Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 200. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. (AP-símamynd). Að minnsta kosti tveir létu lííið, tré rifnuðu upp með rótum, hús hrundu eins og spilaborgir og rafmagnslínur slitnuðu þegar fellibylurinn Friðrik skall með offorsi á Mexikóflóaströnd Bandarikjanna i gær. Um 300 þúsund manns hafði verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín áður en fellibylurinn gengi yfir, auk þess sem víðtækar varúðarráðstafanir aðrar höfðu verið gerðar. Er veðrið, sem var hið versta á þessum slóðum í áratug, gekk niður i Alabama gengu hópar manna rænandi og ruplandi i bæjunum Mobile og Prichard, og fengu hermenn, sem sendir voru á vettvang fyrirmæli um að skjóta tveimur aðvörunarskotum áður en miðað skyldi á glæpamennina og þeir skotnir miskunnarlaust. Myndin er frá því sem áður var ibúðarhúsahverfi í Mobile. Hálfur bær sökk í sæ Jakarta, 13. september. AP. FREGNIR af jarðskjálftanum mikla i Indónesíu, sem mældist 8 stig á Richterskvarða og lagði í rúst 8 þúsund manna bæ á eynni Yapen, eru mjög óljósar og engar tölur hafa borizt um manntjón enn sem komið er. Óttazt er að fjöldi manns hafi látið lifið i þessum náttúruhamförum, en af opinberri hálfu er áætlað að um helmingur húsanna í bænum An- sus hafi sokkið í sæ, en bærinn stendur við Cendrawasih-flóa. Skjálftinn átti sér stað í gær- kvöld, en Yapen-eyja er norður af Nýju-Gíneu vestanverðri. Eyjar- skeggjar eru um 40 þúsund tals- ins, en auk Ansus hafa tveir aðrir bæir orðið fyrir miklu tjóni. Fyrsti kippurinn, sem var hinn mesti í skjálftanum, stóð i tæpa mínútu, en strax í kjölfar hans komu þrír eða fjórir snarpir kipp- ir. Jarðhræringarnar stóðu fram eftir nóttu og mældust þá alls níu kippir, sem engan veginn jöfnuð- ust á við hina fyrri. Rhódesíuráðstefnan: Muzorewa hótar brottför / Island með næstminnst lánstraust V-Evrópuríkja New Yurk — 13. september — AP VÍÐTÆK könnun bandariska fjármálaritsins Institutional Investor Magazine á lánstrausti ríkja hjá 90 helztu bankastofnunum veraldar hefur leitt i ljós, að af Vestur-Evrópurikjum hafa íslendingar minpst lánstraust, eí Portúgalir eru undanskildir. Þau tíu ríki heims, sem þykja traustustu viðskiptaaðilarnir, eru Bandaríkin, Vestur-Þýzkaland, Sviss, Japan, Kanada, Frakkland, Bretland, Holland, Noregur og Ástralía. Institutional Investor heldur því fram, að álit bankanna sé afar mikilvægt og géti jafnvel skipt sköpum fyrir sumar þjóðir. í útdrætti úr grein tímaritsins er Islands ekki sérstaklega getið, að öðru leyti en því, að af öllum ríkjum Evrópu hafa aðeins Júgóslavía og Portúgal rýrara lánstraust, en þó er tekið fram að það sé samdóma álit lána- drottnanna, að ekki sé ástæða til að ætla, að nokkurt ríki í Vestur-Evrópu geti ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sín- ar nema til algjörs fjárhagshruns kæmi. Munurinn getur þó vart verið naumari, en borgaraflokkunum er spáð 48,8% fylgi og vinstri flokkunum 48,1%. Virðist því ætla að velta á um það bil tuttugu þúsund atkvæðum hvort borgaraflokkarnir verða áfram við stjórn í Svíþjóð næsta kjörtímabil eða hvort jafnaðarmenn og kommúnistar ná stjórnartaumunum að nýju, en í kosningunum fyrir þremur árum misstu jafnaðarmenn völdin eftir 44 ára samfellda stjórnarsetu. Mest virðist hægri flokkur- inn hafa bætt stöðu sína, en honum er spáð 19,2% fylgi. Miðflokknum er spáð 18.1%, Þjóðarflokknum 11.1%, jafnað- Lundúnum — 13. september — AP ABEL Muzorewa, forsætisráðherra Rhodesíu, hótaði því í dag að yfirgefa ráðstefnuna. sem staðið hefur i Lundúnum undanfarna fjóra daga. áður en hafnar yrðu umrseður um að koma á fót nýjum her i landinu, en það er helzta áhugamál skæruliðahreyfinganna, sem fulltrúa eiga á fundinum. Muzorewa var harðorður i ræðu sinni á fundinum. sem aðeins stóð i 35 minútur, og sagði leiðtoga Þjóð- ernisfylkingarinnar ekki annað en „hrokafuila einræðissinna“, sem hefðu í hyggju að steypa núverandi stjórn til þess að gera Zimbabwe að marxisku ríki. Sænsku þingkosningarnar; Borgaraflokkunum spáð naumum sigri Frá því að ráðstefnan hófst fyrir fjórum dögum hafa viðræður aðeins staðið í sex stundir. Fundum hefur verið frestað hvað eftir annað og deiluaðilar móðgast til skiptis, þann- ig að hlutverk formanns ráðstefn- unnar, Carringtons utanríkisráð- herra Breta, hefur ekki sízt verið í því fólgið að beita fortölum og lagni svo ráðstefnan fari ekki út um þúfur. Bretar halda því fram að enda þótt treglega gangi að komast að kjarna málsins þokist þó fram á við á ráðstefnunni, og telja þeir, að tekizt hafi að skipuleggja svo dagskrána að tillit sé tekið til óska allra deiluaðila. Brezka stjórnin og Muzorewa leggja aðaláherziu á að ræða drög að nýrri stjórnarskrá landsins, en þar er meðal annars að finna ákvæði, sem útiloka forréttindi hvíta minnihlut- ans í landinu, sem enn hefur tök á að koma í veg fyrir stjórnarskrárbreyt- ingar og ræður auk þess hverjir skipa helztu áhrifastöður. Stokkhólmi — 13. september — AP SAMKVÆMT síðustu skoðana- könnun SIFO fyrir sænsku þingkosningarnar, sem efnt er til á sunnudaginn kemur, hafa borgaraflokkarnir heldur styrkzt að undanförnu og virð- ast hafa meira fylgi en vinstri- flokkarnir. I armönnum 42,4% og kommún- I istum5.7%. Ættgengt krabbamein Boston, 13. sept. — AP. VÍSINDAMENN við Beth Israel-sjúkrahúsið i Boston segj- ast hafa orðið fyrstir til þess að finna arfgengan fæðingargalla, er valdið geti ákveðir.ni tegund krabbameins, og að galla þenn- an megi finna fyrir fæðingu. Kemur þetta fram í grein i nýjasta hefti læknablaðs Nýja Englands (New England Journ- al of Medicine), sem út kom í Boston i dag. Vísindamennirnir segja að hjá fjölskyldu einni, þar sem krabba- mein í nýrum er óvenju algengt, hafi þeir fundið sérstæðan litn- ingagalla, og álíta þeir að þessi galli valdi sjúkdómnum. Dr. Robert S. Brown, sem stjórnaði rannsóknunum, segir að skoðun á fóstrinu fyrir fæð- ingu geti leitt í ljós hvort því sé hætt við krabbameini í nýrum. Þá bendir dr. Brown á að ef til vill komi þessi litningagalli að- eins fram hjá þessari einu fjöl- skyldu. Aspirín gegn blóðtappa Boston. 13. sept. AP. í NÝJASTA hcfti læknarits Nýja Englands. sem út kom í Boston i dag, skýrir dr. Herschel R. Hart- er frá tilraunum. sem gerðar hafa verið á vegum læknadeildar Washington-háskólans i St. Louis varðandi áhrif aspiríns á rúmliggjandi sjúklinga. Segir dr. Harter að hálf tafla af aspir- íni á dag dragi úr myndun blóðtappa og geti komið i veg fyrir hjartaáfall. Rannsóknirnar eru enn á byrjunarstigi, en verð- ur haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.