Morgunblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla Sími 83033 Er viðskiptaráð- herra bezt geymdur heima? Við flytjum hann ekki út í böndum," sagði Steingrímur Hermannsson um Svavar Gestsson við- skiptaráðherra í gær. Til- efnið var það, að ýmsir samráðherrar Svavars höfðu talið nauðsynlegt, að hann færi til Sovétríkjanna ásamt viðræðunefndinni til þess að ræða um olíuvið- skipti landanna. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins, hefur sömuleiðis við- haft hörð ummæli um tregðu viðskiptaráðherra í þessum málum og talar um, að nú hafi hann bitið „höf- uðið af skömminni með því að neita að beita þeim mesta þrýstingi sem ein þjóð getur beitt, sem er að hafa ráðherra í forystu fyrir sendinefnd sinni." Eins og Morgunblaðið hefur hvað eftir annað sýnt fram á, eru olíukaupamál okkar í hinum mesta ólestri og ekki ofmælt, að við höfum sætt afarkostum af hálfu Sovétmanna. Geir Hallgrímsson tók þetta mál upp á Alþingi í vetur og krafðist þess, að ríkis- stjórnin gerði þá þegar ráðstafanir til þess, að við fengjum nokkra leiðrétt- ingu okkar mála. Við þessu skellti viðskiptaráðherra og raunar ríkisstjórnin í heild skollaeyrum, þótt fög- ur fyrirheit væru á þeim tíma gefin um að eitthvað yrði aðhafzt í málinu. Það var svo ekki fyrr en í vor, að skipuð var sérstök nefnd að kröfu og frumkvæði formanns Sjálfstæðis- flokksins til þess að kanna, hverra kosta við ættum völ varðandi olíuviðskipti okk- ar. Hún hefur nú lokið störfum og liggur álit hennar fyrir. Morgunblaðið getur að vísu skilið, að nauðsynlegt geti verið að halda innihaldi þeirrar skýrslu leyndu rétt á með- an viðræðurnar fara fram í Moskvu, en ekki deginum lengur. Þjóðin á kröfu á því að fá að vita, hvernig þessi mál standa. Viðskiptaráð- herra, flokksbræður hans og ýmsir hagsmunaaðilar að málinu hafa sagt og raunar barizt fyrir, að við eigum engra kosta völ nema verzla við Rússa á þeim kjörum, sem þeim þóknast. En staðreyndir málsins eru aðrar. Framkoma Svavars Gestssonar viðskiptaráð- herra í olíumálunum er því- lík, að öðrum ráðherrum er naumast stætt á öðru en taka málin í sínar hendur. Afgreiðsla olíumálsins í ríkisstjórn hefur verið með þeim hætti, að jafnvel þessi ríkisstjórn, sem frægust er af endemunum, getur ekki setið auðum höndum. Sjávarútvegsráðherra reynir að vísu að verja sig með því, að hann hafi þegar um áramótin skrifað við- skiptaráðherra bréf, þar sem hann hafi rætt nauðsyn þess að kanna olíukaup með öðrum hætti en hingað til hafi tíðkazt. Vel kann þetta að vera rétt, — en hvers vegna þagði hann þá í vetur, þegar þessi mál voru tekin upp á Al- þingi? Hvers vegna sagði hann ekki eitt einasta orð þótt allt væri látið danka og ekki sýnilegt að neitt yrði gert í málinu, fyrr en aðrir tóku af skarið? Þess- um spurningum á sjávarút- vegsráðherra eftir að svara. Svavar Gestsson talar um, að viðræðurnar í Moskvu séu betur undir búnar en áður. Ekki er það þó honum að þakka, heldur frumkvæði formanns Sjálf- stæðisflokksins, harðri gagnrýni Morgunblaðsins og störfum olíuviðskipta- nefndar, sem hefur sýnt af sér óvenjumikinn röskleik í starfi. Viðskiptaráðherra hefur ekki gert annað en drattast með. Þannig var það loks fyrir tveim dögum, sem hann lét verða að því að skipa viðræðunefndina, sem ýmsir, sem beðnir voru, treystu sér ekki til að taka sæti í vegna ónógs fyrirvara eða tveggja daga. Og svo neitar hann að fara sjálfur, af því að þessar viðræður úti í Moskvu séu ekki á nógu háu plani! Vel má vera, að það sé rétt hjá Steingrími Hermanns- syni, að ekki sé hægt að flytja viðskiptaráðherra út úr landinu í böndum. Það getur líka verið, að hann sé bezt geymdur hér heima, þegar við stöndum frammi fyrir því að ræða viðskipta- hagsmuni okkar við Sovét- menn. Birgir ísl. Gunnarsson: Vinstri meirihlutinn hefur fengið 1235 millj. kr. í aukatekjur á árinu Hvernig er fjárhagur Reykja- víkur um þessar mundir? Hvern- ig hefur fjárhagsáætlun borgar- innar staðist? Hvernig er líklegt að þróunin verði í fjármálum borgarinnar það, sem eftir er ársins? Þetta eru spurningar, sem ýmsir varpa fram nú á haustmánuðum. Það er því rétt að varpa nú nokkru ljósi á þessi mál. Frekir til fjárins Þegar fjárhagsáætlun ársins var samþykkt um áramót, voru tekjur borgarsjóðs áætlaðar að vanda og síðan gerð grein fyrir því, hvernig verja ætti tekjun- um. Það sem einkenndi fjárhags- áætlunina var, hversu vinstri menn voru frekir til fjár borgar- búa. Þeir hækkuðu skatta alis- staðar þar sem það var mögulegt og skv. fjárhagsáætluninni áttu skattahækkanir að gefa þeim í auknar tekjur tæpa 2 milljarða. Það eru tekjur umfram það, sem fyrri meirihluti hafði úr að spila. Framkvæmdir þó í lágmarki Þrátt fyrir þetta vakti það sérstaka athygli, að fram- kvæmdir voru stórlega skornar niður og allt virtist stefna í verulega fjárvöntun og greiðslu- halla, þegar liði á árið. Benda- má á, að samkvæmt greiðslu- áætlun, sem gerð var á s.l. vori fór fjárvöntun hæst upp í 3 milljarða, en það er þrisvar sinnum meiri fjárvöntun en hún varð mest á s.l. ári. Öll fjármála- stjórn virtist því vera að liðast úr böndunum. ar og reyndust mun hærri en fjárhagsáætlun hafði gert ráð Happdrættis- vinningurinn En þá gerðist það, að stór happdrættisvinningur féll meiri- hlutanum í skaut. Við álagningu gjalda kom í ljós, að tekjur höfðu verið stórlega vanáætlað- fyrir. Skal nú gerð nokkur grein fyrir því. í fjárhagsáætlun voru útsvör áætluð 11.555 millj. króna, en reyndust 12.210 millj. kr. eða 655 millj. kr. hærri en fjárhagsáætl- un gerði ráð fyrir. Fasteignagjöld voru í fjár- hagsáætlun 3.383 millj. kr. en reyndust við álagningu 167 millj kr. hærri eða 3.550 millj. kr. Aðstöðugjöld voru í fjárhags- áætlun reiknuð 3.937 millj. kr., en reyndust 163 millj. kr. hærri eða 4.100 millj. kr. Framlag borgarinnar úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga var áætl- að 2.342 millj. kr. Jöfnunarsjóð- ur fær ákveðið hlutfall af sölu- skatti og þar sem söluskattur hefur nú hækkað um 2 prósentu- stig vaxa tekjur borgarsjóðs um 250 millj. kr. frá því, sem fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir og verða 2.592 millj. kr. Aldrei fengið slíkan tekjuauka Af þessari upptalningu er ljóst að tekjur borgarsjóðs hafa auk- ist um 1.235 milljónir króna frá því, sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Borgarsjóður hefur aldrei svo að ég muni eftir fengið slíkan tekjuauka á miðju ári. Það er því sízt til að stæra sig af, að fjárhagsáætlun þurfi ekki að taka upp til endurskoðunar að þessu sinni. Það er einnig ljóst að tekjur borgarsjóðs milli ár- anna 1978 og 1979 hækka mun meira en nemur verðbólgunni. Reykjavíkurborg hefur því hlut- fallslega aldrei haft úr jafn- miklu fjármagni að spila, en framkvæmdir hafa aldrei verið jafn litlar. Erlent lán Því verður að sjálfsögðu ekki neitað að útgjöldin hafa vaxið með verðbólgunni, en jafnframt má vekja athygli á því, að borgarsjóður hefur þegar á þessu ári tekið erlent lán að fjárhæð 370 millj. kr. Á máli vinstri manna voru slík lán ávallt kölluð „óreiðuskuldir", þegar þeir voru í stjórnarand- stöðu. Það orð heyrist sjaldnar núna. Af þessu má ljóst vera, að það eru fyrst og fremst óvenjulegar aukatekjur umfram áætlun, sem virðast ætla að bjarga fjármál- um borgarinnar í horn að þessu sinni. U ngbarnadauði á íslandi: Úr 20% í 1% á einni öld DÁNARTÍÐNI barna á fyrsta ári á íslandi er sú lægsta sem þekkist í heiminum, að því er fram kemur í nýjasta hefti „Fréttabréfs um heilbrigðis- mál“. í fréttabréfinu er skýrt frá þvi að nýjustu samanburðar- tölur um þetta efni sé að finna í tölfræðihandbók sem Samein- uðu þjóðirnar gáfu út 1978. Þar eru birtar tölur frá 1976 og er ísland þar í eilefta sæti með 1,17%, en sé litið á sambærilega tölu í Hagtíðindum kemur hins vegar í ljós að talan er 0,77%. I fréttabréfinu segir að sam- kvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni sé þetta rétta talan og hin fyrri hafi verið gefin upp sem bráðabirgðatala. Lægsta talan í fyrrnefndri handbók er 0,87% í Svíþjóð og 0,93% í Japan. Samkvæmt því er dánar- tala barna á fyrsta ári sú lægsta í heiminum. Þá segir í fréttabréfinu að það séu einkum tvö atriði sem talin séu bera vott um gott ástand í heilbrigðismáium þjóða. Annað séu miklar lífslíkur og hitt lág dánartíðni meðal barna, hið fyrr- nefnda sé að hluta til afleiðing af hinu síðarnefnda. Fyrir ári var dauða er átt við þau börn sem fæðast lifandi en deyja áður en þau ná eins árs aldri. skýrt frá því í „Fréttabréfi um heilbrigðismár, að íslendingar lifðu lengst allra þjóða og var það í fyrsta skipti sem ísland var í fyrsta sæti í því efni. „En ástandið hefur ekki alltaf verið svona gott í heilbrigðismál- um þjóðarinnar," segir í Frétta- bréfinu. „Fyrir einni öld dó fimmta hvert barn áður en það náði eins árs aldri (1871—75: 21,9%). Fyrir hálfri öld voru dánarlíkurnar á fyrsta ári orðn- ar einn tuttugasti (1921—25: 5,3%) en síðasta fimm ára með- altal sýnir að aðeins eitt af hverjum hundrað börnum deyja á fyrsta ári (1971—75:1,16%). Nýjustu upplýsingar eru frá árunum 1976 og 1977, en meðal- tal ungbarnadauða þau ár er 0,86%,“ segir ennfremur í Fréttabréfinu. í nokkrum ríkjum í Afríku og Asíu er ungbarna- dauðinn nú frá 20% til 30% eða svipaður og hann var hér fyrir heilli öld. Þessi ríki eru Burma, Zambía, Gabon, Gínea og Nígería. Loks er skýrt frá því í „Frétta- bréfi um heilbrigðismál", að samkvæmt nýjustu tölum (1975—76) séu lífslíkur pilta á Islandi 73,0 ár við fæðingu en stúlkna 79,2 ár. Dánarlíkurnar á fyrsta ári eru meiri en saman- lagðar líkur á að deyja á aldrin- um frá eins árs og fram yfir tvítugt. Þeir sem lifa fyrsta árið af mega því vænta þess að ná hærri aldri, eða 73,8 ár fyrir karla og 80,0 ár fyrir konur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.