Morgunblaðið - 22.09.1979, Page 13

Morgunblaðið - 22.09.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 13 Friórik Sophusson alþm: Brostnar forsendur fyrir beinum samningum Sighvatur Björgvinsson sagði, að tveir af meginþáttum frumvarps- ins væru í andstöðu við stefnu Alþýðuflokksins. Þannig bar fjárlagafrumvarpið að í fyrra. Eftir því sem sögunni vindur fram, skýrast einstakir þættir þeirrar deilu, sem hér hefur verið bryddað á. Athyglis- vert er, að á þessum september- dögum núna er að vakna ný deila um fjárlagafrumvarp næsta árs og hefur raunar staðið síðan í júní. Og á sama hátt og öllum deilum um kjördæmamálið hefur lyktað með fjölgun þingmanna, — eins hefur farið um deilur þessar- ar ríkisstjórnar um ríkisfjármál- in: Á þeim hefur verið sá eini endir, að nýir skattar hafa verið lagðir á þjóðina. Á móti sjálfum sér Þegar flett er blöðum þeim, sem annálar bandamanna eru skráðir á, undrast maður, hversu oft deilt er og út af hverju. Þannig kemur það fram í október í fyrra, að Hjörleifur Guttormsson orkuráð- herra hefur lagt höfuðkapp á, að dregið skyldi úr framkvæmda- hraða við Hrauneyjafossvirkjun af því að hann hafði gefið það kosningaloforð fyrir austan, að ráðizt skyldi í Bessastaðaárvirkj- un: Þar sem Hallormur helgaði staðinn er Hjörleifur kominn í stað- inn. Til Bessíar fer með sitt virkjunarver. Sökum vatnsleysis bættur er skaðinn. Á þinginu snerist þessi ráðherra síðan gegn margvíslegum fram- kvæmdum í orkumálum svo sem borun við Kröflu, sem hann greiddi atkvæði á móti, og marg- víslegum framkvæmdum öðrum, sem Þorvaldur Garðar Kristjáns- son hafði frumkvæði að. Eftir að þingi var slitið reyndi hann síðan að taka þessi mál upp innan ríkisstjórnarinnar, en með mis- jöfnum árangri. Ekki mun hann hafa sína fyrri afstöðu til Hraun- eyjafossvirkjunar eða borana við Kröflu í hámæli nú, enda lýsir hún fádæma sofandahætti varðandi þróun orkumála. Magnús Kjartansson skrifaði grein, „Kom, kom, kom í frelsis- herinn", þar sem hann gerði góð- látlegt grín að skrifum Þjóðvilj- ans um vaxtamál og sagði það grundvallaratriði, að menn áttuðu sig á þeirri staðreynd, að verð- bólgan ásamt lágum vöxtum væri „gróðamyndunaraðferðin á Islandi". Þetta hafa ritstjórar Þjóðviljans ekki skilið enn og þaðan af síður Lúðvík Jósepsson. Og þó verður að viðurkenna að eins og á efnahagsmálunum hefur verið haldið, — eða ekki haldið, — síðustu tvö misserin er rétt vaxta- pólitík kannski versta vaxtapóli- tíkin. Verðbólgan er komin upp í 60—70%. Krónan minnkar jafn- hratt. Undir slíkum kringumstæð- um hugsa menn í steinsteypu eða kaupa verðtryggð spariskírteini. Nú eru vextirnir komnir upp í 40%. Svavar Gestsson er við- skiptaráðherra og þar með vaxta- málaráðherra, eins og hann er ráðherra gengissigsins og skömmtunarstjóri Seðlabankans í þeim efnum. Hann er líka ráð- herra verðlagsmála og hefur sérstaklega beitt sér fyrir verð- stöðvun í landinu. Á síðum Þjóð- viljans má sjá að þessi ráðherra hefur verið andvígur öllum vaxta- hækkunum í sinni tíð. Hann er á móti gengissigi og einkum og sér í lagi er hann á móti því, að landbúnaðarvörur hækki í verði. Nákvæmur lestur á annálum bandamanna sýnir ekki nema eitt dæmi þess, að hann hafi verið sáttur við athafnir sínar sem ráðherra, — nefnilega þegar hann gaf Lúðvík og þeim á Norðfirði heimild fyrir erlendu láni til að kaupa togara í trássi við sjávar- útvegsráðherra. Halldór Blöndal. Fyrir skömmu hækkuðu land- búnaðarvörur gífurlega. Stjórn- arflokkarnir kenna að venju hverjir öðrum um. Framsóknar- flokkurinn segir, að Alþýðu- flokkurinn hafi viljað brjóta lög. Alþýðuflokkurinn telur, að sam- starfsflokkarnir hafi látið sex- mannanefndina ljúga að sér. Alþýðubandalagið vildi fresta hækkunum, en greiddi samt atkvæði með þeim. Alþýðuband- alagið getur þess vegna sagt neytendum að það hafi viljað fresta, en Framsóknarflokkur- inn neitað. Og þeir geta einnig sagt bændum að þeir hafi fylgt þeim að málum, á sama tíma og alþýðuflokkurinn hafi viljað brjóta lög til að rýra kjör þeirra. Lýsir þessi tvöfeldni þeirra Al- þýðubandalagsmanna betur en margt annað álit þeirra á íslenzkum kjósendum. Stjórnarflokkarnir bera einir ábyrgðina Leiðari Þjóðviljans hinn 20. sept. s.l. hefst á þessum orðum: „Búvöruverðshækkunin sem ný- verið hefur dunið yfir er af þeirri stærðargráðu að hún mun nánast valda uppreisn í landinu. Á hverju einasta heimili eru hækkanir á hinu daglega brauði það sem um er rætt og mælikv- arði á árangur stjórnvalda í streðinu gegn verðbólgunni. Ein- kunnin sem ríkisstjórnin fær á heimilunum er ekki há þessa dagana." I þessum orðum viðurkennir Þjóðviljaritstjóri kjarna máls- ins, sem er sá, að búvöruverðs- hækkunin er fyrst og fremst mælikvarði á frammistöðu ríkis- stjórnarinnar. Stjórnmálaflokk- arnir bera því ábyrgð á þessari hækkun og er þar engin undan- skilinn. Þingmennirnir, sem styðja þessa stjórn geta ekki skorazt undan ábyrgð og gildir það jafnt um Lúðvík og Vilmund og alla þar á milli. Sífelldar verðlagshækkanir á síðustu mánuðum vegna hækk- unar á söluskatti, vörugjaldi og búvöruverði eiga allar upp- sprettu í verðbólgustefnu ríkis- stjórnarinnar og það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig framhaldið verður — bæði fyrir þá, sem kusu þessa flokka til að koma í veg fyrir „kauprán" og eins fyrir hina sem koma vildu verðbólgunni á þessu ári niður í 30%. Reynt að flækja málið Verðhækkanir landbúnaðar- vara stafa af lögbundinni sjálf- virkni. Bændum skulu tryggð sömu kjör og öðrum stéttum. Það er því út í blaínn þegar Steingrímur Hermannsson og kórbræður hans meðal Komm- únista og Framsóknar telja nú að beinir samningar bænda við ríkisstjórnina munu leysa málið, og að setja þurfi bráðabirgðalög um það efni. Ef taka á landbúnaðarráð- herra alvarlega, er hann með þessu að segja, að í beinum samningum hefðu bændur sæzt á lægri kjör og er það í hreinni mótsögn við ítrekaðar yfirlýs- ingar forystumanna bænda. Sannleikurinn er sá, að hér er beitt gömlu bragði. Reynt er að klóra yfir misgjörðirnar með því að flækja málið með óskyldum atriðum og læða því inn hjá almenningi, að beinir samningar lækki búvöruverð án þess að rýra kjör bænda. Bráðabirgðalög koma ekki til greina Auðvitað kemur ekki til greina að setja bráðabirgðalög um beina samninga við bændur og ber þar margt til. í fyrsta lagi er málið ekki brýnt, þannig að auðvelt er að bíða þess að Alþingi komi sam- an. í öðru lagi hafa forsendurnar fyrir beinum samningum gjör- breytzt og skal nú vikið að því. Ástæður þess að leitað er að nýju formi í verðmyndunarkerfi landbúnaðarins eru þær að Al- þýðusamband íslands dró full- trúa sína út úr sexmannanefnd- inni á sínum tíma og neitaði að taka þátt í störfum hennar. Nú hefur það gerzt, að fram- Friðrik Sophusson kvæmdastjóri ASÍ, Ásmundur Stefánsson er aðili að nefndar- áliti minnihluta framleiðslu- ráðslaganefndar, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að ASÍ og BSRB túlki sjónarmið neyt- enda í svokölluðu Verðlagsráði landbúnaðarins. Þessi sjónarmið koma fram í nefndaráliti framleiðsluráðs- laganefndar í tillögu Ásmundar og Brynjólfs Bjarnasonar full- trúa VSI í þeirri nefnd. Þegar að undirlagi landbúnaðarráðherra var lagt fram frumvarp um beina samninga ríkisstjórnar og bænda, lagði undirritaður fram breytingartillögur (þskj. 863), sem var í fullu samræmi við tillögur þeirra Ásmundar og Brynjólfs. Þar segir um skipan Verðlagsráðs: „Verðlagsráð landbúnaðarins skal skipað sjö mönnum. Skulu tveir tilnefndir af stjórn Stéttar- sambands bænda, einn af Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, tveir af Alþýðusambandi íslands og einn af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Ríkisstjórnin skip- ar formann Verðlagsráðs. Jafn- margir varamenn skulu til- nefndir á sama hátt. Tilnefning í Verðlagsráð land- búnaðarins gildir til eins árs í senn og skal ráðið fullskipað 1. júlí ár hvert. Ályktanir Verðlagsráðs land- búnaðarins eru lögmætar ef meiri hluti samþykkir. Formaður Verðlagsráðs er tengiliður ríkisstjórnarinnar og ráðsins um öll þau atriði sem varða fyrirgreiðslu hins opin- bera, svo sem tilhögun á niður- greiðslum búvöruverðs á inn- lendum markaði, útflutnings- bætur, framleiðslu- og fram- leiðslustöðvunarstyrki og önnur framlög eða aðgerðir, sem áhrif hafa á afkomu framleiðenda". Breytt viðhorf Alþýðusambandsins Það er full ástæða á þessu stigi, að miðstjórn Alþýðusam- bands íslands skýri opinberlega frá afstöðu sinni til þessara hugmynda um verðmyndunar- kerfi landbúnaðarins. Sé hún sammála framkvæmdastjóra sínum eru forsendur beinna samninga ríkisvalds og bænda brostnar. Á næstu árum er það knýjandi nauðsyn að koma við markaðs- öflunum í ríkari mæli en hingað til hefur gert í verðákvörðun búvöruframleiðslunnar. Fram- leiðsluráðslaganefndin gerði könnun á fyrirkomulagi þessara mala annars staðar á Norður- löndum og er það á ýmsan hátt athyglisvert. Tillagan um Verðlagsmál landbúnaðarins er vafalaust ekki bezta formið til að ákveða verð á búvöru en hún er marg- falt betri en beinir samningar ríkisvalds við heila starfsstétt í iandinu. Hugmynd ráðherrans um setningu bráðabirgðalaga er út í hött. Forsendurnar eru brostnar, malið ekki brýnt og hugmyndin eingöngu sett fram til að þyrla upp moldviðri og fela þannig beinar afleiðingar af verðbólg- ustefnu ríkisstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.