Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979
HLAÐVARPINN
íslenzkar systur
í Daily Express
„Viljirðu komast á toppinn þá
starfaðu með systur,“ sagði í
fyrirsögn Daily Express, eins
útbreiddasta dagblaðs Breta. Þar
eru birtar myndir af sex ljós-
myndafyrirsætum, systrum,
tveim og tveim saman. Það sem
gerir greinina forvitnilega fyrir
okkur hér heima á íslandi er, að
tvær þessara stúlkna eru islenzk-
ar, systurnar Sigrún Ámund-
adóttir, 24 ára gömul, og yngri
systir hennar, Kristín, 22 ára
gömul. Þær starfa nú i Bretlandi
sem ljósmyndafyrirsætur.
Þetta er spennandi starf, mikið
um ferðalög og vel borgað, sagði
Kristin þegar Mbl. sló á þráðinn
til hennar.
— Ég vann í Bretlandi i fyrra-
sumar en var við nám við Há-
skóla íslands í vetur. Ég fór
siðan aftur út i sumar og hef
alfarið snúið mér að þvi að sitja
fyrir. Sigrún hefur verið tvö ár í
Bretlandi og er mjög ánægð. Við
ferðumst mikið, talsvert farið til
Ítalíu, Þýzkalands og Bandarikj-
anna.
Er ekki samkeppnin hörð?
— Jú, hún er gifurlega hörð.
Það er mikið framboð af stelpum
sem vilja komast í þetta. Stelpur,
sem ekki hafa nennt að vera i
skóla og hætt. Farið út i þetta.
Launin eru góð — fyrir þær sem
gengur vel en því miður er svo
ekki um allar og margar verða
undir i baráttunni.
Er erfitt að sitja fyrir?
Þetta er ákaflega lýjandi starf.
Þetta er ekki bara að sitja fyrir
framan ljósmyndavél og brosa.
Oft stöndum við klukkutimum
saman i erfiðum stellingum, en
þurfum ávallt að vera ferskar og
það er oft erfitt.
Af hverju fórstu út í hina
hörðu samkeppni? — Hér heima
er svo lítið að gera, og launin
sáralitil. Eins eru myndirnar
lélegar, þó með undantekningum
en því miður of fáum. Úti eru
möguleikarnir, launin góð og
ferðalög, sem gera starfið spenn-
andi.
MODEL
SISTERS
r.mma l picluwl tnp lcft
l’urrty puir. Sui iin.| Kíir
ritfht >: «nil lr. an.li ■ t«
CiWt ivho toddled to
the top
together___
Pálmi Gíslason —
nýr formaður VMFÍ
31. ársþing Ungmennafélags íslands var haldið í byrjun
mánaðarins og á þinginu var kjörinn nýr formaður UMFÍ,
Pálmi Gíslason. Hann tók við af Hafsteini Þorvaldssyni. Pálmi
er útibússtjóri í Samvinnubankanum á Suðurlandsbraut. „Það
eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar, að minnsta kosti
fyrsta kastið. Hafsteinn var formaður UMFÍ í tíu ár og hann
stóð fyrir geysilegri uppbyggingu,“ sagði Pálmi þegar
blaðamaður sló á þráðinn til hans.
En hvað er helst á döfinni?
„UMFÍ á gersemi, stórt land í
Þrastarskógi og við vinnum að
uppbyggingu þar. Það er
draumur okkar að koma þar
upp góðri aðstöðu og íþrótta-
velli. Nú svo er það félags-
málaskólinn, og eins gefur
UMFÍ út Skinfaxa.
Það er ljóst að það er mikið
starf framundan. Ég mun
ferðast mikið, og fara á þing
héraðssambandanna til að
kynnast starfsemi þeirra nán-
ar.
Úr hvaða héraðssambandi
kemur þú? „Ég er nú Hún-
vetningur, en þegar ég fluttist
suður í Kópavog þá starfaði ég
í Breiðablik, síðan UMSK og
var framkvæmdastjóri þar í
eitt ár. Ég var í stjórn UMFÍ
frá 1969—73 og síðustu sex
Viðurkenndi ekki útlendinga
sem íslandsmeistara
Árni Johnsen, blaðamaður á Morgunblaðinu, er mikill Eyja-
maður eins og alþjóð er kunnugt. Hann var því að vonum kátur
þegar Eyjamenn hrepptu íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Á
Morgunblaðinu eru margir Valsmenn, en einna harðastur er
Þorbjörn Guðmundsson, faðir Guðmundar í Valsliðinu. Þorbjörn
fór af landinu í lok íslandsmótsins, í fellibylina á Florida. Og Árni
sendi honum skeyti — þar stóð:
ÍBV íslandsmeistarar
Eyjafellibylurinn.
Þorbjörn svaraði um hæl:
Viðurkenni ekki útlendinga sem íslandsmeistara.
Þorbjörn.
Og ekki lauk skeytasendingum þar. Árni varð að eiga síðasta
orðið, eins og honum er tamt og hann svaraði því; með því að vitna
í Biblíuna. Orðskviðirnir 19—21.
Mörg eru áformin í mannshjartanu en ráðsályktun Drottins
stendur. ____________________________________ Árni.
Leyfiö börnunum að koma til mín
Samvinnustarfsmenn héldu nýlega landsþing sitt, það fjórða í
röðinni. Sem vænta má bar þar margt á góma, og var mikið skrafað
og rætt um samvinnuhreyfinguna í landinu.
í fréttatilkynningu sem send var frá samtökunum eftir
landsþingið segir svo meðal annars:
„Samvinnuhreyfingin verði aðlaðandi fyrir börn.“
Landsþingið taldi æskilegt að samvinnuhreyfingin reyndi að laða
til sín börnin, bæði með samvinnufræðslu á réttum stöðum, og að
búa þeim þau skilyrði í starfi, menntun og leik, að þau þurfi ekki að
tileinka sér skoðanir sem leiði til ádeilna á samvinnustefnuna í
framkvæmd."
— Svo mörg Voru þau orð. Sennilega er það barnaárið sem fer
svona vel í samvinnumenn, að þeir vilji barnafræðslu „á réttum
stöðum", svo ekki komi til „ádeilna á samvinnustefnuna í
framkvæmd".
Frá umræddri fiskræktarstöð i Færeyjum sem aflar mikils
gjaldeyris fyrir Færeyinga með framleiðslu regnbogasilungs úr
hrognum sem keypt voru frá Laxalóni Skúla Pálssonar.
Sjávartjarnirnar tvær sem sjást á myndinni eru nokkur hundruð
fermetrar.
*
Islenzkur regnbogasilungur
blómstrar íFœreyjum
í júlíhefti tímaritsins Norsk Fiskeoppdrett segir frá því að í
tveimur litlum fiskeldistjörnum í sjó í Færeyjum rækti heimamenn
100 tonn á ári af um það bil 1 kg þungum regnbogasilungi, en
verðmæti 100 tonna á Evrópumarkaði er um 100 milljónir ísl. kr.
Hrognin í þessa færeysku fiskræktarstöð voru keypt frá Skúla
Pálssyni á Laxalóni og hefur stöðin verið starfrækt um árabil, en
sem kunnugt er fær Skúli ekki að rækta silung sinn til framleiðslu.
Færeyingar gera nú stórátak í fiskræktarmálum sínum og miða þá
við ræktun í sjávartjörnum.
Pálmi Gíslason, hinn nýi for-
maður UMFÍ. Mynd Mbl. Ól.
K. M.
árin hef ég verið í stjórn
Landssambands íslenzkra
samvinnustarfsmanna, og
einnig í stjórn Sambands sam-
vinnustarfsmanna á Norður-
löndum."
Pálma er margt til lista
lagt. í þinggerð þings UMFÍ,
sem haldið var að Stórutjarn-
arskóla í S-Þingeyjarsýslu
rákust við á þessar stökur sem
hann mun hafa kastað fram á
þinginu.
Frá Gullu leggur geisla flóð,
í gluggana á daginn
í litla Jóni logar glóð,
leitar oft um bæinn.
Þrevetra að aldri Egill sterki
áfengi drakk á við fullorðna
menn
Bindindistillagan ber þess
merki
að brennivín drekki menn.