Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 VI £9 "ÆttV KAWNO 1 R (0 GRANI GÖSLARI _______r v , W W .'»1 •' 654 fl Þvo upp! — Upp þvotturinn! Dj... ódráttur þetta! Ánægjulegt að hafa krakkana, svona til þess að sameina fjöl- skylduna. H venær er mæl- irinn f ullur? Ég hefi undanfarið skrifað nokkrar greinar í blöðin til að reyna að gera mitt til að vekja menn til umhugsunar og víst er það að dropinn er lengi að hola steininn. Og það er ekki nóg að segja sannleikann tvisvar heldur verður að síendurtaka hann. Það er rætt um fræðslu, en er það ekki einkennilegt að hin daglega fræðsla sem alltaf er fyrir augum okkar er ekki virt. Hvers vegna vilja menn hafa alla þessa eitrun og vímugjafa í þjóðfélaginu, þegar reynslan sem talin er ólygnust er alltaf og oft á svo hryllilegan hátt að vara okkur við. Er nema von að menn spyrji? I blöðunum er sagt frá slysum og milli línanna lesum við að óskaplega oft hefir Bakkus verið í förinni og séð fyrir ljótum afleiðingum. Og samt er haldið áfram. Eg les líka auglýsingarnar. Það er auglýst eftir húsnæði og svo kemur: Algerri reglusemi heit- ið. Hvað þýðir þetta? Og ef hús- næði er auglýst til leigu þá kemur: Aðeins algert reglufólk kemur til greina. Hvers vegna eru menn að taka þetta fram. Er þetta ekki svo sjálfsagt? Og hvers vegna eru menn þá hræddir við vímugjaf- ana. Það er vegna þess að þjóðfélagið er sýkt. Það þykir engin goðgá í dag þótt óreglumenn haldi virðu- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sé litið á allar hendurnar í spilinu hér að neðan virðast þrjú grönd. spiluð í suður, auðveldur samningur. En varnarspilararn- ir voru klókir og gerðu það, sem þeir gátu. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. G72 H. Á86 T. ÁK1093 L‘ K9 Suður Vestur S. K986 H. D42 T. G4 L. 7653 S. AD105 H. K103 T. 65 L. G842 Austur S. 43 H. G975 T. D872 L. ÁDIO Suður hafði sagt frá spaðalit sínum og þess vegna spilaði vestur út laufsjöu en hann og félagi hans notuðu þá ágætu reglu að spila út hæsta frá lágum spilum. Austur fékk fyrsta slaginn á drottningu og hann sá strax, að sjöið var ekki fjórða hæsta og því tilgangslaust að spila laufum strax aftur. Og varla var spaðinn líklegri til arangurs úr því suður hafði sagt þann lit og ennfremur var ljóst, að sagnhafi gat búið til fjóra slagi á tígul og því nauðsyn- legt, að vörnin byggi sér til slagi sem fyrst. Þannig varð hjartað að gefa vörninni slagina og austur fann og spilaði eina spilinu, sem gerði sagnhafa erfitt fyrir. Hann spilaði hjartaníu. Suður lét tíuna og drottningin kostaði ásinn og þá spilaði sagnhafi laufkóng. Aftur var austur í vanda. Tæki hann á ásinn ynni suður spilið auðveld- lega með þremur slögum á spaða og tveim á hvern hinna litanna. Og ekki gat austur spilað aftur hjarta því þá yrði áttan í blindum óumflýjanlega slagur. Austur gaf því laufkónginn og þá spilaði sagnhafi spaða og tók á ásinn því ekki mátti svína og gefa vörninni færi á að fría hjartað of snemma. Næsta slag fékk austur á laufásinn og þar með var spilið í höfn. Austur gat ekki spilað hjarta fremur en áður, spilaði því tígli og sagnhafi hafði tíma til að ná þeim spaðaslögum, sem nauð- synlegir voru. Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á fslenzku 61 kallaði sig Saiid Homsi. Hann kvaðst vera verzlunarfulltrúi við sýrlenzka sendiráðið. — Ég hef heyrt nafnið, sagði Ardalan vinalega. — Hvað vildi hann. — Hann vildi koma hingað og tala við hr. Field. Undir fjögur augu. Hann sagðist hafa fréttir að færa honum. Field fannst rétt að hann talaði við manninn og kæmist að því hvað væri um að vera, en við vildum að þér vissuð þetta. — Ég met það við yður, sagði hershöfðingin. — Ég vildi óska að fleiri Evrópubúar sem hér eru sýndu svo mikla skynsemi. Og góðviija. Hann brosti til James. — Það er í mínum verka- hring að vernda rfkið, hr. KELLY. Mér er líka að því mikil ánægja að vernda vini okkar. hverjir sem þeir eru. Sýrlend- ingar cru hættuleg þjóð. Látið hr. Field tala við þennan mann og síðan fyndist mér hyggileg- ast ef þér segðuð mér hvert erindi hans var. — Við munum gera það, sagði James. Ardalan hershöfðingi lagði höndina andartak á öxi hans. — Ég heyri orðróm, sagði hann — um að samningavið- ræður yðar um Imshan miði ekki nógu vel. Ég vona þið missið ekki kjarkinn. Það er á allra vitorði að Hans keisara- lega tign vill að brezkt fyrir- tæki taki þetta að sér. — Það gieður mig að heyra, svaraði James. — Khorvan ráð- herra er harðskeyttur samningamaður. Við erum að reyna að uppfyiia skiimála hans. - Ég vona að það takist, sagði Ardalan. — Ég sé að hann er þarna, að taia við konuna f græna kjólnum. — Já, sagði James. — Hún er aðstoðarmaður formannsins. — Ég hef ekki komið auga á frú Field. — Hún er í Englandi. James gekk af stað og hershöfðinginn á eftir. — Jafnskjótt og þessi Homsi gefur sig fram mun ég fara með hann til Fields. Sfðan læt ég yður vita hvað gerist. - Ég er yður Takklátur. sagði hershöfðinginn. Hann fór aftur til konu sinnar. Sam- kvæmið var í fuilum gangi og það úði og grúði af fólki og einkennisklæddir þjónar þutu um með bakka fulla af drykkjarföngum og smáréttum. James stóð ögn til hliðar og horfði á. Þetta ætlaði allt að ganga eins og f sögu. Logan var að tala við Khorvan ásamt nokkrum hóp æðstu manna fyrirtækisins. Hann sá að ráðherrann skelli- hló. Fyrsta kiukkustund f svona veizlu var sú mikilvægasta. Ef frönu leiddist fóru þeir í snatri heim. Ef þeir stoppuðu þar til kalda borðið var borið fram þýddi það að þeir skemmtu sér og myndu ifklega verða í gleð- inni fram undir morgun. Hann sá að þó nokkrir frönsku em- bættismannanna höfðu tekið konur sfnar með sér og það glóði á skartið, nýríka stéttin hafði unun af þvf að auglýsa auð sinn, og sumar konurnar voru eins og jólatré. Aftur á móti voru sumar kvennanna ur brezka sendiráð- inu lítt þokkalegar og James fór að hugsa um hvað Eileen myndi hafa af öðrum borið hefði hún verið þarna. Hinn kaldi stíll sem var yfir Janet Armstrong var ekki honum að skapi. — Hr. Keily. Gott kvöld. Grannvaxinn maður, dökkur yfirlitum með svört augu stóð við hlið honum. — Ég er Saiid Homsi. James haföi veit fyrir sér hvernig ætti að leiða hann á fund Logans. Hann gat ekki haft aðra viðstadda. Hann sagði manninum að koma á eftir sér og þeir gengu saman inn í húsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.