Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Mjög góðri rækju- vertíð að ljúka VERTÍÐ þeirra, sem í sumar haía reynt íyrir sér á djúprækju úti aí Vestfjörðum og Norður- landi. er nú langt komin og hafa margir minni bátanna hætt veið- um vegna erfiðs tiðarfars. Nokkrir stærri bátanna eru enn að. bessi djúprækjuvertíð hefur í heild verið mjög góð og sú bezta síðan þessar veiðar hófust. Um mánaðamótin voru komnar á land um 1300 lestir og er rækjan mun stærri og betri en sú sem fæst inni á fjörðum og flóum. í næsta mánuði hefst væntan- lega rækjuvertíðin á miðum nær landi og hefur Hafrannsókna- stofnunin gert tillögur að kvóta upp á 5740 lestir. Lagt er til eins og í fyrra að veiddar verði 600 lestir í Arnarfirði, 2600 á ísafjarð- ardjúpi, 2000 á Húnaflóa og 540 í Axarfirði. Hafrannsóknaskipið Dröfn kannar nú ástánd rækju og seiðagengd á miðum í Arnarfirði og síðan verður haldið í ísafjarð- ardjúp og í næstu viku norður fyrir land. Rætt um frekari verndunaraðgerðir — Þorskaflinn kominn yfir fyrirhugað aflahámark á árinu ÞORSKAFLINN var um siðustu mánaðamót orðin 286.480 tonn, sem þýðir að aflinn var fyrstu 8 mánuði ársins orðinn jafn mikill og stefnt var að, að yrði hámarks- þorskafli á öllu árinu. Sjávarút- vegsráðherra hefur nú byrjað viðræður við hagsmunaaðila í sjávarútvcgi um frekari aðgerðir til verndunar þorskstofninum en ákveðnar voru fyrri hluta ársins. Heildarbotnfiskaflinn var um mánaðamótin 449.611 lestir, en á sama tíma í fyrra 374.010 lestir. Þorskafli jókst um 15 þúsund tonn fyrstu átta mánuðina í ár, en hann var um 270 þúsund tonn fyrstu 8 mánuði áranna 1977 og 1978. Afli annarra botnfisktegunda hefur einnig aukizt verulega eða sem nemur 60 þúsund tonnum fyrstu 8 mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Með aðgerðum sjávarútvegsráðuneytisins sem ákveðnar voru síðastliðinn vetur var einmitt stefnt að aukinni sókn í aðrar fisktegundir. Heildaraflinn á árinu er alls orðinn 1.050.700 lestir, en var á sama tíma í fyrra 1.028.999 lestir. ÍOO þús. fleira fé slátrað? SAMKVÆMT umsóknum um sláturleyfi í haust er útlit fyrir að um 100 þús- und fleira fé verði slátrað í ár en í fyrra. Að sögn Jónmundar Ólafssonar hjá Framleiðsluráði landbún- aðarins hefur verið sótt um sláturleyfi fyrir 1.121.380 fjár í haust en í fyrra var sótt um sláturleyfi fyrir 1.045.140 fjár. Alls var hins vegar slátrað í fyrrahaust 1.021.643 fjár og var slátr- unin því nokkru minni en sótt hafði verið um slátur- leyfi fyrir. Jónmundur Réttir hafnar FYRSTU réttir haustsins voru í Tungnarétt í Biskupstungum á miðvikudag. í gær var réttað í Hrunamannarétt og Tjarnarrétt, Skaftholtsrétt og Tjarnarrétt í Kelduhverfi. í dag, föstudag, verður réttað í Hraunsrétt í Aðaldal, Skeiðarétt, Valdarásrétt og í Miðfjarðarrétt en þar er einnig réttað á laugardag. Á laugardag verður réttað í Auðkúlurétt, Undirfellsrétt og Víðidalstungurétt. Á sunnudag verður réttað í Skrapatungurétt, Skarðsrétt og Selnesrétt í Skaga- firði. Á mánudag, 17. september, verður réttað í Brekkurétt, Fljóts- tungurétt, Gjábakkarétt, Hrúta- tungurétt, Kaldárbakkarétt, Reynisstaðarrétt, Silfrastaðarétt, Staðarrétt og Laufskálarétt. Á þriðjudag verður réttað í Kjósar- rétt og Laugarvatnsrétt. sagði, að í haust mætti hins vegar gera ráð fyrir, að sláturleyfisumsóknirnar færu nær endanlegum töl- um um slátrunina. Jón- mundur sagði að þrátt fyrir þessa áætluðu aukningu væri eins víst að kjötmagn- ið ykist ekki að sama skapi, þar sem dilkar væru rýrari en undanfarin ár vegna tíðarfarsins. Bryndís með Stundina okkar BRYNDÍS Schram hefur ver- ið ráðin umsjónarmaður barnafima Sjónvarpsins, Stundarinnar okkar. Öf- varpsráð samþykkti að ráða hana til starfans á fundi sínum á föstudag og fékk Bryndís atkvæði allra út- varpsmanna nema fulltrúa Alþýðubandalagsins. Auk. Bryndisar sóttu um starfið Jón Axel Egilsson kvik- myndagerðarmaður og Jóna Ósk Guðjónsdóttir, mannfél- ags-, uppeldis- og sálarfræð- ingur. Nepalskonungur, Birendra Bir Bikram, og drottning hans skoða bjóðminjasafnið ásamt Pétri Thorsteinssyni undir leiðsögn borkels Grímssonar safnvarðar. N epaJskonungur í Reykjavík KONUNGUR Nepals, Bir- endra Bir Bikram, kom til Reykjavíkur s.l. mánu- dagskvöld og hafði hér tæplega sólarhringsvið- dvöl. Konungurinn var á heimleið frá fundi óháðra ríkja sem haldinn var í Havana á Kúbu. Með þjóðhöfðingjanum kom tuttugu manna fylgdarlið, þ.á m. eiginkona hans og utanríkisráðherra Nepals. Meðan Bikram dvaldist hér skoðaði hann Þjóð- minjasafnið, fór í skoðun- arferð um Reykjavík og snæddi hádegisverð á Bessastöðum í boði for- seta Islands. Nepalskonungur kveður forseta íslands á tröppum Bessastaða. Ljósm.: Emilía. Sunna hættir vegna skorts á rekstrarfé FERÐASKRIFSTOF AN Sunna hætti störfum sínum, í bili að minnsta kosti, síðastliðinn þriðjudag. í frétt frá Sunnu segir, að ástæðan sé fyrst og fremst sú, að fyrirtækinu hafi verið fyrirmunað að fá nauðsyn- legt rekstrarfé. Ferðaskrifstofan sneri sér til samgönguráðuneytisins í byrjun vikunnar og tilkynnti því um þá ákvörðun að loka fyrirtækinu og hætta starfsemi. Jafnframt var greint frá ástæðum fyrir þessari ákvörðun. Sunna fór þess á leit við ráðuneytið að það ráðstafaði 15 milljóna kr. tryggingafé skrifstof- unnar til þess að greiða það sem vantaði til að farþegar gætu lokið ferðum sínum. Samgönguráðuneytið gerði þeg- ar á þriðjudag nauðsynlegar ráðstafanir til þess að auðvelda heimflutning farþega Sunnu er- lendis. Um leið og tekið var af tryggingafé Sunnu féll ferða- skrifstofuleyfi Sunnu niður og var tilkynning þess efnis send fyrir- tækinu síðastliðinn þriðjudag. í fréttatilkynningu frá Sunnu segir, að eigendur fyrirtækisins hafi á þessu ári varið tugmilljón- um króna af sínu eigin fé til að greiða kostnað, svo að allir farþeg- ar Sunnu gætu fengið sínar ferðir og í tilkynningunni segir, að starfseminni sé hætt nú þegar sumarstarfseminni ljúki. Sunna þakkar í fréttatilkynningunni „tugum þúsunda ánægðra við- skiptavina tryggð þeirra við fyrir- tækið í meira en tvo áratugi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.