Morgunblaðið - 22.09.1979, Page 34

Morgunblaðið - 22.09.1979, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Verður Reykjaneskjördæmi skipt? Taka verður til- lit til Mmenn- ustu kjördæm- anna — segir Salome Þorkelsdóttir „Misvægi atkvæða er orðið allt of mikið og það er réttlætismál að leiðrétta það“, sagði Salome Þorkelsdóttir, hrepps- nefndarmaður í Mosfellshreppi. Hún sagði að það væri í sjálfu sér ekki einfalt mál að leiðrétta þetta, þvi ekki væri hægt annað en taka tillit til fámennustu kjordæmanna úti á landi. „En þegar misvægið er orðið einn á móti sex þá er það orðið allt of mikið og finna verður lausn á því“, sagði Salome. Varðandi hugsanlega skiptingu kjör- dæmisins í tvö kjördæmi eða fleiri sagði hún, að sér fyndist það vera eðlileg hugmynd. „Kjördæmið er stórt, það nær frá Reykjanestá og upp í Hvalfjörð, og í atvinnulegu tilliti sérstaklega eru aðstæð- ur mjög ólíkar. Umræðan um skiptingu kjördæmisins hefur verið áberandi á Suðurnesjum undanfarin ár Suðurnesja- menn hafa lagt mikla áherslu á sérstöðu sína og það hefur kannski verið skref í þá áttina hjá þeim þegar þeir stofnuðu sín sérstöku landshlutasamtök sveitarfélaga og gengu úr landshlutasamtökum sveitar- félaga í Reykjanesumdæmi á síðasta vetri. Varðandi spurninguna hvar ætti að skipta kjördæminu ef af verður, þá er ég ekki tilbúin til að tjá mig um það,“ sagði Salome Þorkelsdóttir. Hún sagði þó að í fljótu bragði virtist sér það vera nóg að skipta kjördæminu í tvennt. „En þetta er ákaflega viðamikið mál og sjálfsagt ekki auðvelt að leysa,“ sagði Salome Þorkels- dóttir. Hef enga trú á að þingmönnum Reykjaness verði fjölgað á kostn- að annarra kjör- dæma — segir Sigurgeir Sigurðsson „Ég er alveg sammála þeirri hugmynd að Reykjanesi verði skipt í smærri kjördæmi, en aðalatriðið er að jafna þann mun sem verið hefur á vægi atkvæða milli landshluta. hvort sem það verður gert í einu kjördæmi eða fleirum“, sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi. Hann sagðist enga trú hafa á þvi að þingmönnum Reykjaness yrði fjölgað á kostnað annarra kjördæma — En ef af skiptingu yrði, hvernig telur þú að best yrði að henni staðið? „Ég held að heppilegasta skiptingin væri eins og frumvarp Odds Ólafssonar gerir ráð fyrir, að skiptingin yrði fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þá er það spurningin um hver fjöldi þingmanna ætti að vera í hvorum hluta og einnig kæmi vissulega til greina að skipta Reykjavík upp. Ég hef þó ekki hugsað það út hvernig það gæti orðið". — Telur þú réttlætanlegt að einhver munur sé hvað vægi atkvæða milli lands- hluta snertir? „Ég hef alltaf verið fylgjandi því, að til dæmis kjördæma breytingin frá 1959 og hlutfallið sem þá var ákveðið, hefði verið látið halda sér. Hlutfallið sem þá var ákveðið var einn á móti tveimur og það mátti færa sterk rök fyrir því að þær byggðir sem stóðu höllum fæti úti á landsbyggðinni hefðu þurft meiri umönn- un á löggjafaþinginu en við sem stóðum nær því. Ég var því í sjálfu sér mjög sáttur við það og ef hlutfallinu sem löggjafinn setti þá hefði verið haldið, værum við ekki með nein vandamál í dag. Og ekki væri síðra ef við værum með það innbyggt í kerfinu eins og hjá sumum öðrum þjóðum, að íbúafjöldinn hefði ráðið og breytt þingmannatölunni eftir þróun hans, þá væru heldur engin vandamál í dag. En okkar ágætu stjórnspekingar eða alþing- ismenn hafa ekki viljað horfast í augu við raunveruleikann". Stafar lýðræðinu þá hætta af þessu misvægi? „Það er hægt að færa fyrir því mjög einföld rök. Það á auðvitað ekkert skylt við lýðræði ef við metum löggjafarsamkom- una einhvers á annað borð, að reikna með því að atkvæði eins manns geti vegið margfalt á við atkvæði annars manns. Það er hróplegt ranglæti". Vona að þróunin verði i átt til minni kjördæma — segir Eiríkur Alexandersson „Ég er alveg hjartanlega sammála ályktun þeirra úr Kópavogi, en vil þó undirstrika það alveg sérstaklega að við Suðurnesjamenn erum þeirrar skoðunar að Suðurnesin eigi að vera sérstakt kjördæmi“, sagði Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri í Grindavík. Hann sagðist áður hafa varpað fram þeirri hugmynd að Reykjaneskjördæmi verði skipt í fjögur smærri kjördæmi sem öll gætu orðið svipuð að stærð. „Þá hef ég verið að hugsa um Suðurnes, Hafnarfjörð, Kópavog og svo það sem eftir er af kjördæminu", sagði Eiríkur. Hann sagðist vera mun hlynntari slíkri lausn heldur en fjölgun þingmanna núver- andi kjördæmis. „Ég tel að slík breyting ætti að vera liður í þeirri breytingu sem stjórnarskrárnefndin legði til um kjör- dæmaskip#nina í landinu", sagði Eiríkur og sagðist vona að kjördæmaskipan þróað- ist í átt að minni kjördæmum. „Ég tel að það yrði gott fyrir stjórnmálalífið, auka áhuga almennings og gera kosningarnar persónulegri," sagði Eiríkur. Hann sagði það mjög brýnt að breyting í þessa átt ætti sér stað sem fyrst. „Ég tel ekki fráleitt að einhver munur sé á atk'væðastyrk á bak við þingmenn hinna fámennustu staða og þéttbýlisins, en eins og mismunurinn er núna er þetta fráleitt," sagði Eiríkur Alexandersson. Heppilegra að skipta kjördæm- inu en fjölga jingmönnum jess — segir Ingólfur Aðalsteinsson „Það er ákaflega ofarlega í hugum manna hér að Suðurnesin verði gerð að sérstöku kjördæmi,“ sagði Ingólfur Aðal- steinsson bæjarfulltrúi í Njarðvík. Hann sagði að mörg rök hnigju að því að slík breyting ætti sér stað. Ingólfur var spurður að því hvort réttlætanlegt væri að einhver munur væri á vægi atkvæða milli hinna ýmsu lands- hluta og svaraði hann því til að honum þætti gaman að sjá framan í þann mann sem segði það án þess að depla auga, að hann teldi sig eiga að hafa meiri atkvæðis- rétt en aðra. „Það telst engan veginn eðlilegt að maður vestur á fjörðum, eða hvar á landinu sem er, hafi fjórum eða fimm sinnum stærra atkvæði heldur en við hér á Reykjanesi. Það er augljóst mál að þetta verður að leiðrétta og það verður vafalaust gert,“ sagði Ingólfur þegar hann var spurður að því hvort hann teldi að lýðræðinu stafaði hætta af ástandinu eins og það er. Hann var að lokum spurður að því hvort honum fyndist það betri lausn að skipta kjördæmum eins og Reykjanesi upp í fleiri en eitt kjördæmi, fremur en að fjölga þingmönnum þess, til að jafna misvægi atkvæðanna milli landsmanna. Hann sagði að vafalaust væri það mun heppi- legri lausn, þar sem þingmaður hvers hluta þekkti lang best málefni þau sem þar þyrfti að leysa. Byggðalögin á Reykjanesi hafa mismunandi hags- muna að gæta — segir Hörður Zophaníasson „Ég hef nú ekki alveg gert upp hug minn í því sambandi, en mér finnst vera rök bæði með og á móti. Að mörgu leyti hafa þessi byggðalög svolítið mismun- andi hagsmuna að gæta og eru sundur- skilin landfræðilega og i atvinnulogu tilliti. En það er vissulega vandamál hvernig réttast er að koma þessu þannig fyrir a kjósendur njóti meiri réttar en þeir gera á þessu svæði við núverandi skipulag,“ sagði Hörður Zophaníasson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hörður var spurður að því hvað honum fyndist um ályktun bæjarstjórnar Kópavogs um þetta efni. Hann var þá spurður hvernig hann teldi að misvægi atkvæða yrði helst leiðrétt og svaraði hann því til að hann teldi að það myndi ekki bæta neitt að fjölga þingmönn- um í heild á Alþingi. „Það er auðvitað ekki lýðræðislegt að svo mikill munur viðgang- ist í vægi atkvæða og nú er,“ sagði Hörður þegar hann var spurður hvort hann teldi lýðræðinu hætta búin við núverandi ástand. „Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að lýðræðinu sé„hætta búin“ en það er mikið misrétti þegar svo mikill munur er á vægi atkvæða eins og raun ber vitni," sagði Hörður Zophaníasson. Hann sagði að ekki hefði verið mikið rætt um þessi mál síðan fyrir kosningarn- ar í fyrra, en búast mætti við meiri umræðu um kosningamál þegar stjórnar- skrárnefndin fer að „hrista sig“ í haust. „Ég legg áherslu á, að leiðrétt verði það misvægi atkvæða sem er á milli okkar sem búum á Reykjanesi og þeirra sem búa á Vestfjörðum, svo dæmi sé tekið. Ég get því vel fallist á þá skiptingu sem lögð var til á fundi bæjarstjórnar Kópavogs og myndað verði sérstakt Suðurnesjakjördæmi,“ sagði Jón H. Júliusson í Sandgerði. Hann sagði hugmyndir um slíka skipt- ingu hefðu komið fram í fjölmörgum ályktunum frá Suðurnesjum á undanförn- um árum, meðal annars hefðu Sjálfstæðis- menn á Suðurnesjum gert tillögur sem hnigu í átt að skiptingu Reykjaneskjör- dæmis í fleiri en eitt kjördæmi. „En krafan er fyrst og fremst sú, að mismunur atkvæðisréttarins verði leiðréttur, það má svo aftur deila um það hvort heldur beri að framkvæma það með skiptingu kjör- dæmisins eða fjölgun þingmanna. Reyk- nesingar þurfa fyrst og fremst að fá þingmenn í samræmi við atkvæðamagn: Fá jafnmarga þingmenn miðað við höfða- tölu og aðrir landsmenn," sagði Jón H. Júlíusson. Hann sagði að ef ákveðið yrði að skipta kjördæminu upp í fleiri en eitt kjördæmi mætti deila um það hvernig skiptingunni væri best fyrirkomið. „Við Suðurnesja- menn höfum verið í þeirri aðstöðu undan- farin ár, að teljast hvorki til landsbyggð- arinnar né Stór-Reykjavíkursvæðisins og því verið utangátta til dæmis í sambandi við Byggðasjóð. Það væri því til mikilla bóta, að Suðurnesin yrðu sérstakt kjör- dærni," sagði Jón og bætti því síðan við, að erfitt gæti aftur orðið að skipta kjör- dæminu upp þar sem væru þéttbýlisstað- irnir Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörð- ur, Seltjarnarnes og Mosfellssveit. Þar ætti mannfjöldinn þó í öllu falli að vera grundvöllur skiptingar. „Ég get nú varla sagt að kjördæmamálið sé orðið hitamál enn sem komið er að minnsta kosti," sagði Jón þegar hann var spurður að því hvort mikið væri skrafað um þessi mál suður með sjó. „Höfuðmálið er, eins og ég segi, að misvægi atkvæðanna verði leiðrétt og það skiptir ekki öllu máli hvort það er gert með því að fjölga þingmönnum eða skipta kjördæminu upp,“ sagði Jón H. Júlíusson. Reyknesingar fái þingmenn í samræmi við atkvæðamagn — segir Jón H. Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.