Morgunblaðið - 11.08.1979, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.08.1979, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 9 piltarnir farið í trúboð, ef þeir vilja sjálfir fara. Trúboðið stendur yfir í tvö ár og er það talið mjög góð leið til að þroska unga menn, því í starfi þeirra gefa þeir tíma sinn og þjónustu við aðra, en þurfa jafnframt að hlýða ákveðnum reglum og starfa undir nokkuð ströngum aga. Smátt og smátt feta ungu mennirnir sig áfram í hin ýmsu embætti kirkjunnar og eru allan tímann mjög virkir í kirkjustarfinu. Skilyrði þess að fá að takast á hendur hin ýmsu störf innan kirkjunnar eru þau að þeir hafi óflekkað mannorð og hafi farið eftir þeim kenningum sem kirkjan kennir. Er Arthur var spurður að því, hvort stúlkur tækju á engan hátt þátt í þessu starfi, sagði hann, að þær fengju tækifæri til að starfa á öðrum sviðum, því innan kirkjunnar væri ákveðin verkaskipting á milli kynjanna. Þess væri vel gætt, að allir meðlimir kirkj- unnar væru virkir í starfinu. Mán udagskvöldin helguð fjölskyldunni Mormónar líta mjög alvar- legum augum á hjúskaparbrot og gegnir fjölskyldan mjög stóru hlutverki í kirkjunni. Telja mormónar að foreldrar beri á allan hátt ábyrgð á uppeldi barna sinna, en þrátt fyrir það að utanaðkomandi aðilar aðstoði við uppeldið, eins og til dæmis skólar, taki þeir á engan hátt ábyrgðina af herðum foreldranna. Þeir ein- ir eru ábyrgir fyrir því að börnin hljóti gott uppeldi. Hjá mormónum er hvert mánudagskvöld fjölskyldu- kvöld. Þá kemur öll fjölskyld- an saman við störf, leiki, umræður um ýmis vandamál eða hvað sem er. Aðaltak- markið er að fjölskyldan sé saman og geri eitthvað saman þessi kvöld. Að sögn Arthurs Hansens byrja slík fjölskyldu- kvöld yfirleitt með bæn og þeim lýkur oftast á því að öll fjölskyldan krýpur saman og biður um handleiðslu Drott- ins. Mormónar trúa á líf eftir dauðann og telja að sá maður sem ekki hefur tekið við boð- skap guðs og orðið kristinn maður og látið skírast til fyrirgefningar syndanna deyi í syndum sínum, því skírnin sé sáttmáli, sem maðurinn gerir við Guð um fyrirgefningu syndanna. Þótt maðurinn sé ekki skírður þarf það þó ekki að vera að hann fyrirfarist eftir dauðann, því hann getur tekið við fagnaðarerindinu í næsta lífi. Það er þó ekki nóg að vera skírður, maðurinn þarf að vanda vel líferni sitt, því eftir dauðann verður maðurinn dæmdur eftir hegð- un sinni í lifanda lífi. Hins vegar telja mormónar ekki rétt að skíra ómálga barn, því það getur ekki gert slíkan sáttmála við Guð. Þess vegna skíra mormónar börnin þegar þau eru orðin átta ára, því þá eiga foreldrarnir að bera ábyrgð á því að búið sé að kenna börnunum grundvallar- atriði kristindóms. Það þarf mikið fé til að starfrækja slíkan sértrúar- söfnuð, sem mormónasöfnuð- urinn er og var blm. Mbl. tjáð að mormónakirkjan í Banda- ríkjunum styrkti söfnuðinn hér fjárhagslega. Einnig tíðk- ast það að fólk greiði tíund, þ.e. mormónar greiða 10% tekna sinna til safnaðarins. Islenski mormónasöfnuður- inn á þó engar eignir hér á landi enn sem komið er, og er starfsemin rekin í leiguhús- næði. Að sögn forráðamanna safnaðarins eru þeir nú búnir að bíða í þrjú ár eftir að fá úthlutað lóð til að byggja á, en það virðist ætla að ganga seint að þeirra sögn. „ Var lengi ákaflega efins“ Sveinbjörg Guðmundsdóttir vinnur við þýðingar fyrir mor- mónakirkjuna á íslandi, en hún gekk í söfnuðinn fyrir þremur árum. í viðtali við blm. Mbl. sagði hún, að ástæð- an fyrir því að hún hefði gengið í söfnuðinn hefði verið sú, að hún hefði fundið að það var sannleikurinn sem þessi kirkja kenndi. „Það er aðeins til ein leið til þess að komast að raun um slíkt," sagði Sveinbjörg. „Það er að biðja til Guðs og fá svar. Það gerði ég, en ef satt skal segja var ég lengi vel ákaflega efins og ætlaði mér ekki að gleypa við einu né neinu. Ég fann í hvert einasta skipti sem ég kom á samkomur og þegar trúboðarnir voru að kenna mér, var alltaf mjög sterkur andi í kringum okkur, og fannst mér það alveg stórkost- legt.“ Að sögn Sveinbjargar er mormónakirkjan ekki sprottin upp vegna deilna um kenni- setningar, heldur er hún hin endurreista kirkja Drottins. „Ef það er sannleikurinn að þetta væri hin endurreista kirkja Drottins, fannst mér það þess virði að athuga það og sé ég ekki eftir því. Það eru mjög margir sem halda að við séum ekki kristin, en það erum við svo sannarlega, því við trúum á Krist sem frelsara okkar og lausnara," sagði Sveinbjörg að lokum. A.K. Mormónatrúboðarnir vekja oft athygli á götum úti fyrir klæðnað sinn, en til þess að geta verið góðir og frambærilegir fulltrúar kirkjunnar, þurfa þeir að vera snyrtilega klæddir. Á þessari mynd eru þeir Bert Leifsson og Curt Hutchings, en þeir eru af vestur-íslenskum uppruna. Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum RANNSÓKNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum. Þeir, sem veitt geta lögreglunni upplýsing- ar, sem kunna að leiða til þess að tjónvaldarnir finnist, eru vin- samlega beðnir að hafa samband við Rannsóknadeildina hið fyrsta í síma 10200. Miðvikudaginn 25. júlí s.l. var ekið á bifreiðina R-11654 á Ás- vallagötu við hús nr. 53. Bifreiðin er blá Mazta. Varð á tímabilinu frá kl. 15,15 til 16,30. Vinstra afturaurbretti er skemmt á bif- reiðinni og er skemmdin 65 cm frá jörðu. Tjónvaldur gæti verið grá eða silfurlituð bifreið. Fimmtudaginn 26. júlí var ekið á bifreiðina R-50718 þar sem hún var í Tjarnargötu við hús nr. 11 frá kl. 08,20 til 12,15. Bifreiðin er Citroen, ljósgul að lit. Vinstra afturaurbretti er dældað og risp- að. I skemmdinni er svart eftir höggvaragúmmí. Þriðjudaginn 31. júlí var ekið á bifreiðina R-80 þar sem hún var á gatnamótum Skuggasunds og Sölvhólsgötu. Bifreiðin er Volks- wagen, rauðbrún að lit. Skemmd er á vinstra framaurbretti. Fimmtudaginn. 2. ágúst s.l. var ekið á bifreiðina Y-6374, þar sem hún var við Sjálfstæðishúsið að Háaleitisbraut 1. Bifreiðin er Skoda, blá að lit. Vinstra fram-* aurbretti, framhöggvari og ljós er skemmt á bifreiðinni. Talið að þetta hafi orðið frá kl. 11.00 til 12.10. Blá málning er í skemmd- inni. Þriðjudaginn 7. ágúst s.l. var ekið á bifreiðina R-60486, sem er Lada, dökkblá að lit. Mun hafa orðið við Litinn í Síðumúla eða Vörumarkaðinn í Ármúla. Vinstra framaurbretti er skemmt. Þriðjudaginn 7. ágúst s.l. var ekið á bifreiðina R-61931 sem er Vauxhall, rauð að lit. Bifreiðin var á stæði austan við Austurbæjar- bíó. Vinstra framaurbretti er skemmt og er gulur litur í skemmdinni. Bifreiðin hafði stað- ið á fyrrgreindum stað frá kl. 21.30 kvöldið áður. Þriðjudaginn 7. ágúst var ekið á bifreiðina G-7974 á bifr.stæði við hús nr. 4 við Hverfisgötu. Var bifreiðin á fyrsta stæði á fyrr- greindri götu. Bifreiðin er rauð- orange Morris Marina. Vinstra afturaurbretti er skemmt. Kom á hana frá kl. 17.00 til 17.30. 29555 Þorlákshöfn Einbýlishús 2x139 Im m. bílskúr. Hannaö af Kjartani Sveinssyni. Afhendist fokhelt. Litið endaraöhús 3 herb. ♦ eldhús ♦ bíiskúr á einni hæö, fokhelf. Teikn. og uppl. á skrifstofunni. 3ja harb. íbúö i blokk. Allt bein sala. Grindavík Viölagasjóöshús 130 fm. Verö 21 m. EIGNANAUST LAUGAVEGI 96 (vió Stjörnubió) SÍMI 29555 Lárus HelKason. sölustjóri. Svanur Wr Vilhjálmsson hdl. Sumarbústaður Silungatjörn Til sölu er sumarbústaöur viö Silungatjörn í Mosfellssveit. Bústaðurinn stendur á einum bezta veiöistaönum í vatninu. Verö kr. 3,5 millj. Upplýsingar í síma 24866, eftir kl. 7 næstu kvöld. f--------- TIL SÖLU: Árni Einarsson lögfr. Ólafur Thóroddsen lögfr. Norðurbær — Hafnarfirði Mjög góö 2ja herb. íbúö 65 fm. Suðursvalir. Verö 17'/2 millj. Vesturberg — 2ja herb. 65 fm íbúð mjög falleg, þvotta- herb. á hæðinni. Verö 18 millj. Hraunbær — 2ja herb. Mjög glæsileg 65 fm íbúö. Verö 18 millj. Selvogsgata — Hafnarfirði Mjög snotur 55 fm íbúö. Verö 12—13 millj. Vesturbær — 3ja herb. Nýleg mjög falleg íbúð á 2. hæð. Verð 21—22 millj. Uppl. aðeins á skrifstofu, ekki í síma. Rauðarárstígur — 3ja herb. Mjög góð eign í fjölbýlishúsi. Verö 17 millj. Hrafnhólar — 4ra herb. Sérstaklega glæsileg 100 fm eign. Verö 24—25 millj. Höfum mikið úrval rað- húsa á hinum ýmsu byggingarstigum. Vantar Höfum mjög fjársterkan kaup- anda aö 4ra herb. íbúð i Reykjavík eða nágr. Höfum mjög fjársterkan kaup- anda að 3ja herb. íbúð í Reykja- vík eða nágr. Höfum mjög fjársterkan kaup- anda aö einbýlishúsi eða raö- húsi í Reykjavík eða Kópavogi. Höfum fjársterkan kaupanda að sér hæð í Hafnarfirði. Eignin þarf ekki að afhendast fyrr en eftir 9 mánuði. Hjá okkur er miöstöð fasteignaviðskipta á Reykjavíkursvæðinu. V Árni Einarsson lögfraaömgur Ólafur Thórodson lögfræóingur riGNAVER SE Suðurlandsbraut 20, símar 82455 — 82330. Kristján örn Jónsson sölustjóri. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.