Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 15 „Á bíómyndir horfi ég nú ekki en reyni að hlusta á prestana ” — Voru húsakynnin ekki köld? — Og jú, á veturna. Þegar kaldast var, vorum við ekki látin fara á fætur, heldur liggja í rúmunum. Við áttum góð sængur- föt. Pabbi skaut mikið af fugli og þar af leiðandi fengum við mikið fiður. Svo sængurfötin voru hlý og góð. Þó að við værum fátæk vildi mamma alltaf hafa fötin heil og hrein. — En matbjörgin? — Mat vantaði ekki — en mest var það sjómaturinn sem pabbi aflaði. Kartöflum man ég fyrst eftir, það var einu sinni fyrir jólin, þá sendi Þórður Guðjohnsen okk- ur kjöt og kartöflur. En hann sendi venjulega fyrir jólin ein- hvern matarglaðning til þeirra, sem minnst höfðu handanna á milli. Það hafa ýmsir hnýtt í Guðjohnsenana, þeir voru stund- um harðir, en þeir áttu líka sínar góðu hliðar, en það gleymist oft fyrr en það sem mönnum þykir miður fara. Langaði að læra hjúkrun í Dakota — Hver voru nú þín mestu áhugamál í æsku? — Það var nú öðruvísi þá en nú. Þegar ég var á Seyðisfirði langaði mig að komast til Dakota í Ame- ríku og læra hjúkrun, hafði áhuga á því að líkna. En fjármunir voru þá engir og ég fór hvergi. Svo mitt áhugamál hefur verið húsverkin og heimilið, og því hefi ég unað vel. — Hvað um skemmtanir? — Ég hafði mjög gaman af því að dansa? Þegar voru nýbyggð hús var oft dansað í þeim. Eg man eftir því að ég dansaði einu sinni í Hagræði, — þú veist þarna á plássinu — (það stendur enn og þykir mjög lítið vörygeymsluhús) Björn snikkari spilaði og dansaði við okkur um leið. Haraldur sonur hans er nú víst með stærri har- moniku. Ég get sagt þér eina skemmtilega sögu í sambandi við ball í Hagræði. Son Guðjohnsens langaði að fara þar á ball, en þurfti auðvitað að biðja um leyfi föður síns. Guðjohsen svaraði: „Ég hefi nú ekki ætlað sonum mínum að slíta fjölunum fyrir kaupfélag- inu en farðu samt.“ Alltaf var dálítill rígur á milli Guðjohnsen og kaupfélagsins. Það var líka dansað í Snælandi, Vesturendanum, þar sem Hjálmar Gíslason hafði verkstæðið. Mér finnst unga fólkið ekki nogu ánægt — Mesta breytingin frá fyrri dögum? — Breeytingarnar eru svo örar, það ér eitt í dag og annað á morgun. Rafmagnið, ljósin, hitinn og heita vatnið ja, það er margt gott í nýja tímanum, hann hefur mörgu komið góðu til leiðar, en af öllu má ofbjóða, og mér finnst Guðrún með prjónana sína Guðrún við eldhússtörfin Með sonum sínum Hjálmari og Þórhalli. Ljósm. Abbi. unga fólkið ekki nógu ánægt. Ekki má ég gleyma vatnsveitunni, úr Sprænugilinu, að fá hreint vatn, það var nú dásamlegt, því menn voru svo hræddir við að tauga- veikin bærist með lækjarvatninu. Það unnu allir að þessu — ég man að ég gaf 5 krónur í það verk, því að ég mokaði ekki sjálf. — Hefurðu komið til Reykja- víkur? — Já, einu sinni. Kristjana systir mín þurfti til læknis og ég fór með henni að heimsækja Dóru frænku mína. Við fórum með flugvél og mér hefur aldrei liðið betur með nokkru farartæki. Mér þykir gaman að aka í bíl. Ég fór nú fyrir þremur vikum upp í Mývatnssveit og svo að Goðafossi. Ég hafði mjög gaman af því og var ekkert eftir mig. „Á bíómyndir horfi ég nú ekki en reyni að hlusta á prestana“ — Hvernig líða dagarnir? — Ég er nú svona í verkunum, en strákarnir mínir hjálpa mér mjög mikið. Svo er ég með prjón- ana mína, sit oft hér við gluggann || og horfi á blessaða fuglana. — En útvarpið? — Ja, ég er nú farin að heyra U svo illa, að ég nýt þess ekki vel, og |§ svo er þessi músik þar ekki mikið fyrir mig. Jú, ég reyni að hlusta á prestana, biskupinn og hann * þarna Langholtsprestinn, heitir hann ekki Árelíus. En ég nýt sjónvarpsins betur. Það er eins og ég heyri betur þegar ég hefi myndina með. Ég horfi á fréttirn- ar og landslagsmyndir og öræfa- : myndir, þær líka mér vel, en það |§ sem þeir kalla bíómyndir horfi ég nú ekki á. Ég naut þess vel að heyra í Akureyrarprestinum nú nýlega, Birgir minnir mig að hann Ijj heiti. Ja, lifir hann blessaður? ■> ; ' — Nú varð Siggi af Fossi 80 ára um daginn. — Ja, lifir hann blessaður? Hvernig hefur hann það? — Hvað segir þú um elliheim- ili? — Ég hefi aldrei komið á elli- heimili, en mér er sagt að þeim, sem þar eru líði vel. Ég hefi alltaf átt mitt heimili, svo að ég þekki þessi elliheimili ekki. Vonandi þarf ég aldrei þangað að koma. Vinnur enn eldhúsverkin — Þú ert enn í eldhúsinu. — Já þetta styttir mér stund- irnar þegar piltarnir eru úti. Annars hjálpa þeir mér mikið, eins og ég hefi sagt áður. — Ég hefi mjög gaman af því þegar einhver lítur inn. Þetta er § orðið meira en nóg blessaður. Komdu — við skulum fá okkur j kaffisopa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.