Morgunblaðið - 22.05.1979, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979
Borcjfirðingurinn sigraði
í Alafosshlaupinu sem
haldið var á 70 ára
afmæli Aftureldingar
Ágúst Þorsteinsson UMSB
bar sigur út býtum í Álafoss-
hlaupinu sem fram fór fyrir
skömmu. Sigraði hann Si^urð
P. Sigmundsson FH á
endaspretti eftir að þeir félaífar
höfðu skipst á um að hafa
forystu í hlaupinu. Með þessum
sigri hefur Á«úst tekið afjíer-
andi forystu í stigakeppni víða-
vaniíshlaupanna. Thelma
Björnsdóttir sigraði í kvenna-
flokki ok hefur hún „fullt hús"
stijía í stijjakeppni víðavanjís-
hlaupanna í kvennaflokki.
( rslltln í hlauplnu urðu annarn.
KARI.AR:
1. ÁKÚHt ÞorHtelnsH. IJMSB 25:02
2. Sltturður P. SlKtnundn., FH 25:03
3. Stelndór TryKKvason. KA 28:10
4. Hafnteinn ónkarsH. (R
5. SÍKurjón AndrÓHaon, ÍR
0. SÍKurður IlaraldHHon. FH
7. InKvar Garðara. HSK
8. MaKnÚH IlaraldHHon. FH
KONIIR:
1. Thelma BjdrnHdóttlr. UBK 13:50
DRENGIR:
1. Jóhann Svelnanon. UBK 12:33
2. S«var LeifHHon. FH 12:46
3. A^nar SteinarHHon. (R 12:46
STÚLKUR:
1. Hrönn Guðmundn. UBK 14:50
2. SólvelK KrlHtjánsd. UBK 15:02
3. Biyndfs BjarnaHon. UMFA 19:03
STRAKAR:
1. Arnþór SÍKurðHHon. UBK 6:26
2. Víkkó ÞórÍHson. FH 6:29
3. Árni Stefánsson. UMFA 7:10
STELPUR-
1. Herdfei Karlsdóttlr. UBK 7:15
2. Eyja SlKurjónsdóttlr. UBK 7:42
3. Alfa R. Jóhannsd. UMFA 7:43
Afturelding varð 70 ára í
aprílmánuði og var efnt til
ýmissa íþróttakeppna til hátíða-
brigða. Gestir komu frá
Akranesi, Reykjavík og Borgar-
nesi og kepptu við heimamenn í
handknattleik og frjálsíþróttum.
Aðstaða til innanhússkeppni er
mjög góð í Mosfellssveit eftir að
hið nýja íþróttahús kom til
sögunnar. Þá hefur félagið látið
fara fram gegngerar endur-
bætur á húsnæðinu að Brúar-
landi, en þar er nú félagsmiðstöð
Aftureldingar. I tilefni afmælis-
ins bárust aftureldingu margar
gjafir, m.a. rausnarleg peninga-
gjöf frá Vinnuheimilinu í
Reykjalundi. Núverandi
formaður Aftureldingar er
Ingólfur Árnason.
Meðal úrslita á innanhússmóti
í frjálsíþróttum er efnt var til í
tilefni afmælisins má nefna að
stúlka, er verður 14 ára á þessu
ári, Guðrún Sveinsdóttir, stökk
1,50 metra í hástökki. Sömu hæð
stökk Iris Grönfeldt, gestur frá
Borgarnesi. Þá stökk Kjartan
Valdimarsson, 11 ára, 1,40 m í
hástökki drengja og er það
einnig athyglisverður árangur.
6 ný íslandsmet sett
á kraftlyftingamóti KR
Á meistaramóti KR í kraft-
lyftingum. sem fram fór í Jaka-
bóli á laugardaginn, voru sett 6
ný íslandsmet.
f 52 kg flokki setti Gísii
Valur Einarsson KR nýtt
íslandsmet í réttstöðulyftu,
lyfti 130 kg.
í 75 kg flokki setti Ólafur
Emilsson Á íslandsmet í bekk-
pressu, lyfti 160 kg.
í 125 kg flokki setti óskar
Storsigur Wales yfir Skotum
BRESKA meistarakeppnin í
knattspyrnu hófst um helgina.
Englendingar léku við írland í
Belfast og sigruðu 2—0. Það
voru þeir Dave Watsson og
Steve Coppell sem skoruðu fyrir
England, og komu bæði mörkin
á sex mínútna kafla í fyrri
hálfleik. Whales sigraði Skot-
land 3—0, og skoraði fyrrver-
andi Liverpool leikmaðurinn
John Toshack öll mörkin. Eng-
lendingar hafa aðeins tapað
einum landsleik af 14 eftir að
Ron Greenwood tók við lands-
liðinu. Lið Englands og írlands
voru þannig skipuð f leiknum á
laugardag.
Ireland: Pat JenninKH (Arnenal). Pat
Riee (Araenal). Jimmy Nicholl
(Manchenter United). Chrln Nicholl
(Southampton), Sammy Nelaon (Araenal),
Vic Moreland (Derby), Bryan Hamilton
(Swindon). Sammy Mcllroy (Manchenter
United). Gerry ArmatronK (Tottenham).
Billy Caakey (Derby), Terry Cochrane
(MiddleabrouKh). Suba: Chris McGrath
(Mancheater United). Moreland (57) og
Derek Spence (Blackpool). Cochrane (68).
England: Ray Clemence (Liverpool),
Phil Neal (Liverpool), Phil Thompaon
(Liverpool), Dave Wataon (Mancheater
City). Mick MíIIh (IpBWÍch), Ray Wilklna
(Chelaea), Terry McDermott (Liverpool),
Tony Currie (Leeda), Steve Coppell
(Mancheater United). Bob Latchford
(Everton), Peter Barnea (Man City).
20manna hópurúr
UÍA æfir í Svíþjóð
TUTTUGU manna hópur frjáls-
fþróttafólks úr Ungmenna- og
fþróttasambandi Austurlands
(UIA) hélt um helgina til Sví-
þjóðar. Þar mun hópurinn
dveljast við aefingar og keppni í
þrjár vikur. Hefst hópurinn við
í bænum Angered sem er hálf-
gerð útborg frá Gautaborg.
Munu Austfirðingar njóta þar
fyrirgreiðslu íþróttafélags er
nefnist Utby IK, en með því
félagi keppir Brynjólfur Helga-
son sem er efnilegur hlaupari.
Að sögn Hermanns Níelsson-
ar hjá UÍA mun hópurinn
dveljast í félagsmiðstöð Utby
IK og þjálfarar félagsins munu
aðstoða Austfirðingana á æf-
ingum. Þegar hefur verið
ákveðin þátttaka f tveimur mót-
um og fleiri keppnir eru í
sigtinu.
Skömmu eftir sl. áramót héldu
hlaupararnir Björn Skúlason og
Guðrún Sveinsdóttir úr UÍA til
Angered og hafa þau verið þar
við æfingar síðan. Að sögn Her-
manns hafa þau Björn og Guð-
rún æft vel og eru í góðu formi.
Kemur Björn heim með hópnum
sem hélt utan um helgina, en
Guðrún verður lengur ytra.
Einnig hefur Brynjólfur æft
vel, en hann hefur hlaupið 5.000
metrana á um 16 mínútum.
Hann er aðeins 17 ára gamall og
á því framtíðina fyrir sér. Hafa
þau Brynjólfur, Björn og Guðrún
staðið sig með ágætum í víða-
vangshlaupum ytra í vor og
ávallt verið í fremstu röð.
Brynjólfur tók t.d. þátt í víða-
vangshlaupi þar sem saman voru
komnir um 1.800 keppendur.
Kom hann þriðji í mark og
sigraði í sínum aldursflokki. Þá
urðu Brynjólfur og Björn í sigur-
sveit í víðavangsboðhlaupi og
kvennasveit félagsins, en Guð-
rún var í henni, varð í öðru sæti.
Mikill uppgangur hefur verið í
frjálsíþróttum hjá UÍA á allra
síðustu árum. Félagið hefur
eignast margt frambærilegt
frjálsíþróttafólk sem látið hefur
að sér kveða á helztu frjálsí-
þróttamótum. í fyrravor hélt
hópur frjálsíþróttamanna úr
UÍA í æfingabúðir til Spánar og
verður vart minni árangur af
ferðinni til Svíþjóðar nú.
Sigurpálsson IBV 4 ný íslands-
met. í hnébeygju 320 kg, í
réttstöðu 330 kg og í saman-
lögðu tvíbætti hann metið, fyrst
822,5 kg og síðan 830 kg.
• Ingólfur Árnason formaður Aftureldingar afhendir Thelmu
Björnsdóttur verðlaun fyrir kvennaflokk Álafosshlaupsins.
Arni stendur sig
ÁRNI Stefánsson, markvörðurinn kunni úr Fram, sem leikur nú í
Svíþjóð með Jönköping ásamt félaga sínum Jóni Péturssyni, hefur
vakið athygli í Svíþjóð fyrir góða frammistöðu. Nýlega birtist frétt
í Dagens Nyheter og segir þar að snilldarmarkvarsla þeirra Árna
Stefánssonar hjá Jönköping og Leifs Person hafi komið í veg fyrir
að mark væri skorað í leiknum.
Mótabók KSÍ
Eins og vera ber í upphafi keppnistímabils, er nú komin út
Handbók og Mótaskrá KSÍ, eða Mótabókin eins og hún er jafnan
nefnd. Sfðustu árin hefur KSÍ mjög vandað rit þetta og er svo
einnig nú og sambandinu til mikils sóma.
í mótabókinni kennir margra grasa. þvi að auk fyrirhugaðra
leikdaga í öllum flokkum og deildum, er gífurlega mikið af alls
kyns upplýsingum og skrám, ýmsum mjög forvitnilegum, svo sem
markakóngatöflur, þátttaka íslenskra liða í Evrópukeppni,
landsleikir, leikmenn sem leikið hafa f landsliðum, reglugerðir o.fl.
o.fl. Bókina má næla sér f f bóksölum f borginni.
Gott hlaup
hjá Moses
Bandarfkjamaðurinn Edwin Moses var mjög nálægt því að setja
nýtt heimsmet f 400 metra grindahlaupi á miklu frjálsfþróttamóti
sem fram fór í Durham Norður Corolínu fylki á laugardag. Hljóp
Moses á 47,69 sek var þetta þriðja mót hans á keppnistfmabilinu,
og lét hann að því iiggja að hann ætlaði sér að stórbæta metið á
sumrinu. Willie Smith náði besta tfma ársins f 400 m hlaupi hljóp á
45,24 sek. Þá setti Jan Merrill nýtt met í 5000 m hlaupi kvenna
hljóp á 15,35,5 mín. Steve Williams hljóp 100 m á 10,49 sek og Steve
Riddick sigraði í 200 m á 20,85 sek.
Mikill uppgangur er nú í frjálsum íþróttum hjá UÍA.
A myndinni eru þrír hlaupagarpar sem gert hafa
garðinn frægan og eiga án alls vafa eftir að láta
mikið að sér kveða í framtíðinni fyrir félag sitt. Þeir
heita frá vinstri. Pétur Eiðsson, Björn Skúlason og
Steindór Tryggvason.