Morgunblaðið - 22.05.1979, Síða 27

Morgunblaðið - 22.05.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1979 27 GuAmundur JónsN.. HSK 11.48 •65 Kíri Sólmundarson. UMSB 14.40 '51 Pórur Péturssun. IISS 14.38 76 STANGARSTÖKK: MTR. ÁR Valbjörn Purlákssun. ÍR 4.50 '61 EKas Svoinssun. KR 4.40 77 Turfi BrynKrirssun. KR 4.35 '52 Guómundur Jóhannossun. OBKJ.26 74 HoiAar GourKSsun. ÍR 4.20 '59 Stofán IlalÍKrfmss.. KR 4.20 76 Karl W. Frodorikson. UBK 4.20 74 SÍKurður T. SÍKurAssun. Á 420 78 VaÍKarAur SÍKuróss.. ÍR 4.00 •59 Páll Eirfkssun. KR. 4.00 •66 Sambandsráðsfundur ÍSÍ: Andstaða við maraþonhald Mörg mál voru tekin fyrir á sambandsstjórnarfundi íþróttasam- bands íslands. sem fram fór á laugardaginn 12. maí síðastiiðinn í veitingahúsinu Gaflinn í Hafnarfirði. Fyrst má geta þess að tillaga sem Eysteinn Þorvaldsson flutti um íþróttaleg samskipti við Sovétríkin. Þar er átalið. að ÍSÍ skuli ekki hafa verið haft með í ráðum varðandi gerð þess samnings og að sambönd eins og ÍSÍ eigi að hafa aðild að slíkri samningagerð. Segir í tillögu Eysteins orðrétt: — ... að allar aðgerðir stjórnvalda um íþróttasamskipti milli þjóða séu gerðar í nánu samráði við íþróttahreyfinguna. Tillaga Eysteins var samþykkt, enda stendur íþróttaráð Sovétríkj- anna í óbættri sök við íslensku íþróttahreyfinguna vegna óréttlætan- legrar og móðgandi framkomu við íslenska júdólandsliðið í Kænugarði 1976. Maraþonfárið bar einnig á góma á fundi þessum og þar fjallaði Hannes Þ. Sigurðsson um málið. Kom fram á fundinum almenn ákveðin andstaða móti maraþonhaldi, sambandsaðilar voru hvattir til að beita áhrifum sínum til þess að þeim yrði hætt. Fleira bar á góma, svo sem íþróttahátíðin svokallaða, sem fram fer á næsta ári bæði í Reykjavík og á Akureyri, erindi var flutt um lyfjanotkun íþróttamanna, rætt var um skiptingu á útbreiðslustyrk ÍSÍ milli sérsambanda og skýrt var frá tillögum nefndar um reglugerð varðandi ferðalög íþróttafólks utan lands og innan. Tillögur um mál þessi og önnur smærri voru samþykktar. Maraþonmet í Njarðvík ÞRÁTT fyrir andstöðu ÍSÍ við maraþonhaldi eru enn að berast fréttir af nýjum metum í hinum og þessum greinum, og virðist íþróttafólkið ekki veigra sér við að vera á íþróttavellinum í fleiri klukkustundir ef aðeins er hægt að slá met þá virðist allt vera í góðu lagi. Meistaraflokkur kvenna úr Njarðvík settu nýtt íslenskt met í maraþonhandknattleik kvenna 11. maí síðastliðinn og léku í 14 klukkustundir samfellt. Bættu þær met sem stúlkur úr Grindavík áttu. Eru Njarðvfkurstúlkurnar nú að innheimta áheitin og vonast til að það gangi vel. — þr. Leikurinn barst víða Jón Ólafsson á besta afrek íslendings í hástökki 2,10 m. KÍILUVARP: MTR ÁR Hreinn Halldórsson. KR 21.09 77 óskar Jakobsson. ÍR 18.73 78 Guómundur Hcrmanss., KR 18.48 ‘69 Guóni Haldórsson, KR 17.93 78 Erlcndur Valdimarss., ÍR 17,14 '69 Gunnar Iluscby. KR 16.74 '50 Skúli Thorarcnscn. ÍR 16.00 •57 Jón Pétursson. IISII 15.98 '68 SÍKurþór Iljórlciíss.. IISII 15,81 71 Stcfán IlallKrímss.. KR 15.70 76 KRINGLGKAST: MTR ÁR Erlcndur Valdimarsaon. ÍR 64,32 74 óskar Jakobsson. ÍR 62.64 78 IlallKrfmur Jónsson. ÍBV 56.05 •64 Hrcinn Halldórsson, KR 55.66 75 Þorsteinn Iaövc. KR 54.28 '55 Guóni Ilalldórss.. KR 52.18 76 Fridrik Gudmundss., KR 50.82 •60 Elfas Svcinsson. KR 50.66 77 borstcinn Alfrcðss., UMSK 50.60 70 Páll DaKbjartsson. IISÞ 50.28 72 SLEGGJUKAST: MTR ÁR Erlcndur Valimars. ÍR 60.74 74 Jón II. MaKnússon. ÍR 54.41 ’69 I>órdur B. SÍKurðss.. KR 54.23 '61 óskar Jakohsson. ÍR 53.18 78 Friðrik Guómundsson. KR 52.38 •60 óskar SÍKurpálss.. Á Þorstcinn Lövc. Á 51.72 73 51.70 •69 Einar InKÍmundars.. ÍBK 51.04 '58 Jóhannes Sæmundss.. KR 50.53 •61 Jón ö. Þormóðss.. ÍR 50.23 •65 SPJÓTKAST: MTR ÁR Óskar Jakobsson. ÍR 76.32 77 Einar Vilhjálmss.. UMSB 67.36 78 Jócl SÍKurðsson, ÍR 66.99 •49 InKvar llallstcinss., FII 66.15 •60 Stefán IlallKrfmss.. KR 65.10 75 Elfas Sveinsson. KR 64.82 76 Kristján Stefánsson. ÍR 64.15 '63 Valbjörn Þorláksson, KR 63.91 •66 Snorri Jóclsson, ÍR 63.90 74 Gylfi Gunnarsson. ÍR 63.36 •61 íslandsmótið í knattspyrnu er nýhafið. Menn velta vöngum yfir getu liða og leikmanna og áhuga- menn endurlifa á vissan hátt knattspyrnuleik f krafti hnit- miðaðrar frásagnar dagblaðs. Slík lýsing og gagnrýni íþrótta- fréttaritara er einnig hvati leik- mönnum að leggja sig enn betur fram. Þannig er ljóst að frétta- riturum er nokkur vandi búinn. er þeir snarast að ritvél sinni til að laða fram sem sannasta og sanngjarnasta mynd af gangi leiksins. Undirritaðir gátu ekki orða bundist, er við lásum dóm Morgunblaðsins 15. maí s.l. um leik Fram og Víkings í 1. deild. Gagnrýnandinn freistar þess varla á nokkurn hátt að brjóta leik þennan til mergjar. í stað leikgreiningar seilist hann til alhæfingar. Þannig ritar hann t.d. „Fyrri hálfleikur í leiknum var með ólíkindum lélegur og var hreint ótrúlegt hversu leikmenn beggja liða voru slakir. Boltinn gekk sjaldnast samherja á milli, mikið var um háloftaspyrnur og virtust menn ekkert vita að hverju þeir voru að keppa. Síðari hálf- leikur var öllu líflegri og voru Framarar þá áberandi betri og sigur þeirra var verðskuldaður." Leikmenn jafnt sem áhugamenn hljóta að eiga heimtingu á að gagnrýni risti dýpra en þetta, að bryddi á tilraun til að sundur- greina einstaka þætti leiksins, svo sem styrk, eða vanmátt í leik- skipulagi, varnarleik, sóknarleik, miðvallarleik og tengingum. Vert er einnig að minnast á líkamlegt ástand liða og síðast en ekki síst einstaklingshæfni. Það var mál manna að ieik þessum loknum að ákveðinn maður, Pétur Ormslev, hefði sýnt stórkostlega hæfni og borið mjög af öðrum. Hvers vegna? Vegna útsjónarsemi sinnar í leik, opnunnar svæða (snjallra send- inga og markvissra hlaupa), hæfni til að skýla knetti, samhæfingar krafts og leikni í návígjum ásamt góðri skothæfni. Að sjálfsögðu ætlast enginn til að allir þessir þættir séu tíundaðir í pistli íþróttablaðamanns, en að þeim athuguðum. ætti mat gagn- rýnanda þó vera annað en að kalla Pétur „einna sprækastan" og gefa honum síðan 2 í einkunn !! í öðrum blöðum er frammistöðu Péturs t.d. lýst með þessum orðum: „stórleik- ur“ — „frábær leikur" (þjv.) og „snilldarleikur" (Dbl.). Einkunna- gjöf Morgunblaðsins er mjög í hámæli hverju sinni. Þetta tölulega mat á hæfni og frammi- stöðu leikmanna er ekki aðeins stundargaman fyrir lesendur blaðsins, heldur skiptir hún leik- menn talsverðu máli. Hún er þeim í senn örvun til meiri dáða og hún getur líka verið beint hagsmuna- mál. Sæmdar-heitið leikmaður ársins (samkv. einkunnagjöf Mbl.) hlýtur óneitanlega að veita brautargengi til landsliðssætis, eða gott veganesti hyggi sá sami á atvinnumennsku, eins og dæmin hafa reyndar sannað. Leikmenn og lið eiga að fá notið sannmælis, bæði fyrir það sem gott er og einnig það sem miður fer. Því er það óskandi, að hinir ágæfu íþróttafréttaritarar neyti allrar hæfni sinnar og glöggskyggni, er þeir binda leikmönnum gullskó, eða gera þeim aðra skó lakari. R.vík. 15.5 Jón Þorvaldsson og óttar Felix Hauksson. r n Þorbergur fer til Munchen eða Víkings _Ég hef fengið þrjú tilboð frá liðum í 2. deild í N-Þýzkalandi en þau freista mín ekki svo. Hins vegar hefur iið úr 3. deild í Mu — nchen gert mér ákaflega freistandi tilboð um að koma og eins og málin standa í dag þá tei ég jafnar líkur á að ég fari til Mu — nchen eða snúi heim aftur til Víkings.“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson. landsliðsmaðurinn f handknattleik, sem í vetur lék með Göppingen f Bundeslígunni. í viðtali við Mbl. „Þetta félag heitir Swabing Mu—nchen og hefur skotið upp með örskotshraða og ætlar sér stóra hluti. Fyrir aðeins tveimur árum lék Swabing í deild í Mu—nchen, vann sig upp úr henni og héraðsdeild og vann hana í vor. Nú leikur Swabing því í 3. deild og stefnir á stjörnuhimininn. Hefur fengið þrjá leikmenn úr 1. deild til liðs við sig, tvo frá Milbertshofen og einn frá Gensungen auk þéss að þjálfari Milbertshofen tók við Swabing. Tilboð þeirra er ákaflega freistandi og félagið stefnir eindregið á Bundeslíguna," sagði Þorbergur ennfremur. „Annars hefur þetta verið svolítið erfitt hjá mér í vetur hjá Goppingen. Þegar ég kom til liðsins síðastliðið haust þá fann ég inná að þjálfari liðsins var búinn að móta sínar hugmyndir hvernið liðið yrði. Mér gekk erfiðlega að breyta því, en var þó að ná mér á strik. Fannst mér ég standa mig vel í æfingaleikjum en þá skullu ósköpin yfir. Ég meiddist illa og gat ekkert leikið seinni hluta keppnistímabilsins," sagði Þorbergur Aðalsteinsson að lokum. H Halls. Þjálfaranámskeiö í badminton BADMINTONSAMBANDIÐ efnir til A-stigs þjálfaranámskeiðs í badminton dagana 19.—20. maí n.k. í Reykjavík. Stjórnandi og aðalkennari verður Garðar Alfonsson. en einnig mun Jóhannes Sæmundsson fræðslufulltrúi Í.S.Í. kenna á námskeiðinu. Námskeiðið hefst laugardaginn 19. maí kl. 10.30 f.h. í TBR-húsinu við Gnoðarvog. Knattspyrnuskóli Víkings Sú nýjung verður á starfsemi knattspyrnudeildar Víkings í ár. að starfræktur verður knattspyrnuskóli fyrir 7. 8 og 9 ára drengi. Kcnnari verður Sigurjón Elíasson. íþróttarkennari. Ætlunin er að kenna undirstöðuatriði knattspyrnunnar, stöður á vellinum og leikreglur. Þarna gefst ungum drengjum tækifæri til þess að æfa þessa skemmtilegu íþrótt undir leiðsögn hæfs þjálfara, auk þess sem þeir verða betur búnir undir þáttöku í keppninni á vegum félagsins síðar meir. Fyrirkomulag skólans verður í námskeiðaformi á tímabilinu frá kl. 10.00 til kl. 15.00 á daginn. Hvert námskeið stendur í 20 tíma ( 2 vikur í 2 tíma á dag). Verða þannig tvö námskeið í gangi samtímis, fyrir og eftir hádegi. Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði verður 16. Skólinn hefst 15. júní og lýkur 15. águst. I lok hvers námskeiðs verða afhent viðurkenningarskjöl og við það tækifæri verða veitingar fram bornar. Þátttökugjald verður kr. 5.000,- og er félagsgjald innifalið. Vonumst við til að þessari tilraun okkar verði vel tekið og minnum á, að æfingar fyrir 11 ára og eldri eru auglýstar í Víkingsheimilinu. Allar frekari upplýsingar gefur Sverrir Friðþjófsson í síma 77737. Innritun verður 21.—25. maí í Víkingsheimilinu sími 83245 frá kl. 17.00 til kl. 19.00. Þátttökugjöld skulu greidd við innritun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.