Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 17 Leslie Caron að og eru geymdar í kælum versl- ananna oft dögum saman áður en þeirra er neytt. Hér í Frakklandi er aftur á móti auðvelt að fá ferskan mat, jafnvel í París. Ég ét mikið af nýju grænmeti og ávöxtum og auðvitað kjöt líka og ost. Ég drekk mikla nýmjólk, það er að segja ógerilsneydda, en áfengi lét ég að mestu ósnert, ég fæ mér kannski eitt eða tvö glös af léttu víni á kvöldin en það er allt og sumt. Ég veit að ég ætti ekki að drekka kaffi en ég á erfitt með að hætta því. Sykur forðast ég eins og heitan eldinn og hvítt hveiti, ég borða aðeins heilhveiti. Á morgn- ana borða ég yfirleitt ekki neitt en þeim mun betur á kvöldin." Leslie þvær hár sitt sjálf og segist engan tíma hafa í hárlagn- ingu. Fegrunarmeðul notar hún engin önnur en hörundskrem, sem hún ber jafnt á andlitið og skrokk- inn og sem sólarolíu: „Það er kallað „Blanc de baleine" og þýðir hvalhvíta. Það er ekki dýrt en það fæst hvergi nema hér í Frakk- landi.“ Leslie gætir þess vel að sól- brenna ekki en nýtur þó sumars og sólar á Sardínu þar sem hún á sumarbústað. „Það er svo erfitt að halda sig innan dyra þegar sólin skín og ég hef gaman af því að yrkja garðinn minn,“ segir hún. I París æfir hún ballett í klukku- stund á hverjum morgni og segist gæta þess vel að sofa aldrei minna en í sjö tíma á nóttu enda geti engum liðið vel án þess. Furðu lítið hefur verið fjallað um vandamál miðaldra fólks þegar höfð eru í huga öll þau ókjör af bókum um barnsfæðingar og líkamlega vellíðan fólks í blóma lífsins. Rosettu Reitz bandarískri konu, fannst hér nokkuð á skorta og tók sig því til og skrifaði bók um þetta viðfangsefni. Rauði þráðurinn hjá Rosettu er sá, að hún er á móti öllum hormónum og pillum. Þegar Rosetta var 39 ára gömul fór hún til heimilislæknis síns vegna þess hve óstyrk hún var á taugum rétt áður en blæðingar byrjuðu. Læknirinn gaf henni hormón og róandi lyf án þess að forvitnast nokkuð um hagi henn- ar. Rosetta nærðist raunar helst á kaffi, kjöti og léttum vínum svo ekki sé minnst á að hún stóð í því að skilja við mann sinn og var atvinnulaus að auki. Þegar hér var komið tók Rosetta sjálf í taumana og sjálf- hjálpin, eins og hjá Leslie Caron, var fólgin í breyttu mataræði. Rosetta hætti öllu sykuráti en borðaði því meira af grænmeti. Ef henni leið illa þegar hún var komin á breytingaskeiðið tók hún E- og C-vítamín og reyndi að ráða bót á alls kyns vanlíðan með hollum lifnaðarháttum. Það er stundum sagt, að við séum aðeins það sem við étum, og Rosetta heldur því fram, að heil- brigð sál búi aðeins í hraustum líkama. Með öðrum orðum: Við hverju getur þú búist kominn á miðjan aldur og heldur þig ennþá við gömlu matarvenjurnar? gaman að skemmta mér og dansa undan mér skóna fram í morgunsárið. Hins vegar stunda ég ekki reglulegar líkamsæf- ingar, nota sjaldan snyrtivörur og fer helzt aldrei í hárgreiðslu, ef það er það, sem þú ert að slægjast eftir. Spurning þín felur það ótví- rætt í sér, að þú hafir, eins og fleiri, þegar gert þér ákveðnar hugmyndir um það, hvernig fer- tug kona eigi að líta út. Ef þér sýnist ég yngri en ég er, þá er það ekki mér að þakka eða kenna, heldur pabba og mömmu eða afa og ömmu, líffræðilegt, skilurðu? Þó að þú af varfærni orðir það svona pent að vera unglegur, þá hét þetta nú bara að vera seinþroska á fyrri hluta ævi minnar. Ég var t.d. svo sein- þroska, að ég hafði unglingaból- ur frma undir þrítugt og var að verða tvítug, þegar ég bragðaði brennivín og kyssti fyrsta koss- inn. Aftur á móti tókst mér aldrei að læra að reykja. Nú, svo finnst mér eitt af því skemmti- legasta, sem ég geri (sem bendir til þess að ég sé enn seinþroska) að vera með yngri börnunum mínum þremur, fara með þeim á skíði, í sund og hjólatúra. Og alveg eins og þeim, þykir mér líka gressilega góður mjólkurís. Utlit mótast mjög af hugar- fari fólks. Augun eru spegill sálarinnar, ekki satt? Bezta ráð- ið til að vera ungur fram í andlátið er að kunna að njóta augnabliksins, vera jákvæður gagnvart tilverunni og ánetjast aldrei vana'num. Það er mín reynsla af því fólki, sem ég umgengst, sagði Bryndís að lok- um. MR settur ÞESSI mynd var tekin er Mennta- skólinn í Reykjavík var settur á dögunum, 3. sept. síðastl. Fór sú athöfn fram við nokkuð óvenjuleg- ar aðstæður. Vegna rúmleysis í skólanum gamla fór skólasetning- in fram undir berum himni. Nem- endur söfnuðust saman á skóla- blettinum. Guðni Guðmundsson rektor flutti skólasetningarræð- una á stéttinni framan við skól- ann, og þar voru og viðstaddir kennarar, sem tóku stóla með sér út á stéttina. í hinni löngu og merku sögu þessarar elztu menntastofnunar íslendinga mun skólasetningarathöfn þó aldrei fyrr hafa farið fram undir berum himni. — Guðni rektor er lengst til hægri á myndinni, stendur í pontu pg ávarpar 780 nemendur skólans. Af þeim er 501 nemandi í efri bekkjum og 279 nýnemar. — Fleiri stúlkur eru í skólanum en piltar. Kennarar í MR eru 65 talsins í vetur og breytingar á kennaraliði litlar. Rektor sagði að með því að nýta hvern krók og kima í húsum skólans og leiguhús- næði, mætti segja, að skólinn hefði 23 almennar kennslustofur, en þær eru mjög mismunandi að stærð. Bekkjadeildir eru hins veg- ar 34 talsins. *•••••••* Ben-ti í handhægum umbúðum. PrófaSu þig áfram . Finndu þitt bragð. Salmiak-lakkrís, salt lakkrís, mentol eucalyptus eða hreinn lakkrís. Kosta ekki meira en venjulegar hálstöflurU (32 í pakka)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.