Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 3 Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýóuflokksins: Þessi ákvörðun styðst við minni- hluta Alþingis „ÉG LÝSI fullri ábyrgð á hendur Alþýðubandalaginu og Fram- sóknarflokknum vegna þessarar hækkunar á landbúnaðarvörum, sem að minu mati er ekkert annað en hrein stríðsyfirlýsing við verkalýðshreyfinguna í land- inu,“ sagði Sighvatur Björgvins- son formaður þingflokks Alþýðu- flokksins í samtali við Mbl. í gær. Spurningu Mbl. um það, hvort hann teldi að stríðshanzkanum hefði þá verið kastað fyrir Al- þýðuflokkinn í ríkisstjórnarsam- starfinu svaraði Sighvatur á þessa leið: „Ég veit engin dæmi þess, að svona stór mál hafi verið samþykkt í ríkisstjórn með ein- faldri atkvæðagreiðslu og síðan framkvæmd af ráðherrum, sem ekki hafa þingmeirihluta á bak við sig. Þessi ákvörðun styðst við minnihluta Alþingis.“ Sighvatur sagði andstöðu Al- þýðuflokksins við þessa verð- ákvörðun byggjast á því, að einni stétt, sem að sögn eigin reikni- stofnunar hefði haft 111% tekju- hækkun á síðasta ári og 65% hækkun á árinu þar á undan, væri nú heimiluð 16,7% tekjuhækkun á sama tíma og aðrir yrðu að sætta sig við 12,4%. „Ég get ekki séð, að ríkisstjórn sem hagar sér svona geti ætlast til þess að sjónarmið hennar njóti stuðnings forystu- manna verkalýðshreyfingarinn- ar,“ sagði Sighvatur. „Þessi ákvörðun er sérstaklega alvarleg þegar það er haft í huga, að launagrundvöllur , landbúnað- arverðsins hefur hækkað um það bil um 200 prósentu stig fram yfir launahækkanir sjómanna, verka- manna og iðnaðarmanna frá árinu 1974 og hefur hækkað langt um- fram vísitölur framfærslukostn- aðar og byggingarkostnaðar." Ólafur Ragnar Grímsson, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins: Framsóknarflokk- urinn barði fram búvöruhækkunina „ÉG TEL, að Tómas Árnason, fjármálaráðherra, hafi brugðizt algjörlega i öðrum meginþætti tillagna, sem skattanefnd ríkis- stjórnarinnar gerði í desember," sagði ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður og formaður framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins, i samtali við Morg- unblaðið í gær, er það ræddi m.a. bráðabirgðalög rikisstjórnarinn- ar frá siðasta mánudegi. „í sáttmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Ólafur, „segir að gera eigi meiriháttar átak gegn misrétti í skattamálum, sem er margvíslegt vandamál í þessu þjóðfélagi. Við lögðum til ítarlegar tillögur sem lögðu til aðgerðir bæði i banka- kerfi, dómstólakerfi, innheimtu- kerfi rikisins og á fjölmörgum öðrum sviðum. Tómas hefur nán- ast ekkert gert af þessu. Ég er algjörlega andvígur því að fjár- málaráðherra, sem rekur ríkissjóð illa, geti bara komið eftir hálft ár, þegar hann hefur ekki staðið í stykkinu, til almennings í landinu og sagt: Nú eigið þið að borga meira. Þar að auki er ljóst að verulegur hluti þessarar skatta- hækkunar og þeirrar fjárþarfar, 412 hvalir veiddir IIVALVEIÐARNAR hafa gengið mjög vel í sumar að sögn Kristj- áns Loftssonar forstjóra Hvals hf. Veiðst hafa 412 hvalir en á sama tima i fyrra höfðu veiðst 362 hvalir og hófust þó veiðarnar 10 dögum seinna i ár en i fyrra. Skiptingin í sumar er sú að veiðst hafa 256 langreyðar, 72 búrhvalir og 84 sandreyðar en í fyrra hafði á sama tíma veiðst 231 langreyður, 124 búrhvalir og 7 sandreyðar. Hvalvertíðinni lýkur væntan- lega um eða upp úr 20. september n.k. sem þarna var, stafar af vaxta- hækkun Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins — og er stefna, sem Alþýðubandalagið er og hefur verið andvígt. Er það algjörlega hróplegt að sömu mennirnir sem stóðu að þessari hávaxtastefnu og ætla almenningi að borga þau lán, geti svo ekki tekið svo til heima hjá sér í ríkisbúskapnum, að þeir sjái fyrir þeirri sparnaðarþörf út af vaxtahækkuninni, sem allur almenningur verður að gera heima hjá sér.“ „Við samþykktum í marz og apríl,“ sagði Ólafur, „eftir harða rimmu, sem öllum er í fersku minni, tillögur, sem Alþýðuflokk- ur og Framsóknarflokkur stóðu að. Við gerðum það vegna þess að við vildum reyna þetta stjórnar- samstarf. Það hefur hins vegar komið í ljós að höfuðþættirnir í þessari efnahagsstefnu hafa magnað hér verðbólgu upp úr öllu viti. Ég er því ekki tilbúinn til að leggja skatta á almenning í land- inu til þess að borga fyrir þessa vitleysu." ólafur kvaðst mundu strax í þingbyrjun krefja Tómas Árnason sagna um það, hvers vegna hann hefði ekki framkvæmt þá stefnu, sem ríkisstjórnarflokkarnir hefðu staðið að í desember. Ólafur kvað Alþýðubandalagið í gær hafa haft í frammi tilraun innan ríkis- stjórnarinnar til þess að stöðva hækkun landbúnaðarvaranna. Þar lögðu ráðherrar flokksins fram tillögu um að hækkunin yrði um 12% og mismuninum yrði frestað og teknir upp beinir samningar milli ríkisvalds og bænda. „En Framsóknarflokkurinn hafnaði því og Tómas Árnason var þar í fararbroddi. Þannig hefur hann á jafn löngum tíma og drottinn skapaði heiminn komið því í verk að stórhækka almenna neyzlu- skatta í landinu og stórhækka landbúnaðarvörur. Svo þykist þessi maður vera að berjast gegn verðbólgunni," sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson að lokum. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI 1979 - 2, fl. gen? kunntígt, crð honn skulclor EITT HUNDRAÐ ÞÚSUND KRÓNUR Spariskírtetni þetta er gefið út somkvoBmi LXIV. lið 6. gr. fjarlogö fyrir órid 1979, um heimild fyrír fjórmábróðherro fyrir hönd rikissjóds að gefo út rikissfeuldabréf eða spariskírteini til sölu snnanlands, ouk þess sem notoðar eru heímildir eldri logo um útgófu verð- tryggðro spariskirteino, eftir því sem ó þorf ab haldo, i stad þeirra. sem upphaflega voru útgefin og Innleyst Hofa verið, oð viðbœttum verðbótum, sbr. og !ög nr. 7 fró 13. mors 1974, um skattalego meðferð verðbréfa o.fl., sem ríkissjóður selur innanionds. Um innbusn skírteinisins og vaxtokjör fer somkvœmt hins vegor greindum skilmóium. Skírteinið skal skráð á rtafn, sjó t. gr. skilmdb ó bakhlíð. Auk höfuðstóls og vaxto greiðir rikissjóður verðbœtur af skirteininu, sem fylgja hœfekun, er konn að verðo ó joeirri visitölu byggtng- arkostnaðar, er tekur gtldi 1. október 1979, til gjatddaga þess, samkvœmt nónari ókvaedum 3. gr. skilmóla ó bokhlið. Um skatt- lagningn og fromtolssfeyldu visost til 6. gr. skilmóla ó bafehlið. Reykjavik, í september 1979 H. RÍKIS&Jéföfe ÍSLAND§<? siífKef t a Eitt hinna verðtryggðu spariskírteina rikissjóðs sem'byrjað var að selja í gær. Sölu var siðan hætt, þar sem í liós kom að undirskriftin var Matthíasar Á. Mathiesens fyrrum fjármálaráðherra, en ekki Tómasar Árnasonar núverandi fjármálaráðherra! — Morgunblaðið fékk að taka þessa mynd af skírteininu hjá einum þeirra er keyptu það áður en mistökin uppgötvuðust, en Seðlabankinn neitaði að leyfa myndatöku af skírteinunum. Sala spariskírteina stöðvuð í gær: V oru með undirskrif t Matthíasar Á. í stað Tómasar Arnasonar! ÞEGAR sala var nýhafin á verðtryggðum spariskírteinum rikissjóðs hjá Seðlabankanum í gær, kom í ljós að röng undir- skrift var á skirteinunum, þar sem á þeim var nafn Matthiasar Á. Mathiesen fyrrverandi fjár- málaráðherra í stað nafns og undirskriftar Tómasar Árna- sonar fjármálaráðherra. Var sölu skírteinanna hætt þegar í stað, og aðeins selt gegn kvitt- unum eftir það, en áður höfðu þó um tuttugu aðilar fengið afhent skirteini með skakkri undirskrift, að því er Stefán Þórarinsson rekstrarstjóri Seðlabankans sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðsins síðdegis i gær. Stefán sagði að þessi mistök hefðu komið starfsmönnum Seðlabankans í opna skjöldu, þar sem aldrei hefðu nein slík mis- tök átt sér stað allt frá árinu 1964 er byrjað var að skipta við seðlaprentun Finnlandsbanka í Finnlandi sem prentaði umrædd skírteini. Stefán sagði einnig, að áður hefðu komið tveir flokkar spariskírteina með undirskrift Tómasar Árnasonar, það er 2. flokkur 1978 og 1. flokkur 1979. Nú kæmi svo allt í einu 2. flokkur 1979 þar sem notuð hefði verið röng klisja, með nafni Matthíasar Á. Mathiesen í stað Tómasar. Stefán sagði að þau skírteini sem seldust áður en mistökin uppgötvuðust yrðu innkölluð, enda væru þau ógild, og á meðan þess væri þeðið að ný kæmu til landsins yrðu þau seld gegn kvittunum. Salan þyrfti því ekki að tefjast eða stöðvast vegna þessara mistaka. Gæti jafnvel svo farið að ný kæmu til lands- ins fyrir næstu helgi. Spariskír- teini þau sem byrjað var að selja komu ekki til landsins fyrr en á miðvikudaginn, eða degi áður en sala átti að hefjast, og því var ekki ráðrúm til að fá ný áður en sala hófst, auk þess sem mistök- in uppgötvuðust ekki fyrr en eftir að sala var hafin sem fyrr segir. Morgunblaðið fékk ekki leyfi til að taka myndir af umræddum skírteinum, þar sem Seðlabank- inn vildi ekki láta birta myndir af ógildum skjölum eins og það var orðað. Aukafundur um fjárlagafrumvarp FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ, sem rikisstjórnin heíur verið með til meðferðar á ailmörgum undan- förnum fundum sinum, varð ekki endanlega afgreitt frá henni á fundi í gær. Fyrirhugað er að f jalla um það á aukafundi i dag og er þess vænzt að þá verði það endanlega aígreitt frá rikisstjórn- inni. Þó munu stjórnarflokkarnir setja ýmsa fyrirvara við af- greiðslu þess á Alþingi. Stefnt er að því, að frumvarpið geti farið í prentun strax eftir helgi. Niðurstöðutölur fjárlaga- frumvarpsins eru algjört trúnaðar- mál, en sagt hefur verið, að þær séu rúmlega 300 milljarðar króna og hækki frá því í fyrra á sjötta tug prósenta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.