Morgunblaðið - 22.09.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979
33
Verður Reykjaneskjördæmi skipt?
f Kjördaémak. þingmervrt
Uppbðtarþingsæti
KJÓSEIMDUR Á KJÖRSKRÁ EFTIR KJÖRDÆMUM I %
5-6% 6,2% 8,4% 10,6% 18,2%
Geirar hringanna sýna (ylgi
þingflokkanna í hverjtr kjördæmí,
en radíusinn vaagi atkvæða eftir
úthlutun uppbótarþingsæta
1. Sjálfstæðisflokkur
2. Framsóknarflokkur
3. Alþýðubandalag
4. Albýðuflokkur
5. Samt. frj. og vinstrí
ALÞINGISKOSNINGARNAR 1974
Vægí atkvæða fyrir ag eftir úthtutun uppbótarþlngsæta
landsmeðaltal —
54 | vægi
H
X i
2*1—...
Á þessu korti sem birtist í fjármálatiðindum 1. hefti 1977, er sýnt vægi atkvæða í hinum einstöku kjördæmum við alþingiskosningarnar 1974. Radius hringanna sýnir hlutföllin
innbyrðis en hæð „karlanna14 (sem gilda jafnt fyrir kjósendur af báðum kynjum) sýnir hlutföllin milli vægis atkvæða í kjördæmunum.
Hvað segja sveitarstjórnarmenn
í kjördæminu um þær hugmyndir?
MEGINBREYTINGIN sem gerð var á kjördæmaskipan-
inni árið 1959 var svo sem kunnugt er sú. að þingmönn-
um var fjölgað í 60, kjördæmum var fækkað niður í átta,
hlutfallskosning var lögrekin í öllum kjördæmum og föst
tala uppbótarþingmanna var ákveðin.
Samkvæmt lýðveldisstjórnarskránni var Alþingi skip-
að allt að 52 þjóðkjörnum þingmönnum. 21 einmennings-
kjördæmi var við lýði, 6 tvimenningskjördæmi og eitt
átta manna kjördæmi, Reykjavík. Kosning var hlutbund-
in í Rcykjavík og tvímenningskjördæmunum, en einföld
meirihlutakosning í einmenningskjördæmunum.
Kjördæmabreytingin 1959
Segja má að sú leiðrétting sem varð á kjördæmaskipan-
inni við breytinguna 1959 hafi verið tvíþætt í eðli sínu.
Annars vegar milli hinna einstöku landshluta og hins
vegar milli stjórnmálaflokkanna. Þannig skiptist atkvæða-
magn flokka eftir sumarkosningar 1959, að Alþýðubanda-
lagið fékk 15.3% atkvæða og 7 þingmenn, Alþýðuflokkur-
inn fékk 12.5% og 6 þingmenn, Framsóknarflokkurinn fékk
27.2% og 19 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 42.5%
og 20 þingmenn. Eftir haustkosningarnar sama ár þegar
hin nýju lög voru komin til sögunnar fékk Alþýðubanda-
lagið 16% atkvæða og 10 þingmenn, Alþýðuflokkurinn fékk
15.2% og 9 þingmenn, Framsóknarflokkurinn fékk 25.7%
og 17 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 39.7% og 24
þingmenn.
Einna mesti munur milli kjördæma var sá fyrir
breytinguna 1959 að í minnsta kjördæminu, Seyðisfirði,
var Björgvin Jónsson kjörinn á þing með 190 atkvæðum til
samanburðar við 3396 atkvæði þingmanns Gullbringu- og
Kjósarsýslu, Ólafs Thors. Og frá því er skýrt í Morgunblað-
inu eftir sumarkosningarnar 1959 að 25 uppbótarmenn
hefði þurft til að ná jöfnuði milli flokkanna eftir þær
kosningar.
Kjördæmabreytingin var við það miðuð að ná jöfnuði í
atkvæðamagni stjórnmálaflokkanna og fjölda þingmanna
þeirra. Jafnframt því sem reynt var að jafna vægi atkvæða
milli landshluta.
Stefnir í sama farið
Síðustu árin hefur þróun mannfjöldans enn sett strik í
reikninginn og við síðustu alþingiskosningar hefur
misvægið náð því að verða einn á móti sex milli tveggja
kjördæma. Eftir kosningarnar 1974 hafði Vestfjarðakjör-
dæmi þannig með uppbótarmönnum 7 alþingismenn, en
Reykjaneskjördæmi 8 þingmenn með uppbótarmönnum. Á
kjörskrá í Reykjaneskjördæmi árið 1974 voru 23.840, en
5.751 á Vestfjörðum.
Eftir kosningarnar 1978 fengu Vestfirðingar aftur á
móti 5 þingmenn, enga uppbótarmenn, en Reykjaneskjör-
dæmi fékk 8 þingmenn, þrjá uppbótarmenn. Á kjörskrá í
Reykjaneskjördæmi voru þá 27.840 en 6.007 á Vestfjörðum.
Þess má og geta að íbúatalan á Reykjanesi í heild er um
50 þúsund manns, en 12—13 þúsund á Vestfjörðum. Tveir
stærstu kaupstaðir Reykjaneskjördæmis, Hafnarfjörður
og Kópavogur, eru hvor um sig fjölmennari en þrjú
minnstu núverandi kjördæmin, Vestfirðir, Austurland og
Norðurland vestra.
Frumvarp Odds Ólafssonar
Á síðustu árum hafa þær raddir því stöðugt gerst
háværari, einkum á Reykjanesi og í Reykjavík að það
mikla misvægi sem er á milli kjördæmanna varðandi styrk
atkvæðanna, verði leiðrétt. Einn þingmanna Reykjanes-
kjördæmis, Oddur Ólafsson, flutti þannig frumvarp á 99.
löggjafar þinginu 1977—78 sem fól í sér að fjölga
kjördæmum um eitt. Einnig lagði hann til að kjördæma-
kosnum þingmönnum verði fjölgað úr 49 í 56, landskjörn-
um fækkað úr 11 í 4, en heildartala þingmanna yrði áfram
60. Oddur lagði það sem sagt til að Reykjaneskjördæmi
yrði skipt í tvennt, Suðvesturlandskjördæmi og Reykjanes-
kjördæmi. Hið fyrra samanstæði af Garðabæ, Kópavogi,
Seltjarnarnesi og Kjósarsýslu. Hið síðarnefnda saman-
stæði aftur af Hafnarfirði, Gullbringu sýslu, Grindavík,
Njarðvík og Keflavík. Þá lagði Oddur það til að kjördæma-
kosnum þingmönnum í Reykjavík yrði fjölgað úr 12 í 14.
Með frumvarpi Odds var því gert ráð fyrir sex fimm
manna kjördæmum, í stað fimm áður og myndi Suðvestur-
landskjördæmi þar bætast við. Hann gerði ráð fyrir
tveimur sex manna kjördæmum áfram og einu 14 manna
kjördæmi. Fjórir landskjörnir þingmenn yrðu síðan til
jöfnunar milli þingflokka.
Þessar hugmyndir Odds náðu ekki fram að ganga.
Valkostir
stjórnarskrárneíndar
Þrátt fyrir að miklar umræður hafi átt sér stað um
kjördæmamál og þá einkum fyrir kosningar á undanförn-
um árum, hefur skipulaginu frá 1959 ekki verið brevtt. Þær
stjórnarskrárnefndir sem starfað hafa á tímabilinu hafa
oftast sprungið á limminu og þá ekki síst vegna
kjördæmamálsins. Sú stjórnarskrárnefnd sem að störfum
situr um þessar mundir virðist þó hafa tekið þessi mál
fastari tökum en fyrri nefndir og í viðtali við Morgunblaðið
6. júlí síðastliðinn segir formaður hennar dr. Gunnar
Thoroddsen að gert sé ráð fyrir því að nefndin leggi fyrir
þingflokkana nokkra valkosti um kjördæmamálið í haust
með upplýsingum, útreikningum og rökstuðningi.
Þessi ummæli dr. Gunnars Thoroddsen urðu svo aftur í
og með til þess að bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi
sínum 17. ágúst eftirfarandi ályktun: „Bæjarstjórn
Kópavogs ályktar að skora á háttvirt Alþingi að leiðrétta
sem fyrst, í tæka tíð fyrir næstu alþingiskosningar, þann
mikla mun sem nú er á vægi atkvæða eftir því í hvaða
kjördæmi kjósandi býr.
Bæjarstjórn lýsir ennfremur þeirri skoðun sinni, að sem
liður í þeirri leiðréttingu hljóti að vera skipting Reykjanes-
kjördæmis í að minnsta kosti tvö kjördæmi, helst fleiri.“
Þessi ályktun Kópavogsmanna varð síðan aftur til þess
að Morgunblaðið leitaði til sveitarstjórnarmanna í helstu
sveitarfélögum á Reykjanesi til að kanna hug þeirra í
þessu efni og fara svör þeirra hér á eftir.