Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 33 Á undanförnum árum hafa heyrst æ háværari raddir um að auka þurfi fræðslu fyrir börn og unglinga um kynferðismál. I umræðum þessum er gjarna spurt: „Hver á að annast þessa fræðslu? Hvenær er heppilegast að hún fari fram.“ I eftirfarandi greinarkorni reyni ég að svara þessum spurn- ingum og byggi ég svör mín að verulegu leyti á reynslu minni af starfi meðal unglinga. Fræðsla um kynferðismál ætti að vera eðlilegur liður í uppeldi allra barna, fyrst og fremst frá hendi foreldra og síðan skóla. Börn spyrja gjarnan fyrst um þessi mál upp úr þriggja ára aldri. Spurningarnar eru yfir- leitt vel afmarkaðar og vænta þau þá svars einmitt við þeim en ekki langs fyrirlesturs, oft um hluti sem þau eru alls ekki farin að velta fyrir sér. Börn sem alast upp við að þessum einföldu spurningum er svarað eðlilega og án útúrsnúninga hafa án efa meiri möguleika á að líta síðar meir á kynlíf sem einn þátt lífsins, en ekki eitthvert undar- Hvers má ég vænta? Ár barnsins 1979 UMSJÓN: Ukmt HarAarson kannarl OoAmanAn Ingt Latfaaon akóta- aQórL HaUór Amason rHMrlptaftwt- rnr —* ««-«---IKhIt- - Halla Jónsdóttir kennari: Kynfræðsla legt fyrirbæri sem lífið snýst allt um. Þau börn, sem fá þessum spurningum sínum ekki svarað af foreldrum (eða öðrum fullorðnum), fá svör hjá jafn- öldrum eða eldri krökkum og er þá ímyndunaraflið látið fylla upp þar sem þekkinguna þrýtur. Augljóst er að sú fræðsla getur oft á tíðum verið mjög varhuga- verð. Á aldrinum 10 til 11 ára er mikilvægt að búa börn sérstak- lega vel undir þær breytingar sem fram undan eru. Þeim for- eldrum, sem reynt hafa að svara spurningum barna sinna hingað til, ætti að ganga vel í þeirri umræðu. Líklegt er að margt tengt kynþroskanum hafi áður borið á góma. Æskilegt er að jafnframt því að lýsa breyt- ingunum sé skýrt til hvers þær séu og rætt um þá ábyrgð sem það felur í sér að vera kynþroska einstaklingur. Æskilegt er að fræðsla um getnaðarvarnir sé einnig veitt. Hér mætti skólinn gjarna veita liðsinni. Hann mætti einnig taka fyrir þennan undirbúning þess að unglingarnirverði kynþroska, undirstrika ábyrgð þá sem kyn- þroskanum fylgir og fræða um getnaðarvarnir. Með þessu móti ætti að vera hægt að koma í veg fyrir að unglingar viti ekkert hvað um er að vera þegar þeir verða kyn- þroska. Vitneskjan ernauðsynleg forsenda þess að þau geti gert sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem kynþroskinn leggur þeim á herðar. Mikilvægt er fyrir alla þá sem annast kynferðisfræðslu að þeir leggi áherslu á að kynlíf er einn þáttur lífsins og verður ekki dreginn út úr, þ.e. fræðsla um kynlíf sem einungis tekur fyrir hina líffræðilegu þætti þess og afneitar hinum tilfinningalegu er léleg fræðsla. Hitt er væn- legra til góðs árangurs að reyna að rækta með börnum virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Niðurlag Þeir foreldrar, sem ýta kyn- fræðsluhlutverkinu frá sér á þeim forsendum að einhver annar hljóti að sjá um það, ættu að spyrja sig að því hvort heppi- legt sé að fræðslan sé í höndum barna sem oft á tíðum hafa mjög brenglaðar hugmyndir um þessa hluti. Viljirðu stuðla að sem gæfu- ríkstu lífi barna þinna, einnig á þessu sviði, ættirðu að undirbúa þau eins vel og þú hefur mögu- leika á. Vonandi líða ekki heldur mörg ár enn án þess að allir grunn- skólanemendur fái í skólanum þá fræðslu um kynferðismál sem löngu er ákveðin. Halla Jónsdóttir kennari. Þórhalla Hjálmarsdótt- ir Siglufirði — sjötug Úlfsdalir liggja vestan Siglu- fjarðar milli Strákafjalls og Mán- árfjalls. Úlfur víkingur nam þar land og bjó í vestari dalnum, er þótti landkostameiri en sá austari. Dalabær stóð yzt í þessum dal, og mun hafa verið elzta byggð í Úlfsdölum. Engidalur var austast- ur hinnar fornu byggðar Úlfsdala. Þangað flytja árið 1925 hjónin Kristrún Snorradóttir frá Geita- felli í Aðaldal og Hjálmar Kristj- ánsson frá Hömrum í Reykjadal með stóran barnahóp. Fjölskyldan bjó þó aðeins tvö ár á Engidal, en flutti þá til Siglufjarðar. Ein dóttir þeirra hjóna, Þórhalla, gengur að eiga Sigurð Jakobsson frá Dalabæ 19. des. 1931, og hefja þau búskap á Dalabæ hinu forna höfuðbóli í Úlfsdölum. Þórhalla og Sigurður búa þar í um 20 ár, eða þar til þau bregða búi til Siglu- fjarðar árið 1950. I blóma lífsins búa þau á jörð þessari, sem ætíð var talin erfið til búskapar vcgna legu sinnar inni milli hárra fjalla, þar sem snjó- þungt var á vetrum og skriðuhætt- ur á sumrum. Heimræði var og hættulegt vegna brimasamrar landtöku við bratta strönd. Erfið- leikar voru og fleiri. Tvisvar á búskaparárunum fóru fram fjár- skipti á þeirra svæði, og er það mikil raun hverjum fjárbónda. En mótlætið efldi og sameinaði þau Þórhöllu og Sigurð til krafta- verka. Ótrúlegar sögur fara af þeim á þessum árum, Sigurði færandi björg í bú frá sjó í brimlendingu eða í snjó yfir fjöll frá Siglufirði, og Þórhöllu heima með börnin smáu, fimm að tölu, 2 stúlkur og 3 drengi; þær nú ágæt- ustu húsmæður og þeir dugandi skipstjórar á glæstum fleyum. Að auki hafði Þórhalla ætíð rými fyrir mörg börn frá Siglufirði sumarlangt. Hún var búkona mik- il, kvenskörungur. Árið 1950 flytja þau Þórhalla og Sigurður til Siglufjarðar eins og fyrr segir, og reisa sér hús nyrzt í bænum og nefna það einnig Dala- bæ. Þórhalla hefur þegar þátttöku í ýmsum félagasamtökum á Siglu- firði með sínum alþekkta dugnaði, svo sem í Slysavarnafélaginu Vörn, kvenfélaginu Von og fleiri félögum, og liggur aldrei á liði sínu, enda hress í bragði og ófeim- in að segja álit sitt á hlutunum. Hún hefir ’ tekið virkan þátt í stjórnmálabaráttunni sem liðs- maður Sjálfstæðisflokksins, og setið um 30 bæjarstjórnarfundi fyrir þann flokk, og svo mætti lengi telja. Þórhalla hefir og ort mikið um dagana eins og öll Hjálmarssystk- inin, og oft verið fengin til að flytja ljóð við ýmis tækifæri, og þar sem annars staðar boðin og búin til að veita gleði og ánægju. I heimsókn hjá vinum í Reykjavík sagði hún eitt sinn: Aloin reika ójí innan um fjoidann um ókunn stræti <>k torjf l'tnesja-harnið er utanveitu í svona fjöimennri horu. Hraðinn er mikiil en hávaðinn meiri af hjólum ok vélaun.v. Frá umferðarstraumsins óluandi hraða éu út að sjónum sný. I»ar heyri éu r<)dd sem hjarta mitt þekkir <>K huKKun sálinni her. Lognaidan feilur að fjorusandi <>K faðmar þar urðir <>u sker. Ölduujálfrið er alitaf það sama <>K eins á vorri jörð. Ifvort það er yzt við l'lfsdalastrendur eða innst við Skerjafjorð. I»okk þér iounaldan Ijufa vina þú lézt miu finna á þvi skil. Að eitthvað sem sálinni unað færir mun alls staðar vera til. Hinn 4. september 1979 mun hafa verið glatt á hjalla og hlegið dátt á Dalabæ. Frændfólk og vinir þínir Halla, sem ekki komst heim í fjörðinn fagra, hugsar 1 iI þín og þinna, og öll óskum við þér hjart- anlega til hamingju með afmælið. Megir þú áfram vera hin hressa og káta Ilalla frænka á Dalabæ um ókomin ár. F'jölskyldan Unnarbraut 1 Enskuskóli Barnanna Beina aöferöin. Börnunum er kennd enska á ensku. Leikir — myndir — bækur. Skemmtilegt nám. Kennari Miss Susan Faull Mímir, Brautarholt 4 sími10004 m Alpaábmuðiðqg Esmjöriiki hf ibaksturinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.