Morgunblaðið - 11.08.1979, Page 45

Morgunblaðið - 11.08.1979, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI ‘f w í/JArnp\~uH'ij it • Úrelt forðagæsla Ágæti Velvakandi Núverandi fyrirkomulag „forðagæslunnar" er úrelt og hef- ur aldrei verið gott. Athugun á fóðurforða er framkvæmd að nafninu til, en eftirlit með hirð- ingu og húsavist sauðfjár er engin, nema í örfáum undantekningum. í nafni Sauðfjárverndarinnar hefi ég verið að vinna að því nokkur undanfarin ár að fá þessu fyrirkomulagi breytt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að bændur séu með aðfinnslur við vini og vandamenn. Fyrrverandi forðagæslumaður, orðvar og hæggerður maður, sagði við mig: „Eg fann að við bónda og þæð greri aldrei um heilt á milli okkar." Ég hef talað við æði marga bændur og fleiri og fengið ágætar undirtektir. Fyrrverandi húsfreyja í sveit sagði: „Það yrðu allir fegnir ef þessi breyting kæm- ist á.“ Ég segi: gróðinn af breytingunni er menningarauki og milljónir. Ég sendi Morgunblaðinu „Vinsamlega orðsendingu“ sem ég bið blaðið að gjöra svo vel og koma fyrir almenningssjónir. Virðingarfyllst, Jón Konráðsson, Selfossi. • Vinsamleg orðsending Hér á eftir fylgir orðsending sú sem Jón Konráðsson bað Morg- unblaðið að koma fyrir sjónir almennings: íslendingar, búfjáreigendur! Sauðfjárverndin óskar þess að forðagæsla og eftirlit með hirð- ingu búfjár sé þannig, að einn maður sé fyrir hverja sýslu, hann sé búfræðingur. Hans starf að öðru leyti, sérstaklega á sumrin, sé að sjá um veiðar á tófu, villiminki og vargfugli. Starfs- maðurinn mætti teljast til lög- reglu sýslunnar. Sauðfjárverndin • Afgreiðslustörf og kurteisi Mig langar til að minnast á eitt atriði sem löngum hefur vakið eftirtekt mína. Þegar fólk verslar hér í búðum er ákaflega misjafnt hvers konar afgreiðslu það fær í hinum ýmsu búðum borgarinnar. í sumum búðum er afgreiðslu- fólkið eins og dregið upp úr síldartunnu, með fýlusvip og ólund. Annars staðar er við- skiptavinurinn borinn á örmum starfsfólksins ef svo má segja. Það er líka misjafnt hvaða augum maður lítur þessar búðir eftir þeirri afgreiðslu sem maður fær. Þar sem manni mætir kurteisi og góðvild vill maður líta inn aftur en þar sem viðmót afgreiðslu- fólksins einkennist af leti, hroka eða ólund, þangað kemur maður ekki aftur nema tilneyddur. Ég hef oft hugleitt það hvort búðar- eigendur geri sér grein fyrir því hversu kurteisi í viðskiptum er mikilvæg. Góð vara selst ekki ef hún er borin fram fyrir viðskipta- vininn á rangan hátt. Lipurð starfsfólks getur einnig verið áfátt í mörgu. Það getur verið mjög erfitt fyrir viðskipta- vininn að þurfa að draga upplýs- ingar upp úr verslunarfólkinu. Þar getur hæfileg sölumennska verið vel þegin af viðskiptavininum. Sölumennska þar sem viðskipta- vininum er boðið að kynna sér vöruna og sjá í stað þess að þurfa að hafa allt frumkvæði sjálfur. Þetta er bara stutt ábending til verslunarfólks séð með augum viðskiptavinar. Það væri allra hagur að verslunarfólk tileinkaði sér góða framkomu. Guðný. RÓSAKOLLUR sanguisorba obtusa ROSAKOLLUR er af rósaætt og á heimkynni í Japan. Hartn er afbragðs garðjurt ef hann er á réttum stað en nokkur atriði þarf að hafa í huga ef vel á til að takast um ræktun hans. Fyrst og fremst er það staðurinn. Hann þarf mjög djúpan jarðveg og nógan raka og þar að auki frjósama mold, séu slík kjör ekki fyrir hendi má búast við að hann verði lítið augnayndi. Og svo er það hvernig hægt er að hafa mesta ánægju af honum í garðinum. í mjög litlum garði er helst að setja hann í horn, hann þarf feiki mikið pláss með tímanum. í stóru blómabeði getur hann notið sín vel en þá þarf að hugsa fyrir því að næstu nágrannar hans í beðinu blómgist helst snemma vors t.d. gullhnappur, hjartafífill eða jafnvel laukar. Rósakollurinn er ekkert að flýta sér á vorin. Um það leyti sem gullhnappur stendur í blóma eru blöð hans RÓSAKOLLUR Sanguisorba obtusa rétt að byrja að teygja úr sér, en hann sígur á og þegar gullhnappurinn hefur fellt blóm sín fer fyrst að kveða að rósakollinum og þá hylur hann næsta nágrenni með sínum stóru fögru blöðum. Hann blómgast ekki fyrr en í ágúst/sept. Þá skýtur hann upp grönnum stönglum sem greinast mikið og koma þá feiki mörg blómöx, Ijósrauð og drjúpandi. Til eru fleiri tegundir sumar með uppstætt ax bæði ljósrautt og hvítt og svo er það BLÓÐKOLLURINN sem vex villtur á suðvestur-landi. Hann er með smærra ax sem myndar dumbrauða þétta kolla. Ég eignaðist litla plöntu af rósakolli 1938 og síðan hefur hann vaxið hér með ágætum. Oft fölna blóm hans í ágústfrostunum sem hér eru nærri árviss, en mér þykir jafn vænt um hann fyrir því. Fá blóm hef ég séð fegurri en döggvaðan rósakoll í morgunsól. Rósakollur er ein þeirra plantna sem þolir illa flutning, er það vegna þess hve rætur hans standa djúpt. Hann er því lengi að ná sér á strik en það borgar sig að bíða eftir honum. Það er því mjög áríðandi að velja honum strax heppilegan stað og láta hann síðan standa þar óhreyfðan árum saman. Vel þarf að gæta þess að fjölært illgresi svo sem fíflar og húsapuntur nái ekki fótfestu inni á milli rótanna því það má heita ómögulegt að hreinsa það burt nema með því að stinga hnausinn upp og rífa í sundur en það er vandaverk. Rósakolli má fjölga með skiptingu. Gæta verður þess að planta honum nógu djúpt, það má vera 4—5 sm. moldarflag ofan á rótarstokkunum sem blöðin vaxa upp af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.