dreifa hagvaldinu, en stjórnir sameignarríkjanna hafa flestar reynzt tregar til þess að sleppa því. Kenningin rekst á valdafýsn þeirra. Megingalli kenningar Langes er ekki sá, að hún sé órökrétt, þótt sitt hvað megi að henni finna, heldur að hún sé óraun- hæf. Ég tek undir það, sem Jónas H. Haralz sagði 19. apríl í Morgunblaðinu í tilefni greinar Þrastar: „Ég fyrir mitt leyti kýs ófullkominn en raunverulegan markaðsbúskap kapítalismans, frekar en fullkominn en stað- lausan markaðsbúskap sósíal- ismans." En athyglisverðast er það, að fjörutíu árum eftir að Lange svaraði von Misesi, birtir maður, sem er hagfræðingur að menntun, grein, þar sem hann segir, að markaður sé ekki til og eigi ekki að vera til! Fjörutíu árum eftir að fremstu hagfræð- ingar samhyggjumanna stað- festu meginröksemd markaðs- sinna, hafnar Þröstur Olafsson, hugmyndafræðingur Alþýðu- bandalagsins henni! Hann hefur svo sannarlega ekki fylgzt með tímanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.