Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Botninn datt ur leik íslenska liðsins í síðari hálfleik ÍSLENDINGAR töpuðu síðari leik sínum i Evrópukeppni landsliða á móti Austur-Þjóðverjum 3—0 á LauKardalsvellinum á miðvikudags- kvöld. Fyrri leik liðanna sem fram fór i Magdeburg lauk einnig með sigri Þjóðverja 3—1. Nú á islenska landsliðið aðeins eftir einn leik í sinum riðli keppninnar á móti Pólverjum 10. okt. næstkomandi, og fer sá leikur fram i Póllandi. í þeim sjö leikjum sem islenska landsliðið hefur leikið hefur það fengið á sig 18 mörk en skorað tvö, eitt á móti Sviss hér heims, það skoraði Janus Guðlaugsson, og svo eitt á móti Austur-Þjóðverjum og skoraði Pétur Pétursson það úr vitaspyrnu. Allir leikirnir hafa tapast. En snúum okkur að leik Islands og Austur-Þjóðverja. Fyrri hálf- leikur var nokkuð vel leikinn af hálfu íslenska liðsins, og þá sér- staklega fyrstu 15 mínútur leiks- ins, en þá sóttu íslendingar mun meira og áttu nokkur góð mark- tækifæri. Strax á 5. mínútu leiks- ins kom eitt besta marktækifæri íslendinga. Ásgeir Sigurvinsson á gullfallega sendingu fyrir mark Þjóðverja beint á kollinn á Guð- mundi Þorbjörnssyni sem skallaði rétt framhjá markstönginni. Fyrri hálfleikur var allan tím- ann nokkuð jafn og skiptust liðin á að sækja. Á 18. mínútu bjargar Þorsteinn markvörður vel, er hann ver hörkuskot eftir auka- spyrnu, svo fast var skotið að Þorsteinn hélt ekki boltanum, en náði að kasta sér á hann áður en Þjóðverjum tókst að nýta sér tækifærið. Eftir góðan fyrri hálfleik veltu margir því fyrir sér í leikhléi, hvort það sama yrði upp á ten- ingnum í síðari hálfleik og kom fyrir á móti Hollendingum: Að botninn dytti úr leik íslenska liðsins. Fyrstu mínútur hálfleiks- sins gáfu vonir um að svo yrði ekki, en er líða tók á, kom í ljós að leikgleði og baráttuvilja skorti. Fyrsta mark Þjóðverja kom á 62. mínútu. Riediger komst í gegnum vörnina en virtist ekki vera í góðu marktækifæri og auk þess að því kominn að missa jafnvægið er Þorsteinn markvörð- ur kastaði sér fyrir fætur hans og greip um fætur hans og felldi hann. Dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu og úr henni skoraði Gerd Weber af öryggi. Mark þetta virtist koma íslenska liðinu úr jafnvægi. Þrem mínútum síðar skall hurð nærri hælum við ís- elnska markið en Örn Óskarsson bjargaði snilldarlega á línu. En það var skammgóður vermir. Á 70. mínútu fá Þjóðverjar hornspyrnu, og Gerd Weber nær að skora laglega af stuttu færi. Sex mínútum síðar kemur svo þriðja markið. Hinn frægi leik- maður Joachim Streich skaut þrumuskoti af um 20 metra færi og hafnaði knötturinn í horninu fjær. Þarna var íselnska vörnin illa á verði, eins og reyndar oft í síðari hálfleik. Eitt besta marktækifæri ís- lands kom á 75. mínútu er Ásgeir Sigurvinsson skaut föstu skoti að marki Þjóðverja en markvörður- inn varði fallega. Austur-þýska landsliðið átti engan snilldarleik, en engu að síður er ljóst að þarna voru á ferðinni þrautþjálfaðir atvinnu- menn með góða knattmeðferð og mikinn hraða. Besti maður liðsins var kantmaðurinn Hans Jurgen Riediger. íslenska liðið átti góðan fyrri hálfleik, og voru það því mikil 3ílori)imliInbií» vonbriði hversu illa gekk í þeim síðari. En Austur-Þjóðverjar eru hátt skrifaðir sem knattspyrnu- þjóð og í sjálfu sér engin skömm að tapa fyrir þeim. En ljóst er að íslenska liðið getur sýnt mun meira en það gerði í leiknum á móti þeim. Besti maður íslenska liðsins var Örn Óskarsson, barðist allan tím- ann vel og gaf aldrei eftir. Ásgeir Sigurvinsson átti góða spretti og margar sendingar hans voru hreinasta snilld. Hörður Hilmars- son kom einnig ágætlega frá leiknum, svo og Guðgeir Leifsson sem þó vantar greinilega meira úthald. En leikni hans með knött- inn er hin sama. Það vakti nokkra furðu undirritaðs að landsliðs- þjálfarinn skyldi ekki skipta inn á í síðari hálfleik. Greinilegt var að Atli Eðvaldsson, sá snjalli leik- maður, fann sig ekki í leiknum og litið kom út úr leik hans, það sama var upp á teningnum með Sigur- lás. Miðverðirnir Jóhannes og Marteinn virkuðu báðir þungir, þó sérstaklega Jóhannes. Þá var áberandi hversu oft Árni Sveins- son lenti í hreinustu vandræðum, en sökin var ekki öll hans, oft var hann með tvo menn þar sem tengiliðirnir og þá sérstaklega Atli léku ekki nægilega vel. En þrátt fyrir mótlætið er ekki ástæða til að vera svartsýnn, nú reynir á að byggja upp að nýju, og vonandi finnur landsliösnefnd KRÍ út hvar misbresturinn liggur. —þr. Gerd Weber skoraði tvö mörk í leiknum. hér skorar hann síðara mark sitt eftir hornspyrnu. Eins og sjá má á myndinni sýnir kappinn glæsileg tilþrif, í skoti sínu. Ljósm.: Kristján. Ásgeir Sigurvinsson ieikur á austur-þýskan leikmann, Ásgeir sýndi snilldartakta i leiknum og átti gullfallegar sendingar á samherja sina. Ljósm.: Emilía. íslandsmet JÓN Diðriksson setti nýtt íslandsmet í 1500 metra hlaupi á frjálsiþróttamóti í Koblenz i Vestur-Þýzkalandi i fyrri viku. Hljóp Jón á 3:42,7 sekúndum. Sjálfur átti hann fyrra metið, en það var 3:43,2 minútur, sett i Köln þar sem Jón er við nám. Þá setti Þórdis Gisladóttir ÍR íslandsmet i hástökki fyrir skömmu stökk 1.80 m. Jafntefli Skota og Perúmanna SKOTAR og Perúmenn skildu jafnir í vináttulandsleik i knattspyrnu sem fram fór í Glasgow i fyrrakvöld, hvort lið skoraði eitt mark. í siðustu HM keppni, i Argentinu 1978 unnu Perúmenn Skota mjög óvænt 3—1 og Skotarnir voru hársbreidd frá því að hefna fyrir ófarirnar, því að það voru aðeins 4 mínútur til leiksloka þegar German Leguia skoraði jöfnunarmark Perú. Asa Hartford skoraði mark Skota á 3. minútu leiksins. Skotarnir sóttu iinnulitið allan leikinn, en gekk ömurlega uppi við mark andstæðinganna, þar sem markvörðurinn Acasuzo varði hvað eftir annað af mikilli snilld. Hann varði m.a. vitaspyrnu John Warks. Pólland skellti Sviss SVISS og Pólland mættust í landsleik í knattspyrnu i fyrrakvöld en leikurinn var liður i Evrópukeppni landsliða. Báðar þjóðirnar leika i sama riðli og ísland og Holland. Pólverjar unnu öruggan sigur, 2—0, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1—0. Pólverjar, sem unnu einnig fyrri viðureign sína gegn Sviss 2—0, höfðu yfirburði i leiknum og það kom ekki á óvart þegar Stanislav Terlecki skoraði fyrsta markið á 35. minútu. Terlecki var aftur á ferðinni á 63. minútu með þrumuskot aí 20 metra færi. Pólverjar hafa nú hlotið 8 stig úr fjórum leikjum og stendur slagurinn milli þeirra og Hollendinga, sem hafa tveim stigum meira, en fleiri leiki. Heppnissigur Belga BELGAR unnu heppnissigur á Norðmönnum i landsleik i knattspyrnu sem fram fór í Ósló i fyrrakvöld. Liðin leika i 2. riðli Evrópukeppninn- ar. Lokatölur urðu 2—1, en staðan í haiflcik var 1 — 1. Jakobsen skoraði fyrir Norðmenn þegar á 8. minútu og Norðmenn voru þá öllu friskari aðilinn i leiknum. Jansens jafnaði á 31. minútu eftir slæm varnarmistök Norðmanna og á 75. minútu skoraði hinn snjalli Van Der Elst það sem reyndist vera sigurmark Belga i leiknum. Norðmenn fóru illa með f jölda góðra marktækifæra og guldu þess illa, þegar Belgar geystust fram völlinn í skyndisóknum sinum. Voru Norðmenn þá oft flestir á vallarhelmingi Belga og fátt um varnir. Miðað við gang leiksins, voru Norðmenn þó óheppnir að vinna ekki öruggan sigur. Belgar eiga nú möguleika á þvi að sigra i sinum riðli, eru aðeins einu stigi á eftir næstefsta liðinu sem er Portúgal. Portúgalir hafa hins vegar leikið einm leik færra. Belgar hafa hlotið 6 stig i 5 leikjum, en Portúgalir 7 stig i 5 leikjum. Efsta liðið, Austurriki, hefur hins vegar hiotið 8 stig i 6 leikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.