Morgunblaðið - 22.05.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI1979
11
Júpiter
Elliða, sem fórst laugarda|rin io.
febrúar 1962. Bjarni á sér
merkilega reynslu af fyrirbærum,
sem hann getur ekki skýrt og
hefur aldrei í hámæli, og eru þó
sum þeirra næsta furðuleg.
Bjarni var þá kominn á Júpiter
(ex Gerpi) og slóaði út af Jökli í
foráttuveðri. Það er nú fyrst
fremur einkennilegt að sú var
venja Bjarna að slóa sjaldan lengi
á sama stað, heldur reyna að færa
sig undan veðrinu og leita fyrir
sér á slóð þar sem veður væri
hægara, veiðiveður. I þetta skipti
var hann búinn að slóa án þess að
koma út veiðarfæri í tvo sólar-
hringa. Svo var það síðara hluta
laugardagsins 10. febrúar, að hann
hafði verið uppí brú og var að fara
inn til sín í skipstjóraherbergið.
Loftskeytamaðurinn hafði lagt
sig en skilið útvarpstækið eftir í
gangi inni í klefa sínum lokuðum.
Við dyrnar á herbergi skipstjór-
ans var hátalari, ef hann vildi
hlusta á útvarpið. Hátalarinn
hafði verið lokaður, barnatími í
útvarpinu og Bjarni hafði enga
löngun til að hlusta á hann, en nú
brá svo við að um leið og hann
gengur fram hjá hátalaranum
kveikir hann á honum og um leið
er sagt: „Skip á sömu slóðum og
Elliði eru beðin að veita honum
aðstoð." Þetta var sem sé niðurlag
neyðartilkynningu og hefði Bjarni
opnað hálfri mínútu síðar eða alls
ekki, er alveg óvíst, hvenær
Júpitersmenn hefðu heyrt til-
kynninguna, kannski ekki fyrr en
þeir fóru að hlusta á veðrið og
fréttirnar um kvöldið og þá hefði
allt verið um seinan.
Það er náttúrulega ekki að
orðlengja það, að Júpitermenn
náðu sambandi við Elliða og fengu
upplýsingar um, hversu komið
væri ásamt staðarákvörðun. Það
reyndust 25 sjómílur á milli skip-
anna. Þrátt fyrir að það væru 10
vindstig og stórsjór, var sett á
fulla ferð og keyrt með öllum
vélarkrafti og aldhei slegið af,
hversu djúpt sem skipið fór í
verstu ólögunum. Það var byrjað
að keyra kl. 18.00 en tveimur og
hálfum tíma síðar eða um kl.
20.30, var Elliði í augsýn og af því
má sjá, að það hefur ekki verið
dregið úr ferð þótt gutlaði á
Júpiter. Tæpara mátti heldur ekki
standa, Elliði var að sökkva. Það
björguðust í þessu hafróti 26
menn og þetta þótti frækileg og
giftusamleg björgun og hafði
Bjarni þau orð um í blaðaviðtali:
„Þetta tókst með guðs hjálp.“
Margt á ég enn ósagt um
þennan skipstjóra minn og síðar
samstarfsmann í útgerð. Eftir að
Bjarni hætti til sjós 1964 tók hann
að starfa við útgerðina í landi.
Hann varð meðeigandi í Júpiter
h.f. 1946 og í stjórn félagsins.
Minna fannst mér þessi maður
ekki eiga skilið en eignast hlut í
því fyrirtæki, sem hann hafði svo
vel unnið, ef hann kysi það. Það
verk, sem kom í hans hlut að sinna
var umsjón með skipunum og
hefur farið úr hendi sem vænta
mátti af honum.
í 44 ár höfum við Bjarni starfað
saman til sjós og lands. Það er
engum skyldara en mér að senda
honum afmæliskveðju og votta af
glöðu geði hversu mikils ég met
hann.
Hinnar ágætu konu Bjarna,
Elísabetar Hjartardóttur
Guðmundssonar skipstjóra í
Hnífsdal, minnist ég ekki hér sem
vert væri né barna hans ágætra,
en Bjarni hefur verið gæfumaður í
heimilislífi sínu. Vonandi gefst
mér tækifæri til að minnast betur
konu hans á öðrum stað. Hér læt
ég nægja að óska Elísabetu og
börnunum til hamingju með
afmælisbarnið og þakka Elísabetu
það heimili sem hún hefur búið
þessum afreksmanni.
Tryggvi Ófeigsson.
Ljósin. Bæring Cecilsson
Aðalfundur Sparisjóðs Eyrarsveitar í Grundarfirði.
Grundarfjarðar-
kirkju gefin gjöf
Nýlega átti Sparisjóður Eyrar-
sveitar 25 ára afmæli.
Sparisjóðurinn hefur í aldar-
fjórðung annast fyrirgreiðslu í
lánamálum Grundfirðinga. Með
tilkomu sjóðsins var lagður snar
þáttur til þeirrar öru uppbygging-
ar sem þar var hafin.
í tilefni afmælisins var ákveðið
að færa Grundarfjarðarkirkju 500
þús. að gjöf í byggingarsjóð henn-
ar.
Kemur gjöfin sér vel þar sem
enn hefur ekki verið lokið við
smíði kirkjunnar.
ÍOO ára afmæli
Það kann að þykja ókurteisi að
láta í ljós þá skoðun, að margan
annan kostnað skuli fyrr lagt út í
hjá Ríkisútvarpinu og Sinfóníu-
hljómsveit Islands en að halda
upp á afmæli erlendra kóra. Slíkt
væri vitanlega mjög við hæfi ef
um meiri háttar listviðburð væri
að ræða. Því miður var því ekki
til að dreifa að þessu sinni þó allt
færi þokkalega fram. Það heyrð-
ist á nokkrum hljómleikagestum
að ekki væri hægt að sjá mikinn
áhuga hjá kórsöngvurum í
Reykjavík og kenndu þeir um
fámenni á þessum tónleikum. Það
vill svo til að undirritaður þekkir
marga í þeim hópi og heldur því
fram að söngáhugamenn hafi.
fjölmennt á tónleikana. Aftur á
móti vantaði marga, sem frekar
hefðu mátt votta Norðmönnum
og verndara hljómleikanna, Hans
Hátign Ólafi konungi V., virðingu
sína eins og t.d. stjórnmálamenn,
embættismenn og annað há-
menningarfólk. Tónleikarnir hóf-
ust á Hjalarljóði eftir Eivind
Groven, ekki óskemmtilegu verki
en sennilega of sérstæðu fyrir
norska menningu til að ná að
flytja mál sitt til íslenskra hlust-
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
enda. Annað verkið á efnis-
skránni var Inngangur og Passa-
caglia eftir Pál ísólfsson. Það
mátti greinilega heyra að stjórn-
andinn, Arnulf Hegstad, hafði
ekki á valdi sínu að hleypa lífi í
verkið því það streymdi fram í
litleysi og jöfnum hraða og ekki
bætti úr skák, að meðlimir sveit-
arinnar skiluðu sínum hlut ekki
af glæsileik. Forvígismaður ís-
lenskrar tónmenntar og einn af
skapendum Sinfóníuhljómsveitar
íslands, Páll Isólfsson, á inni
betri flutning hjá Sinfóníuhljóm-
sveit Islands en hlustendur upp-
lifðu á þessum tónleikum. I næsta
verki sýndi það sig að hljómsveit-
in getur gert vel og einnig að
stjórnandinn var nú heima og
stýrði flutningnum á norska
listahátíðarforleiknum eftir
Johan Svendsen af þó nokkrum
myndugleik. Síðasta verkið á
tónleikunum var svo Völuspá,
eftir David Monrad Johansen.
Fræðimenn halda því fram að
Völuspá hafi verið ort í Noregi
nokkrum öldum fyrir landnám
Islands og er það einkennilegt að
sá flýjandi lýður skuli hafa varð-
veitt verkið, þrátt fyrir að átrún-
aður sá er verkið nærist af, ætti
sér rétt rúmlega 100 ára tilvist í
landinu. Nú koma afkomendur
höfundar kvæðisins og syngja
það í þýðingu og þó verkið sé á
köflum ekki óskemmtilega unnið,
er það einn allsherjar misskiln-
ingur á innihaldi kvæðisins.
Ceciliaforeningen söng verkið
þokkalega en án allra tilþrifa.
Einsöngvarar voru Elísabet Er-
lingsdóttir, Sólveig Björling og
Kristinn Hallsson og fóru þau vel
mað það litla sem ætlað er ein-
söngvurum.
Jón Ásgeirsson.
Morgunhanínn
f rá PHIUPS
Góðan dag. Eg er morgunhaninn frá Philips.
Ég er bæði útvarp og klukka og get því vakið
ykkur hvort sem er með hringingu eða morgunútvarpinu
(sef aldrei yfir mig). Ég get líka svæft ykkur með
útvarpinu á kvöldin, sé sjálfur um að slökkva þegar þið
eruð sofnuð og geng alveg hljóðlaust. y
Es. Þar fyrir utan, þótt ég segi sjálfur
frá, er ég svo geðugur og fallega
byggður að það er blátt áfram
gaman að vakna með mig
w við hlið sér. _
PHILIPS
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655