Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Olíunefndin hefur afhent ráðherra skýrslu sína OLÍUNEFNDIN undir íorsæti J<> hannesar Nordal Seðlabankastjóra afhenti í fyrradag viðskiptaráð- herra skýrslu um störf sin og niðurstöður. Jóhannes Nordal sagði i samtali við Mbl. i gær. að hann vildi hvorki tjé sig um starf nefnd- arinnar að svo stöddu né ræða efni skýrslunnar. Svavar Gestsson við- skiptaráðherra sagði, að hann hefði dreift skýrslunni i rikisstjórninni, en hún hefði ekki verið rædd ennþá og kvaðst Svavar ekki vilja ræða efni hennar opinberlega að svo stöddu. Björn Þórleifsson starfsmaður Rauða kross íslands ásamt flóttafólki frá Vietnam í flóttamannabúðum í Pulau Tenagh, en þar voru valdir þeir 34 flóttamenn, sem til íslands koma 20. september n.k. Sjá bls. 25. Ljósm. mh. E.Pá. Sími á afgreiðslu: 83033 3W»T0iinblnbit) Benzín í 375 kr? á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Jt)«r0unbInbit) OLÍUFÉLÖGIN hafa rit- að verðlagsyfirvöldum bréf og óskað leyfis til að hækka benzínlítrann úr 312 í 370 krónur. I verð- tillögu olíufélaganna er ekki gert ráð fyrir nema mjög litlum hluta þeirrar 5 króna hækkunar á ben- zíni, sem hækkun sölu- skatts hefur í för með sér. Búist er við því, að nýtt benzínverð taki gildi í næstu viku. í byrjun september var byrj- að að selja nýja og dýra farma af Rússlandsbenzíni og óskuðu olíufélögin þá eftir hækkun í 361 krónu hvern lítra. Dregizt hefur að afgreiða þessa beiðni og telja olíufélögin hana úrelta og hafa sent inn nýja eins og fyrr greinir. Stórtap er nú á benzínsöl- unni og skulda olíufélögin inn- kaupajöfnunarreikningi ben- zíns hundruð milljóna króna og hefur skuldin aukist mjög á síðustu dögum og gerir enn. Búvöruverðsákvörðunin: Tómas beygði Steingrím og Alþýðubandalagsráðherrana - mjólk hækkar um 27%, smjör um 38% og súpukjöt um 28% RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær nýtt verð á landbúnaðar- vörum sem taka á gildi á mánudag. Ráðherrar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags greiddu atkvæði með tillögum sexmannanefndar- innar, en ráðherrar Alþýðuflokksins voru á móti. Fyrr á fundinum hafði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra borið fram tillögu um að heimiluð yrði 10 til 12% hækkun búvöru og niðurgreiðslur auknar til að brúa bilið, en málin síðan tekin upp i beinum samningum við bændur. Steingrimur Hermannsson landbúnaðarráðherra var með- mæltur tillögu Svavars, svo og Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson, en Tómas Árnason fjármálaráðherra snerist öndverður gegn tillögunni sem og ráðherrar Alþýðuflokksins. Kvað Tómas upp úr um það, að annað hvort yrðu útreikningar sexmannanefndarinnar staðfestir eða synjað yrði um hækkunina. Steingrimur Hermannsson og ráðherrar Alþýðubandalagsins samþykktu þá með Tómasi útreikninga sexmannancfndarinnar, en ráðherrar Alþýðuflokksins voru enn á móti. Samkvæmt nýja verðinu hækkar smjör um rúm 38%, neyslumjólk um 27%, ostur um 20%, nautakjöt um 22 til 24% og kindakjöt um 26 til 32%. Gærur hækka um rúm 135%, ull um 14,1% og sláturkostn- aðurinn um 50 eða úr 303 kr. í um 450 kr. Verðlagsgrundvöllur land- búnaðarvaranna hækkar alls um 19,72%. Niðurgreiðslur búvara verða óbreyttar að krónutölu en lækka hlutfallslega vegna verð- hækkananna. Samkvæmt lögum átti nýtt verð á mjólkurafurðum að taka gildi 1. september sl. en ríkisstjórnin tók sér frest til að láta kanna útreikn- inga sexmannanefndar til 15. þessa mánaðar. Var Þjóðhagsstofnun fal- ið að yfirfara útreikninga nefndar- Islendingur flúði úr Vestre-fangelsinu: Sagaði sundur rimlana — seig niður 1 lökum VÍÐTÆK leit fer nú fram að Sigurði Þór Sigurðssyni, 26 ára gömlum tslendingi, sem strauk úr Vestre-fangelsinu í Kaupmanna- höfn aðfararnótt 28. ágúst s.l. og ekkert hefur spurzt til síðan. Alþjóðalögreglan Interpol leitar Sigurðar í Evrópu og víðar og hér á Islandi hafa verið hengdar upp myndir af honum í flestum lögreglustöðvum. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun leika á því grunur að Sigurður hafi komizt undan til Suður-Ameríku og að hann dvelji þar nú. Vestre-fangelsið i Kaupmannahöfn er rammgert eins og myndin ber með sér og tveggja og hálfs metra múr umlykur fangelsið á alla vegu. Sigurður Þór Sigurðsson var ásamt nokkrum öðrum íslend- ingum handtekinn í áhlaupi dönsku lögreglunnar á gisti- heimilið „5 svanir" í Kaup- mannahöfn í byrjun marz s.l. en í fórum íslendinganna fundust sem kunnugt er fíkniefni, pen- ingar, skartgripir og vopn ýmiss konar. Sumir þeirra sem hand- teknir voru hlutu dóma fyrir fíkniefnasmygl og dreifingu og hlutu þeir þyngstu dómana Sig- urður og Franklin Steiner, V--' /a ára fangelsi hvor. Þeir *<yjuðu dómunum og verða mál þeirra tekin fyrir að nýju í Landsrétti í dag, föstudag. Samkvæmt frásögnum dönsku blaðanna var flótti Sigurðar mjög ævintýralegur. Hann mun á einhvern hátt hafa komizt yfir sagarblað og tókst honum að saga sundur rimla í glugga fangaklefans, þar sem hann var hafður, en klefinn er á fjórðu hæð fangelsisins. Því næst seig hann niður í fangelsisgarðinn í rekkjuvoðum, sem hann hafði hnýtt saman. Næst þurfíi Sig- u.ður að komast yfir múrinn, sem umlykur fangelsisgarðinn, en hann er tveir og hálfur metri á hæð. Það tókst honum með því að fikra sig eftir símalínum, sem lágu yfir vegginn. Hvarf hann síðan út í svartnættið og hefur ekki sést síðan. Fangaverðir munu hafa uppgötvað klukkan fjögur um nóttina að Sigurður var á bak og burt. Voru strax gerðar ráðstafanir til leitar en liún hefur engan árangur borið. I dönsku blöðunum var þess getið, að til þess að flýja á þann Simamynd Nordfoto. hátt sem Sigurður gerði þurfi menn að búa yfir „akróbatísk- um“ hæfileikum en þar var þess ekki getið hvernig Sigurður komst yfir sagarblaðið. Þetta er fjórða flóttatilraunin úr Vestre- fangelsinu, sem tekizt hefur á þessu ári, og hafa spunnizt umræður í Danmörku um hvort gæzla sé þar nægilega góð. „Þessir útreikningar hafa verið í ítarlegri skoðum og það lá alveg ljóst fyrir að þarna er algjörlega farið að þeim lögum, sem gilda um búvöruverðsákvarðanir. í þessum útreikningum finnst ekkert sem hægt er að véfengja og þetta eru framreikningar á tölu Hagstofunn- ar. Ög þó mönnum finnist þetta vera mjög óþægilega hátt og slæmt, þá hefur ríkisstjórnin raun- ar ekki nema um tvo kosti að ræða. Annaðhvort að staðfesta útreikn- ing eða synja. Meirihlutinn taldi ekki forsendu fyrir því að synja,“ sagði Steingrímur Hermannsson, landbúnaðarráðherra. Samkvæmt nýja verðinu hækkar hver mjólkurlítri um 54 krónur eða úr 200 kr. í 254 kr. Verð á einu kílói af 1. flokks mjólkurbússmjöri hækkar um 690 krónur en hvert kíló af því kostar nú í smásölu 1.810 krónur. Hvert kíló af súpu- kjöti hækkar um 398 krónur eða úr 1.408 í 1.806 krónur. Hvert kíló af gærum hækkar úr 359 kr. í 846 kr. Sjá: Þessi akvörðun styðst við minnihluta Alþingis bls. 3. Alþingi kemur saman 10. okt. FORSETI íslands hefur að til- lögu forsætisráðherra gefið út forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til fundar miðviku- daginn 10. október 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.