Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 7 | Lánsúthlutun Húsnæöis- málastofnunar Vikublaöiö Islendingur | segir nýlega í hugleiö- I ingu um lónsúthlutun I Húsnæöismálastofnunar: I „Á ýmsu hefur gengið ó undanförnum árum við I lónsúthlutun Húsnæö- ■ ismólastofnunar ríkisins ' til húsbyggjenda, og hef- | ur flestum þótt aö betur . heföi mátt standa aö I þeim málum. | Lánsfjórhæöir hafa þótt of lágar mióaó við | heildar byggingarkostn- , að, en þær hafa ekki I numið nema ca. 15—40% | byggingarkostnaóarins eftir stæröum og geró I íbúða. Þá hafa útborganir lána þótt koma allt of seint á byggingartímanum, en í seinni tíó hefur þaó tekið allt aö sextán mánuói aó fá lánið útborgaó frá því fbúö varó fokheld. Þaó sjá allir í hendi sér vió hvaða vanda hús- byggjendur eiga aó glíma, þegar þess er gætt aö lán Húsnæðis- málastofnunar ríkisins er stærsta lónsfjármagnió sem húsbyggjendur eiga almennt völ á. Þegar ráðherra Al- þýöuflokksins, Magnús Magnússon, tók vió ráöu- neyti félagsmála, áttu flestir von á því aó hann léti þennan þátt félags- mála verulega til sín taka. Ekki hvaó síst fyrir þá staóreynd, að félags- legar úrbætur í húsnæö- ismálum hafa jafnan ver- iö ofarlega á stefnuskrá Alþýöuflokksins. Nú virö- ast þær vonir manna með öllu hafa brugöist." Staöa Byggingar- lánasjóös Enn segir islendingur: „Þó staóa byggingar- lánasjóðs ríkisins hafi oft verið þröng, hefur hún þó ekki verið jafn alvarleg og nú um langt árabil. Fyrrverandi félagsmála- ráðherrar komu yfirleitt til aóstoóar sjóónum ef fjármagn vantaði, en nú- verandi ráðherra lætur allar beiðnir húsnæðis- málastofnunar sem vind um eyru þjóta. Er nú komið svo málum sjóös- ins, að hann hefur engan- veginn getað staðiö við lánsúthlutanir með þeim hætti sem var. Vöntun fjármagns er farin aö nema mörgum milljörö- um, ef sjóðurinn ætti að standa við allar skuld- bindingar sínar gagnvart húsbyggjendum á þessu ári. Sem dæmi má nefna, að þaö hefur tekið sjóð- inn sex mánuöi frá fok- heldu, að greiða út fyrsta hluta lánsins, sem áður tók hann yfirleitt ekki nema þrjá mánuöi. Síðan líða yfirleitt sex mánuðir milli fyrsta og annars hluta og annars og þriöja hluta lánsins, ef þau tímamörk eru þá raun- hæf eins og málum er komið f dag. Þegar slíkur dráttur verður á greiðslu hús- næðislána, sem raunin qr oröin á, er ekki að undra þótt húsbyggjendum finnist þeir fá lítið fyrir peningana, þegar þeir loksins berast þeim í hendur. Verðhækkanir nema um 3 til 4% á hverjum mánuði aö með- altali í óðaverðbólgu vinstri stjórnarinnar, sem er að slá öll fyrri verö- > bólgumet út. En það alvarlegasta viö | þennan slóðaskap ráð- herra er, aö allt útlit er I fyrir að flestar íbúðar- i byggingar stöðvist með 1 öllu á næstu mánuðum. | Slíkt hlýtur aö framkalla , verulegt atvinnuleysi í I byggingariónaói á næsta | vetri. Það væri því mál, aö | hagsmunaaöilar vöknuðu > til meðvitundar um þaö ' ástand sem virðist fram- | undan í þessari atvinnu- grein, og ekkert sakaði I þó bæjarstjórn Akureyr- i ar, atvinnumálanefnd bæjarins og félög at- | vinnurekenda og laun- . þega í byggingariðnaði ' könnuöu ástand þessara | mála rækilega, og létu eitthvað frá sér fara um I ástand þeirra. Ekki hvaö i síst ef útlitið er með þeim hætti, sem ég hefi hér j lýst af viðtölum mínum við aöilja sem best til I þekkja. t Þaö yrði kannski meiri von um það að Vest- | mannaeyjagoðinn vakn- , aði ef þeir aðiljar sem ég ' hefi hér nefnt, ýttu dugl- | ega í ráðherrann. Þó svo stjórn Húsnæöismálast- I ofnunar ríkisins geti ekki i raskað ró hans, eða vakið hann af þeim vinstr- istjórnar svefni sem mest einkennir ríkisstjórnina þessa dagana.“ Norðangarri. • o • v' j I ■ AEG ELDAVÉLAR íispiíísé sl 5 2 <> AEG heimilistækieru þekktfyrirgæðioggóðaendingu. Eldavélarnarfrá AEG eru búnar ýmsum þægindum, svo sem rofaklukku sem getur kveikt og slökkt á ofni og hellum, innbyggðu grilli, hitaskúffu ogýmsu fleira. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 komnar TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS ÚmKARNABÆR W Glæsibæ — Laugavegi 6b. Sími frá skiptiboröi 85055. Sænsk bambushúsgögn stólar — sófar — borö. Vönduö og falleg vara. Opiö til kl. 8. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, sími 861 12. Hamburger Forsalan er við** Utvegsbankann. Öllum miðum fylgir veggspjald meö Kevin Keegan og happdrættismiöi þar sem verölaun eru Patric skór Henson æfingagallar og áritaður Mitre fótbolti. ■* vaiur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.