Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Amarflug tekur við af Vængjum ARNARFLUGI var i vikunni veitt leyíi til flugs á þeim leiðum, sem Vaengir þjónuðu áður, en Arnarflugi var einnig veitt aukin flugrekstrarheimild. Sex fyrirtæki sóttu um leyfi til samgönguráðuneytisins um flug á öllum leiðum Vængja eða hluta þeirra. í lok síðasta mánaðar rann út heimild sú er Flugfélagið Vængir hafði til flugreksturs. Þann sama dag barst samgönguráðuneytinu tilkynning um, að undirritaðir hefðu verið samningar milli íscargo og Vængja um að fyrr- enfnda félagið keypti húseignir þess síðarnefnda á Reykjavíkur- flugvelli og tæki á leigu flugvélar þess frá 1. spetember. Leyfi Vængja til flutnings á farþegum, vörum og pósti á ýmsum leiðum innanlands féllu samtímis niður enda er fullgilt flugrekstrarleyfi forsenda þeirra. Samgönguráðun- neytið ákvað síðan í samráði við flugráð að veita Arnarflugi fyrr- nefnd leyfi. í frétt frá samgöngu- ráðuneytinu segir að aðild að umsókn Arnarflugs hafi átt allir þeir flugmenn er áður störfuðu hjá Vængjum. Ennfreníur segir þar að sveitarstjórnir flestra þeirra byggðarlaga er málið snerti hafi beint þeim eindregu tilmæl- um til ráðuneytisins að umsókn Arnarflugs fengi jákvæða af- greiðslu. í tilkynningu ráðuneytisins seg- ir svo m.a.: „Við útgáfu tilskilinna leyfa hefur ráðuneytið m.a. sett þau skilyrði að sérstök deild innan félagsins með aðskildu bókhaldi annist allt innanlandsflug, að félagið afli sér eigin vélakosta innan ákveðins tíma, og að haldið sé uupi viðunandi þjónustu og ferðafjölda í samvinnu við ráðu- neytið. Ráðuneytið hefur ákveðið að á næstunni verði allt skipulag inn- anlandsflugsins tekið til athugun- ar og mun niðurstaðan verða skoðuð í ljósi þeirrar reynslu er fæst á næstu mánuðum." Leiðaleyfi Vængja er félls niður 31. ágúst voru almenn leyfi til flutnings á farþegum, vörum og pósti til Bíldudals, Búðardals, Reykhóla, Hvammstanga, Hólma- víkur, Gjögurs og Grundarfjarðar, auk sérleyfa til Siglufjarðar, Ön- undarfjarðar, Blönduóss, Stykkis- hólms, Rifs, Akraness, Mývatns og Suðureyrar. Iscargo, Arnarflug og Vængir sóttu um flestar eða allar þessar leiðir, en Ernir á ísafirði, Flugfé- lag Norðurlands og Sverrir Þór- oddsson um hluta þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins: Röng stefna hjá samgönguráðherra — Hyggst taka málið upp á þingi í haust — ÉG HYGGST taka þetta mál upp á Alþingi þegar það kemur saman að nýju og ég endurflyt tillögu mína um rannsókn á Flugleiðum, sagði ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður í gærkvöldi. Morgunblaðið spurði hann þá álits á þeirri ákvörðun að veita Arnarílugi þau leyfi, sem Vængir höfðu áður til flugs til ýmissa staða innanlands. — Samgönguráðuneytið hefur reynt að slá þann var- nagla að skapa sér eftirlits- möguleika og það er von mín að því verði beitt, sagði Ólafur Ragnar. — Ég hef hins vegar tjáð mínum ágæta flokksbróð- ur og samgönguráðherra Ragnari Arnalds, að ég telji það ranga stefnu að láta at- burðarásina fara í þennan farveg. — Ég tel það illa farið, að það skuli vera komin í reynd upp sams konar einokun hér á innanlandsfluginu og var á síðasta áratug. Þá ríkti hér lokaður hringur í flugrekstri, en síðan var hann rofinn og sú samkeppni hafði í för með sér að upp voru teknar samgöngur við ýmsa smærri staði, sem Flugfélagið hafði ekki sinnt. — Þegar Flugleiðir tóku meirihlutann í Arnarflugi með skyndingu og náðu þannig einokun á millilandafluginu af hálfu íslendinga, þá var það afsökunin, sem þeir notuðu, að þeir þyrftu Arnarflug sem leiguflugfélag til að geta tekið þátt í samkeppni erlendis. Nú allt í einu birtist þetta flugfé- lag sem samkeppnisaðili í inn- anlandsflugi og það sýnir okk- ur enn einu sinni að yfirlýs- ingar forystu Flugleiða eru ekki marktækar. Ég óttast þess vegna, að á sama hátt séu yfirlýsingarnar um það, að Arnarflug verði ekki háð Flug- leiðum í sínum rekstri, ekki heldur marktækar, sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson. Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri Iscargo: „Stefnt í hættulega einokun Flugleiða” - VIÐ LÝSUM furðu okkar á þeirri ákvörðun að veita Arnarflugi leyfi til áætlunar- flugs til þeirra staða, sem Vængir flugu áður til, sagði Kristinn Finnbogason fram- kvæmdastjóri Iscargo í morg- un. — Þessi ákvörðun er óskiljanleg. Á sama tíma og við höfum tekið á leigu vélar Vængja og keypt húseignir fyrirtækisins á Reykjavíkur- flugvelli til að styrkja þessa rekstrareiningu er flugfé- lagi, sem á engar flugvélar til þessa flugs og hefur ekki áður flogið á leiðum innan- lands, veitt leyfið, sem Væng- ir höfðu áður. — Við teljum að með þess- ari ákvörðun sé verið að reyna að ryðja úr vegi eina keppi- naut Flugleiða innanlands, hélt Kristinn áfram. — Flug- leiðir er orðið hættulega stórt fyrirtæki í innanlandsfluginu og með þessari ákvörðun er hraðbyri stefnt í einokun þeirra, sem er engum til góðs. Það er e.t.v. dæmigert fyrir þessa ákvörðun að fund Flug- ráðs, þar sem ákvörðunin var tekin, sátu þrír starfsmenn Flugleiða. — Við erum nú með þrjár vélar í mjög góðu ásigkomu- lagi, en höfum ekki einu sinni leyfi til að fljúga sjúkraflug. Það fyrsta, sem við gerum, er að afla okkur almenns flug- rekstrarleyfis, en síðan verður hafist handa. Við ætlum ekki að gefast upp og hugsum m.a. til ýmiss konar leiguflugs. Fjórir flugmenn Vængja fóru yfir til Arnarflugs, en annað starfsfólk fyrirtækisins er hjá okkur og það sem aðrir, er starfa að flugmálum, er furðu lostið yfir þessari ákvörðun, sagði Kristinn Finnbogason að lokum. Robert Runcie, næsti erkibiskup af Kantaraborg, ásamt fjölskyldu sinni. Rosalind eiginkona biskupsins er píanóleikari. Nýr erkibiskup af Kantaraborg MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur skipað Robert Runcie, biskup í St. Al- bans, erkibiskup af Kantaraborg, sem er æðsta embætti innan kirkjunnar í Bretlandi. Runcie verður trúarleiðtogi 65 milljóna manna, sem dreifðar eru um fjölmörg þjóðlönd. Runcie er orð- lagður frjálslyndur gáfu- og menntamaður. Hann hefur lýst því yfir að hann muni leitast við að semja ensku kirkjuna að siðum og kröfum nútímans. Þetta gerðist 14. september 1972 — Öldungadeild Bandaríkja- þings samþykkir samning við Rússa um takmörkun kjarnorku- vopna. 1923 — Primo de Rivera tekur sér alræðisvald á Spáni. 1918 — Austurríki býður Banda- mönnum frið. 1917 — Rússland verður lýðveldi. 1911 — Stolypin, forsætisráð- herra Rússa, ráðinn af dögum. 1901 — Theodore Roosevelt verð- ur 26. forseti Bandaríkjanna eftir tilræðið við William McKinley. 1864 — Japanir samþykkja vopnahlé eftir árás flota Breta, Frakka og Hollendinga á Shi- monoseki-sundi. 1854 — Landganga Breta og Frakka á Krím. 1847 - Herlið Winfield Scott hershöfðingja tekur Mexíkóborg. 1829 —, Adríanópel-sáttmálinn bindur endi á ófrið Rússa og Tyrkja. 1812 — Napoleon sækir inn í Moskvu og Rússar kveikja í borg- inni. 1778 — Benjamin Franklin send- ur til Frakklands sem sendiherra. 1774 — Kósakkar framselja Puga- choff sem gerði kröfu til krúnunn- ar — Austurríkismenn hertaka Búkóvínu. 1752 — Bretar taka upp gregor- ianskt tímatal. 1613 — Tyrkir gera innrás í Ungverjaland. 1607 — „Jarlaflóttinn": uppreisnarleiðtogar flýja frá Irlandi til Spánar. 1564 — Fjöldamorð Svía í Ronne- by, Bleking. 1515 — Orrustunni við Marignano lýkur með sigri Frakka á Sviss- lendingum. 533— Ríki Vandala í Norður- Afríku lagt að velli. Afmæli: Jóhann van Oldenbaren- veldt, hollenskur stjórnmalaleið- togi (1547—1619) — Luigi Cheru- bini, ítalskt tónskáld (1760—1842) — Alexander von Humboldt, þýzkur landkönnuður (1769— 1859). Andlát: Dante, skáld, 1321 — Hertoginn af Wellington, her- maður, 1852 — William McKinley, stjórnmálaleiðtogi, 1901 — Tómas Masaryk, stjórnmálaleiðtogi, 1937 — de Montcalm hermaður, 1759. Innlent: Flugvélin „Geysir" týnist 1950 — f. Brynjólfur Sveinsson biskup 1605 — Sýslumaður Skaft- fellinga, Þórarinn Öefjörd, ferst í Kötlukvísl ásamt síra Páli Ólafs- syni og Benedikt skáldi Þórðar- syni 1823 — Síra Stephan Árna- son býður safni í Kaupmannahöfn Valþjófsstaðarhurðina 1846 — f. Sigurður Nordal 1886 — Marlene Dietrich í Reykjavík 1944 — Piper Comanche-flugvél ferst á Eyja- fjallajökli 1975 - f. Jökull Jak- obsson 1933. Orð dagsins: Endurtekning breyt- ir ekki lygi í sannleika — Franklin D. Roosevelt, bandarískur forseti (1882-1945).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.