Morgunblaðið - 01.09.1979, Síða 28
Hempum skattana — lækkum útqpöldin
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 2 7
festingarsjóða atvinnuveganna.
Við mat á hagnaði þarf að
leyfa færslu taps milli ára, láta
fyrningar fylgja verðlagi og
fyrningartímann fylgja áætluð-
um endingartíma. Er þá ekki
óeðlilegt, að söluhagnaður verði
skattskyldur eins og er í núgild-
andi lögum um tekju- og eignar-
skatt (nr. 40/1978). vörunotkun
þarf að gjaldfæra á verðlagi
hvers árs með leiðréttingu á
matsverði vörubirgða í ársbyrj-
un í samræmi við verðlagsbreyt-
ingar á árinu.
Hagnaður er þannig leiðrétt-
ur í ljósi verðlagsbreytinga, en
einnig þarf að endurmeta eignir
og skuldir árlega: Fastafjár-
muni í samræmi við verðlag, en
fjárskuldbindingar í samræmi
við verðtryggingarákvæði bréf-
anna sjálfra. Útgáfa jöfnunar-
hlutabréfa gæti þá miðazt að
fullu við árlegar breytingar á
hreinni eign.
Öll rekstrarform atvinnu-
rekstrar á að skattleggja með
sama hætti (hlutafélög, sam-
eignarfélög, samvinnufélög).
Einstaklingsfyrirtækjum á að
heimila að vera sjálfstæðir
skattaaðilar, ef fjárhagur þeirra
er sjálfstæður, og mynda t.d.
hlutafélag um reksturinn. í öll-
um tilvikum eiga svo opinber
fyrirtæki að vera skattlögð eins
og annar atvinnurekstur.
Tekjuskatt einstaklinga á að
útfæra sem frádrægan tekju-
skatt, sem grundvallast á einni
og sömu skattprósentunni og
einum frádráttarlið frá skatti,
sem miðast við fjölskyldustærð
og kemur til útborgunar, þegar
hann er hærri en reiknaður
skattur. Lægstu tekjur fá því
uppbót, af ákveðnum tekjum
greiðist enginn skattur, en
skattur greiðist úr því.
Innheimtu tekjuskatts og út-
svars ætti að sameina alfarið.
Tekjutilfærslur til heimila
vegna heilbrigðisþjónustu og
trygginga verði lækkaðar í sam-
ræmi við auknar beinar greiðsl-
ur til heimila í gegnum skatt-
kerfið. Allar tekjur einstakl-
inga: Laun, hagnaður, vextir,
leiga o.s.frv. verði skattskyldar
og eins skattaðar. Skattur verði
greiddur af tekjum, þegar þeirra
er aflað, en einfalt lokaframtal
framkvæmt fyrir 15. apríl árið
eftir.
Gjald af nýtingu auðlinda. í
kaflanum hér að framan um
utanríkis- og gjaldeyrisviðskipti
var lagt .til að afnema aðflutn-
ingsgjöld algjörlega og gefa
gjaldeyrisviðskiptin frjáls. Mið-
að við jafnvægi t utanríkisvið-
skiptum mundi verð erlendra
gjaidmiðla við það hækka að
meðaltali um sama hlutfall og
aðflutningsgjöld eru nú sem
hlutfall af verði innfluttra vara.
Verðlag innanlands ætti því til
jafnaðar að verða óbreytt. Hins
vegar skapar þessi æskilega
breyting tvenns konar vanda,
sem verður að leysa. Ríkissjóður
missir stóran hluta tekna sinna,
en tekjur í sjávarútvegi aukast
gífurlega.
Þótt nauðsynlegt sé, að at-
vinnuvegirnir hagnist eðlilega í
venjulegu árferði, mundi þessi
skyndilega tekjuaukning í sjáv-
arútvegi auka verulega sókn í
þegar ofnýtta fiskistofna. Væri
því aukið á þann vanda, sem
fyrir er. Nú þegar er mikil þörf
á framtíðarlausn á því, hvernig
og í hve ríkum mæli nýta beri þá
takmörkuðu auðlind, sem fiski-
miðin eru.
Verzlunarráðið telur, að hag-
kvæm og skynsamleg lausn á
þessum vanda væri að ákveða
hámarksafla einstakra fiskiteg-
unda en útgerðaraðilum yrði
síðan seld veiðileyfi á almennu
uppboði miðað við það afla-
magn, sem nýta skal. Verð
veiðileyfa ræðst þannig við
frjálsar aðstæður af afkomu
veiða og vinnslu, fiskverði og
verði erlendra gjaldmiðla. Við
slíkar aðstæður mundu þeir
aðilar, sem reka hagkvæmustu
útgerðina annast veiðarnar og
veiðileyfin rynnu til þeirra án
opinberra afskipta. Jafnframt
mætti útfæra uppboðið þannig,
að afla ákveðinna tegunda á
ákveðnum veiðisvæðum bæri að
landa í tilteknum landshlutum.
Verð veiðileyfa fylgdi þá einnig
svæðisbundnum afkomuskilyrð-
um veiða og vinnslu.
Ef tekjur af veiðileyfum
renna í ríkissjóð leysist fjár-
hagsvandi hans vegna brottfall-
inna aðflutningsgjalda að
mestu. Það sem á vantar næst
vegna minni þarfar á útflutn-
ingsuppbótum á landbúnaðar-
vörur og auknar skatttekjur
koma frá öðrum atvinnuvegum.
Verzlunarráðið álítur að þessi
kerfisbreyting gæti orðið ein-
hver mesta lyftistöng fyrir alla
atvinnustarfsemi í landinu,
bæði í innanlands- og utanrík-
isviðskiptum, án þess að skerða
á nokkurn hátt afkomuskilyrði
sjávarútvegs, veiða og vinnslu.
Virðisaukaskattur. Virðis-
aukaskattur er hlutlaus gagn-
vart framleiðslu, dreifingu og
neyzlu. Söluskatti ætti því að
breyta í virðisaukaskatt, og eyða
þannig uppsöfnunaráhrifum
söluskattsins. Sá virðisauka-
skattur, sem upp verður tekinn,
verður að ná til allrar vöru og
þjónustu og sama skatthlut-
fallið verður að gilda alls staðar.
Launaskattur mismunar nú at-
vinnuvegunum. Sumir greiða
3,5% launaskatt, en aðrir engan.
Launaskattinn ætti því að
leggja niður, enda leggst virðis-
aukaskattur á hluta virðisauk-
ans, á launin, ög því á sama
stofn.
Fasteignaskattar. Aðstöðu-
gjald á að afnema, enda mæla
engin skynsamleg rök með til-
veru þess. Hægt er að afla sömu
tekna með fasteignasköttum á
einfaldari og betri hátt. Rökin
sem mæla gegn aðstöðugjaldi
eru mörg:
Lítið ef nokkuð samhengi er á
milli aðstöðugjaldsstofns og
þjónustu sveitarfélags við fyrir-
tæki.
Gjaldið hefur áhrif á skipu-
lagningu atvinnustarfsemi. Um-
boðssala er t.d. skattlögð lægra
en sala af lager. Fyrirtækjum,
sem selja með lágri álagningu
en hafa mikinn veltuhraða, er
refsað á kostnað annarra, sem
hafa hærri álagningu en hægari
veltuhraða.
Gjaldið hefur uppsöfnunar-
áhrif og leggst á öll dreifing-
arstig, auk þess sem það hefur
áhrif á verkaskiptingu fyrir-
tækja og hvetur til hringamynd-
unar.
Mismunun í álagningu að-
stöðugjalda milli sveitarfélaga
kann að hafa áhrif á staðsetn-
ingu fyrirtækja.
Gjaldskyldan er mismunandi
eftir atvinnuvegum.
Fasteignaskatturinn er betri
mælikvarði á veitta þjónustu en
aðstöðugjald.
Um landsútsvör gildir það
sama og um aðstöðugjald. Því er
lagt til, að það verði lagt niður,
en í staðinn komi fasteigna-
skattur, sem verði ákveðið hlut-
fall af markaðsvirði allra fast-
eigna. Hlutfallið þarf að vera
það sama fyrir allar fasteignir
og greiðast af einstaklingum
jafnt sem atvinnurekstri.
Fasteignaskattar hafa þann
kost, að skattupphæðin getur
verið nokkuð góður mælikvarði
á veitta þjónustu sveitarfélags
við eigendur fasteigna, sem síð-
an færðist a.m.k. að nokkru yfir
á notendur við leigu. Einnig
hafa fasteignaskattar jákvæð
áhrif á nýtingu fasteigna og
fjárfestingu í fasteignum. Hjá
fyrirtækjum kemur fasteigna-
skattur í stað eignarskatts, að-
stöðugjalds og landsútsvars, en
hjá einstaklingum fellur eignar-
skattur niður og útsvör lækka.
Gjald af sölu áfengis og
tóbaks. Hagnaður af rekstri
Afengis- og tóbaksverzlunar
ríkisins (Á.T.V.R.) er nú um
8—9% af tekjum ríkissjóðs. Hér
er lagt til, að þessari tekjuöflun
verði haldið, en með öðrum
hætti. Óþarft er að verzlun með
þessar vörur sé alfarið í höndum
hins opinbera. Því er lagt til, að
heildsölu- og smásöludreifing
þessara vara verði gefin frjáls,
þannig að einstakir söluaðilar
selji þessar vörur með sömu
skilyrðum og Á.T.V.R. og greiði
til ríkissjóðs sama gjald og
Á.T.V.R. gerir nú.
Hér að ofan hefur ekki verið
getið margvíslegra skatta, sem
lagt er til að falli niður. Sú
upptalning næði til hátt í 70
mismunandi skatta. Margir
þeirra svara vart innheimtu-
kostnaði, valda greiðendum
verulegum kostnaði við framtal
og leggjast auk þess á sama
stofn og aðrir skattar.
Sú skattalækkun, sem þessar
tillögur ráðgera á þremur árum
ætti fyrst að koma fram í
afnámi eignarskatts og launa-
skatts. Síðan ættu ýmsir óbeinir
skattar af framleiðslu, bif-
reiðum, skipum, sölu gjaldeyris
o.fl. að falla niður.
Samtals nema þessir skattar
um 5% af þjóðartekjum. Einnig
mætti fella niður sjúkratrygg-
ingargjald á þessu tímabili og
helminga virðisaukaskattinn,
þ.e. færa hann úr 20% í 10%.
Einnig þarf að endurskoða og
lækka skattprósentur beinna
skatta samfara samtíma-
greiðslu þeirra. Þá er loks eðli-
legt og reyndar mjög æskilegt,
að opinber þjónustufyrirtæki
selji í auknum mæli þjónustu
sína á verði, sem stendur undir
rekstrinum. Þegar ofangreindar
lækkanir hafa komið til fram-
kvæmda, ætti hlutfall skatt-
tekna ríkis- og sveitarfélaga af
vergum þjóðartekjum að hafa
lækkað úr 45% í 33%.
35%
30%
25%
20%