Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979
19
Gjöf til
sjúkrabif-
reiðar Reyð-
firðinga
ReyAarflrði, 27. áKÚst.
ÁTTATÍU og sex ára gamall
maður á Reyðarfirði, Jón
Stefánsson. gaf Slysavarna-
deildinni Ársól til sjúkrabif-
reiðarinnar kr. 50 þús. til
minningar um konu sína,
Elínu Dómhildi Benedikts-
dóttur. Þetta er stærsta fram-
lag sem einstaklingur hefur
gefið til sjúkrabifreiðarinnar,
en deildin keypti bflinn fyrir
einu og hálfu ári síðan. Færir
deildin Jóni kærar þakkir
fyrir framlagið.
— Gréta.
Reyðfirðingar fóru
úr úlpunum
Reyðarfirði, 27. ágúst.
ÞAÐ óvænta bar við hér í dag á
þessum síðustu tímum að það
skall á með þrettán stiga hita og
gátu Reyðfirðingar því í fyrsta
skipti í sumar brugðið sér úr
úlpunum sem fólk hefur orðið að
klæðast vegna kuldanna í allt
sumar. Var ekki seinna vænna að
fá einn sumardag og kominn 27.
ágúst. — Gréta.
valdamanna. Þessar skörpu línur
geta valdið stórhættulegu ástandi
innan flokksins og jafnvel klofn-
ingi, ef frekari tilraunir verða
gerðar til að færa út áhrifasvæðið
hjá hinum síðarnefndu.
Framboð
flokkseigenda
I eina tíð var það svo, að
framboð til alþingiskosninga var
ekki talið ráðið nema svokallaður
hópur flokkseigenda réði þar ráð-
um.
Ekki virðist Svarthöfði vita að
þetta heyrir til liðnum tíma. Það
er liðin tíð að þegnir séu fram-
bjóðendur „sendir að sunnan".
Áhrif þess þrönga hóps sem stýrir
fjölmiðlum og hefur komið gæð-
ingum inn á gafl í valdastofnunum
í þjóðfélaginu eru næg þó lands-
byggðarfólkið láti ekki glepjast til
þess að taka við sendisveinum sem
byrja mega sinn pólitíska feril
fyrir dreifbýlið en færa sig síðan í
skjólið í einu af mörgum fram-
boðssætum Reykjavíkur þegar
takmarkinu er náð.
Hinir sterku menn kjördæmis-
ins sem Svarthöfði nefnir vita að
engir eru jafn dauðir úr öllum
æðum í kjördæmapólitíkinni og
þeir sem fátt þekkja annað í
landsbyggðamálum en Esjuna
nær og Snæfellsjökul langt í
fjarska. Hugrenningar Svarthöfða
má eflaust túlka á marga vegu og
m.a. þannig að með því að senda
Reykvíkinga og Reyknesinga í
framboð vestur og norður megi
leysa svokallað kjördæmamál svo
slegið sé á léttari strengi.
Ekki fer á milli mála að hags-
munabarátta landshluta fer vax-
andi. Með því að færa löggjafar-
og framkvæmdavald stöðugt á
herðar þröngs hóps í Reykjavík er
verið að vinna gegn þeirri vald-
dreifingu sem Sjálfstæðismenn
hafa lagt áherslu á auk þess sem
staðarþekking og tilfinning fyrir
landinu öllu er þurrkuð út af
Alþingi. Glöggt dæmi um miðstýr-
ingu valdsins er bankakerfið í
landinu.
Af framan greindum ástæðum
má Svarthöfði bera þau boð að
framboðsmál Vestlendinga eru
ekki lengur ráðin á ritstjórnar-
skrifstofum í Reykjavík eða í
hinum háu hlíðum.
Mikill skortur á leiguhúsnæði:
Dæmi um allt að 1200
þús. kr. fyrirframgreiðslu
— segir starfemað-
ur Leigjenda-
samtakanna
„Mjög erfitt er að fá
íbúðarhúsnæði á leigu nú,
og hefur raunar verið svo
um eins árs skeið,“ sagði
Guðmundur J. Guð-
mundsson starfsmaður
Leigjendasamtakanna 1
samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær, er
hann var spurður hvernig
fólki gengi að fá húsnæði á
leigu um þessar mundir.
Guðmundur sagði að lang mest
eftirspurn væri eftir einstak-
lingsíbúðum og tveggja herbergja
íbúðum, og jafnframt væri minnst
framboð á húsnæði af þeirri
stærð. Sagði hann að helst losn-
uðu stórar íbúðir, fimm til sex
herbergja, eða heil einbýlishús.
Alla vega væri það það húsnæði
sem einna helst kæmi á skrá hjá
Leigendasamtökunum. Sagði hann
sem dæmi um hve erfitt væri að fá
tveggja herbergja íbúðir á leigu,
að Leigjendasamtökin hefðu ekki
fengið eina einustu íbúð af þeirri
stærð á skrá í allt sumar.
Verðið sagði Guðmundur vera
mjög misjafnt, og mætti raunar
skipta því í tvo hluta. Annars
vegar væri það verð sem upp væri
sett þegar fólk leigði ættingjum,
vinum eða kunningjum. Hins veg-
ar væri svo það verð sem upp væri
sett þegar leigt væri á frjálsum
markaði og lögmál framboðs og
eftirspurnar réðu verðinu. í fyrra
tilvikinu sagði hann verðið „vera
mjög skikkanlegt" og væri meiri-
hluti íbúðarhúsnæðis leigður á því
verði. Þá kostaði tveggja her-
bergja íbúð á bilinu 40 til 60
þúsund krónur á mánuði, þriggja
herbergja íbúðir kosta um 50 til 70
þúsund, og fjögurra herbergja
íbúðir eru leigðar á 60 til 80
þúsund krónur á mánuði.
Verð á frjálsa markaðnum sagði
hann vera mun hærra, og hefði
hann heyrt um að tveggja her-
bergja íbúðir séu leigðar á 100 til
120 þúsund krónur á mánuði, og
hærra fyrir stærri íbúðir. Hæsta
verð sem hann kvaðst hafa heyrt
um sagði hann vera 200 þúsund
krónur á mánuði fyrir fimm her-
bergja íbúð, og árs fyrirfram-
greiðsla. Svo hátt verð sagði
Guðmundur að heyrði til algerra
undantekninga, og sagði hann
meirihluta alls íbúðarhúsnæðis
vera leigðan á lægra verðbilinu.
Verð á íbúðarhúsnæði sagði
Guðmundur ekki endilega vera
hærra í Reykjavík og nágrenni en
úti á landi, og kvaðst hann til
dæmis vita að mun verra væri að
fá húsnæði á ísafirði en í
Reykjavík, og þar væri verðið
einnig hærra. Þá hefur Morgun-
blaðið fregnað að erfitt sé að fá
ieiguhúsnæði á Akureyri, Akra-
nesi og víðar, og að þar ráði
framboð og eftirspurn mestu um
verðið.
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði að Leigjendasamtökin væru
nú með einn starfsmann í hálfu
starfi. Síma- og skrifstofukostn-
aður sagði hann að væri greiddur
af árgjöldum félaga, en riki og
borg hafa síðan hlaupið undir
bagga með launagreiðslur þegar
illa hefur gengið. Að meðaltali
sagði hann eina til tvær íbúðir
leigðar fyrir milligöngu samtak-
anna í viku hverri.
Að lokum sagði Guðmundur, að
hann vildi benda bæði leigusölum
og leigutökum á, að óheimilt væri
samkvæmt lögum að taka fyrir-
framgreiðslu nema fyrir einn
fjórða þess tímabils sem leigt
væri. Það þýddi að ef íbúð væri
leigð út til eins árs væri leigusala
óheimilt að taka fyrirfram-
greiðslu nema sem næmi þremur
mánuðum. Á sama hátt sagði
Guðmundur, getur leigutaki sem
greitt hefur eitt ár fyrirfram,
krafist þess að fá að búa í
húsnæðinu í allt að fjögur ár.
Gáfu þeim mynd af Hvallátrum
MEÐLIMIR þyrlubjörgunarsveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sveitin unnið mörg frækileg
og fjölskyldur þeirra heimsóttu Slysavarnafélag íslands s.l. laugardag. björgunarafrek hér á landi á undanförnum árum og hafa margir látið í
Við það tækifæri afhenti Jón bóndi á Hvallátrum sveitinni áritaða ljós þakklæti sitt til sveitarinnar með gjöfum.
litmynd af Hvallátrum frá sér og Jóhönnu konu sinni, sem liggur nú á Myndin sýnir bandarísku
sjúkrahúsi hér í borginni. Þyriusveitin hefur á undanförnum árum farið þyrlumennina og halda Jón bóndi og foringi sveitarinnar á myndinni.
þrjú sjúkraflug til Hvallátra, tvisvar sótt Jóhönnu veika og einu sinni Lengst til hægri í fremstu röð er Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri
Jón og nú síðast sótti þyrla Jóhönnu fyrir fáum dögum síðan. Eins og SVFÍ.