Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Nýr Ford Fermont (meö 200% tollum) kr. 9,1 millj. Litasjónvarpstækl kr. 568 Þúsund. Verðbólga ógnar stöðu Þótt framtak Begins að stuðla að auknum heimsfriði hafi Þótt Það lofsvert að hann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir er öruggt að hann fengi ekki Nóbelsverð- laun fyrir Þátt sinn aö efnahagsmálum. Stjórn Begins hefur verið við völd í rúm tvö ár og hefur orðið bað helzt ágengt að stofna sér í skuldir. Veröbólga er ógnvænlega mikil í ísrac I og fjárhagur landsins virðist á heljarþröm ef marka má varnaðarorö utanríkisráðherrans Moshe Dayans til samráðherra sinna að stjórnvöld í Washing- ton væru stórlega farin að efast um kjölfestu ísraelska stjórnkerfisins. Verö á neyzluvörum hefur hækkað um 41,2 prósen* síöan í janúar á þessu ári og rgfræö- ingar spá enn meiri verðooigu þaö sem eftir er árs 1979 eöa um 80 prósent. Þetta er mesta veröbólga í sögu ísraelsríkis. Þá hafa útgjöld til varnarmála og skuldir ríkisins rokiö upp í 60 prósent af heildar- útgjöldum ríkisins á sama tíma og tekjuhalli ríkissjóös er áætlaöur fjórir og hálfur milljaröur dala á þessu ári. Ríkisstjórn Begins hefur ekKÍ tekiö veröbólguna þeim tökum sem sérfræðingar telja nauösyn- legt, meö minnkandi niöurgreiösl- um á nauðsynjavöru og almenn- ingssamgöngum. Viö slíkan niöur- skurö myndi verö hækka á mjólkurvörum, kornvöru og ann- arri nauösynjavöru. Þaö myndi til langs tíma séö draga úr veröbólg- unni aö mati sérfræðinga, meö minnkandi opinberum skuldum en eins og málum er nú háttaö eru peningar prentaöir þótt engin inn- stæöa sé fyrir. Þetta sjónarmiö virðist þó ekki eiga upp á pallboröiö í heimi stjórnmálanna. Fyrir skömmu hóf fjármálaráöuneytiö niöurskurö á ýmsum útgjöldum og hækkaöi þá verö á algengustu neysluvörum um 45 til 50 prósent meö þeim afleiöingum aö verkalýössam- bandiö ákvaö tveggja klukku- stunda almennt verkfall sem um ein milljón manna tók þátt í. Verkamenn fóru þegar fram á kauphækkun. Verkfallið varð ekk- ert hitamál og einn hagfræðinga ríkisstjórnarinnar sagöi aö fólk almennt væri fariö aö gera sér grein fyrir nauösyn á niöurskuröi opinberra útgjalda. „Fólk er smátt og smátt aö uppgötva, aö þaö er enginn hægöarleikur aö selja mjólk ódýrari en gosdrykki. Helm- ingur morgunveröar erlends feröa- langs er greiddur af aumum skatt- borgaranum eða þjóninum sem ber matinn fyrir hann á borð.“ Aö sjálfsögöu finnst kjósendum ekki mikiö koma til fjármálahæfi- leika Menachems Begins né frammistöðu stjórnar hans í efna- hagsmálum. Nýleg skoöanakönn- un leiddi í Ijós aö fólk hefur fátt út á stefnu stjórnarinnar t öryggis- málum aö setja, er síöur ánægt meö afstööuna í utanríkismálum stjórnarinnar en fer ekki í grafgöt- ur meö andúö sína á frammistööu Begins og félaga í efnahagsmál- um. Þá voru niöurstöður skoöana- kannanar dagblaösins Jerusalem Post þær aö ef kosningar færu fram nú bærí verkalýösflokkurinn sigur úr býtum yfir samsteypu Begins. Fáir búast þó viö aö núverandi stjórn falli áöur en kemur aö næstu þingkosningum áríö 1981. Þótt furöulegt megi teljast virö- ist dýrtíöin í ísrael hafa sálræn áhrif á almenning en hún hefur á lifnaöarhætti fólks enn sem komið er. ísraelska stjórnkerfiö byggir á hugmyndafræöinni um velferöarríki og lætur sér því mjög annt um velferö og öryggi þegn- anna. Ættu því ísraelar samkvæmt því aö vera betur verndaöir gegn skaðvaldinum veröbólgu en t.d. Bandaríkjamenn. Á þriöja mánaöa fresti hækkar kaup launþega sjálfkrafa í samræmi viö veröbólgu upp aö hámarki sem verkalýös- sambandið hefur skráö í samning- um en þaö nemur 70 prósentum af veröbólgu. Opinberir styrkir til fátækra eru aö vísu tilviljunarkenndir en þó reynt aö hafa þá í samræmi viö vísitölu framfærslukostnaöar. „Keöjutengsl" viröast lykilorö i' ísraelskum efn hagsmálum, því margir fletir lahagslífsins eru tengdir vísik unni. Peningar sem legiö hafa á bankareikningi í minnst sex ár eru vísitölutengdir og verðtryggðir á þann hátt aö þeir velta utan á sig í samræmi viö aukinn framfærslukostnaö og þar aö auki skattfrjálst. Vextir eru ekki skattfrjálsir, skattur af þeim er 3 til 4 prósent sem þýöir aö fólk græöir á því aö geyma peninga sína í banka í verðbólguæðinu og er þaö fáheyrt eins og viö íslendingar þekkjum vel. Á svipaðan hátt eru skuldabréf ríkisins — mjög fljót- andi — aö vísu í ákveönu sam- bandi viö vísitölu og hækka aö jafnaöi um 80 prósent af verðbólg- unni, einnig skattfrjáls og gefa af sér vexti í þokkabót. Nýleg rann- sókn sýndi glögglega aö sá sem fjárfestir í slíku skuldabréfi, sem tengt er vísitölu, árið 1978 græöir um það bil 45 til 65 prósent þótt framfærslukostnaöur hafi ekki Eins herbergis íbúö á miölungi góöum staö í úthverfi Jerúsalem. kr. 20 milljónir og 625 Þúaund. aukist nema um 48,1 prósent það sama ár. Á meðan ríkiskassinn fær lán úr tengdum sjóöum lánar hann sjálfur ótengt fé, til dæmis meö rausnar- legum lánum til innflytjenda eða annars fólks sem ríkið telur sér beint eöa óbeint „hag" aö aö- stoöa. Þetta fólk fær lán án þess aö þurfa aö greiöa til baka meir en upphaflega láninu nam aö frátöld- um smá vöxtum, þrátt fyrir þá staöreynd aö meöan fólkiö hefur peningana milli handa, fellur gjald- miöillinn. Hagfræðingar kalla þetta ástand kreppu en sé litiö á lifnaö- arhætti fólks í ísrael er fjarri lagi aö þar ríki kreppuástand. Verzlanir eru yfirfullar. Innanstokksmunir seljast upp á svipstundu og biðtími eftir þeim er langur. Fólk bíöur í þrjá til fjóra mánuöi eftir tilbúinni eldhúsinnréttingu eða nýjum sófa. af bifreiö eykst fjöldi r fjögur Þrátt fyrir að tollar um séu 200 prósent, bíla í einkaeign um þúsund mánuði. Og þótt verö á benzínlítra^ sé 234 ísl. kr. er stööug umferö á götum úti og oft umferöaröngþveiti á annatímum og um helgar. Lita- sjónvarpstæki er keypt á 600 þúsund til 1,2 milljónir og telur almenningur þaö ágæta fjárfest- Begms 40.0% 1977 37.6% 1978 Súkkulaöistykki, kr. 214 17.7% V 1976 1 12.0% 1971 i Bensínlítrinn kr. 234. ingu þótt ekki séu hafnar útsend- ingar í litum. Þá fjárfestir fólk meö því aö kaupa sér auka íbúö eöa hús. ísraelar telja veröbólguna ekki hafa bitnaö illilega á lífskjörum fólks almennt séö, hins vegar hafi í kjölfar hennar tekiö aö örla á vafasömum kvillum í viöskiptalíf- inu. Fólk veigrar sér til dæmis viö aö greiöa lán eöa skuld samstund- is þar sem þaö telur biöina sér í hag. Margir handverksmenn og sölumenn brjóta í bága viö al- menna verzlunarhætti meö því aö heimta útborgun út í hönd eöa jafnvel fyrir fram í staö afborgana og vixla eins og tíökast í velflestum nútíma iönríkjum. Kaupmenn hækka varning sinn dag frá degi og jafnvel ötulustu viöskiptavinir hafa vart tíma né tækifæri til aö fylgjast með verðhækkunum og verösamanburöur á milli smáverzl- ana er vart mögulegur, því fólk veit ekki hvert hiö rétta söluverö er og hvaö er okur. A mörgum veitingastööum er verö á matseölinum skráö í dollur- um svo ekki þurfi aö prenta nýjan matseöil vikulega. Veröbólgan bitnar illa á þeim lægst launuöu, því þótt kaup- hækkanir veröi, eru þær ekki í samræmi viö framfærslukostnaö. Veröbólgan bitnar einnig á kaup- sýslumönnum, því meö vaxtamikl- um lánum eiga þeir sinn þátt í aukinni veröbólgu í framleiöslu og verölagningu. Ef veröbólgan hjaönar, segir kaupsýslumaöur nokkur, þá fækkar fólki sem starf- ar viö kaupsýslu. Telur hann og fleiri aö aöstaöan í efnahagsmál- um sé mjög svo áhættusöm þessar mundir og veröi áfram. Þessi aöstaða styrkir ekki stoö- irnar sem stjórn Begins hvílir á og veröi verðbólgan ekki meöhöndluö þannig aö bót veröi á er óvíst aö Begin fari í endurkosningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.