Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 36 Minning: Guðlaug Jónsdóttir hjúkrunarkona Það kom mér ekki á óvart er ég frétti andlát frænku minnar og góðrar vinkonu, Guðlaugar Jóns- dóttur hjúkrunarkonu, en við vor- um systradætur. Hún kvaddi að kvöldi dags þriðjudaginn 4. sept- ember. Guðlaug hafði átt við að stríða þungbær veikindi undan- farin ár. Arið 1970 hélt hún til Lundúna og gekk undir hjartaupp- skurð á Hammersmith sjúkrahús- inu þar. Mér var um það kunnugt að frænka mín þráði orðið hina eilífu hvíld. Enginn vissi betur en hún að hverju stefndi, og hún mun hafa borið fram þá ósk að ekkert yrði gert til að lengja lífdaga hennar með ýmsum hjálpartækj- um þegar hinzta stundin nálgað- ist. Því ber að fagna nú, að þrautum hennar er lokið. En í brjóstum þeirra sem áttu hana að vini býr söknuður, því að fáum hefi ég kynnst á lífsleið minni, sem verið hafa sannari vinur vina sinna en þessi frændkona mín. Guðlaug Jónsdóttir var fædd 19. maí 1903 að Vinaminni, Stokks- eyri. Foreldrar hennar voru hjón- in Vilborg Hannesdóttir frá Skip- um við Stokkseyri og Jón Stur- laugsson skipstjóri og hafnsögu- maður þar. Þau hjón eignuðust 10 börn, og af þeim lifa nú Snjáfríður fyrrv. matráðskona í Reykjalundi, Anna húsfreyja og Jón skipstjóri, öll búsett í Reykjavík. Guðlaug var hámenntuð hjúkr- unarkona. Fyrsta þrep hennar á menntabrautinni eftir námið í unglingaskólanum á Stokkseyri var nám í Lýðháskólanum í Askov í Danmörku árið 1926—27. Síðan hóf hún nám í Hjúkrunarskóla íslands, og að því loknu hélt Guðlaug til Bretlands og hóf framhaldsnám við General Hosp- ital Birmingham. Næsti áfangi var Amsts- og bysygehuset Ny- köbing, Sjálandi, en þar kynnti hún sér hjúkrun geðveikra. Og að síðustu var hún um tíma á fæð- ingadeild Blads Klinik í Kaup- mannahöfn. Að loknu námi hóf Guðlaug starf á Hvítabandinu, en var þar aðeins í nokkra mánuði. Réð hún sig þá á Röntgendeild Landspítal- ans og starfaði þar um 25 ára skeið. Árið 1955 gerðist hún deild- arhjúkrunarkona þar, en skömmu áður hafði hún sótt námskeið í Kaupmannahöfn í röntgenfræð- um. Var hún í því starfi til 1. júlí 1960. Á þessum árum fékk Guð- laug leyfi frá störfum um tíma og vann við hjúkrun í Geyland Hosp- ital, Vallingford, Connecticut í Bandaríkjunum. Starfið á Rönt- gendeildinni var orðið henni mjög erfitt, sagði hún því upp, og gerðist þá deildarhjúkrunarkona á Vífilstöðum. Guðlaug var stálgreind, grand- vör og háttvís. Hún flíkaði ekki tilfinningum sínum, dró sig yfir- leitt í hlé í margmenni, en var hin glaðasta meðal vina. Hún virtist hafa alla þá eiginleika til að bera, sem prýða mega góða hjúkrunar- konu. Til dæmis var þagnarskyld- an henni heilög skylda í starfi hennar. En oft sá ég frænku mína gleðjast mjög, ef við hittum aförn- um vegi einhvern þann sem hafði verið í umsjá hennar á Röntgend- eildinni og virtist nú við góða heilsu, en var illa á sig kominn þegar hann kom á deildina í rannsókn og til meðferðar. Að Guðlaugu stóðu sterkar ætt- ir í Árnessýslu, Bolholts- og Bergsættin. Tók hún í arf ýmsa þætti frá ættfólki sínu, eins og t.d. áhuga á tónlist og myndlist, en tónlistin hefur verið áberandi þáttur í Bergsættinni. Guðlaug var í stjórn Ásgrímssafns frá fyrstu tíð, en óskaði vegna heilsu- brests að hverfa frá því starfi um síðastl. áramót, en við því tók Sigrún Guðmundsdóttir kennari, frænka Ásgríms Jónssonar og Guðlaugar. Amma Guðlaugar, Sigurbjörg Gísladóttir, og móðir Ásgríms, Guðlaug Gísladóttir, voru systur. Óskaði Ásgrímur þess eindregið að Jón bróðir hans, og við frænk- urnar, yrðum í stjórn safnsins. Guðlaug studdi Ásgrím á margan hátt eftir að hann missti heilsuna. Meðal annars tók hún sér frí frá störfum og fór með honum til Skotlands, en þar lagðist hann inn á sjúkrahús vegna astma-sjúk- dóms. Og að leiðarlokum rifjast upp margar gleðistundir á æskuárum okkar Guðlaugar frændkonu minnar. Yfir heimili hennar í Vinaminni var mikil reisn, og þar sat vinnusemin og hagsýnin í öndvegi, því að flest var þar unnið heima, bæði til fæðis og klæðis. En jafnframt voru stundir er gleðin ríkti þar, söngur og orgel- leikur. Vilborg móðursystir mín var mikil skörungskona. Dugnaður hennar, þrek og hjálpsemi var viðbrugðið. Hún var ein af stofn- endum Kvenfélagsins á Stokkseyri og hvatti konur til dáða, var formaður þess um' árabil. Og húsbóndinn, Jón Sturlaugsson, var landskunnur sægarpur og mikill hamingjumaður, því að honum auðnaðist að bjarga úr lífsháska í brimrótinu á Stokkseyri 73 sjómönnum, 12 þeirra voru á brezkum togara sem sökk í brim- rótinu árið 1906. í þakkarskyni Hún Guðbjörg í Miðdal er dáin, hún dó miðvikudagskvöldið 5. september, þá liðlega 101 árs. Hún átti því láni að fagna að geta dvalist á heimili sínu þar til í fyrrasumar, er heilsu hennar hnignaði það ört, að hún var flutt að Reykjalundi og dvaldi þar því rúmt ár og naut góðrar umhyggju starfsfólksins þar. Hafi það þökk fyrir. Guðbjörg var mikil skapfestu- kona, andlit hennar ljómaði af þeim kærleika og hjartahlýju sem hennar innri maður hafði að geyma. Hún hafði ekki farið var- hluta af því lífsstriti sem forfeður okkar hafa barist við, hafði komið upp átta börnum og flutzt fjórum sinnum búferlum, en aldrei heyrð- ist hún kvarta. Hún fórnaði sínum lífskröftum í kærleika til annarra. Ég kallaði hana ekki ömmu en í huga mér var hún eina sanna amman, enda sú eina sem ég kynntist og dætur mínar kölluðu hana alltaf ömmu. Mín bernskuminning er þessi hógværa kona. Hún átti þá heima í baðstofunni í gamla húsinu og þó tröppur lægju þar upp vorum við systkinin ekki farin að staulast um þegar við höfðum lag á að skríða upp til hennar, einkum ef eitthvað amaði að, enda í öruggt skjól að leita. Hún tók okkur í kjöltu sér og söng eða las fyrir okkur. Og lærðum við hjá henni margar vísur. Baðstofan hennar var stærsta herbergið í húsinu og þangað komu margir og munu eiga þaðan fagrar minningar. Ég minnist þess hve oft við systkinin brugðum á leik inni hjá henni. Það kom ekki sjaldan fyrir var Jóni sendur frá Bretlandi fagur gripur, forláta kíkir. Vinaminnis-heimilið var sumar- dvala-staður minn á æskuárum mínum, þegar ég átti sumarleyfi frá starfi mínu í Reykjavík. Var þá farið í ferðalög og frændfólkið í Árnessýslu sótt heim, og móður- bróðir okkar Guðlaugar, bóndinn á Skipum, Ingvar Hannesson, hljóp undir bagga og lánaði okkur beztu hestana sína. Endastöðin var venjulega Gígjarhóll í Bisk- upstungum. Mér þótti mjög vænt um þessa frænku mína. En þakka ber að hún hefur nú fengið hvíld frá hinu langa dauðastríði. Og hvergi hefði hún getað fengið betri aðhlynn- ingu í því stríði en hjá ástfólginni systurdóttur sinni, Vilborgu Bene- diktsdóttur, og eiginmanni hennar Halldóri V. Jóhannssyni, en í húsi þeirra bjó hún, og þar var fylgst af alúð með líðan hennar hverja stund. Bjarnveig Bjarnadóttir að við tækjum dansspor og dró það ekki úr ánægju okkar þegar hún brá sér út á gólfið með okkur. Hún var svo létt á fæti og lífsglöð og skildi svo vel leik okkar barn- anna. Ást hennar og umhyggja í okkar garð mun aldrei gleymast. Það kom ekki sjaldan fyrir, þegar við komum inn úr kuldanum, að hún dró af okkur sokkana og færði okkur í nýja, sem hún sótti undir koddann sinn. Einnig lagði hún fast að okkur að hvíla okkur, ef hún hélt að við værum þreytt. Okkur þótti þetta stundum óþarfa afskiptasemi, en ég skil það núna að þetta var hennar góða um- hyggja í okkar garð. Hún hafði sjálf kynnst því, hvað það var að vinna. Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með þessari góðu konu og fengið hjá henni gott veganesti og fagra fyrirmynd. Þetta eru aðeins örfá kveðjuorð. Guðbjörgu var ekki kært að mikið væri talað um sig. Hún hefur lagt farsælan æviferil að baki og minn- ingin um hjartahlýju konuna mun aldrei mást úr hugum okkar syst- kinanna. Hafi hún þökk fyrir allt sem hún veitti okkur. Að lokum vil ég þakka móður minni þá sérstöku umhyggju, sem hún veitti tengdamóður sinni. Á heimili hennar og Davíðs sonar síns hlaut hún alla þá umönnun, sem hægt var að veita. Hulda Þorsteinsdóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast biaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast I síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í senJibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. + ÁSTA GUÐRÚN GUOBRANDSDÓTTIR lézt aö heimili sfnu þann 28. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram. Björn Finnbogason og synir, tengdadætur og barnabörn. lézt 12. þ.m. t ÞORBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR Sléttahrauni 26, Hafnarfiröi, Sigmar Guömundsson og synir hinnar látnu. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför INGIBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR Ljósheimum 4. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Borgarspítalans. Þóröur Guðmundsson Inga Rósa Þóróardóttir Guömundur Steingrímsson. Berglind Rós Guömundsdóttir Sunna Björk Guömundsdóttir t Þökkum samúö og vináttu viö fráfall og iaröarför SVEINBJARGAR MARÍU JONSDÓTTUR Drópuhlíö 9. Ólafur Pálsson, Páll Ólafsson Sveinbjörg M. Pálsdóttir, Ástrún Jónsdóttir Egill Þorfinnsson, Júlíus Jónsson Ingibjörg Einarsdóttir, Skúli Jónsson Jóna Sigurgeirsdóttir og aöstandendur. t Þökkum innilega samúöarkveöjur, hluttekningu og vinarhug við andlát og jarðaför fööur okkar, tengdafööur og afa SNORRA HÓLM VILHJÁLMSSONAR múrarameistara Þórisstíg 15, Ytri Njarövík Guómundur Snorrason Hólmfríður Snorradóttir Vílhjálmur H. Snorrason Anna H. Snorradóttir Sólveig Snorradóttir Eyjólfur Vilmundarson og barnabörn. Anna Þorbergsdóttir Hreiöar Guómundsson Jón Guömundsson Sigríóur Burney t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu VALGERDAR RÓSINKARSDÓTTUR Sérstakar þakklr færum vlö starfsfólkl Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri fyrir ágæta umönnun um árabil. Anna Árnadóttir Guömundur Árnason Þorgeröur Árnadóttir Hulda Árnadóttir og barnabörn. Jón Tómasson Stefanía Þóröardóttir Hjörtur Eiríksson t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúö og vinsemd við andlát RAGNHEIÐAR GÍSLADÓTTUR Bragagötu 16, Reykjavík. Starfsfólki öllu á deild 2 A St. Jósepsspítala þökkum viö umhyggju og góöa hjúkrun síöustu daga hennar. Unnur Hermannsdóttir Ursula Hermannsson Betty Hermannsson Guórún Hermannsdóttir Vigdfs Hermannsdóttir Valborg Stenager barnabörn og barnabarnabörn. Hans Guönason Svavar Hermannsson Gfsli Hermannsson Alfred Kristjánsson Ragnar Hermannsson Ragnheióur Hermannsdóttir Guðbjörg Jónsdóttir Miðdal — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.