Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 11 Sýningu Steinunnar að Ijúka Á SUNNUDAGINN lýkur sýningu Steinunnar Þórar- insdóttur í Gallery Suðurgötu 7. Sýningin verður opin frá klukkan 14 til 22 alla helg- ina. Rokk-kóng- urinn Elvis AUSTURBÆJARBÍÓ heíur í dag sýningar á kvikmyndinni „Rokk-kóngurinn Elvis“. Mynd þessi er ný söngvamynd um ævi Elvis Presleys og var hún frumsýnd í London 16. ágúst s.l. Framleið- andi og höfundur handrits er Anthony Lawrence, leikstjóri er John Carpenter, en tónlistin er eftir og flutt undir stjórn Joe Renzetties auk þess sem Ronnie McDoweli, einn af þeim er best hefur likt eftir söng konungsins, syngur 22 af vinsælustu lögum Elvis Presleys. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem gerð hefur verið um Elvis Presley og hefst hún og endar á jóladag 1969 er Elvis heldur tónleika í Las Vegas. Elvis hafði áður haldið tónleika í Las Vegas en þá hafði honum mis- tekist hrapallega svo hann á nú við ramman reip að draga. Áður en tónleikarnir hefjast rifjar Elvis upp í huganum ýmis atvik sem hent hafa í lifi hans. I æsku var hann óvinsæll fyrir að klæðast öðru vísi en aðrir unglingar og varð fyrir miklu að- kasti. Til að auka tekjur fjölskyldunnar gerðist Elvis vörubílstjóri og söng þá inn á hljómplötu til að senda móður sinni. Stúlka sem starfaði við hljóm- plötufyrirtækið heyrði að hér var á ferðinni óvenjuleg söngrödd og varð það upphafið að glæsilegum söng- ferli Elvis. Á sjöunda áratugnum fór popp- tónlistin að ryðja sér til rúms og virtist þá stjörnuskeið Elvis á enda. En eftir tónleikana í Las Vegas duldist engum, ekki einu sinni Elvis sjálfum, að hann var kóngurinn eftir sem áður. Með hlutverk Elvis í kvikmynd- inni fer Kurt Russel og faðir hans Bing Russell leikur Vernon föður Elvis. Priscillu leikur Season Hub- ley, en að lokinni myndatökunni giftust þau Kurt og Season. Móður Elvis leikur Shelley Winters. Vísnasöngur i Norræna húsinu SÆNSKI vísnahöfundurinn og söngvarinn Alf Hambe (1931) kemur fram í Norræna húsinu þriðjudaginn 18. september kl. 20.30 og syngur vísur eftir sjálfan sig. Alf Hambe er að gömlum sænskum sið samtímis tónskáld og flytjandi vísna- og lagasmíða sinna. Hann er nú meðal þekkt- ustu sænskra listamanna á þessu sviði og hefur komið fram á Norðurlöndunum öllum sem og Þýskalandi. Vísur hans og annar skáldskapur hefur komið út í mörgum heftum, og kom fyrsta bókin út 1962. Alf Hambe Helgi Olafeson sigraði á Lækjartorgsmótinu LÆKJARTORGSMÓT Taflíélagsins Mjölnis fór fram á mánudaginn. Gott veður var mestan hluta mótsins, en þó rigndi nokkuð í lokin. Lækjartorgsmótið er firma- keppni, og voru fyrstu verðlaun ferð með Ferðamiðstöð- inni og 20 þúsund krónur, önnur verðlaun voru 100 þúsund krónur og þriðju verðlaun 50 þúsund krónur. Urslit urðu þessi: 1. Helgi Ólafsson (Þjóðviljinn) 12,5 v. 2. Jón L. Arnason (Dagblaðið) 10,5 v. Guðmundur Sigurjónsson (Ferðamiöstöði,n) 9,0 v. 4.-5. Friðrik Ólafsson (Sjóvá) 8,5 v. -5. Jóhann Örn Sigurjónsson (Askur) 8,5 v. 6. Björn Þorsteinsson (Utvegsbankinn) 8,0 v. 7.-9. Leifur Jósteinsson (Morgunblaöið) 7,5 v. 7.-9. Jóhannes Gisli Jónsson (Skákhúsið) 7,5 v. 7.-9. Sævar Bjarnason (Heildv. Guðm. Arasonar) 7,5 v. Opiöídag kl. 1—10 Opiö laugardag kl. 9—12 Nú eru síðustu forvöð að gera góð kaup í Sýn- ingarhöllinni, Bíldshöfða. Útsölunni lýkur á hádegi laugardag. Veitingasala á 2. hæð landsþekkt og góö fyrirtæki sameinast í stærstu útsölu á íslandi sem haldin hefur veriö fyrr og síöar. Áogue Theódóra Model-Magasin Skóverzlun ^ Verksmidjan Fatagerðin Akranesi FÁLKINN Geimsteinn Hljómplötuútgáfan Hljómplötuútgáfan h.f. Verksmiðjan Klæði h.f. KÁPAN Verksmiöjan MAX og fleiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.