Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 15 Flóttabúðalíf hafa til Viet Nam fyrir og eftir stjórnarskiptin, og með því að lesa blöðin, sem í svo mikilli nálægð við atburðinn láta sig hann að sjálfsögðu miklu meira varða og hafa fólk með meiri þekkingu á málum á að skipa. Auk þess sem þau birta ummæli víetnamskra stjórnvalda og annarra sem þau ná til. Eg mun því reyna að flytja áfram svörin, sem mér fannst ég helst fá; þótt að sjálfsögðu sé ávallt erfitt að vega og meta. Svö margt er undir yfirborðinu og erfitt ?.ð draga saman. • Geta einfaldlega ekki lifað Flóttafólkið er sem kunnugt er af tveimur kynstofnum. í Vietnam er fólk af kínverskum ættum, sem búið hefur þar í nqjckra ættliði, alveg eins og í öllum löndunum í kring. Þeir eru þar í mismunandi hlutföllum. Þriðjungur Malasíu- manna eru Kínverjar, um 80% Singaporebúa, en í Viet Nam munu hafa búið um 1,2 milljónir Kínverja. Það fer ekki á milli mála, að allir sem eru af kínversk- um ættum, eru af víetnömskum stjórnvöldum taldir óhreinu börn- in, sem þarf að losna við. Og af frásögnum flóttafólksins má ráða, að því er einfaldlega gert ókleift að lifa í landinu. Kínverskum Víetnömum er bannað að hafa eigin starfsemi og allt af þeim tekið. Ef einhver hefur verkstæð- isholu, á vörubíl eða bátræfil, þá er hann eignamaður og það gert upptækt, þeim er sagt upp störf- um sínum hjá opinberum aðilum og þeir fá enga vinnu í staðinn. Þeim er meinað að umgangast víetnamska landa sína. Skólum þeirra hefur verið lokað, en börn- unum ekki leyft að vera í skóla með víetnömsku börnunum. Einn Vietnami sagði mér raunar, að ein aðalástæðan til þess, að hann flúði með börnin sín, væri sú að í skólunum væri ekkert kennt leng- ur annað en kommúnistísk fræði og hann vildi að þau fengju menntun í einhverju öðru. Kínverjunum í Norður-Vietnam er gert skiljanlegt, að ef enn komi til stríðs við Kínverja, megi þeir eiga von á „útrýmingu". Suðurfrá ber meira á því, að þeir séu hvattir til að fara — og þá auðvitað slippir og snauðir. Þeim er einfaldlega gert ómögulegt að lifa í landinu. Mjög erfitt er að henda reiður á því, hvort þeir raunverulega eru látnir greiða stjórnvöldum fyrir að fara úr landi. Þeir greiða, það er ljóst. Va Mau Tan fór með sex börn og greiddi t.d. fyrir um 50 gulltael, sem mér er sagt að samsvari 15 þúsund dollurum. Hann hafði framleitt í verksmiðju sinni öryggi og verið áður fyrr í góðum efnum. Kínverskur bílstjóri, sem líka fór með sex börn, greiddi 10 gulltael fyrir fullorðna og 8 fyrir börnin eða 52 tael, sem mun vera 15.600 dollar- ar. En þá upphæð skröpuðu vinir og ættingjar saman, eftir að hann hafði orðið að sitja uppi á þeim á víxl, af því honum voru allar bjargir bannaðar um vinnu. Systkini hitti ég, sem höfðu ætlað að reka verkstæði föður síns, sem var tekið, en um leið var þeim sagt að þau yrðu að fara úr landi. Skömmu seinna nálgaðist þau einhver annar, sem þau borguðu það sem þau áttu eftir (sem hann virtist vita hve mikið var) til að komast úr landi. Fólk greiðir ekki stjórnvöldum beint, en þetta gæti a.m.k. verið ein aðferðin. Þegar flóttamannastraumurinn frá Viet Nam tók að aukast fyrir ári og einkum eftir að Kínverjar réðust inn í Viet Nam í febrúar sl., voru 80% flóttafólksins Sino- vietnamar, eða Vietnamar af kínverskum stofni. En þegar á leið fóru hreinræktaðir Vietnamar að koma í æ ríkari mæli. Áberandi er í flóttamannabúðunum hve þar er nú mikið af ungu fólki með ung börn. Þetta ágerðist mjög eftir að Vietnamar réðust inn í Kambódíu í desember í fyrra og stríðið Það þarf að klippa og sauma, þótt í flóttamannabúðum sé. Á ég að gæta bróður míns? spyrja sumir vesturlandabúar. þegar talað er um aðstoð við flóttafólkið. Þessi flóttadrengur hikar ekki við að gæta bröður síns. Svo fullt var í Convent-búðunum, þar sem 2400 manns voru að búa sig undir að komast til Ameríku, að slá varð upp tjöldum. byrjaði á norðurlandamærunum í febrúar. Þá herti enn að, auk þess sem sópað var í herinn. Vitað er að Vietnömum hafði gengið verr en þeir höfðu vonað í Kambódíu. Nýlega þurfti að senda þangað tvö ný herfylki, sem jók her Vietnama upp í 170—180 þúsund, ma. með því að hersveitir þeirra voru fluttar frá Laos. Blæbrigði eru á skýringum Vietnamanna á því af hverju þeir hafa talið sér óvært í landinu. Til dæmis er varla einleikið með alla þessa lækna, sem maður hitti fyrir, 55 voru enn í búðum í Pulau Bidong, en 100 höfðu verið þar fyrir mánuði, og þar í hópi mjög margir með sérmenntun. En þegar betur er að gáð, liggur skýringin fyrir. Þeir sem hafa sérmenntun hafa allir lært erlendis, í Frakk- landi eða Ameríku, og eru af því einu tortryggilegir heima og lenda í óæskilega flokknum. Ég hitti til dæmis í skiptibuðunum í Belfield lýtasérfræðinginn Thai Minh Bach, sem hafði komið heim frá námi daginn fyrir fall Saigon, ákveðinn í að vinna landi sínu vel burt séð frá stjórnvöldum. En hann fékk ekki að vinna og gat ekki haft ofan af fyrir fjölskyldu sinni. Þá tók hann að reyna að flýja, gerði 14 tilraunir, var settur í fangelsi á milli og tókst loks að sleppa. Dao Noc Qui var í kanadísku búðunum með fjölskyldu sína. Hann hafði lokið glæsilegu námi í stjórnvísindum í Frakklandi og kom heim skömmu fyrir stjórn- arskiptin. En honum var ekki treyst. — Svo ég var látinn þýða bækur, sem enginn las,“ sagði hann og gat varla dregið fram lífið. Hann átti ættingja í Kanada og tók það ráð að reyna að komast þangað. Af ummælum í blöðum og tilvitnunum í ummæli opinberra embættismanna í Hanoi í viðtöl- um í Asia Week (News week þeirra í SA-Asíu) má ráða, að þessi blóðtaka hefur haft mikil áhrif í Vietnam og það staðfesti varaforseti þingsins og einn af stofnendum kínverska kommún- istaflokksins, Hoan, er hann baðst hælis í Kína. Sögðu þeir að nú væru heil héruð í Viet Nam, þar sem ekki fyndist einn læknir. Og þar sem Kínverjar höfðu mjög safnast í skólana, á rannsókna- stofur og stjórnarskrifstofur, þar sem unnu um 300 þeirra, þá hefur dregið úr afköstum á þessum stöðum. Og 15% af kolanám- umönnum voru kínverjar og sagt að þar sjái mjög á. Áðrir flóttamenn kváðust ekki hafa getað búið lengur við það ófrelsi, sem nú er í landinu. Eitt af því sem gerir að verkum, að mönnum eru allar bjargir bannað- ar til að bjarga sér um mat eða atvinnu, ef þeir ekki eru í náðinni, er að enginn má skipta um aðsetur án leyfis stjórnvalda það er í átthagafjötrum. Fólk situr því bjargarlaust þar sem það er. Gildir það jafnt fyrir alla. t Þjóðin sveltur Hinu má ekki gleyma, að Viet Nam á í stórkostlegum erfiðleik- um. Það er mikill matarskortur í landinu, og það kemur að sjálf- sögðu harðast niður á þeim, sem ekki eru í náðinni, þeir fá einfald- lega ekkert. Framleiðslan er lítil, svo og utanríkisverslun, verðbólg- an 100% á undanförnum 18 mán- uðum. Uppskerubrestur hefur ver- ið að udanförnu. Flóðin á sl. ári voru þau mestu í 50 ár og eyðilögðu uppskeru á meira en helmingnum af lágsléttunni. Og flestar vestrænar þjóðir, „hneykslaðar" af flóttamanna- straumnum, hafa kippt að sér hendinni og stöðvað alla aðstoð við Vietnama. Sjá nœstu I siðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.