Morgunblaðið - 22.05.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979
41
fclk í
fréttum
Tengda-
dóttir
Breta?
+ Brezka blaðið „ News oí the World“ skrifaði um
dajíinn grein um opinbera heimsókn Elfsabetar
drottningar og Filippusar hertoga af Windsor til
Danaveldis nú fyrir síðustu helgi. Segir blaðið að
þau muni þá hitta þar unga greifadóttur, Desiré,
dóttur greifahjónanna Flemmings og Ruthar. Meðal
annars til þess að kanna nánar hugsanlega mögu-
leika á að stofnað verði til hjónabands Karls
Bretaprins og hinnar dönsku stúlku, sem nú er 24
ára gömul og er læknanemi við Kaupmannahafnar-
háskóla. Hún hafði f samtali við þetta brezka
stórblað — og æsifregnablað sagt frá þvf að hún
hefði hitt Karl prins f nokkur skipti. Viðkunnanleg-
ur maður, en það er Ifka allt og sumt, hafði hún sagt
blaðinu. Þess má geta að f dönskum sfðdegisblöðum
má lesa þessa fyrirsögn: Verður dönsk stúlka
drottning á Bretlandi.
+ Þessi mynd er af flóttafólki. Það hefði einhvern tfma þótt saga og
hún heldur ósennileg ef sagt hefði verið frá því að flóttafólk hefði
flúið á fflum! En f þvf strfðshrjáða landi Kambódfu gerðist þetta nú
fyrir skömmu. — Þá komu um 4000 flóttamenn yfir landamæri
Kambódfu og Thailands fyrir norðan borgina Trad. — Voru þetta
fyrrum hermenn stjórnar Pols Pot á flótta undan herjum Vfetnama,
svo og borgarar. Voru f þeirri hópi flóttamenn, sem komu yfir
landamærin á níu fflum. Er þessi mynd tekin er fflalestin kom með
flóttamennina yfir landamærin til Thailands.
Á f lótta
+ Gamanleikarinn Bob Hope,
sem er vafalaust einn allra
vinsælasti gamanleikari
Bandarfkjanna fyrr og sfðar
og er þá nokkuð mikið sagt,
kom fyrir skömmu til New
York. Myndin er tekin er
hann kom til kvöldverðar,
sem haldinn var honum til
heiðurs f Lincon Center. Bob
Hope hefur leikið í 60 kvik-
myndum um ævina. Það þykir
vel af sér vikið.
X'ilhjálmur G. Skúlason
skritar um Ivt
Askorbínsýra,
C-vítamín (framh.)
Eftir það fékk efnið nafnið
askorbínsýra, sem er samsett úr
forskeytinu a. sem merkir ekki
og latneska orðinu scorbutus,
sem merkir skyrbjúgur. í nátt-
úrunni finnst C-vítamín sem
askorbínsýra, dehydróaskorbín-
sýra og askorbígen í sítrónum,
berjum, tómötum, appelsínum,
kartöflum og mjólk. C-vítamín
er allstöðugt, þegar það er geymt
í hreinu, þurru formi, en eyði-
leggst mjög auðveldlega við suðu
matvæla og þegar súrefni lofts-
ins kemst að því.
Ef nægilegt magn af C-víta-
míni berst líkamanum myndast
viss forði, sem er skýring á því,
að það geta liðið margir mánuð-
ir, áður en skortseinkenni koma í
ljós hjá fólki, sem lifir á askor-
bínsýrusnauðu fæði. Viss líffæri
svo sem nýrnahettubörkur og
heiladingull innihalda mikið af
C-vítamíni.
C-vítamín er m.a. nauðsynlegt
til þess að bandvefur myndist
með eðlilegum hætti og hefur
þýðingu fyrir myndun hormóna í
nýrnahettuberki. Það er nauð-
synlegt fyrir vöxt og viðgang
ungra einstaklinga, örvar að sár
grói og getur skipt sköpum, ef
um stór brunasár er að ræða.
C-vítamín læknar skyrbjúg á
nokkrum dögum. Hann einkenn-
ist af þreytu, vöðvasleni, blæð-
ingum í tannholdi, húð og vöðv-
um vegna minni styrkleika hár-
æða, tannlosi, blóðleysi og minni
mótstöðu gegn smitun.
Flest dýr geta framleitt sína
eigin askorbínsýru, en undan-
tekning eru menn, apar og mar-
svín, sem skortir sérstakan ger-
hvata til þess að askorbínsýra
geti myndazt í líkama þeirra.
A undanförnum árum hefur
verið rekinn mikill áróður fyrir
notkun C-vítamíns í stórum
skömmtum til þess að koma í
veg fyrir eða draga úr tíðni
kvefs. Helzti málsvari slíkrar
notkunar C-vítamíns er banda-
ríski vísindamaðurinn og friðar-
vinurinn Linus Pauling, sem
hefur ritað mjög fróðlega bók
um efnið, er hann nefnir
„C-vítamín og kvef“ (W.H. Free-
man and Company 1970). í þess-
ari bók segir Pauling m.a., að
regluleg notkun askorbínsýru í
venjulegum dagskömmtum
kunni í flestum tilvikum að
koma í veg fyrir kvef, inflúenzu
eða aðra smitsjúkdóma. En ef
sérstakar aðstæður verða þess
valdandi, að kvef er yfirvofandi,
er samt möguleiki á að draga úr
óþægindum þess með askorbín-
sýru. Við fyrstu einkenni kvefs
svo sem særindi í hálsi, nef-
rennsli, vöðvaverk eða almenna
vanlíðan á að byrja meðferð með
því að taka 500—1000 mg af
C-vítamíni. Haldið skal áfram
að taka 500—1000 mg á klukku-
tíma fresti í nokkrar klukku-
stundir, unz einkenni hverfa.
Margir einstaklingar hafa sömu
sögu að segja um notkun C-víta-
míns gegn kvefi. En allt um það
er það almennt ekki talið vís-
indalega sannað, að stórir
skammtar af askorbínsýru séu
gagnlegir til þess að koma í veg
fyrir eða minnka tíðni kvefs. A
hinn bóginn er vitað, að askor-
bínsýruskortur gerir líkamann
móttækilegri fyrir hvers konar
smitun. Þess vegna er skynsam-
legt að gefa börnum fyrirbyggj-
andi skammta af askorbínsýru.
Eitureinkenni af völdum
askorbínsýru eru ekki þekkt og
þegar þörf líkamans er fullnægt,
skilur yfirmagnið út með þvagi.
En vert er að benda á, að
askorbínsýra er allsterk lífræn
sýra og er því viðbúið, að sumir
þoli ekki stóra skammta af henni
af þeim sökum.
Venjulegur dagskammtur af
askorbínsýru er 60 mg. Vítamín-
lyf, sem innihalda askorbínsýru,
eru Tablettae ascorbicae 50 mg
(askorbínsýrutöflur 50 mg) og
Syrupus C-vítamíni (C-vítamín
saft).
D-vítamín,
kalsíícról
Fyrstu greinargóðu lýsinguna
á beinkröm (ensku veikinni) er
að finna í ritgerð frá árinu 1950
eftir Francis Glisson, sem var
prófessor í Cambridge. Þessi
sjúkdómur var algengur í norð
lægum löndum, einkum í stór-
borgum, en miklu fátíðari í
suðlægum löndum. Sú hugmynd,
að beinkröm sé í einhverju sam-
hengi við fæðu manna, mótaðist
á síðari hluta 19. aldar. Palm
Bretlandi benti fyrstur manna á,
að beinkröm væri algeng þar
sem sólarljós væri af skornum
skammti, en sjaldgæf þar sem
nóg væri af því. Hann ráðlagði
þessvegna notkun sólarljóss við
meðferð á beinkröm og á árun-
um 1919—1920 var greint frá
því, að útfjólublátt ljós gæti
læknað beinkröm í börnum. Frá
alda öðli hefur þorskalýsi verið
notað og þegar árið 1848 var
mælt með því gegn beinmeyru og
beinkröm. Um 1920 voru þannig
uppi tvær kenningar um orsök
beinkramar. Annars vegar, að
um vítamínskort væri að ræða
sem bæta mætti úr með því að
gefa þorskalýsi og hins vegar, að
um skort á sólarljósi væri að
ræða. Báðar þessar kenningar
reyndust réttar og hinu óþekkta
efni í lýsi, sem læknaði bein-
kröm, var gefið nafnið D-víta-
mín.
Árið 1924 uppgötvuðu Steen-
bock og Hess, að útfjólublá
geislun á jurtaoliu gerir hana
virka gegn beinkröm. Tveimur
árum síðar uppgötvuðu Windaus
og Hess, að ergósteról breytist
fyrir áhrif útfjólublárra geisla í
efni, sem er mjög virkt gegn
beinkröm og D2-vítamín (ergó-
kalsíferól) var síðar unnið úr
Árið 1936 heppnaðist Brock-
mann að vinna það efni úr lýsi
sem verkar gegn beinkröm. Það
kom í ljós, að það var sama efnið
og Windaus hafði framleitt á
sama tíma með því að geisla
kólesterólafbrigði og hann hafði
kallað Dg-vítamín, (kólekalsífer
ól). Þetta kólesterólafbrigði, sem
er D3-forvítamín, finnst í húð
manna og æðri dýra og breytist
Dgvítamín, þegar sólarljós skín á
hana. Samheiti D-vítamíns er
kalsíferól, sem er samsett úr
orðunum kalsíum (málmur, sem
áður er minnst á) og grísku
sögninni „pherein", sem merkir
að bera. Orðrétt merkir því
kaisíferól kalsíumberi vegna
þess, að það hefur þýðingu fyri
flutning kalsíums og myndun
beina.
D-vítamín er fituleysanlegt
Það oxast hægt af súrefni
andrúmslofti og þess vegna skal
geyma lyfjaform, er hafa D-víta
mín að geyma, varin áhrifum
ljóss og lofts og á svölum stað
D-vítamín finnst í feitum fiski
lýsi, eggjum og mjólkurafurðum
í smjörlíki eru 3 a.e. af
D3-vítamíni í hverju grammi
(framh.)