Morgunblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Afstaða stjórnarfhokkanna til menningarmála endurspeglast í afskiptateysi afRíkisú tvarpinu Ellert B. Schram -segirEllert B. Schram í viðtali um málefni útvarps og sjónvarps og fleira Ríkisfjölmiðlarnir, hljóðvarp og sjónvarp, hafa mikið verið til umræðu að undanförnu, eins og raunar oft áður. Mikla athygli vöktu niðurstöður hlustendakann- ana sem gerðar voru og birtar hafa verið, og hefur sitt sýnst hverjum um það sem þar kom út. Þá eru málefni ríkisútvarpsins jafnan mikið rædd um þessar mundir vegna þess, að á þessum árstíma er verið að leggja síðustu hönd á vetrardagskrána og þar er venjulega margt sem vekur athygli fólks. En í tilefni þessa sneri Morgunblaðið sér til Ellerts B. Schram, alþingismanns, sem sæti á í útvarpsráði, og ræddi við hann um málefni ríkisútvarpsins. Því er það að útvarpið verður að gjalda fyrir óstjórnina í efnahags- og peningamálum. En það, hvernig núverandi ríkisstjórn og meirihluti á Alþingi býr að ríkis- fjölmiðlunum sýnir ef til vill betur en flest annað raunverulegan áhuga þeirra á menningarmálum í landinu. Gildi hlustendakannana „Það hefur löngum verið vandi stofnunar eins og ríkisútvarpsins, að ekki hefur verið vitað hvað fólk vill hlusta á eða horfa, því ekki hafa verið gerðar neinar rann- sóknir þar á,“ sagði Ellert. „Því hefur ekki verið við neitt að styðjast í gerð dagskrár nema mat starfsmanna stofnunarinnar og útvarpsráðsmanna. Nú hefur því orðið hér breyting á, þótt vissu- lega sé svona könnun ekki galla- laus. En skylt er að mínu mati að taka tillit til könnunarinnar, hún gefur mjög ákveðnar vísbendingar almennt séð. Það er til dæmis greinilegt að beinar útsendingar eru vinsælar, og margt fólk fylgist með þeim, svo sem Morgunpóstin- um á morgnana. Um leið hlýtur það að vekja athygli hve lítið er hlustað á aðra þætti, svo sem tónleika ýmiss konar, einkum þar sem leikin er klassísk tónlist. Þessar tvær meginniðurstöður komu mér í rauninni ekkert á óvart, því ég hef til dæmis lengi verið þeirrar skoðunar að ákaflega lítið sé hlustað á „klassíska mús- ík“ í útvarpi árdegis og síðdegis." — En eru þá fyrirhugaðar ein- hverjar breytingar á þessu nú þegar verið er að ganga frá vetrar- dagskránni? „Já. Þau tíðindi hafa gerst að tónlistardeild útvarpsins hefur lagt til að nokkrar breytingar verði gerðar. Til dæmis að leikin verði létt lög alveg frá því að lestri tilkynninga lýkur eftir hádegis- fréttir og fram til klukkan 16. Þá hefur einnig verið lagt til að í stað morguntónleikanna í núverandi mynd verði leikin létt-klassísk tónlist. Þetta fyrirkomulag ætti að gefa tónlistardeildinni betra næði til að útbúa vandaða þætti með klassískri tónlist til að senda út síðdegis eða að kvöldi. Verði þeir þættir vandaðir ættu þeir að höfða til þeirra sem yndi hafa af klassiskri tónlist. — Það varður hins vegar að hafa í huga, að enn er ekki búið að ganga endanlega frá þessu, né heldur að ákveða hvernig verði brugðist við þeim vísbendingum sem fram komu í umræddri hlustendakönnun. Verður sérstaklega að hafa í huga í því sambandi, að enn á eftir að gera þriðja og síðasta hluta þess- arar kannanar, og að könnuninni er því enn ekki lokið." Stereo-útvarp og önnur rás — Þegar minnst er á tónlist í útvarpi kemur stereoútvarp upp í hugann. „Ég flutti tillögu þess efnis í útvarpsráði árið 1978, í febrúar, að komið yrði upp útbúnaði sem gerði útsendingar í stereo mögulegar. Þessi tillaga mín fékk hins vegar dræmar undirtektir innan stofn- unarinnar og gefin voru loðin svör þegar gengið var eftir því að málið yrði kannað. Var einkum rætt um fjárhagsvanda og aöstöðuleysi stofnunarinnar í þessu sambandi. Nú er hins vegar komin hreyf- ing á málið, og meðal annars hefur Herði Frímannssyni verk- fræðingi ríkisútvarpsins verið fal- ið að kanna þessi mál til hlítar og leita í því sambandi aðstoðar og upplýsinga hjá norska ríkisút- varpinu. En það er skoðun mín að út- varpið sé langt á eftir í allri tækni, og það er að mínu viti nánast afskræming á góðri tónlist að senda hana út í mono, þegar allur almenningur á þess kost að hlusta á hana í miklu betri tækjum heima hjá sér. Það er staðreynd að fólk hlustar mikið á hljóðvarp þegar góðir þættir eru á dagskrá, og könnunin sýndi meðal annars að góðir þætt- ir héldu sínu í hljóðvarpi þrátt fyrir að þeir væru á sjónvarps- tíma. Hljóðvarpið þarf því ekki að hafa neinar áhyggjur eða minni- máttarkennd gagnvart sjónvarpi. En að sjálfsögðu er það nauðsyn- legt að gera efni hljóðvarpsins eins áheyrilegt og kostur er, hlust- endur eiga rétt á því. Ein viðleitn- in í þá átt er að hefja útsendingar á tónlist í stereo." Meira barnaefni í sjónvarpi æskilegt — Eru það einhver atriði öðr- um fremur sem þú vilt leggja áherslu á í sjónvarpi nú þegar vetur gengur í garð? „Það er vissulega margt sem þar mætti bæta og auka, svo sem flutningur á íslensku efni, bæði leikritum og tónlist, og margt fleira, en þar sein annars staðar sníður þröngur fjárhagur okkur stakk. Ég get þó ekki látið hjá líða að minnast á barnaefni, en það ætti að auka að mun að mínum dómi. Ég hef til dæmis gert tillögur um að senda út barnaefni í sjónvarpi fyrir kvöldmat, a.m.k. þrisvar í viku en eins og kunnugt er eru barnatímar aðeins á miðvikudög- um nú, auk helganna. Þá tel ég einnig koma sterklega til greina að hafa barnatíma í sjónvarpi árdegis á laugardögum. A ukakvikmyndir föstudaga og laugardaga Af öðru sem ég hef nefnt og gert tillögu um eru að sýndar verði aukakvikmyndir á föstudags- eða laugardagskvöldum, þannig að dagskráin nái mun lengra fram á kvöldið en nú er. Dagskrá sjón- varpsins þessi kvöld á að mínum dómi fyrst og fremst að vera afþreyingardagskrá, og er þessi hugmynd mín í samræmi við það. Lítill áhugi ríkisstjórnarinnar á stofnuninni Það er hins vegar með þessi atriði eins og svo mörg önnur hjá þessari stofnun, ríkisútvarpinu, að þröngur fjárhagur er Þrándur í Götu margvíslegra aðgerða er til bóta mættu verða. Frammistaða núverandi ríkisstjórnar þegar stofnunin á í hlut er með slíkum endemum, að ekki finnst hlið- stæða. Til dæmis hefur hvað eftir annað verið neitað um hækkanir á afnotagjöldum og auglýsingatöxt- um. Þegar hækkanir hafa svo loks verið leyfðar hafa þær komið allt of seint og verið of litlar. Allt er þetta vegna þess að stjórnarherr- arnir eru að möndla með vísitöl- una sín á milli, en afnotagjöld ríkisútvarpsins hafa þar áhrif á. Hafa stöðvað fram- kvæmdir við útvarpshús í þessu sambandi má til dæmis minna á, að. ríkisstjórnin hefur látið stöðva framkvæmdir við nýtt útvarpshús. Virðist þar ekki skipta máli þó fjármagn sé fyrir hendi hjá stofnuninni til þeirra framkvæmda í sérstökum sjóði. Athygli vekur hins vegar, að á sama tíma er gefið grænt ljós á að framkvæmdir við nýtt stórhýsi Framkvæmdastofnunarinnar megi halda áfram. Að mínum dómi verður að breyta hér um stefnu, stórbæta verður aðstöðu bæði sjónvarps og útvarps, og leyfa verður eðlilega verðlagningu á afnotagjaldi og auglýsingatöxtum. Það er sann- færing mín að fólk vilji gjarna greiða hærra verð fyrir betri dagskrá þessara fjölmiðla, en eins og er eru þessi gjöld alls ekki há þegar á allt er litið. Þess verður að geta að útvarpið er í gangi 17 klukkustundir á dag, og sjónvarp- ið í 3, þannig að þar er veitt mikil þjónusta." Hlutverk útvarpsráðs — En hvert er hlutverk út- varpsráðs? — Ræður það ekki að verulegu leyti öllum ráðum ríkis- útvarpsins, bæði fjármálum og öðru? „Nei. Útvarpsráð hefur ekkert vald í íjármálum eða rekstri stofnunarinnar, það fjallar aðeins um gerð dagskrár." — Ert þú fylgjandi því að ráð eins og útvarpsráð sé yfir stofnun- inni? „Já. Ég tel að æskilegt sé að útvarpsráð eða einhver önnur nefnd kjörin af Alþingi sé yfir stofnuninni. Þannig gefst almenn- ingi kostur á að hafa áhrif á ekki er Ijóst hvenær það kemst i gagnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.