Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 19 Þór var þægilegur í viömóti og því gott að bera upp erindi við hann. Hvort sem hann gat leyst vandamálið eða ekki og hvort sem hann var sammála eða ekki þá var hann alltaf til viðræðu og ætíð sanngjarn. Þessir kostir Þórs gerðu samstarf við hann ávallt opið og auðvelt. Þór var einn af stofnendum Kennarafélags Iðnskólans í Reykjavík árið 1944. Við kennarar sjáum nú á bak góðum stjórnanda, vitandi að það skarð, er hann skilur eftir, er vandfyllt. Að leiðarlokum þökkum við Þór Sandholt samstarfið og vottum eftirlifandi eiginkonu hans, dóttur og öðrum aðstand- endum dýpstu samúð. Kveðja frá skólanefnd Iðnskólans i Reykjavík. Þór Sandholt, skólastjóri Iðn- skólans í Reykjavík, er látinn. Hann andaðist að heimili sínu, Laugarásvegi 33 aðfaranótt 29. ágúst s.l. sextíu og sex ára að aldri. Þór fæddist 30. mars 1913 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Þórhildur Eiríksdóttir frá Blöndudalshólum og Egill Villads Sandholt prentari, sem var einn af stofnendum prentsmiðjunnar Gutenberg 1904. Egill andaðist 16. janúar 1919. Þór stundaði framhaldsnám í architecture við háskólann í Liverpool, þar sem hann lauk prófi árið 1937. Hann var kennari við Iðnskólann í Reykjavík 1944 — 1950, aðstðarskólastjóri 1953—54 og skólastjóri 1954. Þór kom mikið við sögu byggingar- mála Iðnskólans í Reykjavík, en hann vann samkeppni um upp- drátt að nýju skólahúsi 1944. Bæði sem arkitekt og skólastjóri Iðn- skólans átti hann mikinn þátt í að skapa þá aðstöðu, er skólinn býr við í dag. Með Þór Sandholt er horfinn af sjónarsviðinu einn þeirra manna, er mestan hlut áttu að bættri iðn- og verkmenntun hér á landi s.l. aldarfjórðung. Hann ar með í ráðum við samn- ingu frumvarps til laga um iðn- fræðslu (1966) og álits Verk- og tæknimenntunarnefndar (1971) er skipti sköpum um þróun iðn- fræðslumála á íslandi. Við sem að iðnfræðslumálum vinnum eigum góðar minningar um samstarf við Þór Sandholt á þeim vettvangi. Það er skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík mikið harmsefni, að þessum samskipt- um skuli nú vera svo sviplega lokið, og víst munum við lengi geyma þaú í þakklátu minni. Með virðingu og söknuði er Þór Sandholt kvaddur. Megi minning hans verða þjóð vorri hvatning og aflgjafi á ókomnum árum, Eiginkonu Þórs, dóttur, tengda- syni og dóttursyni er vottuð dýpsta samúð. Kveðja frá Sambandi iðnskóla á íslandi og Iðnskólaútgáfunni Þór Sandholt skólastjóri, sem miðvikudaginn 5. þ.m.var kvaddur hinstu kveðju, var fyrst kosinn formaður stjórnar Sambands iðnskóla á íslandi árið 1954 eða sama árið og hann varð skóla- stjóri Iðnskólans í Reykjavík. Þór gegndi formennsku í stjórn sambandsins alla tíð síðan og formaður stjórnar Iðnskólaútgáf- unnar frá 1958. Frá því iðnfræðslulögum var breytt vorið 1966 og S.I.I. eignað- ist fulltrúa í Iðnfræðsluráði, tók Þór þar sæti sem fulltrúi sam- bandsins og átti þar sæti til dauðadags. Það er ekki tilviljun sem ræður þegar sami maður gegnir slíkum ábyrgðarstörfum fyrir samtök í jafn langan tíma og Þór gerði fyrir S.I.Í. en þó lykilhlutverk Iðnskólans í Reykjavík varðandi iðnfræðslu í landinu hafi ráðið einhverju um, þá er það fyrst og fremst maðurinn sem í starfið velst sem máli skiptir. Iðnfræðslumál hafa á þessu 25 ára tímabili tekið miklum og margvíslegum breytingum og hef- ur S.I.Í. undir formennsku Þórs reynt eftir megni að hafa hönd í bagga með þróuninni og með starfrækslu Iðnskólaútgáfunnar og Iðnskólabúðarinnar reynt að þjónusta iðnfræðsluskólana með aðdrætti kennslugagna og útgáfu kennslubóka. Samband iðnskóla á íslandi vill með þessum fátæklegu orðum þakka Þór Sandholt fyrir vel unnin störf í þess þágu og iðn- fræðslunnar en jafnframt vill sá er þessar línur ritar, þakka honum stuðning við sig í starfi sínu sem starfsmaður sambandsins. Eiginkonu Þórs frú Guðbjörgu, dóttur, tengdasyni, dóttursyni og öðrum aðstandendum, vottum við dýpstu samúð. Þórarinn B. Gunnarsson. í kristniboðsstarfinu er lögð áherzla á að ná til barnanna. Myndin er frá Eþíópíu. Kristni- boðskaffí ÁRLEG kaffisala Kristniboðs- félags karla í Reykjavík verður að þessu sinni sunnudaginn 16. september í kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13, og hefst kl. 15 síðdegis. Eins og kunnugt er, starfa nú tvenn íslenzk hjón í Eþíópíu að kristniboði, og í Kenýu eru ein hjón að reisa kristniboðs- stöð í Pókothéraði. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til kristniboðsstarfsins. Verður hellt upp á könnuna allt til kl. 23 um kvöldið. Skáksamband- ið gefur út handbók SKÁKSAMBAND íslands hefur gefið út lausblaða- handbók til leiðbeiningar fyrir þá sem iðka skák og standa fyrir skák- keppnum. 1 bókinni eru skáklög og keppnisreglur Alþjóða- skáksambandsins, sem Gunnar Gunnarsson al- þjóðlegur skákdómari, Högni Torfason og Þráinn Guðmundsson hafa þýtt, en tveir þeir síðarnefndu eru stjórnarmenn S.í. og rit- stjórar handbókarinnar. Þá eru einnig í bókinni reglur FIDÉ um hraðskák, um- ferðartöflur, skýringar á keppnisformum og röðun í mótum og keppnisreglur Skáksambands Islands. í frétt frá S.í. segir að ætlunin sé að gefa út allar breytingar, sem verða á skáklögum, þannig að eig- endur handbókarinnar geti þá skipt um blöð í bókum sínum. Norðurlandamótið í skák: Sveit Álfta- mýrarskóla sigurvegari SKÁKSVEIT Álftamýrarskólans í Reykjavík varð sigurvegari í Norð- urlandamóti grunnskóla, sem ný- iega lauk í Sandsnes i Noregi. Er þetta annað árið í röð, sem sveit Álftamýrarskóla verður Norður- landameistari í skák. Islenzka sveitin hlaut 16 vinninga af 20 mögulegum, danska sveitin varð önnur með 13xk vinning, finnska sveitin hlaut 11 xk vinning, A-sveit Noregs hlaut IOV2 vinning, B-sveit Noregs hlaut 5 vinninga og sænska sveitin hlaut 3 '/2 vinning. I sveit Álftamýrarskóla voru Jóhann Hjartarson, Árni Árnason, Páll Þórhallsson, Lárus Jóhannesson og Gunnar Freyr Rúnarsson. Farar- stjórar voru Ragnar Júlíusson skóla- stjóri og Ólafur H. Ólafsson ung- lingaleiðtogi Taflfélags Reykjavíkur. Að mótinu loknu fór fram hrað- skákmót og urðu íslenzku drengirnir einnig efstir þar, hlutu 26 vinninga af 36 mögulegum. Þess má geta, að Jóhann Hjartarson, sem tefldi á 1. borði, vann allar sínar skákir og hann hlaut einnig hæsta vinnings- hlutfall allra keppenda í hraðskák- mótinu. Opið til hádegis morgun laugardag a 7 12 VERIÐ VELKOMIN m TT(o)[ð)DR{] 35020 LAUBALÆK NÝTT OG MEIRA VATNSNUDDTÆKI GROHE vatnsnuddtækið hefur breytst í útliti og aukið hefur verið við notagildi þess. Lögun nýja tækisins er nú þannig að fólk á mun betra með að stýra bununni á t.d. axlir og mjaðmir. GROHE vatnsnuddtækið hefur náð vinsældum hér á íslandi eins og erlendis. Það hefur reynst þeim sem þjást af gigt, vöðvabólgum og þess háttar sérstaklega vel. Hægt er að mýkja og herða bunu tækisins að vild, þannig að hver og einn getur haft vatnsnuddið eins og hann helst kýs. GROHE vatnsnuddtækið er hægt að tengja við gömul blöndunartæki jafnt sem ný. Leitið upplýsinga, verið ekki lengur án GROHE vatnsnuddtækisins. GROHE - brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki á sviði blönd- unartækja. RR BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.