Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Meö skoska kollu býður hún gesti velkomna Sundið inn að Nessý hefur verið sérlega smekklega hannað. Myndir Mbl. Öli K. M. „Núveróuraftur „Strætið mitt! Þú ert enn á æskuskeiði ónitt þitt skap og íullt af strákapörum. Siðfcrðið stundum eins og hurð á hjörum ...“ kvað þjóðskáldið Tómas Guðmundsson um Austurstrætið fyrir mörgum árum. Mannlif, iðandi mannlif einkenndi Austurstrætið og gamia miðbæinn hér á árum áður. Miðbærinn var sá kjarni sem allir ieituðu til. hafði sinn sjarma og Tómas orti hugijúf ljóð. „Var ekki lagleg stúlkan i Austurstræti, sem stóð við gluggann og púðraði litla nefið? Hvað virðist yður um eina flösku af víni? Ættum við kannske að mætast á Hótel Borg? Við gætum farið á dansleik í Iðnó á eftir! Og eítir — ? — Þannig er bærinn. bvi bærinn er þrátt fyrir allt hin brosandi veröld á bak við myrkur og regn!“ Reykjavík var í örum vexti, stækkaði og stækkaði og þandi sig út. Miðbærinn missti að nokkru gildi sitt, “sjarmann“ sögðu margir. Á timum „svefnbæja“ átti gamli miðbærinn erfitt uppdráttar. Það var talað um að miðbærinn værl að deyja. Og upp hófst mikil umræða, í kjölfar hennar nokkurs konar vakning meðal Reykvikinga að rétta hiut miðbæjarins, „að færa lif i bæinn," sagði fólk, endurvekja gamla „sjarmann". v Þó mörgum þyki vafalaust lítið hafa þokast þá hafa samt verið stigin skref, kannski ekki stór en mjór er mikils visir. Stærsta skrefið var stigið þegar hluta Austurstrætis var breytt í göngugötu — í kjölfarið voru tekin minni skref. Útimarkaði var komið á laggirnar, dönskum pylsuvagni var holað niður í Austurstrætið, gamli turninn settur næstum á sinn stað. Sitt sýnist hverjum en eitt af öðru eru skrefin stigin. í sumar hafa hvorki fleiri né færri en þrír veitingastaöir skotið rótum í miðbænum. Þeir eru tákn sins tíma — Nessý, Borgarinn, Ilornið. Og mannlífið i sumar heíur verið með íjölskrúðugra móti. Sólin hefur brosað við Reykvíkingum, fólk hefur streymt í þúsundavís í bæinn á góðviðrisdögum. Reykvikingar hafa notið sólaryísins i rikum mæii. Jafnvel svo að í útvarpinu hafa auglýsingar hljómað, „lokað i dag vegna góðviðris...“. Iðandi mannhafið liðast um Austurstrætið — sumir á hlaupum, aðrir taka lifinu með ró. Setjast niður undir Útvegsbankanum eða á Austurvelli-og skeggræða saman í sóiskininu. Léttklæddar stúlkur lygna aftur augum í átt til sólar og njóta yls hennar. Starfsmenn borgarinnar hafa unnið innan um mannhafið við að koma „grænum bietti“ í Austurstrætið. óli blaðasali og strákarnir hrópa hver i kapp við annan, „Daaagblaaðiið — Vííísiiir," — framhjá þeim streymir mannþröngin. Miðbærinn er að vakna til lifsins — þó vissulega sé enn langt i land. Lifsvenjur fólks hafa verið að breytast. Fjarlægðir eru meiri nú, íólk fer ekki iengur heim i mat í eins rikum mæli og áður fyrr. Veitingastöðum hefur fjölgað mjög til að mæta þessari þiörf. Reykvikingar streyma út á matsölustaðina i hádeginu til að fá sér bita — og fram hafa komið „skyndibitastaðir". Miðbærinn hcfur vcrið að taka örum breytingum eins og raunar islenzkt þjóðlif. Stórborgar- bragur hefur i auknum mæli sett svip sinn á viðmót Reykjavikur — þjóðiifshylting segja menn. Meö pizzu — sérrétt Hornsins úti í sólskininu. Borgarinn — skyndibitastaöur. Þrír staðir hafa á síðustu vikum opnað í Miðbænum — þó þeir innbyrðis séu mjög ólíkir þá eiga þeir eitt sameiginlegt — þeir eru ólíkir öllum öðrum matsölu- stöðum í borginni, hver á sína vísu. Þessir staðir eru — Nessý, Borgarinn, og Hornið. Dagskipun blaðamanns var að fara á þessa staði, snæða þar og segja frá því er fyrir augu og eyru bar. Ljúft verkefni og af stað var haldið. Leiðin lá fyrst á Nessý — dæmigerður „skyndibitastaður", þar sem fólk getur brugðið sér í tímaleysi hádegisins og fengið sér ljúffengan mat á tiltölulega skömmum tíma, allt miðast við hraða nútímans. Allt yfirbragð staðarins skozkt enda dregur staðurinn nafn sitt af skrímslinu fræga í Loch Ness, og til frekari áherzlu er á boðstólum Haggisborgari að skozkum hætti. Yfirbragð Nessý ber vott um fágaðan smekk og ekkert hefur verið til sparað. Á veggjum hanga skozkir munir, svo sem sekkja- pípa, og leikin er skozk tónlist. Skozk áklæði eru á bekkjum og þjónustustúlkur bera á höfði hin- ar sérstöku skozku kollur, sterkur keimur af huggulegri skozkri krá. Sundið að Néssý er sérlega smekklega hannað, bitar ganga yfir og sundiö er lýst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.