Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 I eldhúsinu á Bakkakoti, þar sem Einar býr með íöður sinum Ólafi. Á myndinni f.v. Friðrik Stefánsson hljóðupptökumaður, Guðný Ragnarsdóttir. Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður ok Hjörtur Gislason sem sér um ljós og rafmagn. . . .... Ljósm.: Knstmn. •rlygur frá Máná er ieikinn af 'orvarði Helgasyni. Hann er káldið, sem kemur frá útlöndum I að vitja æskustöðvanna og mnfærast um það að ekki sé ess virði að vera i sveitinni. Með onum í ferðinni er innfluttur anskur bílstjóri, sem leikinn er f Steindóri G. Steindórssyni. arartækið, sem þeir félagar aka um sveitina er árgerð 1919 af 'ixie Flyer. Sveita- maðurinn vill komast á mölina Fylgst med kvikmyndatöku á Land og synir Margrét (Guðný Ragnarsdóttir) undirbúin fyrir upptöku. í atriðinu á hún að heimsækja Einar í Bakkakoti og þarf því auðvitað að líta vel út. Hárgreiðsludaman heitir Fríða borsteinsdóttir. í rigningarsudda og niðamyrkri er ekið sem leið liggur í norðurátt frá Akureyri, en ferðinni er heitið að Húsabakkaskóla í Svarfaðar- dai. Er blaðamaður og ljósmynd- ari Mbl. aka í hlað tekur hundur- inn Dýri vingjarnlega á móti okkur er við göngum í bæinn. Þar eru flestir gengnir til hvílu, því morguninn eftir er áætlað að byrja daginn snemma. Norður í Svarfaðardal er nú ’ unnið að kappi að kvikmyndun á „Land og synir“, og var ætlun okkar með heimsókninni að fyigj- ast þar með gangi mála. Kvik- myndin Land og synir er unnin eftir samnefndri sögu Indriða G. Þorsteinssonar og fjallar hún um tengsl mannsins við sveitina, dýr- in og náttúruna og hvernig hann reynir að slíta sig burt. Sögu- persónan er ungur maður, að nafni Einar. Hann stundar búskap með gömium dauðvona föður sín- um, en hefur mikinn áhuga á að komast á mölina og er reiðubúinn að fórna öilu til þess. Inn í þennan efnisþráð fléttast ástamál Einars og Margrétar, dóttur bóndans á næsta bæ. Mikið af óreyndum leikurum Um hundrað manns koma fram í myndinni og fara þeir með mismunandi stór hlutverk. Margir hafa aldrei leikið áður og hefur fólk af bæjum í Svarfaðardal og frá Dalvík fengið til að vera með í mannmörgum atriðum. Til dæmis þurfti fjölmenni að vera viðstatt útför föður Einars og á sveitaballi, sem haldið er í myndinní. Flestir þeir, sem fara með stærri hlutverk í myndinni, hafa eitthvað komið nálægt leiklist áður, þó mismunandí mikið. Með aðalhlutverk í myndinni fer Sigurður Sigurjónsson, sem leikur Einar. Ólaf föður hans leikur Jónas Tryggvason, en Margréti unnustu Einars leikur Guðný Ragnarsdóttir. Þetta er hennar fyrsta hlutverk, og hefur hún lítið sem ekkert komið nálægt ieiklist áður. Hlutverk Tómasar, föður Margrétar, er í höndum Jóns Sigurbjörnssonar en Guðrúnu móður hennar leikur Sigríður Hafstað. Framkvæmdaraðili myndarinn- ar Land og synir er ísfilm sf., en að því fyrirtæki standa þeir Indriði G. Þorsteinsson, Jón Her- mannsson og Ágúst Guðmunds- son. Sögðu þeir að markmiðið með gerð myndarinnar væri að reyna að gera sér grein fyrir því hvort hægt sé að gera mynd á íslandi á venjulegum viðskiptagrundveili. Upphafleg kostnaðaráætlun við gerð myndarinnar hljóðaði upp á 50 milljónir, en gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði meiri, þótt ekkert endanlegt verði um það vitað, fyrr en verkinu er lokið. Kvikmyndasjóður veitti 9 milljón króna styrk til kvikmyndagerðar- innar, en afganginn sögðust þeir félagar hafa fengið lánað, gegn veði í íbúðarhúsum þeirra. Framkvæmdastjóri við kvik- myndagerðina er Jón Hermanns- son, en handritshöfundur og leik- stjóri er Ágúst Guðmundsson. Sagðist Ágúst hafa byrjað á að semja handritið í fyrrahaust, en ráðgert væri að frumsýna mynd- ina samtímis á þrem stöðum á landinu í febrúar á næsta ári en ekki væri enn búið að ákveða hvar það yrði. Að sögn Jóns Hermannssonar er kvikmyndatakan nú vei hálfnuð, en hún e mjög árstíða- bundin og er að taka atriði, sem fjalla um smaiamennsku og réttir, en slikt er mjög erfitt að setja á svið bg því er ráðgert að nota alvöruréttir við kvikmyndatök- una. Sagði Jón ennfremur að veðrið hefði verið þeim dálitiil höfuðverkur, því varla væri hægt að tala um að það hefði verið sumar fyrir norðan, og ekki hefði komið svo slæmt sumar á þessum slóðum í manna minnum. Að öllu forfallalausu er búist við því að kvikmyndatökunni verði lokið upp úr 20. september. ólíkt skemmtilegra en að vinna í banka Guðný Ragnarsdóttir var í hópi margra stúlkna, sem prófaðar voru í hlutverk Margrétar. Upphaflega var ráðgert að Ragn- hildur Gísladóttir færi með hlut- verkið, en þar sem útköll Bruna- liðsins fóru ekki saman við æf- ingar Ragnhiidar var Guðný fengin í staðinn. Guðný er sextán ára nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og er þetta -í fyrsta sinn, sem hún kemur nálægt leiklist. Að sögn Ágústs Guðmundssonar var mikið lagt upp úr því að fá rétta „týpu“ til að leika hlutverkið. „Við vorum að leita að holdtekju Skagafjarðar. Margrét er stúlka, sem heldur tryggð við sveitina og heimabyggð sína og stúlkan, sem við leituðum að þurfti að vera nokkurs konar ímynd sveitalífs," sagði Ágúst. „Ég hef alltaf haft áhuga á leiklit, en þetta er mitt fyrsta hlutverk," sagði Guðný. í fyrra vetur hafði ég leiklist sem val- grein í skólanum, og hefur það komið mér að dálitlu gagni í hlutverki Margrétar." Guðný sagði að Margrét ætti að vera frekar ákveðin manngerð, en þó ekki hryssingsleg. „Margrét á að vera svona 17 til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.