Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 45 ræðisaldur. Starfssvið mitt var lengst af á sjónum. Kornungur fór ég á sjóinn, það var eina úrræðið til að geta séð sér og sínum farborða. Þá voru kjör og allur aðbúnaður annar en nú er og myndi víst enginn sætta sig við þann aðbúnað sem þá var. Ég byrjaði á togara 1913. Þá voru engin togaravöku- lög. En svo óx samtakamáttur alþýðunnar. Sjómannafélag Reykjavíkur var stofnað 1915. Við sjómennirnir unnum þeim félags- skap og ég hef reynt að styðja þau samtök eftir mætti alla tíð, enda einn af stofnendum. Ég gladdist er mér var sýndur sá sómi að gera mig að heiðursfé- laga. Ég hef alla tíð reynt að fylgjast með þeim málum sem félagið hefur beitt sér fyrir. Ég gladdist mjög er samtök sjómanna beittu sér fyrir að stofnað yrði heimili fyrir aldraða sjómenn „Hrafnista". Ég held að flestir séu sammála um að sjómenn eigi skilið að sæmilega sé að þeim búið í ellinni, þégar starfsþrekið er þorrið. En það er einmitt í sambandi við Hrafnistu sem ég hef orðið fyrir vonbrigðum, taldi þess vegna rétt að segja frá þeim viðskiptum opinberlega, því fleiri en ég geta átt svipaða sögu að segja. Fyrir um það bil einu og hálfu ári hringdi ég í Sigfús Bjarnason sem lengi var starfsmaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur og spyr hann hvort hann geti sagt mér til hverra ég eigi að snúa mér, ég sé að hugsa um að sækja um vist á Hrafnistu. Við gömlu hjónin telj- um að við getum ekki búið ein lengur. Ég er nú á nítugasta og öðru aldursári og kona mín að verða níræð og hafa margir enst skemur. Sigfús sagði mér að ég ætti að leita til félagsins, það erum við sem eigum að sjá um þessa gömlu sjómenn. Sigfús benti mér á að tala við Hilmar Jónsson varafor- mann félagsins, að ég hygg. Ég tala svo við hann og sagði hann mér það sama. Hann tók mér vinsamlega og sagðist allt vilja fyrir mig gera og sagðist skyldu láta mig vita strax og eitthvað gerðist. Hann hafði orð á því að sjómannafélagið hefði ráð á tveimur herbergjum. Ég spurði hann hvort ábyggilegt SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Marshall skákmótinu í New York í vor kom þessi staða upp í skák Bandaríkjamannanna Williams, sem hafði hvítt og átti leik, og Bonins. 18. Rxh7! - c4, (Eða 18... Rxh7, 19. hxg6 - Rf6, 20. Dg4! Ef 19. ... fxg6 þá 20. Hxht - Kxh7, 21. Dh5+ og mátar) 19. Rxf6+ — Bxf6, 20. hxg6 - cxd3, 21. Dh5 - Bg5+, 22. Hd2! - Bxd2+, 23. Kxd2 - Hxc2+, 24. Kdl - Hcl+, 25. Kxcl - Dc8+, 26. Kbl og svartur gafst upp. væri að ég fengi það fyrsta sem losnaði. „Já, það er 100% ábyggi- legt,“ sagði hann. Svo leið og beið og ekkert lét Hilmar til sín heyra. Nú frétti ég eftir nokkuð góðum heimildum að fleiri en eitt herbergi hefði losnað síðan og fór mér nú að þykja þetta allt saman meira en lítið einkenni- legt. Ég hringdi enn í Hilmar og tjái honum að mér sé kunnugt um að pláss hefði losnað og að enn hafi röðin ekki komið að mér. „Jú, við höfum herbergi en í því er einstaklingur sem neitar að fara eða flytja sig.“ Ég sagðist nú ekki trúa því að neinn gæti neitað að færa sig milli herbergja. Ég minnti hann á hverju hann hefði lofað. „Lofað? Ég hef engu lofað," sagði hann. Eitthvað finnst mér þetta nú gruggugt og í ætt við vífilengjur. Sú saga gengur að fjármagnið ráði of miklu um það hverjir fái inni á Hrafnistu. Þessi stofnun var fyrst og fremst byggð til þess að aldraðir sjómenn og konur þeirra hefðu þar skýli og aðhlynn- ingu, þegar starfskraftarnir væru þrotnir. Það setur að mér ugg um að hins upphaflega markmiðs sé ekki nógu vel gætt. Það fer nú að styttast í að ég ónáði forystumennina með upp- hringingum. Þrátt fyrir allt óska ég Sjómannafélagi Reykjavíkur velfarnaðar um alla framtíð. Jóhann Þorleifsson. HÖGNI HREKKVÍSI 1979 MrNaught Sjnd , li „ M'/afd vAfZ /tuwo4^u6xo prrr að 6éi?a 6tx á ösöto ! “ Veggsamstæóur 243 cm góð greiðslu- kjör, Opið 1-4 um helgina. Funahöfða 14, 8Ími 33490. & & & \ % \ % \ Lærið &* að dansa f eðlilegur þáttur í almennri menntun hvers einstaklings ætti að vera að læra að dansa. Ath. Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru líka. Innritun stendur yfir. Ballettskóii Eddu Scheving, sími 76350. Ballettskóli Sigríðar Ármann, sími 72154. Dansskóli Sigvalda Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjöröur, Mosfellssveit. Símar 84750 53158 66469 Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, sími 41557 Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur Hafnarfjöröur, Mosfellssveit. 20345—24959 38126—74444 76624. & * & & * & \ & & \ . DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000 TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.