Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Ingibjörg Einarsdótt ir — Minningarorð Fædd 11. júní 1893 Dáin 13. ágúst 1979 Mig langar að minnast með örfáum orðum kærrar vinkonu móður minnar. Ingibjörg Einarsdóttir var mér svo hjartfólgin allt frá því ég kynntist henni sem smátelpa. í öllu sínu fasi og verki blés traustið á móti manni. Hjónin Ingibjörg og Guðmundur Gunn- laugsson prentari voru alveg ein- stæð. Eftir því sem árin liðu kunni ég æ betur að meta þessi einstöku tryggðatröll, sem voru mjög mikl- ir vinir mömmu og pabba. Guðmundur andaðist 1968. Afram hélt Ingibjörg sinni reisn. Hún minnti mig oft á að svona langar mig að vera, þegar ég verð görriul. I anda varð hún ekki gömul, því að minni hennar og æðruleysi voru með sérstökum ágætum. í framkomu var hún svo hrein og fáguð og myndarleg húsmóðir var hún. Eg man sér- staklega eftir höndunum hennar, ég hugsaði alltaf „úr þessum höndum hlýtur allt gott að koma". Handtakið var mér líka hugstætt, það yljaði mér um hjartarætur að seint mun gleymast, tryggðin og traustið sem því fylgdi. í lífi sínu var hún nægjusöm og hamingjusöm með allt sem hún talaði um. Elskulega dóttur átti hún, sem hún mat mikils, Guðríði píanókennara, gifta Sveini Helga- syni gjaldkera. Ástsælan son átti hún, Jóhannes húsgagnasmið, kvæntan Þóru Sigurðardóttur. Mér er líka hugleikið, hvernig hún talaði um fósturdóttur sína, Erlu Þórðardóttur, sem kom til hennar nýfædd með móður sinni, Þórdísi. Ingibjörg talaði um Erlu, eins og hún væri dóttir hennar. Erla er gift Richard Jónssyni verkstjóra. Líka var hún sönn amma, þegar hún talaði um barnabörnin. Mér finnst heiður að hafa átt svo löng kynni af Ingibjörgu. Þegar við lítum til baka hefur tíminn liðið fljótt, og við vitum, að hann heldur áfram. Öllum ættingjum votta ég og fjölskylda mín innilega samúð. Blessuð sé minning góðrar konu. Karítas Guðmundsdóttir. Ingibjörg Einarsdóttir andaðist 13. ágúst í Landspítalanum og fór jarðarför hennar fram frá Dómkirkjunni þann 24. sama mánaðar. Jóhanna Kristín Ingibjörg eins og hún hét fullu nafni var fædd hinn 11. júní 1893 að Norðurgarði á Skeiðum. Voru foreldrar hennar þau hjónin Einar Árnason frá Brekku á Álftanesi og Jóhanna Jóhannesdóttir frá Stokkseyri. Þau giftust árið 1891 og bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í Norðurgarði, fluttust svo til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í litla húsinu við Bergstaðastræti 39, þar sem nú er húseignin „Þingholt". Einar byggði það hús sjálfur, en hann vann lengi við húsbyggingar. Eftir að aldurinn færðist yfir og hann hætti því starfi var hann umsjónarmaður með Hljómskála- garðinum. Þau hjónin Einar og Jóhanna eignuðust 5 börn og var Ingibjörg elzt þeirra. Synina fjóra misstu þau á ýmsum aldri: Guðmund Sigvalda þriggja vikna, annað Guðmund Sigvalda 4 ára, Jóhannes 15 ára og Björgvin Sólmund 24 ára. Af þessu má sjá, að ganga þeirra hjóna gegnum lífið hefir ekki verið létt. Jóhanna andaðist árið 1937, en Einar 1949. Ingibjörg aflaði sér nokkurar menntunar á yngri árúm eftir því sem ástæður leyfðu. Hún undirbjó sig fyrir kennslustörf og var um skeið farandkennari í Þingvalía- sveit, Kjós og víðar. Á sumrum vann hún við sveitastörf, síðar við verzlunarstörf, meðal annars við afgreiðslustörf hjá Sigurði Gunnlaugssyni bakarameistara að Hverfisgötu 41. Þar kynntist hún bróður Sigurðar, Guðmundi Gunnlaugssyni prentara og giftist honum 30. október 1915. Eignuðust þau hjónin 2 börn, Guðríði píanókennara, sem er gift Sveini Helgasyni, skrifstofu- manni, og Jóhannes, sem er hús- gagnasmiður og kvæntur Þóru Sigurðardóttur. Ennfremur ólst upp á heimili þeirra Erla Þórðar- dóttir, er kom þangað er hún var 4 mánaða gömul ásamt móður sinni Þórdísi Guðmundsdóttur. Voru þær mæðgur þar til heimilis þar til Erla giftist, en hún er gift Richardi Jónssyni verkstjóra. Þau Guðmundur og Ingibjörg bjuggu um skeið sín fyrstu hjúskaparár í Réttarholti í Soga- mýri og stunduðu þar búskap. Síðar skiptu þau á þeirri eign og húsinu við Barónstíg 11 og bjuggu þar til dauðadags. Haustið 1932 fluttist faðir minn ásamt okkur börnum hans á Barónstíg 11, en hann var þá orðinn ekkjumaður. Viku seinna fluttu þau Guðmundur og Ingi- björg með fjölskyldu sína í húsið. Sambúð fjölskyldnanna var ekki tjaldað til einnar nætur, því sam- búðin varaði í 43 ár. Eftir að faðir minn andaðist vorið 1968, bjó systir mín þar áfram ásamt syni sínum Kristjáni Jóni, þar til þau fluttu í eigið húsnæði. Þau Guðmundur og Ingibjörg voru ágætt sambýlisfólk, eins og bezt verður á kosið. Voru náin tengsl milli fjölskyldnanna og má segja, að þær hafi verið eins og ein fjölskylda í húsinu. Systursonur minn var fæddur í húsinu, og var hann kallaður Nonni er hann var drengur. Komu þau hjónin ávallt fram við hann eins og hann væri þeirra eigin sonur, enda kallaði hann Ingibjörgu ömmu sína, og aldrei gleymdu þau afmælisdögum hans. Fæddur 11. júlí 1912. Dáinn 27. ágúst 1979. Þegar mér barst tilkynning frá Landspítalanum um andlát Egils mágs míns og góðvinar, þá kom það mér ekki á óvart, þótt manni finnist oftast slíkar fregnir ótíma- bærar, en öll verðum við að hlýða kallinu, hvernig svo sem á stend- ur. Egill Ólafsson var sonur hjón- anna Þóru Björnsdóttur frá Sveinskoti á Álftanesi og Ólafs Ólafssonar sjómanns frá Djúpa- vogi. Þau settust að í Reykjavík og framtíðin litin björtum augum þar til snögglega dró ský fyrir sólu, þegar Þóru barst. andláts- fregn eiginmanns síns 1. nóvemb- er 1916. Þá stóð hún uppi með 6 börn, það elsta 15 ára, en það yngsta á fyrsta ári. Tveim börnum sínum kom hún í fóstur, þeim Sylvíu og Ólafi, sem var yngstur, en hélt heimili með elsta syni sínum Ingvari Þorsteini (látinn), Kristínu, Jóni (látinn) og Agli, sem var næstyngstur systkina sinna. Þótt æska Egils og unglingsár væru döpur, þá lét hann sitt ekki eftir liggja og tók til starfa strax og hann hafði þrek til, en lífið er ef til vill ein orsakakeðja, eins og mörg dæmi sanna. Það birti upp, þegar hann var svo lánsamur að fá vinnu í Blikksmiðju J.B. Péturssonar, Ægisgötu 10. Þar vann Egill óslitið í meira en 30 ár. Egill var vinnuglaður, stundvís og iðinn, enda í eðli sínu varkár og fumlaus. Hann komst fljótt upp á lag með að vinna með margs konar vélum undir stjórn Péturs Kristinssonar, en þegar hann tók við yfirverkstjórn lét hann Egil leiðbeina öðrum óvönum og sýndi honum þannig fullt traust, enda Jóhannes og Þóra bjuggu í húsinu eftir að þau giftust og varla leið svo dagur,. að dætur þeirra, er þær voru börn, heim- sæktu ekki föður minn, sem þá var orðinn háaldraður, til að sitja hjá honum í herberginu og rabba við hann. Það stytti honum stundirn- ar, og þær virtust hafa ánægju af þeim heimsóknum, enda kölluðu þær hann ávallt afa. Þyrfti systir mín að bregða sér eitthvað frá, voru þær alltaf reiðubúnar að sitja hjá honum. Þær kölluðu það „að passa hann afa“. Ingibjörg var væn kona og fríð, virðuleg í allri framkomu og höfð- ingi heim að sækja. Hún átti við vanheilsu að stríða seinustu árin og var rúmliggjandi í Land- spítalanum vegna ólæknandi sjúk- dóms. Þar kvaddi hún lífið í sátt við alla. Ég þakka Ingibjörgu hjartan- lega fyrir samfylgdina í lífinu og sérstaklega fyrir þá einstöku vinsemd, sem hún og þau hjónin ásamt fjölskyldu þeirra auðsýndu föður mínum, systur og systursyni meðan þau áttu þar heimili. Megi blessun guðs fylgja henni á þeirri leið, sem hún hefir nú lagt út á. Aðstandendum hennar votta ég mína innilegustu samúð. Bjarni R. Jónsson. urðu þeir mestu mátar, sem og allir þeir, er unnu með Agli samfellt. Þegar Egill hóf störf hjá ofan- greindu fyrirtæki þá bjó hann einn systkina sinna hjá móður sinni svo ég bauð honum að flytjast til okkar vegna þess hve stutt leið var á vinnustað og þáði hann þetta. Nokkrum árum seinna rýmkaðist um húsnæði hjá okkur og bað Egill um það, sem var auðsótt. Bað hann einnig um að mega taka unnustu sína, Þórunni Ólafsdóttur, til sín, sem okkur þótti sjálfsagt og bjuggu þau hjá okkur uns þau fluttust að Hátúni 10A 1972. Mér er ljúft að geta þess, að aldrei höfum við haft umgengnis- betri né hreinlegri leigjendur og ég furðaði mig á, hve snyrtilega Þórunn gat komið hlutunum fyrir í þröngu húsnæði ásamt því að vinna úti meðan heilsa entist. Þórunn átti dóttur fyrir, sem þá var nærri uppkomin, Sylvíu Georgsdóttur, og leit hún á Egil sem góðan vin og því einlægari, sem árin liðu. Þegar Sylvía giftist sínum ágæta manni, Eiríki Her- varðssyni frá Akranesi, og þau settust þar að, létu þau eitt barna sinna bera nafn Egils og staðfestu þar með vináttu sína til hans. Get ég vel hugsað mér, að Egill hafi vikið litla nafna sínum lítilræði á afmælis- og tyllidögum, enda köll- uðu öll börn þeirra hjóna Egil afa og fór hann oft upp á Skaga til þess að sjá litla snáðann og fjölskylduna, sem alltaf tók á móti honum með innilegri gleði og ánægju. Það mun hafa verið árið 1974 að Egill veiktist snögglega við vinnu sína og var fluttur umsvifalaust á spítala. Hann komst furðufljótt til vinnu aftur, en veikindin ágerðust Egill Olafsson iðn- verkamaður - Minning Sigurbjörg Einarsdótt- ir kaupkona - Minning Fædd 14. júní 1888 Dáin 8. júlí 1979 „Sælir eru hógværir“ „Sælir eru miskunnsamir44 Þessi orð FjallræÖunnar koma mér í hug, nú þegar ég minnist nýlátinnar velgjörðar og vinkonu minnar Sigurbjargar Einarsdótt- ur fyrrv. kennslukonu og síðar kaupkonu. Hún fæddist að Enda- gerði á Miðnesi þann 14. júní 1888. Foreldrar hennar voru þau mætu hjón: Einar Jónsson sjóm. og bóndi í Endagerði og Margrét Hannesdóttir frá Prestshúsum í Mýrdal. Sigurbjörg er aðeins tíu ára gömul þegar faðir hennar drukknar, elst þriggja systkina. En móðir þeirra lét ekki bilbug á sér finna, heldur hélt búskap og útgerð áfram af einbeitni og dug. Fjórtán ára gömul er Sigur- björg komm í Kvennaskólann í Reykjavík, sem þá var undir stjórn frú Þóru Melsted, og lauk hún þaðan prófi eftir tveggja vetra nám — Kennarapróf frá Flensborgarskólanum leysti hún af hendi 1908. — Og 1909 sótti hún kennaranámskeið hér, sem séra Magnús Helgason, sá kunni skóla- maður, stýrði og stjórnaði. — Síðan hóf Sigurbjörg kennslu við barnaskólana í Sandgerðis- og Hvalsneshverfi á Suðurnesjum, aðeins 16 ára gömul. Fór henni kennslan svo vel úr hendi að orð fór af. Hún var glæsileg stúlka, skarpgreind, og naut án allrar fyrirhafnar, bæði viðringar og hlýðni hinna ungu nemenda sinna. Frá þessum ungu árum Sigur- bjargar líða áratugir, þar til leiðir okkar liggja saman. Það gjörist í sambandi við prestsþjónustu mína sem aukaprests í austustu hverf- um Reykjavíkur þá, — á vegum sóknarnefndar og sóknarpresta Dómkirkjusafnaðarins. Hafði samist svo við skólastjóra og skólanefndina þar innra, að mess- urnar færu fram í skólastofu í upphafsálmu Laugarnesskólans, sem þá stóð þar ein og tiltölulega nýbyggð. Stefnt var að því, að þær hæfust rétt fyrir jólin 1936. Það tókst. Fyrsta messugjörðin fór þar fram þann 13. desember 1936. Einhver hafði skotið því að mér, að þótt messurnar yrðu auglýstar í blöðum, væri ekki verra að setja skrifaða auglýsingu í eina búð eða svo, þarna í hverfinu. Á horninu á Laugarnesvegi og Sundlaugavegi, stóð þá reisulegt og traust, gult steinhús, sem stendur þar enn. Og í horni kjall- arahæðar var verzlun. Ég sá að talsvert var gengið þar út og inn, svo auðséð var að þarna komu margir. Þetta hús reyndist eign systkin- anna velmetnu frá Endagerði á Miðnesi, þeirra Sigurbjargar fyrr- um kennara, sem nú hafði gjörst vel metin kaupkona þarna á horn- inu, Rannveigar systur hennar, sem látin er fyrir all-löngu síðan, og Sveinbjarnar bróður þeirra, skipstjóra og útgerðarmanns. Sveinbjörn, sem var harðduglegur framkvæmdamaður, var kvæntur Guðmundu Jónsdóttur frá Eyrar- bakka, af Bergsætt. Þau eignuðust tvo velgjörða myndarsyni: Ingi- mar flugstjóra, sem kvæntur er Helgu Zoéga, og Einar fiðluleikara og konsertmeistara í Malmö í Svíþjóð, sem kvæntur er Hjördísi Vilhjálmsdóttur frá Siglufirði. Eru þau Sveinbjörn og Guðmunda látin fyrir all-löngu síðan. Sigur- björg gekk tveim frænkum sínum í móðurstað, þeim Sigríði (Sirrí) Sigurðardóttur og Mörtu Elías- dóttur. Var hún þeim bæði félagi þegar á leið og þar kom að hann treysti sér ekki til að vinna fullan vinnudag. Hið ágæta fyrirtæki bauð Agli að koma til vinnu og haga vinnutíma sínum að eigin ósk svo um tíma vann hann aðeins part úr degi. Vinnugleði hans og þrautseigja var nær takmarka- laus, en að lokum neyddist hann til að gefast upp. Ég hef margs að minnast í samveru okkar Egils. Hann hafði gaman af ferðalögum og silungs- veiðum svo ég bauð honum oft með mér í ferðalög meðan ég þurfti að ferðast vítt og breitt um landið. Tókum við þá veiðarfæri með svo hann gæti veitt meðan ég hefði öðrum störfum að sinna, en þegar við veiddum saman þá fékk hann oftast 2 meðan ég náði einum. Ég sakna Egils, en ylja mér við minningar um góðan vin. Sé til önnur veröld æðri okkar, hlýtur slíkur maður að eiga góða heima- von í nýjum heimi. Þórunni og öðrum ástvinum sem og systkinum flyt ég djúpar samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng verða þeim til styrktar. Oddur Oddsson. Afmœlis- og minningargremar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta 3agi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.