Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 23 Níu fórust í eldgosi Catania, Sikiley, 13. sept. AP. NÚ ER ljóst að í það minnsta níu manns hafa farizt í logandi grjóthruni frá eldgosi í Etnu á Sikiley á miðvikudag. Nærri 30 manns særðust, margir mjög illa. Hafa yfirvöld verið gagn- rýnd fyrir að banna ekki aðgang ferðamanna að svæðinu næst gígnum eftir að rjúka tók úr eldfjallinu s.l. mánudag. Þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem eldgos í Etnu hafa valdið dauða. Dvínandi frjósemi karla RANNSÓKNIR vísindamanna við Flórídaháskóla hafa leitt í ljós að frjósemi karla í iðnríkj- um fari dvínandi, og að vaxandi mengun kunni að vera ein orsök- in. Rannsóknin, sem tók til 132 stúdenta við Flórídaháskóla, leiddi í ljós að 23% voru að heita mátti ófrjóir. Þessi niðurstaða kemur heim og saman við áþekk- ar rannsóknir, sem áður hafa farið fram í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og Japan. Niður- stöður sumra slíkra rannsókna hafa gefið til kynna að tíð kynmök, fíkniefnanotkun og tóbaksreykingar kunni að draga úr frjósemi karla. Arafat á Spáni Madrid, 13. sept. AP. YASSER Arafat, leiðtogi Frels- issamtaka Palestínumanna, er nú á Spáni, og í dag átti hann fund í Madrid með Adolfo Suarez forsætisráðherra. Á morgun mun Arafat ræða við ýmsa flokksleiðtoga. Allt frá valdatímum Francos hefur Spánn neitað að viður- kenna Israel, og núverandi stjórn Spánar heldur fast við þá stefnu þar til lausn hefur verið fundin á vandamálum Palestínu- manna. Geispaði og varð „stellinu” fátœkari KONA nokkur hefur kært stuld á gullslegnum tanngarði til lög- reglunnar í Lima í Perú. Hún segir þjófinn hafa gripið hinar fölsku tennur er henni varð á að geispa þar sem hún var á ferð í strætisvagni. Ný sókn gegn sovézkum lögbrjótum SOVÉZK stjórnvöld eru að hefja nýja sókn gegn lögbrjótum. Lög- reglueftirlit verður hert stórlega og nánar verður fylgzt með breyzkum námsmönnum. Hin nýja stefna er runnin undan rifjum miðstjórnar kommúnistaflokksins, en liður í þessum nýju aðgerðum verður aukin barátta gegn áfengis- drykkju. Gallabuxna-spákaup- menn verða settir undir smásjá, en á undanförnum árum hafa vestrænar tízkuvörur, einkum gallabuxur, verið helzti svarta- markaðsvarningur í Sovét og fleiri austantjaldsríkjum. (AP-simamynd). Frá slysstaðnum, en seint í gærkvöldi var tala hinna látnu komin upp í sextiu og óttazt var um afdrif enn fleiri. Margir þeirra, sem létu lífið, voru ungir menn, sem komnir voru á herskyldualdur og voru á leið í herbúðir. Járn- Irautar- slys Stalac, Júgóslavíu. 13. .sept. AP. FLUTNINGALEST var ekið fram- hjá stöðvunarmerki á járn- brautarstöðinni í Stalac í morgun, og lenti lestin á fullri ferð á Belgrad-Skopje-hraðlestinni með þeim afleiðingum að 50 manns að minnsta kosti létust í árekstrinum og yfir 100 manns særðust. Sjónarvottar segja að flutninga- lestin hafi hvorki virt stöðvunar- merki né rautt ljósmerki, en ekið á fullri ferð inn á stöðina, og lent þar utan í hraðlestinni. Dollarinn hækkar London, 13. september. AP. VERÐ á gulli lækkaði ann- an daginn í röð á mörkuð- um í dag á sama tíma og staða Bandaríkjadollars styrkist stöðugt. Hver gullúnsa var í dag seld á 333,375 dollara í Zúrich í Sviss en var seld á 341,75 dollara í s,l. viku. Það er hæsta verð sem greitt hef- ur verið fyrir gullúnsuna frá upphafi. Að mati sérfræðinga er ástæðan fyrir lækkun gull- verðs sú, að hér sé aðeins um eðlilega leiðréttingu að ræða því að verðið hafi verið komið úr böndum. í kjölfar aðgerða banda- ríska seðlabankans að und- anförnu til styrktar dollar- anum hefur staða hans gagnvart öðrum gjaldmiðl- um stöðugt verið að styrkj- ast. Breska pundið hefur hins vegar lækkað nokkuð á gjaldeyrismörkuðum víða um heim og eru ástæður þess taldar vera vaxandi atvinnuleysi Astamál óviðkomandi YFIRMENN á vinnustöðum hafa engan rétt til að leggja siðferði- legt mat á ástamál starfsmanna sinna, svo fremi sem þau bitna ekki á starfi þeirra, að því er dómstóll í Birmingham úrskurð- aði nýlega. Meðferð forráðamanna fyrir- tækis eins í borginni á Michael nokkrum White, giftum manni, sem viðurkenndi fyrir yfirmönn- um sínum að hafa um tveggja mánaða skeið átt vingott við samstarfskonu sina, var úrskurð- uð „sóðaleg og til skammar". White á í vændum skaðabætur frá fyrirtækinu, en síðan að honum var þjarmað hjá fyrirtæk- inu er allt fallið í Ijúfa löð i hjónabandinu, að sögn hans sjálfs. (AP-símamynd). Muzorewa forsætisráðherra Rhodesíu ræðir við fréttamenn í Lundúnum í gær. Mannfall Beirut, Líbanon, 13. sept. AP. EFTIR fjögurra daga skotbar- daga kristinna hægrimanna og Armena í Beirut, tókst í dag að koma á vopnahléi þeirra á milii. Alls hafa 33 fallið í bardögunum og 85 hlotið sár. Bardagar hófust þegar kristnir hægrimenn reyndu að sögn að ráðast gegn spilavítum, vændis- húsum og eiturlyfjasölum í borg- arhverfinu Bourj Hammoud, en meirihluti íbúanna þar er Armen- ar. Talsmenn Armenanna segja hins vegar að tilgangur hægri- manna hafi verið að hrekja þá burt úr hverfinu. Armenarnir eru kristnir og fluttust til Líbanon þegar heima- landi þeirra var skipt milli Sov- étríkjanna, Tyrklands og írans fyrir um 60 árum. Ríki í Austur-Evrópu: Framleiða 150,000 megawött af raforku í kjarnorkuverum 1990 Vestur-Berlín. Reuter. KOMMÚNISTARÍKIN í Austur- Evrópu áætla að framleiða um 150.000 megavött af raforku í kjarnorkuverum árið 1990, að því er fram kemur í skýrslu vestur-þýzkrar stofnunar er framkvæmir rannsóknir á sviði efnahagsmála. Núverandi framleiðslugeta kjarnorkuvera í Austur-Evrópu er 12,860 megavött, þar af framleiða Sovétmenn um 10,000 megavött af rafmagni í kjarnorkuverum. í skýrslunni segir að á næstu árum verði byggð kjarnorkuver í löndum utan Sovétríkjanna er framleiða munu 37,000 megavött árið 1990. Inni í þessari mynd er kjarnorkuver á Kúbu, en reiknað er með að þessi kjarnorkuver framleiði um 25 af hundraði áætl- aðrar raforkuþarfar landanna ár- ið 1990. Dregið er í efa í skýrsl- unni að áætlunin standist þau tímamörk sem hún er miðuð við þar sem miklar tafir hafa orðið á framkvæmd þeirra áætlana sem nú eru í gangi á sviði kjarnorku- vinnslu. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Berlin BrUssel Chicago Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Jerúsalem Jóh.borg Kaupm.höfn Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Miami Moskva Naw York Osló París Reykjavík Róm Stokkhólmur Tal Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 1 slydduél 19 skýjað 31 haiðskírl 23 skýjaó 17 skýjaó 28 skýjaö 24 þokumóða 23 þoka 24 heiftskírt 16 skýjað 28 haiðskírt 25 heiftskírt 15 skýjaft 26 haiðskírt 17 skýjað 30 haiðskírt 32 skýjaö 26 alskýjaft 25 skýjað 30 rigning 13 skýjað 26 heiðskírt 14 rigning 24 heiðskírt 5 léttskýjað 27 heiðskírt 15 skýjaft 28 haiðskírt 28 skýjað 20 heiðskírt 23 heiðskírt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.