Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 13 Lif og f jör á sveitaballi. Mjólkurbillinn er árgerð 1928 af Chervolet. F.v. á myndinni er Jón Þórisson leikmyndagerðarmaður og Jón Hermannsson framkvæmdastjóri myndarinnar. Slene 38, slate 197 take 1 æpti Ingibjörg Briem aðstoðarmaður leikstjóra og stökk siðan i burtu um leið og kvikmyndatakan hófst. 19 ára gömul einkadóttir hjón- anna í Gilsbakka, þar sem Einar býr með föður sínum. Þegar Einar ákveður að selja Gilsbakka og flytjast í kaupstaðinn, gerir hann það án þess að ráðgast við Margréti, en þegar hann vill að hún komi með sér er hún á báðum áttum,“ sagði Guðný. Guðný sagðist læra hlutverkið jafnóðum fyrir hverja myndatöku þannig að hún þyrfti ekki að læra langar rullur í einu. „Þetta er auðvitað mjög gaman, en mikil vinna,“ sagði Guðný, er við spurðum hana hvernig hún kynni við sig sem leikkona. „Allavega er þetta mun skemmti- legra en að vinna í banka,“ sagði Guðný hlæjandi, en hún vann við bankastörf áður en hún fór norð- ur, til að leika hlutverk Margrétar. Guðný sagðist stefna að því að skila hlutverki sínu eins vel og hún gæti, en hún hefði engin framtíðarplön varðandi leikstörf. „Það væri þó gaman að prófa eitthvað meira á þessu sviði, en ég geri ekki ráð fyrir að fara út í það fyrr en að loknu stúdentsprófi." Vill á mölina Sigurður Sigurjónsson fer með hlutverk Einars, sonar Ólafs á Gilsbakka. Sagði hann að þetta væri fyrsta alvörubíómyndin, sem hann léki í, en hann hefði áður leikið í sjónvarpsmyndinni Skrípaleikur, sem sýnd var í sjónvarpinu í fyrra, auk þess sem hann leikur hjá ÞjóÖIeikhúsinu. „Ég gæti vel hugsað mér að verða kvikmyndastjarna, þó að ég hafi nú engin ákveðin markmið í þeim efnum,“ sagði Sigurður hlæj- andi. „Einar er ágætisstrákur, sem vill komast á mölina sem fyrst. Hann fórnar öllu fyrir þá löngun sina og drepur allt og selur allt til að losna burt úr sveitinni. Ég skil hann að mörgu leyti ekki. Þó býst ég nú frekar við að ég hefði gert það sama og hann í hans sporum." En hvernig skyldi vera að leika í svona kvikmynd? „Skemmtilegt erfiði,“ sagði Sigurður og við verðum að trúa honum, því hann hefur reynsluna. „Tekur mikið á þolinmæðina" Eitthvað kom Ólafur, faðir Einars okkur kunnuglega fyrir sjónir, en hann er sem áður segir leikinn af Jónasi Tryggvasyni. Málið skýrist þegar það upp- götvaðist að Jónas er bróðir Árna Tryggvasonar, en þeir bræður eru nauðalíkir. Jónas sagðist lítið hafa komið nálægt leiklist áður, en í fyrra fór hann með hlutverk í Skrípaleik Gísla Ástþórssonar. „Mér finnst mjög gaman að þessu, en það tekur mikið á þolin- mæðina,“ sagði Jónas. „Ég hef aldrei lært neitt I leiklist, svo að segja má að ég sé áhugaleikari. Það eina sem ég kann lærði ég fyrir mörgum árum, þegar Ævar Kvaran kom norður tii Siglufjarðar og setti upp leikrit með áhugaleikurum á Siglufirði.“ Jón Þórisson leikmyndagerðarmaður málar númer á eitt ökutækið, sem notað er i myndinni. Bílar og hundar íara líka með hlutverk Það eru fleiri en mennirnir, sem fara með hlutverk i Land og sýnir, því að hundurinn Kolur ogetveir fornlegir bílar koma þar líka við sögu. Kolur er leikinn af hundinum Dýra, en hann er frá Ytra-Garðs- horni í Svarfaðardal. Dýri mun hafa skiiað hlutverki sinu mjög vel, en er þó stundum tregur til að taka þátt í æfingum. Um leið og kvikmyndatökuvélarnar fara í gang færist hann allur í aukana og skilar hlutverki Kols eins og best verður á kosið. Bílarnir tveir, sem um ræðir, eru komnir nokkuð til ára sinna. Sá eldri er árgerð 1919 af Dixie Flyer og er talið að hann sé næst elsti bíll á íslandi. Töluvert þurfti að lagfæra hann, áður en hægt var að nota hann í myndinni. Til dæmis þurfti að panta undir hann hjólbarða alla leið frá Indlandi. Hinn bíllinn er njólkurbíllinn, sem ekur um sveitina. Það er árgerð 1928 af Chevrolet, en það voru algengir mjólkurbílar á þeim tíma sem myndin gerist. Bíllinn er ættaður frá Espigerði frammi í Eyjafirði. Alíslensk framkvæmd Kvikmyndin Land og synir er íslensk sveitasaga, sem gerist á kreppúarunum og eru það eingöngu íslendingar, sem að henni vinna. Kvikmyndin er ætluð til sýn- inga í kvikm.vndahúsum og er hún tekin á 35 mm filmu. Kvikmynda- tökustjórinn er Sigurður Sverrir Pálsson, en aðstoðarmaður hans er Ari Guðmundsson. Hljóð- upptaka er í höndum Friðriks Stefánssonar, en aðstoðarmaður hans er Hjörtur Gíslason, sem jafnframt sér um rafmagn og ljós. Leikmyndagerðamaður er Jón Þórisson, en honum til aðstoðar er búningameistari og hárgreiðsludama. - A.K. Kvikmyndatakan tók langan tima og kalt var að standa úti. Sumir brugðu þvi á það ráð að hlaupa til að halda á sér hita. Hér sjást þeir Jónas Tryggvason (í gervi ólafs) og Friðrik Stefánsson hljóðupptöku- maður hlaupa saman. Hundurinn Dýri leikur Kol í myndinni. Hann er iítið fyrir að taka þátt í æfingum, en leikur þess betur þegar kvikmyndatökuvélarnar fara í gang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.