Morgunblaðið - 22.05.1979, Side 14

Morgunblaðið - 22.05.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 Jónas Frímansson: Við íslendingar hljótum að vera heimsmeistarar í alls konar skatt- "eimtu og tollheimtu. Vissulega er óhjákvæmilegt að afla tekna til svokallaðrar „samneyslu", en gall- inn er bara sá að samræmi og skipulag skortir, þannig að það er fremur regla en undantekning að skattur er lagður á skatt ofan. Jafnframt því að opinberir aðilar innheimta skatta, eru sömu aðilar oft aðal-kaupendur hinnar skatt- lögðu vöru eða þjónustu, þannig að skattar eru greiddir með sköttum. A þennan hátt myndast verð-- skrúfa og hærra verðlag í landinu en vera þyrfti, ef skattheimtan væri betur skipulögð. Hin stjórnlausa skattheimta er ekki lítill verðbólguvaldur og hefur auk þess þau áhrif að „samkeppnisiðn- aður“ svokallaður getur aldrei orðið samkeppnisfær að óbreyttu ástandi, en því miður bendir fátt til þess að lagfæringar séu á döfinni. Dæmi um stjórnlausa skttheimtu er tollur, vörugjald, söluskattur og aðstöðugjald, en þessi gjöld leggjast öll hvert ofan á annað, til viðbótar því að hin tvö síðast töldu eru einatt lögð á mörgum sinnum. Það er því kannski engin tilvilj- un að eitt glæsilegasta stórhýsi höfuðborgarinnar er einmitt tollstöð. Ekki þarf að leita lengi til þess að finna neikvæð áhrif þessarar margföldu skattheimtu. Lítum á þrjá þýðingarmikla atvinnuvegi, iðnað, útgerð og ferðamál. a. Iðnaður. Sem fyrr segir getur íslenskur iðnaður aldrei orðið samkeppnis- fær við fyrrnefndar aðstæður. Stundum er iðnaði skipt í stór- iðju annars vegar og þá (væntan- lega) „smáiðju" hins vegar. Sem dæmi um stóriðju má nefna álver og járnblendismiðju. Þessi stóriðjufyrirtæki eru að því leyti frábrugðin öðrum iðnaði í landinu að þau búa við tollfrelsi. Hvers vegna eru nú ekki þessi auðfyrir- tæki skattlögð eins og annar atvinnurekstur? Svarið er einfalt: Við þær aðstæður sem öðrum íslenskum iðnaði eru búnar væri rekstur þeirra ekki arðbær og til þeirra hefði aldrei verið stofnað. Sem dæmi um hverfi þar sem rekinn er fjölþættur „smáiðnaður" má nefna Ártúnshöfðann í Reykjavík. I þessu hverfi eru mörg iðnfyr- irtæki. Þessi fyrirtæki reka flest öll starfsemi sína í óhrjálegu og hálfköruðu húsnæði. Það gleður þó augað að einu þeirra hefur tekist að koma upp myndarlegu húsnæði. Hver skyldi nú vera sérstaða þess fyrirtækis? Jú, það býr við tollfrelsi. b. Útgerð. Tekjur útgerðarinnar byggjast að meginhluta á útflutningi. Ó- hófleg aðflutningsgjöld og sér- sköttun á borð við 10% ferðalaga- skatt, þreföldun bensínverðs o.s.frv., stuðlar allt saman að falskri gengisskráningu, skráðu gengi hinnar íslensku krónu er með þessu móti haldið of háu. Afleiðingin verður sú að útgerð og fiskvinnsla fær of lágar tekjur og berst í bökkum. c. Ferðamál. Þrátt fyrir geysihátt verðlag á nauðsynjum eins og mat, áfengi og bensíni, voru gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna á síð- asta ári um 11 milljarðar króna. Slíkar tekjur gætu að sjálfsögðu hækkað til muna, ef verðlag væri hér skaplegt. Ef á hinn bóginn er litið til ferðalaga íslendinga til útlanda, vekur athygli, að einn megintil- gangur slíkra ferðalaga er einatt að „gera innkaup“. íslendingur í erlendri flughöfn sker sig úr fjöldanum með því að vera hlað- inn pinklum, líkt og skreytt jóla- tré. Hér að framan hefur verið imprað á misfellum á tilhögun skattamála og afleiðingum þeirra. Óhófleg og stjórnlaus skattlagn- ing dregur úr verðmætasköpun í þjóðfélaginu, ekki síst með óæski- legum margföldunaráhrifum á verðlag. Kannski verður ekki ráð- in bót á þessu með patentlausnum, en hitt er þó ljóst, að í því skyni að atvinnulíf geti þrifist á þessu landi og veitt þegnunum viðun- andi lífskjör þarf að vinna skipu- lega að lausn þessara mála. Jónas Frímannsson. Heims- meistarar Svala Lárusdóttir: Hvem þekkir þú? Byggðalagsnefnd II. JC. VÍK gerði í vetur könnun á aðstöðu langlegusjúklinga á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Heiti þessa verkefnis er „Stuðl- um að bættri tómstundaaðstöðu langlegusjúklinga" og er eitt af byggðalagsverkefnum félagsins. Tómstundaaðstöðu langlegu- sjúklinga mætti vissulega bæta á mörgum stöðum, en það sem vakti mesta athygli okkar í þessari könnun er sú staðreynd að tilfinn- anlegast vantar aukin mannleg samskipti. Starfsfólk sjúkrastofnana er störfum hlaðið og þó það geri sitt besta til að stytta sjúklingum stundir, hefur það ekki tíma til að Svala Lárusdóttir Gleymir þú einhverjum? sinna félagslegum þörfum þeirra. Á flestum stöðum lagði starfsfólk mikla áherslu á að þörf væri á auknum heimsóknum til sjúkl- inga. Oft er hægt að heimsækja sjúklinga utan heimsóknartíma, að fengnu leyfi. Dæmi eru til þess að sjúklingar dvelji árum saman á sjúkrastofn- un án þess að fá nokkra heimsókn. Félags þörf þeirra sem dvelja langdvölum á sjúkrastofnunum er mikil þegar þess er gætt að þetta fólk er svipt því, sem okkur er hvað dýrmætast þ.e. heilsunni, er það sorgleg staðreynd að á það bætist einmanakennd og sú til- finning að vera settur hjá og gleymdur. Þegar litið er á langlegusjúkl- inga eru aldraðir í meirihluta. Sem betur fer eru margar fjöl- skyldur, sem skipuleggja heim- soknir sínar til aldraðra ættingja og sjá til þess að aldrei líði langt á milli heimsókna og sambandið við fyrra umhverfi rofni ekki, en það eru líka margir, sem gleymast, alltof margir. Mörg félagasamtök hafa komið til hjálpar og skipulagt heimsókn- ir og aðstoð, jafnt á sjúkrastofn- anir og til þeirra, sem heima liggja, en það eru of margir hjálparþurfi og of fáir, sem hjálpa. Hvernig væri, að við tækjum okkur saman „allir, sem einn“ t.d. næsta sunnudag? Þegar við förum í sunnudags- ökuferðina, lítum þá við hjá ætt- ingjum eða vinum, sem dvelja á sjúkrastofnun, við gætum boðið þeim, sem hafa heilsu til í öku- ferðina með okkur. Það hlýtur að gleðja borinn og barnfæddan Reykvíking, sem verður að dvelja árum saman á sjúkrastofnun eða dvalarheimili að fá tækifæri til að fylgjast með borginni sinni og hinum öra vexti hennar. Smá heimsókn til langlegusjúkl- ings getur breytt tilbreytingar- lausum degi í skemmtilegan, jafnvel símtal er betra en ekki neitt, þegar heimsóknum verður ekki við komið. Látum ekki verðbólgu- og vísi- tölukapphlaup fylla huga okkar svo að það, sem er þýðingarmeira gleymist. Hvern þekkir þú? Gleýmir þú einhverjum? Byggðalagsnefnd II. JC-Vík. Svala Lárusdóttir form. Jón Kr. Kristjánsson, Víðivöllum: Fáein orð að gefnu tilefni Minningargreinar um dána menn er fyrirferðarmikill þáttur í mörgum dagblöðum og tímaritum. Að sjálfsögðu er þar haldið á penna af misjafnri færni sem von er. Tvennt hefur einkennt lesefni þetta öðru fremur og gert það vinsælt: Það er almenn þjóðfræði, sem í senn er gagnleg og hugþekkt umhugsunarefni fjölda fólks. í öðru lagi er það hugsvölun syrgj- endum, þar sem jafnframt er dregið fram hið besta í eðli og háttum hins látna. Engum er fremur ætlandi en prestum að semja góð og gagnleg eftirmæli, starfs og stöðu sinnar vegna. Því vekur það furðu, þegar tveir af klerkum þjóðkirkjunnar láta sér sæma í minningagreinum um látna guðfræðinga og skoðana- bræður, að nota tækifærið til þess að vanvirða stefnur, sem þeir eru mótsnúnir, og menn, sem þeim stefnum : ylgdu. Vafasamt er, að hinum látnu sé með því greiði gerður. Árið 1976, hinn 29. september, birtist í Morgunblaðinu minning- argrein um Jóhann Hannesson prófessor eftir sérá Gunnar Björnsson. Þar segir svo meðal annars: „Ekki er ólíklegt að kirkjusagn- fræðingar framtíðar muni gefa þeirri spurningu gaum, hvað helst hafi valdið þeirri endurnýjun á innihaldi kristinnar boðunar, sem ofanverð tuttugasta öldin á ís- landi verður vitni að nú, góðu heilli, eða kannski öllu heldur hverjir hafi verið ótrauðastir boð- berar þess afturhvarfs til gömlu, góðu lútherskunnar, sem átt hefur sér stað, og lýsir sér í fúsleika til þess að reisa trú og boðun á heilnæmum, biblíulegum grundvelli. Sú var tíð á íslandi, að kartöfluprestar veltu vöngum í stólnum, íbyggnir á svip og sögu: Verði fjós!“ (Auðkennt af J. Kr.) Síðar afgreiddu guðfræðingar það efni Heilagrar ritningar, sem truflaði samvisku þeirra, með því að stimpla það „seinni tíma viðbætur". í ræðum beggja fékk Ritningin sjálf lítið rúm. Þær voru hins vegar fullar með „ég held“ og „mér finnst". Slíkt getur verið gott á sínum stað, en er því miður í engu samræmi við það loforð prestsins að prédika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum. Kenning þessara manna einkenndist af leit að einhverju sen enginn vissi hvað var, síst af öliu þeir sjálfir. Að vísu eru síðustu móhíkanar slíkrar sveim- hygli enn á meðal vor, en unginn úr íslenskri prestastétt (syndar- arnir í stólnum) munu þó vilja láta lögmál og fagnaðarerindi hljóma klárt og kvitt og hirða aldrei hvað fólki (syndurunum í bekknum) kann að „finnast" eða „þykja“ þar um. Hin raunsæja mynd, sem Ritningin dregur upp af manninum, hefur af eðlilegum ástæðum aldrei átt miklum vinsældum að fagna í .föllnum heimi. Og ef til vill er það ekki fyrr en allt annað hefur verið reynt, að hinn fallni maður mót- tekur í þakklæti hneyksli krossins sem hina einustu lausnarleið sína. Allt þetta vissi frelsarinn, þegar hann sagði fyrir um andstöðu og jafnvel ofsóknir á hendur þjóna sinna og játenda, um leið og hann Jón Kr. Kristjánsson hvatti menn til þess að kippa sér ekki upp við slíkt.“ Nú fyrir skömmu, 19. apríl 1979, birtust í Morgunblaðinu minning- arorð um séra Sigurjón Árnason eftir séra Jónas Gíslason. Þar segir svo: „Hann (þ.e. S.Á.) settist í guð- fræðideild Háskóla íslands á þeim árum, er þar voru mótandi þeir kennarar, er fluttu aðrar kenning- ar en þær, er tíðkast höfðu um aldir í evangelisk-lúterskri kirkju. Nýjar stefnur og nýir straumar í samtímanum höfðu velt um koll mörgu því, sem áður hafði verið talið til öruggra staðreynda. Ný svið opnuðust mannlegri þekk- ingu. Vísindin unnu hvern sigur- inn af öðrum. Mönnum fleygði fram við að hlýðnast upphaflegri skipun skapara síns um að gjöra jörðina sér undirgefna. Mikil bjartsýni fylgdi vísinda- og menn- ingarafrekum seinustu áratuga 19. aldarinnar. Margir töldu þá mannlegri getu nánast engin tak- mörk sett. Þá misstu margir jafnframt fótanna í andlegum efnum. Við sjáum endurtekningu þess, er gerðist í árdaga, er hinn fyrsti maður taldi sig þess um- kominn að setjast í sess Guðs, þar sem hann þyrfti ekki lengur á hjálp og vernd Guðs að halda. Hann gæti sjálfur leyst öll sín mál. Það virðist einnig hafa verið almennt hald fjölda manna um seinustu aldamót. Þá varð víða þröngt um Guð í mannheimi. Honum var víða skorinn þröngur stakkur. Allt skyldi fellt burt úr helgum ritningum, sem þóttu ekki samrýmast hinni nýju og vísinda- legu þekkingu mannkynsins. Allt hið yfirnáttúrlega var fellt burt. Guð varð þá fyrir mörgum eins og sviplítill siðprédikari, oft heldur smámunasamur og gamaldags, enda víst einatt fáir, sem lögðu eyrum að boðskap hans eða tóku boð hans alvarlega. Mannleg skyn- semi var lögð sem mælikvarði á hina guðlegu opinberun. Og flestir þeir menn, sem enn létu sig einhverju varða framtíð kirkju og kristni, báru ugg í brjósti um framtíð Guðs og ríkis hans á þessari jörðu. Kristin kirkja var í erfiðri vörn. Og í tilraunum sínum til þess að bjarga því, sem bjargað varð fyrir Guð og kristna kirkju, varð mörgum fótaskortur á hinu trúarlega sviði. Mönnum duldist einatt sá Guð, sem opinberast hafði í mannheimi mannkyni til bjargar, svo að þeir fóru þess í stað að reyna að bjarga Guði, auðvitað í góðum og göfugum tilgangi, en að vonum án nokkurs varanlegs árangurs. Það er aldrei á valdi okkar mannanna að bjarga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.