Morgunblaðið - 28.08.1979, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.08.1979, Qupperneq 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 29 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mónuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Reykjavik er stjórnlaus Fyrir ári náðu vinstri flokkarnir loksins því lang- þráða takmarki sínu að komast til valda í höfuð- borginni. Að þessu höfðu þeir unnið um áratugi, svo að við því var að búast, að mikið kapp yrði á það lagt, að þeim færist stjórnin sæmilega úr hendi og að sam- starfið yrði þokkalegt, a.m.k. á yfirborðinu. Þess vegna er það, að vinstri menn hafa haft vakandi auga á stjórn borgarmálefna síðustu misserin. Og óneitanlega hafa þeir orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hvergi bryddar á nýjungunum sem lofað var en miklu frekar er hitt, að slakað hafi verið á og látið danka. Á síðustu áratugum hefur Reykjavíkurborg undir forystu Sjálfstæðisflokksins tekið frumkvæðið í félags- legri þjónustu við borgarana og vísað öðrum veginn, ríki og sveitarfélögum. Þessi starfsemi var komin í fastar skorður og hafði farið vaxandi frá ári til árs. Hinn nýi meirihluti hafði fyrir kosningar þótzt bera þennan málaflokk sérstaklega fyrir brjósti. Eftir kosningar hefur annað komið upp úr dúrnum. Þannig hefur verið dregið úr ýmsum þáttum hinnar félagslegu þjónustu og starfsmenn borgarinnar hafa lýst óánægju sinni í fjölmiðlum vegna lélegra starfsskilyrða og brigðmæla meirihlutans. Á hinn bóginn hefur mikill vöxtur færst í yfirbygg- ingu borgarkerfisins, svo að öll stjórnun er orðin þyngri í svifum. Þetta er ekki undarlegt þegar þess er gætt, að áður hélt samstilltur meirihluti eins flokks um stjórnartaumana, en borgarstjórinn bar pólitíska ábyrgð á því, hvernig til tækist. Nú eru flokkarnir þrír. Engin ákvörðun, sem máli skiptir, er tekin, nema þeir hafi áður komið sér saman. Og það vill ganga upp og niður, hvernig það tekst. Þannig er stefna þeirra ólík á ýmsa lund. Og svo hefur það farið vaxandi, að annarleg sjónarmið hafa orðið ráðandi um afstöðu einstakra flokka meirihlutans eða þeir beinlínis klofnað. Þess vegna hefur raunin orðið sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið að taka af skarið, þegar út í óefni hefur verið komið. Það er ekki einungis, að ágreiningur meirihlutaflokk- anna verði um afgerandi mál eins og tekjuöflunarleiðir, heldur hafa smámálin oft reynzt þeim örðugust viðureignar. Frægar eru deilurnar um Kjarvalsstaði og persónulegar heitingar einstakra bæjarfulltrúa vinstri flokkanna af þeim sökum vöktu mikla athygli. Og nú síðast varð ráðning framkvæmdarstjóra Æskulýðsráðs Reykjavíkur til þess að afhjúpa það flokkspólítíska og persónulega reiptog, sem stöðugt á sér stað innan vinstri meirihlutans og tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Bókanir einstakra borgarráðsmanna sýna, að samstarfið er ekki byggt á heilindum, heldur logar allt, um leið og komið er undir yfirborðið. Reykvíkingar hafa um áratugi notið sterkrar og samhentar stjórnar, eins og vöxtur og viðgangur höfuðborgarinnar ber glöggt vitni. Þeir verða nú um skeið að una því, að þrír flokkar fari bæði með stjórn landsins og borgarinnar og ferst hvort tveggja jafnilla úr hendi. Þess er að vænta, að fyrsta tækifærið, sem gefst, verði notað til þess að losa sig undan þessari vinstri ringulreið eins og þeim manni er sagt upp, sem illa dugir í starfi. MOUNTBATTEN - herkænska hans og pólitískt raunsæi hafa skipaó honum á bekk meðal öndvegismanna brezku þjóóarinnar á þessari öld Mountbatten jarl var dáöur á Bretlandi fyrir herkaensku sína og pólitískt raunsæi. Hann hefur skipaö sér á bekk mikilmenna brezkrar sögu á þessari öld. En ekki aöeins Bretar báru viröingu fyrir Mountbatten. Indverjar mátu starf hans á Indlandi mikils þegar hann leiddi þjóöina til sjálfstæðis 1949. Hann var gagnrýndur þá, en sagan hefur dæmt geröir hans þar sem viturlegar, og pólitísk framsýni hans hefur veriö rómuö. Hann leiddi heri bandamanna til sigurs í Suöaustur-Asíu gegn Japönum og í kjölfar þess hlaut hann titilinn Mountbatten jarl af Burma. Hann var frábær her- stjórnandi, pólitískur raunsæis- maður og eins og öll mikilmenni var hann umdeildur. En jafnt vinir hans sem óvinir viöurkenna hann sem eitt af stórmennum 20. aldar. Hann haföi flest til aö bera, tengdur inní ýmsar virtustu aöals- ættir Evrópu, nátengdur Elísabetu II, Bretadrottningu og frændi Filipusar prins. Ungur gekk hann í sjóherinn, — tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. í upphafi síöari heimsstyrjaldarinnar stjórnaöi hann tundurspillinum HMS Kelly, var síðan geröur yfirmaöur hinna frægu Víkingasveita, lagöi á ráöin um innrásins í Normandy, og í lok stríðsins var hann yfirmaöur bandamanna í Suðaustur-Asíu og vann þar frækna sigra. Dýröar- Ijómi stafaöi um nafn hans og barmur hans var beinlínis þakinn viöurkenningum, meöal annars æöstu heiöursmerkjum ýmissa ríkja. Enginn efaöist um herkænsku Mountbattens en hann, ólíkt mörgum hershöföingjum, hafði til aö bera ríkt pólitískt ráunsæi. Eftir stríöiö var hann gerður aö varakóngi í Indlandi. Þessi staöa var gífurlega vandasöm, framund- an blasti óhjákvæmilega sjálf- stæöi Indlands, brezka heims- veldið var aö liöast í sundur. Indverjar voru klofnir í tvær fylk- ingar — múhameöstrúarmenn er voru í minnihluta og Hindúa. Þessar andstæöu fylkingar voru ósættanlegar og þaö reyndi á alla stjórnkænsku Mountbattens. Hann skipti þessari þrezku ný- lendu upp í Pakistan og Indland. Þegar heim kom hlaut hann litla þökk þeirra Breta er enn dreymdi stórveldisdrauma. Meö Winston Churchill í fararbroddi litu margir íhaldsmenn á Mountbatten sem svikara viö málstaöinn. Hann var maöurinn er leysti heimsveldiö upp. Churchill neitaöi aö tala viö hann viö komuna til Englands og ekki bætti úr, aö skipting Ind- lands haföi átt sér staö undir stjórn Verkamannaflokksins — Mountbatten hafði svikiö eigin stétt. Indland haföi veriö púöur- tunna, er kviknað gat í hvenær sem var og raunar létust þúsundir í átökum hinna stríðandi fylkinga En skiptingin var óhjákvæmileg, rétt eins og sjálfstæöi Indlands var óhjákvæmilegt. „Ég sá enga aöra lausn en skiptinguna — stofnun Indlands og Pakistans. Þaö var ekki nokkur von aö koma á sáttum hinna stríöandi afla og lausn varö aö fást áöur en viö létum af völdum", sagöi Mount- batten síöar í viötali og hann bætti við: „Innan 20 ára mun enginn skilja þá gagnrýni, sem beint hefur veriö gegn mér.“ Hann haföi rétt fyrir sér og Churchill tók hann síöar í sátt. Heimafyrir var framsýni hans lofuö en ýmsir litu hann ávallt sem „vinstrisinna og svikara viö stétt sína“. Mountbatten var framar öllu raunsæismaöur er áttaöi sig á breyttum tímum og vaxandi þjóð- ernisstefnu í Asíu. Hann hvatti Frakka á sínum tíma til aö semja friö viö Víetnama undir stjórn Ho Chi Minh án árangurs og í kjölfar- iö fylgdi 30 ára stríö sem lauk meö ósigri Bandaríkjamanna. „Reyniö ekki aö berjast", varaöi hann LeClerk, franska hershöfö- ingjann í Víetnam, „þaö mun enda í ósigri og allt tapast", sagöi hann. Mountbatten jarl fæddist 25. júní aldamótaáriö 1900. Hann var skíröur Louis Francis Albert Nicholas Battenberg. Meöal vina gekk hann ávallt undir nafninu Dickie. Langamma hans, Viktoría drottning, hélt honum undir skírn. Móöir hans, Viktoría prinsessa, var dóttir Louis IV, hertogans af Hesse. Faöir hans var fæddur í Austurríki og gerðist brezkur borgari. Hann varö flotamálaráö- herra en þegar fyrri heimsstyrj- öldin braust út varð hann að segja af sér vegna tengsla sinna viö Þýzkaland. í kjölfar þess afsalaði hann sér öllum þýzkum titlum sínum og tók upp fjöl- skyldunafnið Mountbatten. Þetta var fjölskyldunni mikiö áfall og Dickie var staöráöinn í aö vinna fjölskyldu sinni viröingu á ný. Aöeins sextán ára hóf hann feril sinn í brezka sjóhernum. Var hann þar í tvö ár og eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri hóf hann nám viö Cambridge. Þar urðu þeir Edward VIII konungur miklir mátar. Mountbatten var mjög á móti þeirri ákvöröun Edwards VIII aö afsala sér völdum en hélt engu aö síöur tryggö viö hann. Áriö 1920 fór hann í heims- reisu og Ijómi fór aö stafa af nafni hans. Hann var sérlega glæsilegur ungur maöur og tengsl hans viö þekktustu kvikmyndastjörnur samtíðarinnar köstuöu enn frekar frægöarljóma á nafn hans. Hann var dáöur af kvenfólki og þegar oröinn einn eftirsóttasti pipar- sveinn í brezka heimsveldinu. Glæsileiki hans heillaöi konur og hann liföi hátt á þessum árum. Hann hitti Edwinu Cynthiu Ashley og þau felldu hugi saman, giftu sig 1922. Heimanmundur hennar var ríkulegur, 24 milljónir dollara. Þau þóttu sérlega glæsilegt par — brúökaupsferö þeirra var heit- iö til Hollywood. Þar dvöldu þau hjá Douglas Fairbanks og Mary Pickford — dáöustu kvikmynda- stjörnum samtíöarinnar. Charlie Chaplin tileinkaöi þeim kvikmynd, sem hann framleiddi og þau léku minniháttar hlutverk í henni. Mountbatten var ekki einungis maöur skemmtanalífsins — ann- aö og meira beiö hans. Störf hans í sjóhernum tóku við. Síöar er heimsstyrjöldin braust út. Tund- urspillirinn HMS Kelly varö fyrir tundurdufli undan Noregi og lask- aðist mjög. Og í Noröursjónum varö hann fyrir tundurskeyti þýzks kafbáts en þraukaöi samt. Kelly sökk síöar í orustunni um Krít 1941. Stukaflugvélar steyptu sér yfir skipiö og eftir haröa bardaga Mountbatten jarl — borðum skreyttur. Þessi mynd var tekin þegar hann var á leiö til útfar- ar gamals vinar, Sir Winston Churchill. sökk skipiö. Helmingur áhafnar- innar beiö bana í þelm hildarleik en Mountbatten komst lífs af ásamt 11 öðrum. Eftir þrekraun þessa var Mountbatten gerður aö yfirmanni hinna haröskeyttu Vík- ingasveita brezka hersins og dýröarljómi stafaði af frægöar- verkum þeirra. Úrvalssveitir þess- ar greiddu Þjóöverjum oftsinnis þung högg aö baki víglínunnar. Hann var síöan geröur aö yfir- manni herja bandamanna í Suö- austur-Asíu 1943. Þar vann hann þrekvirki eins og annars staöar, þar sem hann lagöi hönd á plóg- inn. Undir stjórn hans hrundu herir bandamanna stórsókn Jap- ana, sem átti aö opna þeim leiöina til Nýju Delhi. Þeir frelsuöu síöan Mandaley og Rangoon. Aö því er taliö er féllu um 100 þúsund japanskir hermenn í þessum hild- arleik og óhjákvæmilegur ósigur blasti viö Japönum. Þaö var síöan í september 1945 aö Japanir gáfust upp. 730 þúsund japanskir hermenn lögöu niöur vopn. Orö fór af fyrirlitningu Mountbattens á „þeim gulu“ og sagt var, aö hann heföi hengt uppgjafarskjal Jap- ana upp á vegg á klósettinu hjá sér. Þessi fyrirlitning olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi 1971 þegar Hirohito keisari kom í opinbera heimsókn. Þá var Mountbatten boöiö í veizlu til heiðurs keisaran- Mountbatten var yfir- maður víkingasveitanna í síðari heimsstyrjöld- inni. Hér kannar hann liðssveitir. Mikið orð fór af dirfsku og áræðni víkingasveitanna. um en hann hafnaöi því boöi. Þessi ákvöröun olli miklu upp- námi og hann var ásakaöur um hatur í garö Japana. Hann friöaöi þá gagnrýnendur stna meö því aö halda einkafund meö keisaranum í Buckingham-höll. Stríöinu lauk og ný verkefni tóku viö, heimurinn var ekki hinn sami og brezka heimsveldið var aö liðast í sundur. Mountbatten var geröur aö varakonungi í Ind- landi. Sjálfstæöi Indverja blasti viö en vandséö var hvernig því yröi komiö á. Þjóðin skipaði sér í stríöandi fylkingar — múhameös- trúarmenn og Hindúa. Þar reyndi á raunsæi hans og framsýni og hann reyndist vandanum vaxinn. Ekkert mátti útaf bregöa — Ind- iandsskagi var pólitísk sprengja er gat sprungiö ef ekki væri rétt að fariö. Skipting landsins var óhjákvæmileg og þrátt fyrir haröa gagnrýni knúði hann hana fram. Hann sneri heim eftir sjálfstæöi Indlands 1949 — og ekki liðu mörg ár þar til Winston Churchill haföi fyrirgefiö honum. Churchill geröi hann aö yfirmanni flotans 1955 — þaö embætti var Mount- batten mjög kært. Hann fylgdi þar í fótspor fööur síns er haföi orðið aö segja af sér embætti. Þá haföi Mountbatten þjónaö í brezka flotanum í 42 ár. Hann varð síðan yfirmaöur alls herafla Breta og sameinaöi flotamálaráöuneytið, flugmálaráöuneytið og hermála- ráðuneytið í eitt ráðuneyti — varnarmálaráöuneytiö. Mountbatten lét síöan af störf- um 1962 — eftir liölega hálfrar aldar þjónustu. Störfum hans í þágu hins opinbera var þó ekki lokiö. Hann fór í ferð á vegum brezku stjórnarinnar til S-Ameríku 1963 og eftir aö sovézki njósnarinn George Blake flúði úr brezku fangelsi var honum faliö aö stjórna rannsókn fangels- ismála á Bretlandi. Fyrir fimm árum fór hann í opinbera heimsókn til Kína — fyrstur meðlima brezku konungs- fjölskyldunnar eftir sigur komm- únista 1949. Á litríkum æviferli haföi Mountbatten skipaö sér á bekk meöal öndvegismanna Breta á þessari öld. Snjall her- stjórnandi og framsýnn stjórn- málamaöur er skynjaði breytta tíma. Tölvuviraisla Morgimblaðsins kynnt á vörusýningunni Sýningargestum var gefinn kostur é aö sjá blaðiö é mismunandi vinnslustigum. LJósm.: Kristlnn. UM FIMMTÁN ÞÚSUND gestir höföu heimsótt AlÞjóðlegu vörusýninguna 1979 í gær, er blaöamaöur og Ijósmyndari Mbl. litu Þar við. Þá var fjöldi manns á sýningarbás Morgunblaðsins, en Þar fór fram sérstök kynning á Því hvernig Morgunblaðið er unnið. í sýningarbásnum hefur veriö komiö fyrir Ijósmyndum, sem sýna hvernig vinnsla blaösins fer fram, allt frá því aö blaöamenn skrifa fréttir og greinar þangaö til blaðið berst í hendur útburöarbarna og umboösmanna, sem sjá um aö koma því til lesenda. Auk þess hefur þar verið komiö fyrir setningarskermi og Ijósaboröi, til þess aö sýningargestir geti betur gert sér í hugarlund, hvernig vinnsla blaösins fer fram. Setningarskermurinn er hluti af mjög fullkomnu setningar- kerfi, sem Morgunblaöiö tók í notkun í byrjun þessa árs, og er hann tengdur móðurtölvu, sem staösett er í Aðalstræti. Setningarskermurinn er notaður viö textasetningu og úr Laugardalshöllinni er hægt aö senda texta niöur í Aöalstræti og sömuleiöis ér hægt aö ná í texta þaðan. Auk þess, sem setningarskermurinn gegnir mikilvægu hlutverki viö texta- setningu, gefst fólki tækifæri til aö tefla viö hann og teflir skermurinn á viö meðalskákmann. Margir sýningargestir hafa notaö tækifæriö og reynt skákhæfileika sína á móti hinum nýstárlega mótherja. Á sýningarbásum hefur ennfremur veriö komiö fyrir litlum turni, nokkurs konar blaöaturni, og þaöan fá sýningargestir blaöiö ókeypis frá degi til dags, auk þess sem yngstu gestirnir fá stundaskrá aö gjöf. Sýningargestir viröa fyrir aér, hvernig unnið er é setningarskerminn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.