Morgunblaðið - 22.05.1979, Síða 34

Morgunblaðið - 22.05.1979, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1979 V innumálasambandið: Tökum ekki þátt í þeim leik að setja úrslitakosti Engir úrslitakostir settir — segir VSI VEGNA frásagna af blaðamannafundi Vinnuveitendasambands íslands. sem haldinn var á föstudag, sendi Vinnumáiasamband samvinnufélaganna á sunnudag frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir að milli VSÍ og VMSS hafi ekki farið fram neinar viðræður um verkbannsaðgerðir, hvorki þær, sem nú standa yfir, né um víðtækar verkbannsaðgerðir, sem nú virðast vera í undirbúningi, enda muni Vinnumálasambandið ekki taka þátt f þeim aðgerðum. í fréttatilkynningu VMSS segir m.a.: „Þátttaka Vinnumálasam- bandsins í þeim fundum, sem ráðgerðir voru á mánudaginn milli launþega og vinnuveitenda, byggðist á þeirri trú Vinnumála- sambandsins, að þar ætti að gera tilraunir til þess að finna nýjan flöt á heildarlaun í yfirstandandi vinnudeilum. Nú er hins vegar ljóst að Vinnuveitendasambandið ætlar að nota þessa fundi til að setja launþegum úrslitakosti. í þeim leik mun Vinnumálasam- band samvinnufélaganna ekki taka þátt. í samræmi við þetta munu fulltrúar Vinnumálasam- bandsins einungis mæta á fundi Fastanefndaraðila vinnu- markaðarins n.k. mánudag en ekki á öðrum boðuðum fundum Vinnu- veitendasambandsins. Vinnumálasamband samvinnu- félaganna vill minna á að ríkis- stjórnin er nýlega búin að skipa sáttanefnd, bæði í farmanna- og mjólkurfræðingadeilum og ef von á að vera til að henni verði eitthvað ágengt verða allir aðilar að sýna stillingu og aðhafast ekkert, sem truflað getur störf sáttanefndar". Þess skal getið í sambandi við frétt þessa, að Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasanibandsins, mótmælti því í gær að VSÍ hefði á nokkurn hátt sett ASÍ og FFSÍ úrslitakosti á fundunum, sem haldnir voru í gær. Nemendatónleikar Nýja tónlistarskólans á morgun og miðvikudag Fyrsta starfsári skólans lýkur með tvennum nemendatónleikum f Félagsheimili Fóstbræðra. Miðvikudaginn 23. maí kl. 18 og fimmtudaginn 24. maí kl. 16 verða fyrstu nemendatónleikar Nýja tón- listarskólans. Á fyrri tónleikunum koma eingöngu fram nemendur skólans, en á þeim síðari munu, auk nemenda, nokkrir kennarar skólans leika fyrir nemendur. M.a. frum- flytja kennarar Tríó fyrir tvær fiðlur og selló eftir Ragnar Björns- son, skólastjóra skólans, sem hann tileinkar nemendum í þriðja stigi tónlistarnámsins. Ætlunin er að skólinn komi sér upp slíkum æfing- arverkum íslenskum fyrir öll stig hljóðfæranámsins. Árni Arinbjarn- arson, Ásdís Þorsteinsdóttir og Pétur Þorvaldsson flytja tríóin. Tónleikunum lýkur með því að Árni, Pétur og Ragnar flytja Tríó eftir Beethoven. Nýi tónlistarskólinn hefur reynt þá nýbreytni í hljóðfærakennslu að nemendur leika hver fyrir annan í tímunum og er þannig ætlað að læra hver af öðrum. Þessi kennslu- tilhögun hefur gefist vel og verður framhaldið, en með nokkrum breytingum þó. Áætlað var að hafa a.m.k. eitt námskeið fyrir svokallaða popptón- listarmenn á vegum skólans s.l. vetur. Því miður reyndist ómögu- legt að koma því við vegna húsnæð- isleysis, en vonir standa til að úr því rætist fyrir næsta vetur og verður þá umrætt námskeið haldið á næsta hausti og mun Atli Heimir Sveinsson anna^t það. Tónleikarnir á miðvikudag og fimmtudag eru fyrst og fremst Starfsmenn ÍSALs í FRÉTT af aðalfundi Íslenzka álfélagsins h.f. var ranglega skýrt frá starfsmönnum fyrirtækisins á árinu 1978. Alls störfuðu hjá félaginu 657 starfsmenn, þar af 113 við skrifstofu- og stjórnunar- störf, 493 aðrir starfsmenn, 12 nemar og 39 starfsmenn, sem ráðnir voru tímabundið. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á ranghermi fréttarinnar. ætlaðir nemendum og aðstandend- um þeirra, en aðrir eru einnig velkomnir. Fréttatilkynning. Vel heppnað íslandsmót í hárskurði og hárgreiðslu Á SUNNUDAG gekkst sam- band íslenskra hárgreiðslu- og hárskerameistara fyrir íslands- meistaramóti ( hárgreiðslu og hárskurði (Laugardalshöll. í hárskurði var keppt I þrem- ur gerðum klippinga, tísku- klippingu þar sem dregið var um módel, tískuklippingu með eigin módel og skúlptúrklipp- ingu. Garðar Sigurgeirsson sigraði I báðum greinum tfsku- klippinga en Gunnar Guðjóns- son var sigurvegari I skúlptúr- klippingu. íslandsmeistari í hárskurði varð Garðar Sigur- geirsson, hlaut mestan saman- lagðan stigafjölda, f öðru sæti varð Gunnar Guðjónsson en f þriðja sæti varð Ástvaldur Guðmundsson, f fjórða sæti varð Gísli Þórisson en fimmta sæti skipaði Sigurpáll Grímsson. I hárgreiðslu var einnig keppt í þremur greinum, klippingu og blæstri, greiðslu í framúrstefnu- stíl og svokallaðri galagreiðslu, en það er fín samkvæmis- greiösla. Sigurvegari í klippingu, og galagreiðslu verð Sigurður G. Benónýsson en Sólveig Leifs- dóttir varð hlutskörpust í greiðslu í framúrstefnustíl. Islandsmeistari í hárgreiðslu verð Sigurður G. Benónýsson, Hárgreiðslustofu Brósa, í öðru sæti varð Kristín Hálfdánar- dóttir hárgreiðslustofunni Saloon Veh, í þriðja sæti varð Sólveig Leifsdóttir hárgreiðslu- stofunni Perma, í fjórða sæti varð Rannveig Guðlaugsdóttir hárgreiðslusofunni Perlu en fimmta sæti hreppti Jón Benediktsson frá hárgreiðslu- stofunni Bylgjan. Þeir keppendur sem skipa fimm efstu sætin í hvorum flokki fá rétt til þátttöku í Norðurlandakeppni sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Mótið var vel heppnað í alla staði og kom þar glögglega fram hin mikla breidd sem er í þessari grein hér á landi, keppendur voru mjög jafnir og réðust úrslit oft á örfáum atkvæðum. Keppendur voru um sjötíu en módel hafa verið á annað hund- rað. Talið er að um sjö til áttahundrað áhorfendur hafi fylgst með keppninni sem var skemmtileg að sögn þeirrs sem á horfðu. Neðri deild hafnaði lán- töku vegna útflutningsbóta Núverandi stjóm ekki treystandi til að fara með rvTrlídi ibSSnvðidum eÆ ábyrgðarheimildina, sagði Geir Hallgrímsson FRUMVARP til breytinga á lög- um um Framleiðsluráð landbúnaÁ arins ásamt breytingartillögum kom í gær til atkvæða að lokinni annarri umræðu. Fellt var með 19 atkvseðum gegn 18 að veita ríkis- stjórninni heimild að ábyrgjast lán, allt að 3'/2 milljarði króna, er Framleiðsluráð landbúnaðarins tæki til að draga úr tekjuskerð- ’ngu hjá ha ndum vegna umíram- framleiðslu og vöntunar á útflutn- ingsbótum. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir að ríkisstjórnin tilnefni íulltrúa f sexmannanefnd f stað samtaka launþega en einnig er í bráðabirgðaákvæði gert ráð fyrir að sexmannanefnd taki án tafar til meðferðar þá tekjuskerð ingu sem við blasir hjá bændum vegna söluerfiðleika á framleiðslu þeirra umfram innanlandsþarfir. Tillagan um ábyrgðarheimildina á 3,5 milljarða króna láni var flutt af landbúnaðarnefnd neðri deildar. Hún var sem fyrr sagði felld að viðhöfðu nafnakalli og sögðu þessir þingmenn já við atkvæðagreiðsl- una: Eggert Haukdal (S), Einar Ágústsson (F), Finnur Torfi Stefánsson (A), Friðjón Þórðarson (S), Gils Guðmundsson (Abl.), Hall- dór E. Sigurðsson (F), Hjörleifur Guttormsson (Abl.), Bjarnfríður Leósdóttir (Abl.), Kjartan Ólafsson (Abl.), Lúðvík Jósepsson (Abl.), Páll Pétursson (F), Stefán Valgeirsson (F), Steingrímur Hermannsson (F), Svava Jakobsdóttir (Abl.) Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.), Tómas Árnason (F), Þórar- inn Sigurjónsson (F), og Ingvar Gíslason (F). Nei sögðu: Albert Guðmundsson (S), Árni Gunnarsson (A), Benedikt Gröndal (A), Eiður Guðnason (A), Ellert B. Schram (S), Friðrik Sophusson (S), Geir Hallgrímsson (S), Gunnar Thoroddsen (S), Gunn- laugur Stefánsson (A), Jóhanna Sigurðardóttir (A), Jósep H. Þor- geirsson (S), Lárus Jónsson (S), Magnús H. Magnússon (A), Matth- ías Bjarnason (S), Matthías Á. Mathiesen (S), Ólafur G. Einarsson (S), Sighvatur Björgvinsson (A), Sverrir Hermannsson (S) og Vil- mundur Gylfason (A). Þingmenn- irnir Eðvarð Sigurðsson (Abl.) og Garðar Sigurðsson (Abl.) greiddu ekki atkvæði og Pálmi Jónsson (S) var fjarstaddur. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði það ljóst að taka þyrfti framleiðslu- og markaðsmál landbúnaðarins föstum tökum. Núverandi landbún- aðarráðherra og ríkisstjórnin í heild hefði brugðist í því verkefni. Þingmenn vildu áreiðanlega veita liðsinni sitt til að leysa þau vanda- mál, sem nú blasa við bændum landsins, en Geir sagðist vilja leggja áherslu á að rækileg könnun og úttekt á stöðu atvinnuvegarins færi fram og úrræði yrðu mörkuð áður en teknar yrðu frekari ákvarð- anir um verðábyrgð ríkissjóðs eða heimildr veittar Framleiðsluráði landbúnaðarins til að bæta bænd- um tekjuskerðingu vegna umfram- framleiðslu landbúnaðarvara. Geir sagðist því hafa getað fallist á breytingatillögu frá Sighvati Björgvinssyni um könnun þessara mála en hún hefði verið felld. Með tilvísun til þeirrar atkvæðagreiðslu sagðist Geir vilja einnig leggja áherzlu á að í úttekt sexmanna- nefndar yrðu könnuð þau viðhorf sem upp kynnu að koma í landinu. ítrekaði Geir að síðustu að hann teldi ekki tímabært að veita Fötum stolið frá dansgesti ÞJÓFAR verða sifellt bíræfnari. Á laugardagskvöldið fór ung kona í Þórscafé, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þá sök að stolið var frá henni jakka og peysu. Jakkann, sem er úr brúnu, sléttu flaueli og peysuna sem er ryðrauð að lit hafði konan skilið eftir í fata- geymslunni. Um kvöldið var fata- númerinu stolið frá konunni og þegar hún fór nokkru síðar að gæta að fatnaði sínum hafði þjófurinn lagt fram númerið í afgreiðslunni og var á bak og burt með fatnaðinn. Það er tilfinnanlegt fyrir konuna að tapa fatnaðinum og eru þeir sem upplýsingar geta gefið beðnir að snúa sér til lögreglunnar og þangað má skila fötunum ef þau finnast. treystandi með hana að fara og því segði hann nei. Albert Guðmundsson og Matthías Bjarnason gerðu einnig grein fyrir atkvæðum sínum. Vísaði Matthías til orða Geirs Hallgríms- sonar og sagði nei. Albert sagðist við umræður um þetta mál hafa spurt landbúnaðarráðherra hvernig ætti að endurgreiða þetta lán en ráðherra hefði ekki séð ástæðu til að svara þeirri spurningu og því sagði hann nei. Einnig var á fundi neðri deildar í gær felld tillaga frá Sighvati Björg- vinssyni (A) um að könnun á vanda landbúnaðarins og jafnframt um að sexmannanefnd aflaði tillagna Framleiðsluráðs landbúnaðarins um hvernig leysa skuli vandann án þess að ríkissjóður taki á sig frekari fjárskuldbindingar um verðábyrgð un gildandi lög heimila. Þessi til- laga var felld að viðhöfðu nafna- kalli með 16 atkvæðum gegn 10, 13 þingmenn greiddu ekki atkvæöi og einn var fjarverandi. Samþykkt var ákvæði til bráða- birgða um að sexmannanefnd taki án tafar til meðferðar þá tekju- skerðingu sem við framleiðendum landbúnaöarvara blasir vegna sölu- erfiðleika á þeirri framleiðslu sem er umfram innanlandsþarfir. Skal nefndin fyrir 1. sept 1979 leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur um lausn þess vanda þannig að tekju- skerðing verði sem minnst. Sem fyrr sagði var frumvarpið til annarrar umræðu og einnig á það eftir að ganga til efri deildar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.