Morgunblaðið - 01.09.1979, Side 15

Morgunblaðið - 01.09.1979, Side 15
40 AR MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 í dag, 1. september, eru tiðin 40 ár frá því að síðari heimsstyrjöldin brauzt út 15 Á glæstum stríðsfákum og Þjóðverjar trúðu ekki sínum eigin augum ingu hernaðar á landi og í lofti. Annars staðar á vígstöðvunum var Heinz Guderian hershöfðingi, er stjórnaði XIX stórbryndeildinni, á fleygiferð til liðs- afla síns í brynvarinni bifreið þegar stórskotalið hans sjálfs skaut að honum og skotin féllu snyrtilega allt um kring. Ökumaður Guderians missti stjórn á sér og ók beint út í skurð, stórskemmdi bifreiðina og minnstu munaði að hann svipti þýska herinn snjallasta skrið- drekaforingja sínum áður en honum gæfist tækifæri til að heyja orrustu. Guderian slapp heill á húfi, hafði upp á annarri bifreið og ók til Brahefljóts þar sem enn stóð óskemmd brú. En þar voru engir Þjóðverjþar til varnar; fyrirliðinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að menn hans þörfnuðust hvíldar. Guder- ian varð sjálfur að vekja mennina, segja þeim að meira skipti að halda brúnni en fá sér blund og drífa þá síðan yfir ána í tæka tíð til að koma upp vörnum og afstýra því að aðsteðjandi pólskur her næði brúnni aftur á sitt vald. Guderian ók aftur til bækistöðva sinna í Zahn og kom þá að herráðsfor- ingjum sínum og undirmönnum önnum köfnum að grafa skotgrafir og setja upp loftvarnabyssu. Þeir höfðu heyrt því með hvíta hanska gáfu merki til árásar, lúðrar voru þeyttir, veifur blöktu, það glampaði á brugðin sverð í sólskininu. Þa var eins og endurvakin væri ævaforn saga þegar sveitin hleypti fram yfir sléttuna með lensur lagðar til atlögu og jörðin titraði af hófataki. Hún hleypti beint í eldhríðina úr skriðdrek- um Guderians. Eftir fáeinar mínútur lá riddaraliðssveitin í rjúkandi kös, vein- andi menn og hneggjandi hestar, sund- urtættir og rifnir á hol. Þegar þeir sem eftir lifðu héldu á brott til þýskra fargabúða, sáust sumir þeirra — að því er þýsk heimild greinir — drepa hnúum furðu lostnir á þýsku skriðdrekana meðfram veginum; þeir höfðu heyrt að brynvörn þýska hersins væri úr pappa. Meðan slíkir atburðir áttu sér stað sótti herafli leifturstríðsins linnulaust fram yfir pólska jörð með skriðdreka- sveitirnar í fararbroddi. Tíðarfarið var innrásarliðinu hliðhollt. September og október eru tíðum votviðrasamir á þessum slóðum, og það hefði ekki þurft nema eitt úrhellisregn til að breyta meginhluta hins frumstæða póiska vegakerfis í kviksyndi sem skriðdrekar, vörubílar og fótgönguliðar hefðu setið fastir í. En september var með öðrum hætti þetta ár. Pólverjar báðu þess á hverju kvöldi að nú færi að rigna, og á hverjum morgni rann sól á loft, björt og skær, bakaði jörðina og herti svo að vélaher- sveitir gátu fylgt vegum þegar þeim sýndist eða ekið utan þeirra að vild þegar þeir voru tepptir. Fljót eins og Bretland, Þetta er Þór að kenna! hrópar pólskur hermaöur aö Nevilla Chamberlain. En raunar var Þessi áróöursmynd gerö í Þýskalandi. fleygt að pólska riddaraliðið hefði brotist gegnum línur Þjóðverja og ætlaði að reka þá í gegn eins og svín með lensum sínum. Aftur þurfti hers- höfðinginn að hamast á mönnum sínum og reka þá að verki. Pólska riddaraliðið birtist vissulega nokkru seinna, en ekki nálægt bæki- stöðvum Guderians. Hann hafði í snöggri sóknarlotu brunað frá þýsku landamærunum þvert yfir Pólska hliðið yfir í Austur-Prússland og einangrað fjölmennt pólskt lið norður undan. &ar á meðal var hið frækna Pomorske-ridd- araliðsfylki er fór í fararbroddi þegar reynt var að brjótast úr herkvínni suð-austur á bóginn. Þjóðverjarnir trúðu ekki eigin augum þegar riddara- liðarnir komu ríðandi að norðan á glæstum stríðsfákum sínum; foringjar Vistula hefði verið erfiður farartálmi í vatnavöxtum, en nú var auðfarið yfir það víða. Menn töluðu um „Hitlerstíð" líkt og fólk á 17. öld hafði talað um „mótmælendastorminn" sem knúði flota Vilhjálms af Óraníu suður eftir Ermar- sundi til síðustu innrásar í England sem lánast hefur en lokaði jafnframt flota Jakobs konungs hins kaþólska inni á Thames-fljóti. Pólskt herlið og flóttafólk hringsólaði á skraufþurru landinu og þyrlaði upp svo ógnarlegum rykskýjum að könnun- arliðar þýska flughersins gátu ekki gert sér neina hugmynd hvað væri á seyði. Þýska yfirherstjórnin taldi að megin- hluti pólska hersins hefði komist undan austur yfir Vistula í öllu rykkófinu og skipaði Gerd von Rundstedt hershöfð- ingja, yfirmanni áttunda, tíunda og fjórtánda hersins, að halda yfir fljótið og veita þeim eftirför. Rundstedt var hins vegar sannfærður um að liðsaflinn væri enn vestan fljótsins og tókst að fá fyrirmælunum breytt eftir nokkurt þref. Hann hafði rétt fyrir sér; megin- hluti hersins var genginn í gildru. „HITLER FANN LYKILINN.. a** sjá næstu opnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.